Alþýðublaðið - 15.09.1962, Síða 4

Alþýðublaðið - 15.09.1962, Síða 4
 WWWWWW-mWiWWWWWWWWWWWWHHWV - ; / a SCOTLAND YAKD. Inter- pool og Jögregla sex ríkja á meginlandi Evrópu eru enn að Ieita að glæpaflokki, sem hef- ur nú í 20 mánuði lifað á stoln- uni ferðatékkum. Tékkunum, sem voru að upphæð £53.500 var stolið á London Airport. Vitað er til þess, að innleystir hafa verið tékkar að upphæð 13.000 pund í ýmsum ríkjum á meginlandinu, en þó að tekizt hafa hendur í hári fjögurra starfsmanna flokksins, tveggja í Amsterdam og tveggja í Bret- landi, hefur enn ekki tekizt að finna höfuðpaurana. Og viku- lega eru innleystir tékkar úr þýfinu. Glæpaflokkurinn hóf starf- semi sína í desember 1960 og er talið, að honum hafi komið vísbending einhvers staðar frá sennilega frá starfsmanni á flugvellinum, sem hafi gert þeim kleift að gera áætlun um þjófnaðinn. Flokkurinn vissi, að ferðaskrifstofa Cooks liafði í hyggju að senda fyrrnefnda upphæð, sem jafngildir 6,4 milljónum íslenzkra króna, til Suður-Ameríku. Áður en send- Ingin komst nokkurn tíma um borð í flugvélina livarf hún. Og enginn veit hvernig ránið var framið, né hvað margir mcnn störfuðu að því. Sunday Telegraph skýrir frá því, að blaðamanni þess liafi tekizt að komast að því, að glæpaflokkur þessi starfi þann- ig: Næst æðsti maðurinn er náungi, sein kallar sig William Fredericks, og veit enginn hver hann ey. Hann notar alls konar smáklúbba í London, þar sem hann hittir „smáglæponana“, sem flokkurinn notar sem „inn- leysingarmenn". Hann selur tékka fyrir þriðjung þess, sem Hver er „Mr. Fredericks"? þeir hljóða upp á og sendir smákónana siðan til að innleysa þá í borgum, þar sem hann veit að er minni hætta á, að upp um þá komist. Þegar „innleysingarmaður- inn“ er búinn áð selja, fær hann flokknum síðan liluta af sölu- verðinu. Enginn af innleysing- armönnunum þekkir formann flokksins, sem með þessu móti hefur getað lifað góðu lífi í 20 mánuði. Vitað er um aðferð Möltubúa nokkurs, sem handtekinn var í Hollandi, og situr nú í fang- elsi. Hann hitti Fredericks á klúbb snemma í maí og keypti af honum 166 hundruð dollara tékka fyrir þriðjung raunveru- gs andvirðis þeirra. Síðan fór hann snögga ferð til megin- landsins með tékkana, sem voru £6.000 virði. Hann seldi í Lis- sabon, Madrid, Róm, Genf og Amsterdam, þar sem liann tók sér herbergi og beið þess, að brezk stúlka kæmi með meira af tékkum. Hún flaug yfir og var Fredericks með lienni í vélinni og afhenti henni tékk- ana. Það var stúlkan, sem gerði skyssuna. Hún fór inn í banka, þar sem Möltumaðurinn hafði áður skipt fölskum tékkum. Hún bað um að fá skipt smá- seðlum í stóra seðla. Gjald- keranum þótti þetta grunsam- legt, þar eð venjulega gera skemmtiférðamenn hið gagn- stæða. Ilann elti því stúlkuna og sá hana hitta Möltumanninn þar skammt frá. Gjaldkerinn þekkti liann aftur og var ekki seinn á sér að ná í lögreglu þjón og láta liandtaka þau. En þegar Fredericks skyldi grip- inn á hótelinu, var hann horf- inn, svo að eltingarleikurinn stendur enn. MWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW ~Ú- Duglegur sendisveinn óskast. Þarf að hafa reiðhjól. Afgreiðsla Alþýðublaðsins, sími 14 900. | Hjartans þakkir sendi ég öllum, sem sýndu mér ógleyman- 1 lega vináttu og hlýhug á sextugsafmæli mínu 1. þ. m. Guð blessi ykkur ÖH. Þorleifur Guðmundsson Arnarhrauni 28, Hafnárfirði. 4 15. sept- 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Síldarsfúlknahappdrætti Alþýðublaðsins Nafn Söltunarstöð Lögheimili (og sími) STAÐFESTING ATVINNUREKANDA: Ofanrituð stúlka hefur unnið hjá okkur í sumar og hefur því öll réttindl tll þátttöku í síldarhappdrætti Alþýðublaðsins. „Síðasti sjans" SÍLDARSTÚLKUR sumarsins: í dag, laugardag er lokadagur síldarhappdrættis Alþýðublaðs ins. Seinna en í dag þýðir ekki að póstleggja seðilinn sem er hér til hliðar. Verðlaunin eru þrenn: Þrjú þúsund krónur og tveir þúsund króna vinningar. Utanáskriftin er: Alþýðublaðið Síldarstúlknahappdrættið Reykjavík. Fimmtugur í í DAG er Páll Sæfnundsson, aupmaður, fimmtíu ára. Hann er orinn og barnfæddur Reykvík- Páll Sæmundsson aði, harðfylgi og hyggindum. Lengi var Liverpool í leiguhúsnæði í Hafnarstræti 5, en fljótlega eftir að verzlunin komst í einkaeign Páls, hugði hann á húsbyggingu og festi kaup á gömlu verzlunar- húsi að Laugavegi 18. Lét hann fjarlægja það og reisti hið myndarlega verzlunarhús þar sem Liverpool hefur nú aðsetur. Páll var fyrstur manna að inn- leiða kjörbúðaform hér á landi og hafa félög og einstaklingar tekið upp það fyrirkomulag í ríkum mæli síðan. Páll Sæmundsson hefur tekið mikinn og virkan þátt í félagsmál- um kaupsýslustéttarinnar og var um skeið formaður Kaupmanna- sambands Islands. Páll er, sem fyrr segir, harðduglegur athafnamaður, vel að sér um verzlunarrekstur. Hefur hann víðtæka vöruþekkingu og er á því sviði í fremstu röð í sinni sérgrein. Hann er hverjum manni öruggari í hagsýni og traust ur með afbrigðum. Páll er kvæntur Eygerði Björns- dóttur, og eiga þau indælt og að- láðandi heimili í Hafnarfirði. Þau eiga sjö börn, öll mannvænleg og ástúðleg í háttvísi og umgengni. Vinir Páls senda honum í dag innilegar afmælisóskir, þakka hon- um samfylgdina og vona, að gæfa fylgi verzlur.arrekstri hans og hamingja og heill hans ágæta heimili. Aðalfundur ingur, sonur hjónanna Guðmund- ínu Pálsdóttur og Sæmundar Magnússonar verkstjóra. Hér í Reykjavík hefur merk og stórbrot in starfssaga Páls gerzt frá bam- æsku til forystu í kaupsýslustétt borgarinnar. Að loknu unglinganámi lagði hann leið til Noregs og nam verzlunarfræði í Stafangri. Þegar heim kom, hóf hann verzlunar- störf, og var um árabil verzlunar stjóri hjá Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis undir yfirstjórn Jens Figved. Árið 1941 gerðist hann meðeigandi hinnar gamalþekktu og traustu verzlunar Liverpool og tók um leið við forstjórn hennar. Nokkru síðar varð Páll einka- eigandi verzlunarinnar og hefur síðan rekið hana af miklum dugn- Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík verður haldinn í Burst, Stórholti 1, þriðjudaginn 18. sept. 1962, kl. 8,30 e. h- Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kosning fulltrúa á 19. þing Sambands ungra jafnaðarmanna. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.