Alþýðublaðið - 17.08.1962, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.08.1962, Blaðsíða 12
SÁ 8UVCR DET VÆXST FOR HAM sílv! l'ZNK PÁ, HVAO POUTIST V/U tl6£ 77L OEN t>YNíC AF EEVISER, VI HAR ORbANtSERET IMOO HAM... ^ HVIS EDO/C NU tKKC HAR SMYKKCRNC MCO, NÁR HAN KOMMCR? . dct cr ocr Mcsr FANTASriSKC, Vt> UN0ERU6C KUP, // TRE N06CNSIN0C. HAR LAVCr! JC6 VIUC 6ERNE SC' ■ HANS ANS/6TÍ I 0/CSLIKKCr ER eooies ANí/sr UDT FORM0RKCT., ccpekiu: Ef Eddie er nú ekki með skartgripina, liegar hann kemur? Þá verður það verst fyrir hann sjálfan. Hugsaðu til þess, hvað lögreglan segir við öllum þeim ósköpum af sönnununi, sem við höfum gegn honum . . . Þetta er það stórfenglegasta, ævintýrleg asta.og undarlegasta fyrirtæki, sem við þrjú höfum nokkurn tíma tekið okkur fyr ir hendur. Ég vildi fá að sjá hann. — En Eddie er dálítið þungbúinn þessa stund- ina. KRULLI Fátæki Jói og hundur hans I „Ég segi hvorki hver gaf mér það, né hvað það er“, sagði kóngsdóttirin. „Látið alla fara út“. Hirðmaðurinn blés í lúðurinn sinn og gaf með því öllum merki til að fara. Um leið og fólkið flykktist út, kom Jói í ljós, þar sem hann hafði staðið inni í miðri þyrpingunni. Fyrir framan hann var nú hásætið mikla, þar sem kóngsdóttirin sat við fætur föður síns. í fang- inu hélt hún á hunangsgula kettinum og við hné hennar lá hvoípurinn. AHt í einu heyrðist gleðigelt, hvolpurinn stökk í loft upp þaut yfir gólfið, lagði framlappirnar upp á axlir Jóa og sleikti hann í framan. Um leið emjaði hann og gelti eins og hjarta hans væri að springa. Jói hélt dauðahaldi utan um hann og grét. ÞaÖ varð ógurleg ringulreið meðal hirðarinnar. Allir spurðu: „Hvað er þetta? Hver er þetta? Hvað er að gerast?“ Kóngsdótirin stóð á fætur og leit yfir höfuðið á hunangsgula kettinum sínum. Hún vissi ekki vort hún-átti heldur að hlæja eða gráta. Kóng Tvo miða í fremstu röð, takk. urinn leit til Jóa og spurði: „Hver ert þú?“ „Ég er konunglegur skógarhöggsmaður“, sagði Jói. „Já, nú man ég það“, sagði kóngurinn. „En hvern ig stendur á því að hundurinn hleypur til þín eins og þú værir húsbóndi hans?“ „Hann var húsbóndi hans“, sagði kóngsdóttirin. „En nú er ég það, því að hann gaf mér hundinn sinn, af því að mig langaði svo mikið til að eignast hann“. I Mangoldt Framh. af 1G. síou gerðar voru hér á landi árin 1960 — 1961. hefðu orðið góð og jafn vel betri en vonir stóðu til. Hann kvaðst starfs síns vegna hafa fylgzt vel með þróun mála hér,' en nú fengi hann enn betra tæki- færi til að kynnast framförum og ástandi hér, en hann hefði áður haft. Von Mangoldt var spurður að því hvaöa áhrif frjáls fjárfesting útlendinga mundi hafa hér á landi. Hann taldi slíka fjárfestingu alltaf hagstæða viðkomandi landi, enda hefði reynslan glögglega sýnt það. Viðkomandi land hagnaðist ætíð á fjárfestingu útlendinga, atvinna ykist og velmegun fólksins. Aðspurður kvað hann ekkert því til fyrirstöðu, að ísland fengi lán úr Framkvæmabanka Evrópu, ef það næði tengslum við Efnahags bandalagið, enda væri ,-það hlut- verk bankans að hjálpa aðildarríkj unum. Von Mangoldt taldi stefnu íslenzku ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum vera þá réttu og halda bæri áfram á sömu braut unz fuir ur árangur hefði nást. Dr. Von Mangoldt og kona hans ætluðu að fara héðan flugleiðis, í morgun. Genghis Khan Framhald af 13. síffu. ir hestar, eða kameldýr eða mótorhjól eða allt þrennt. Umskiptin urðu í byltingunni 1921. Þá íosnaði Ytri-Mongólía undan yfirráðum kínversku „stríðs-lávarðanna“. „Hinn lif- andi Búddha“ varð í fyrstu Khan, eins og þingbundinn konungur. Við dauða hans 1924 bannaði Þjóðarráðið, að nokkur annar slíkur yrði fundinn og landið varð lýðveldi. Enn lifa 70% þjóðarinnar af hjarðmennsku og eiga flestir sínar eigin jarðir, þó að komm- únistastjórnin, sem tók við eftir stríð, hafi stofnað nokkur sam- yrkjubú. Minna er orðið um ferðir milli haga og vegalengdir styttri, sem farnar eru. Aðrir landsbúar lifa á einhverskonar iðnaði, sem nú gefur af sér jafnmikið og hjarðmennskan. Mongólía framleiðir nú nóg korn fyrir eigin þarfir. Aðeins örfá lamaklaustur eiu eftir. Sumum 'liinum þekktustu þeirra, eins og Erdeni Tsu, sem byggt var á þeim stað, er áður stóð á höfuðborg heimsveldis Mongóla, Qaraquroum, hefur nú verið breytt í söfn. í stað 100.000 lama eru nú 200 i landinu. Ailt fram undir 1930 voru enn rúm- lega 90.000 munkar i landinu, en með aukinni menntun þorn- uðri upp þær lindir, sem munk- arnir sp.ruttu upp af. Genghis Khan tólc á sínum tíma upp fyrsta stafrófið fyrir tungumál Mongóla, en allt fram til 1921 var aðeins örlítill minni- hluti laés ó mál sit-t. Lærdómur, sem var eiginlega einokaður af lamaklaustrunum, var alveg tengdur klassík Tíbetbúa, og lærðu menn þjóðsögur fyrri alda utanbókar á erlendri tungu. Jafnvel árið 1940 voru aðeins 10% landsbúa læs og skrifandi. Nú munu.svo til allir vera læsir og skrifandi. Háskóli var stofn- aður 1942, sem hefur nú allar venjulegar deildir og 2000 stúdenta og eru kennarar og prófessorar mongólskir. 12 17. ágúst 1962 - AIÞÝÐUBLAÐIB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.