Alþýðublaðið - 29.08.1962, Side 9

Alþýðublaðið - 29.08.1962, Side 9
Garðurinn gerði bæinn frægan Akureyri hefur aS verSleikum orSiS fræg: fyrir lystigarS sinn, einn hinn fegursta á landinu, enda sýnir hann bæSi góS skilyrSi og mik- Inn áhuga bæjarbúa fyrir ræktun og fegrun bæjarins. Bæjarhragur . . . Framha'd af 5. síffu. burði við safnhallirnar úti í heimi, en samt er hér um að ræða merkileg heimildargögn um mann líf og aldarfar þeirra tíma, þegar Jón Sveinsson og Mattliías Joc- humsson áttu heima á Akureyri. Framtak einstaklinga mun hafa ráðið úrslitum um, að söfn þessi urðu til, en þau eru vissulega eameign Akureyringa. Við hinir njótum svo góðs af. Gaman er að heimsækja bernskuheimili Jóns Sveinssonar, sem hefur vafalaust orðið víðlesnastur rithöfundur af íslenzku bergi brotinn fyrir Nonnabækurnar, sem lesnar eru af börnum og unglingum í öllum heimsálfum. Og mikill er sá sómi Akureyrar, að þar skuli vera safn til minningar um þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Af báðum söfnunum er sú góða saga, að Jjau einkennast hvorki af tildri né auglýsingaskrumi í fjárgróða- skyni, heldur af hógværri og ein lægri ræktarsemi við minningu Jóns Sveinssonar og Matthíasar Jochumssonar. Önnur byggðalög mættu taka Akureyri til fyrirmyndar í þessu efni, því að verkefnin eru mörg, ef hugað skal víðs vegar um land að minningu þeirra afburða- manna, sem gert hafa garða sína fræga og komið eftirminnilega við íslenzka sögu. Skólaæskan setur mikinn svip bg fagran á Akureyri, enda er höfuðstaður Norðurlands ctoltur af menntaskóla sínum og þeirri baráttu sem hann kostaði. Ég var á Akureyri 17. júní, en fagnað- ur þjóðhátíðarinnar virtist ætla að misfarast, þar eð veðurguðirn ir voru harla úfnir í skapi. Nokk uð rættist þó úr á síðustu stundu Hins vegar duldist ekki, að upp- sögn menntaskólans var stórvið- burður. Mér virtist hátíð að kalla í hverju húsi, þegar nýju stúdent arnir lögðu leið sína í bæinn úr norðlenzka menntasetrinu eftir skólaslitin með hvítu húfurnar á höfði og rósirnar í hnappagatinu, glaðir og reifir að lokinni próf- þraut og vetrarönn. Akureyring ar tóku þeim opnum örmum, og aðkomumaðurinn barst með þessum hlýja mannlífsstraumi eins og blað á vatni. Mér voru fyrr en varði sögð deili á stúdentunum, við- stöddum og fjarverandi, ættum þeirra og uppruna, hugðarefnum, áhugamálum og fyrirætlunum. Akureyri varð sannkallaður stú- dentabær 17. júní. Og minnis- stætt verður mér að hitta þarna eldri stúdentana, sem heimsóttu skólann sinn að liðnum 10 eða 25 árum frá því þeir litskrifuðust. Þakkirnar voru ekki háværar, en komust samt prýðilega til skila. Sumir voru langt að komnir til að hylla skóla sinn og endurnýja gömul og góð kynni. Menn, sem löngu eru þjóðkunnir af störf- um og forustu, voru mættir þarna til að gera sér glaðan dag eins og þegar þeir settu upp stúdentshúf urnar fyrsta sinni. Þá skildi ég, hvers vegna þeim sið er haldið GARNTÍZKAN VETURINN 1962 GEFJUN AKUREYRI 30 LiTIR ( FLJÓTPRJÓNAO MJÚKT STERKT ÁFERÐARFALLEGT að segja Menntaskólanum á Akur eyri upp 17. júní. Skólaslitin eru orðin fastur þáttur í þjóðhátíð- inni þar norður frá. Og þetta er eins og bros á ásjónu dagsins. ★ ★ ★ Kannski er það þessi glaðlyndi samhugur, sem veldur því, hvað manni líður vel í höfuðstað Norð urlands, jafnvel veðurtepptum í kulda og íannkyngi vetrarríkisins, þegar ljósin eru slokknuð af því að Laxá í Þingeyjarsýslu hefur fokið í ofsaroki úr farvegi sínum upp á heiði. Þá bætir viðmót fólksins gestinum upp harðneskju náttúrunnar. En bezt fellur mór þó Akureyri í sumarblómanum eða haustskrúðanum. Meira að segja trjágróðurinn fer henni vel af því að hann er einkamál og af góðra manna völdum til að prýða garða og skýla húsum. Og svo er í námundanum voldug and stæða, hrikaleg fjöll i yndisleik nektar sinnar, sem er sérkenni íslands. Enn einu sinni rifjast upp fjTÍr mér sumarkvöld, þegar ég stóð um lágnættisskeið á brekkubrúninni framan við Matt hiasarkirkjuna nýkominn að sunn an og á leiðinni austur yfir fjöll- in. Þá var yndislegt að horfa út á fjörðinn og yfir bæinn og hér- aðið og gleðjast af því að vera gestur í höfuðstað Norðurlands. Þvílíka stund skilur sunnlenzk ur aðkomumaður mætavel ást og hrifningu norðlenzka Ekáldsins, sem vegsamar átthaga sína og nágrenni þeirra svofelldum orð- um: Allt það, sem augað sér, æskunnar hörpu knýr, syngur og segir mér sögur og ævintýr. Mild ertu, móðir jörð. Margt hefur guð þér veitt. Aldrei ég Eyjafjörð elskaði nógu heitt. Þetta er eins og heimkominn sonur ávarpi göfuga móður snjöll um orðum í barnslegri þökk og hverfi til upphafs síns. Heimili á Akurej’ri, sem ég hef gist, eru undantekningalítið ein- staklega falleg. Þau státa raunar fæst af því ytra tildri, sem spjátr- ungum finnst eftirsóknanært, cn kynnast því betur, þegar jnn cr komið og gesturinn setztur 1 bezta stólinn, sannfærður um, atJ hann sé hjartanlega velkominn. — Gömlu húsin í Fjörunni búa yfir einhverjum duldum scið, þrátt fyrir lágt ris og fáar Og þröngar vistarverur. Og marga góða stund hef ég átt hjá kunn- ingjum mínum á Oddeyri og uppl á brekku. Þess vegna finnst mér jafnan tilhlökkunarefni að heim sækja höfuðstað Norðurlands. ★ ★ ★ Ég vík aftur máli mínu að 17. júní. Lokið er þeim opinberu há- tíðahöldum, sem aflýst haíði ver ið um morguninn, en til stcfnað á síðustu stundu, þegar loksins lægði óveðrið, er barði mig og félaga minn .fyrir tveim dögum Framh. á 11. eíðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. ágúst 1962 £

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.