Alþýðublaðið - 15.09.1962, Síða 2

Alþýðublaðið - 15.09.1962, Síða 2
Ritstjórar: Gísli J Ástþórsron (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 - 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prenismiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði. í lautc'sölu kr. 8 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Fram- kvæmdÞstjóri: Ásgeir Jóhannesson. Svona byrja þeir! , KOSNINGAR til Alþýðusambandþings eru rétt að byrja, en nú þegar hafa 'kommúnistar gefið sýn- ishorn af vinnubrögðum sínum. I Félagi afgreiðslu stúlkna í brauða- og mjólkurbúðum hafa agentar kommúnista látið strika út af meðmælendalista andstæðinga sinna 16 stúlkur, sem greitt hafa full félagsgjöld og hljóta því að vera fullgildir félags- rnenn. Þar að auki hefur formaður félagsins gert gig sekan um að hringja í mjólkurbúðir og breiða út þann tilhæfulausa áróður, að ólöglegt sé að gerast meðmælandi á andstöðulistanum! Þannig beita kommúnistar ivöldum sínum innan verkalýðsfélaga- Þeir h:ka ekki við að misnota vald sitt til að tryggja sér völdin áfram og þeir breiða út vísvitandi ósannindi til að reyna að bjarga skinni sínu. Slík framkoma á ekki við íslendinga. Hér hefur ríkt fyllsta réttlæti í félagslegum efnum, þar sem kommúnistar hafa ekki náð til. Þeim skal ekki tak- ast að þurrka út lýðræði á íslandi, og því berjast allir þeir, sem vilja vernda lýðræðið, gegn komm- Únístum innan verkalýðsfélaganna. Þeir eru lýðræðissinnair ÞAÐ ER ALKUNNA, að innan Framsóknar- flokksins hefur verið sterk tilhneyging til að þjappa flokknum upp að kommúnistum. í samræmi við þetta hvetur Tíminn nú opinskátt til stuðnings við 'kommúnista í verkalýðsfélögunum. Vitað er, að fjölmargir Framsóknarmenn sam- þykkja ekki þessa stefnu Tímans. Þeir eru lýðræð issinnar og þeir vilja ekki ganga kommúnistum á hönd, jafnvel þótt þeir séu í stjórnarandstöðu. Þess ir menn munu nú sem fyrr styðja lýðræðissinna inn an iverkalýðsfélaganna, enda eiga þeir þar heima og hvergi annars staðar. Eiríkur skipherra EIRÍKUR Kristófersson skipherra lætur innan skamms af störfum fyrir aldurs sakir. Hann hefur siðustu daga tekið lokasprett á langri og gifturíkri starfsævi með því að taka hvem landhelgisbrjót- inn á fætur öðrum. Þegar landhelgisdeilan stóð sem hæst, hvíldi f)ung skylda á Eiríki sem skipherra á fl'aggskipi ^andhelgisgæzlunnar. Hann gegndi þá starfi sínu með þeirri festu og virðuleik, að hann vann ekki éðeins hylli og þakkir íslenzku þjóðarinnar, heldur og virðingu andstæðinga sinna. Þjóðin á Eiríki íneira að þakka en flesta grunar frá þeim örlagatím . um- • •.. r- ■ Það mundi vel til fundið hjá Alþingi, ef það sam þykkti í haust að Eiríkur skuli í heiðursskyni halda . lullum launum til æviloka. ^ I. i i • ir .................. HANNES Á H O RNIN U ★ Umferðarkönnunin og þegnskapurinn. ★ Hún hafði einnig upp- eldisgildi. ★ Er engin stjórn á bygg ingarmálum við mikl- ar umferðargötur? ★ Dæmi við Laugaveg. SAGT ER aff almenningur hafi tekið mjög vel undir umferðar- könnunina. Enn er ekki hægt að sjá árangurinn til fulls, .en viff skulum vona aff vel hafi tekizt. — l>aö er ckki oft, sem reynt er á þegnskap og þjóðféiagslegan skiin- ing okkar íslendinga, og margan grunar, aff hvorutveggja sé ekki fyrir að íara. Hins vegar hefur þaff uppeldislegt giidi aff reyna á þessa nauffsynlegustu eiginieika. ÞAÐ HEFUR oft veriff rætt um þetta, og sú skýring gefin á þegn- skaparskörti okkar, aff viff værum i' ékki áldir upp viff hérága óg held- ur ekki neinskonar þegnskyldu- vinnu. Þetta getur verið rétt, að líkindum er skýringarinnar að leita þar, en við höfum heldur ekki æf- inguna í sameiginlegri málefnabar áttu. Umferðakönnunin var þjóð- félagslegt nauðsynjamál, til henn- ar var efnt í þeirri von að hún gæti auðveldað skipulagsmálefni borgarinnar og nágrennis hennar og í framtíðinni hamlað nokkuð gegn vaxandi slysum vegna hinn- ar stórfenglegu vélvæðingar um- íerðarinnar ÉG HITTI engan mann þessa tvo daga, sem datt í hug að þverskall- ast við skyldu sína um skráningu ferða. Þvert á móti virtist mér sem menn gættu þess vel og vandlega að láta enga ferð niður falla. Þetta benti til þess að fólki skildist að það var verið að vinna fyrir fram- tíðina og það sjálft um leið. Ég held, að g'ott væri ef oftar væri efnt til slíks sameiginlegs starfs. G. KR. SKRIFAR: „pað er margt. sem aflaga fer i sameigin- legum búskaparmálum okkar Reyk víkinga. En samt sem áður verður maður að játa,' að margt er vel gert. Ég hef iengi undanfarið haft hug á að skrifa þér um eitt mál, sem bygginga- og skipulagsmenn borgarinnar verða að taka til athugunar. EINS OG KUNNUGT ER hefur mikið verið byggt í borginni og þar á meðal við aðalumferðagöt- urnar. Að sjálfsögðu verður um- ferðartruflun meðan á þessu stendur og um það þýðir ekki að sakast ef nokkuð hóf er á En þegar það er látið viðgangast að allt er látið standa með sömu ummerkj- um í þrjú til fimm ár og unnið að byggingaframkvæmdinni með hangandi hendi að því er virðist, þá er ekki nema sjálfsagt að að því sé íundið. UNDANFARIN ALLMÖRG ár hefur verið unnið að stórri bygg- ingu við Laugaveg rétt fyrir inn- an Klapparstíg, ekki veit ég hver á þetta hús. Öll þessi ár hefur tréhleri einn allmikill verið yfir gangstéttinni á löngum kafla og öll umferð farið þarna úr skorð- um auk þess sem stórhætta er af þessum útbúnaði. Við þessu er ekki neitt hægt að segja ef unnið er vel en þegar engin áherzla virð ist lögð á að koma á „normölu á- standi“ og byggingin ætlar að verða einhverskonar eilífðarmál, þá er ekki úr vegi að umferðar- nefnd, bygginganefnd og borgar- stjórn taki í taumana. Og það verður nú að gerast gagnvart þess :ari eilífðarbyggingu. Ég nefni hana sem dæmi, en þannig er ástandið víðar í bænum, þó hvergi sé það éihs til 'baga- og- þarna“. 2■ 15. -sept- 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.