Alþýðublaðið - 17.08.1962, Qupperneq 5
Sannleikurinn
um nr. 944
Yfirlýsing
frá HAB
ÚT af mjög ómerkilegri klausu
um Happdrætti Alþýðublaðsins í
dagblaðinu Vísi hinn 15. þ.m. hefir
happdrættið sent Vísi íil birtingar
neðanskfáðá yfirlýsingu, sem hrek
ur hvert atriði í hinni lúalegu árás
á happdrættið og starfsmenn þess
Herra ritstjóri.
Út af grein, sem birtist í blaði
yðar í gær á 5. síðu, með fyrir-
sögninni „Hélt að hann hefði unn
ið bíl — en miðinn var seldur öðr
um“, vill Happdrætti Alþýðuhlaðs
ins taka fram eftirfarandi:
Grein þessi er röng og villandi.
Umræddur trésmiður hafði j
keypt í umboðinu í Hafnarfirði,
þegar happdrættið hóf starfsemi
sína, miða þann með því númeri,
Endurnýjun
lánsumsókna
er oð Ijúka
N.K. mánudag 20. ágúst kl. 5 e.h.
lýkur endurnýjun allra þeirra láns
umsókna sem borizt höfðu fyrir
.10. júlí sl. hjá Húsnæðismála-
stofnun ríkisins. Eftir þann tíma
verða þær ekki taldar meðal láns
hæfra umsókna.
Að gefnu tilefni vill blaðið þó
benda þeim umsækjendum sem nú
eða á næstunni hyggjast leggja þar
inn nýjar lánsumsóknir, að þeir
eru ekki bundnir við framangreind
tímamörk. Móti slíkum umsóknum
verður daglega tekið, eins og að
undanförnu.
Rétt er þó að ítreka það sem fyrr
hefur um þessi mál verið sagt,
að hyggilegast er að leggja láns-
umsókn inn strax og búið er að
teikna viðkomandi hús eða íbúð
og áður en byggingaframkvæmdir
hefjast.
sem nú hlaut vinning hinn 10.
ágúst sl. Var vinningurinn TAUN-
US bifreið, en ekki Volkswagen
bifreið eins og segir í Vísisgrein-
inni. Af einhverjum ástæðum
hætti trésmiðurinn á fyrri hluta
sl. árs (1961) að framlengja miða
þennan, en síðari hluta ársins var
númer þetta ásamt öðrum fleiri ó-
seldum númerum í Hafnarfirði
fluttur til aðalumboðsins i Reykja-
vík og seldur þar.
Það er venja í öllum happdrætt
um, að þegar miði er ekki fram-
lengdur, fellur réttur fyrri eiganda
niður og má þá selja slíka óendur-
nýjaða miða öðrum.
Hefir þessi umræddi miði verið
hér í aðalumboðinu í Reykjavík
sl. 12 mánuði.
Þegar svo trésmiðurinn keypti
1 miða að nýju í happdrættis-umboð
1 inu í Hafnarfirði fékk hann nýtt
númer, þar sem gamli miðinn var
fluttur í annað umboð og hafði —
eins og fyrr segir — ekki verið
framlengdur síðast. Var honum
tjáð af umboðsmanninum í Hafnar
firði að miðinn væri seldur í
Reykjavík , þótt hann óskaði eftir
að halda sínu upphaflega númeri.
Hefir hann síðan í okt. 1961 fram-
lengt nýja númerið sitt, en ekki
greitt nokkra mánuði fyrirfram
eins og segir í Vísisgreininni.
Það er einnig alger uppspuni að
umboðsmaðurinn í Hafnarfirði,
sem er hr. verzl.stj. Jón Egilsson,
hafi óskað honum til hamingju
með vinninginn. Sú ósk hlýtur að
hafa komið frá einhverjum öðrum.
Happdrætti Alþýðublaðsins vænt
ir þess, að með þessu sé þetta mál
að fullu skýrt og að allir þeir, sem
rétt mat vilja leggja á hlutina, sjái
að hér hefur verið farið eftir þeim
reglum, sem venjulega gilda um
sölu á happdrættismiðum.
Hins vegar má á það benda, að
það getur oft hlotist tjón af að
vanrækja að framlengja miða sína
í happdrættum og sú hefur raunin
orðið hér, án þess að Happdrætti
AlþýðublaðSins eigi hér nokkra
sök.
Reykjavík 16. ágúst.
Happdrætti Alþýðublaðsins.
í Vífilsstaðahæli sem fyrst. — Upplýsingar
gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 15611.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Trésmiðir
óskast.
Trésmiðja Björns Ólafssonar,
Reykjavíkurvegi 68. — Sími 50174.
Málar myndir f
og selur lampaí
EINN af stofnendum Raflaiwþa
gerðarinnar í Suðurgötu, Þcr-
steinn Hannésson, lætur til æn
taka á fleiri sviðum en því, ad
smíða og- seija lampa, hann lieCur
opnað málverkasýningu í Ásmund
arsal við Freyjugötu. Sýningin
verður opnuð í dag fyrir boðs-
gesti, en á morgun klukkan tvö
fyrir almenning.
Þorsteinn sýnir þarna 35 mynd
ir, þar af níu olíumálverk, hitt
eru vatnslitir. Þorsteinn er fæddur
í Grunnasundsnesi við Stykkis
hólm, en fluttist suður til Reykja-
víkur ungur að árúm, þar sem
hann lærði teikningar hjá Brynj-
óifi Þórðarsyni og Ásgrími Jóns-
syni.
Síðar lærði hann íeikningar hjá
Ríkarði Jónssyni og Birni Biörhs
syni, en árið 1928 hór hann að læra
húsamálun og vann við þá iðn
til ársins 1934, er hann stofnaði
Raflampagerðina með öðrum, en
við það fyrirtæki hefur hann ntárf
að allt til þessa dags. Hann hefftr
Þorsteinn Hannesson við eitt málverka sinna, er hann kallar „Þjóð- þó ekki hætt að teikna og mála, —
lega hugmynd.“
VÍÐTÆKUR undirbúningur f'er!
nú fram á Akureyri vegna hátíða-í
haldanna í sambandi við, að 29. j
ágúst verða 100 ár liðin síðan
Akureyri öðlaðist kaupstaðarrétt-
indi. Unnið er að fegrun bæjarins1
og geta má þess að ýmsar sýn-
ingar verða haldnar, svo sem
iðnsýning og söguleg sýning.
Bæjarstjórn Akureyrar skýrði1
fréttamönnum frá þessu á fundi
á miðvikudag, og var þeim um leið
afhent dagskrá hátíðahaldanna.
Ráðgert er að hátíðahöldin
standi í eina viku, frá 26. ágúst
til 2. september.
Á vegum Rafmagnsveitu Akur-
eyrar verða ýmis hús í bænum
flóðlýst. Einnig verður Ráðhús-
torgið flóðlýst.
Unnið hefur verið að því að
snyrta bæinn í allt sumár og hafá,
mörg hús og skúrar, sem óprýði j
hefur þótt að verið fjarlægð..
í sambandi við hátíðahöldin er
búizt við, að mikill fjöldi fólks
komi hingað til Akureyrar. Meðal
gesta við hátíðahöldin verða for-
seti íslands og ráðherrar, ásamt
fulltrúum frá vinabæjum Akur-
eyrar.
Þeim sem ætla til Akureyrar,
er ráðlagt að tilkynna komu sína
í tíma til að auðvelda öflun gisti-
húsnæðis.
og myndir sínar hefur hann sýnt
á nokkrum stöðum úti á landi*
Sýning Þorsteins Hannessonár
í Ásmundarsal verður opin írá
kl, 2-22 daglega frá morgundegin
um að telja til 27. þessa mánaður.
Jaðarsmótið
Framhald af 2. síðu.
dag. Efnt verður til skemmlikvölcls
inni að Jaðri um kvöldið. A sunnu
dag verður guðsþjónusta kí. 2.30
og útiskemmtun hefst kl. 4. þá vei ð
ur einnig íþróttakeppni. Mótinu
lýkur með kvöldvöku á sunnudtgs
kvöld. Dansað verður bæði kvöidln
og mun ÓM og Agnes leika cg
syngja.
ð ny
í GÆR var fyrsti fundur borg að það væri oft þeir, sem sízt
SIGURHÁTÍÐ
MOSKVA, 16. ágúst, (NTB-AFP)
MOSKVUBÚAR bjuggu sig í
dag undir mikla fagnaðarhátíð til
lianda rússnesku geimförunum
Nikolayev og Popovitch, sem munu
vera væntanlegir til höfuðborgar-
innar kl. 12 á morgun, norskur
tími.
Sovétstjórnin hefur stofnað
nýja orðu, sem sæma á geimfara,
sem hafa farið a. m. k. milljón I
kílómetra vegalengd í geimnum.!
arstjórnar eftir mánaðar sumar-
leyfi. Fyrir fundinum lágu til sam
þykktar allmargar fundargerðir
borgarráðs, sömuleiðis fundargerð
ir nokkurra nefnda, ein fyrirspurn
og ein tillaga. Fundagerðirnar
voru samþykktar mótatkvæða-
laust nema hvað nokkurrar um-
ræður spunnust vegna 17. liðs i
fundargerð borgarráðs frá 17. júlí.
Liður þessi fjallar um að Gjald-
heimtunni skuli "'falið að endur-
heimta þau almennu tryggingasjóð
gjöld, sem borgarsjóði ber að
greiða skv, lögum, en taka fullt
tillit til greiðslugetu gjaldendans
og gera tillögur til borgarráðs um
niðurfellingu hendurheimtu, þegar
sérstakar ástæður mæla með því.
Edda Bára Sigfúsdóttir, botgar
fulltrúi Alþýðubandalagsins. Taldi
anda laganna vera þann að á-
kveðnu fólki væri ekki ætlað að
greiða þessi gjöld, því tiltekið væri
um hve lágar tekjur einstaklinga
og hjóna, þyrftu að véra til þess
skyldi, sem slyppu við að greiða
þetta.
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri,
sagði að flestar sveitastjórnir end
urkræfu þessi gjöld, að Reykjavík
og Kópavogi undanteknum. Út-
gjöld vegna þessa hefðu farið váx
andi með ári hverju, og GjaTd-
heimtan óskaði eftir ákveðinni af
stöðu varðandi þetta mál. Benti
hann ennfremur á að Gjaldheimt
an gæti kynnt sér hag hvers bg
eins sem æskti niðurfellingar 1 á
endurheimtun.
Þórir Kr. Þórðarson, tók í sama
streng og Borgarstjóri. Taldi hann.
að fólk ætti ekki að losna undjn
því að greiða fé í tryggingasjóði,
nema brýnar ástæður væru fyiir
hendi til að leyfa undanþágu. '<
Greidd voru síðan atkvæði lun
hvort þessi liður fundargerðarinn
ar skyldi samþykktur og var hai in
samþykktur með 10 atkvæðiltn
um gregn þrem. Á móti voru fi 11
:rúar Alþýðubandalagsins en fu 1-
trúar Framsóknarflokksins sá ú
að ekki þyrfti að greiða. Taldi húnhjá.
ALÞÝÐUBLAOIÐ - 17. ágúst 1962 5