Alþýðublaðið - 15.09.1962, Side 5

Alþýðublaðið - 15.09.1962, Side 5
* „ÉG ER GYÐINGUR. VIÐ ERUM BJARTSÝNIR“ RAÐHERRARMR á Lög- bergi. Að baki þeim eru tveir blaðamenn frá ísrael, en í hægra horni myndarinn- ar séra Emil Björnsson, fréttastjóri. í baksýn er þver hníptur hamrave£rgur Al- mannagjár. (Ljósm.: G.G.) ÞETTA sagði Ben- Gurion um friðinn í heim inum, er fréttamenn spjöll uðu við hann örstutta stund, áður en lagt var af stað frá Þingvöllum í gær dag. Forsætisráðherrann sagði aðspurður að sér félli mjög vel hér. Honum hafði verið sagt, að hér væru eng in tré, en raunin væri önn ur, því í Reykjavík hefði hann séð bæði mörg tré og falleg. Ben-Gurion sagði, að það væri ma’rgt líkt með N orðurlandaþ j óðunum. Fólkið væri harðfengt og það Iéti ekki hlut sinn, að ókeyptu. Samt hefði hver þjóð sín greinilegu sér- kenni. „Þið íslendingar hafið þurft að heyja harða baráttu við náftúruöflin, og það höfum við líka gert í ísrael“, þannig fórust honum orð. ★ SNÆTT Á ÞINGVÖLLUM. Lagt var af stað til Þingvalla kl. rúmlega 11 í gærmorgun. — Fremst fóru lögregluþjónar á mót- orhjólum, síðan bifreið forsætis- ráðherranna. Næst á eftir komu svo eiginkonur þeirra. í bílalest- inni voru allmargir fólksbílar og lestina rak langferðabíll með ísra- elska og íslenzka blaðamenn. Ek- ið var rakleitt til Þingvalla og þar var • snæddur miðdegisverður. Veður var allgott. Það hafði rignt og var nýstytt upp, þegar komið var til Þingvalla. Þegar menn voru seztir að borð- um kvaddi Ólafur Thors sér hljóðs. Hann sagðist ekki ætla að halda ræðu. hins vegar ætlaði prófessor Sigurður Nordal að halda ræðu, og segja frá sögu staðarins. Hann snéri sér því næst að Ben-Gurion og sagði. — Þér þurfið ekki að halda ræðu, held- Ur skuluð þér bara sitja og hlusta — og tala við mig — ekki konu mína. beint niður undan Menntaskóla-» selinu. Bílarnir þurftu að aka yf- ir sjálfa ána, því brúin, sem þarna er, er hrörleg og mjó. Ekki tókst betur til en svo, að þegar bíll- inn, sem forsætisráðherramilf voru í, var rétt kominn upp úr ánni, stanzaði hann. Hann hafðt- - „bleytt sig“ eins og það heitir 4- máli vagjistjóra. Hann komst HVERT FER GUFAN? Þegar ráðherrarnir stóðu við' borholuna í Reykjadal, spurði Ben-Gurion, Ólaf Thors, hvar öll geymdist, þegar lokað væri fyrir holuna? Ólafur laut þá að honum og hvíslaði í cyra hans fá- einum orðum. Nærstaddir þóttust heyra hann segja: við geymum hana í Víti Síðan hlógu þeir báð- ir hátt og hjartanlcga. mwvwvmiK nwtwwww — Mér finnst þetta nú vera orðin heil ræða, sagði Ben-Gurion. — Já, það er þannig með mig, sagði óiafur Thors, að þegar ég er byrjaður að tala, á ég helzt ó- mögulegt með að hætta. Þess vegna var mér einu sinni líkt við manninn, sem fór á mótorhjóli, en vissi ekki hvar hemillinn var, og gat því ekki stanzað fyrr en ben- zínið var búið. Þessi orðaskipti forsætisráð- , herrans vöktu mikinn fögnuð með- al viðstaddra. Þeir virtust báðir ■leika við hvern sinn fingur og sýndist samkomulag þeirra af- bragðs gott. í í Valhöll var snæddur íslenzk- ur silungur og lambakjöt, ljúffeng- ! asta fæði. Krásunum var rennt niður með afbragðsgóðum borðvín , um frá ísrael. I Meðan setið var undir borðum 1 hélt dr. Sigurður Nordal snjalla I ræðu um sögu staðarins og þjóð- ! félagsháttu hér á landi til forna. j Þegar staðið hafði verið upp , frá borðum, hvíldi Ben-Gurion sig í rúma klukkustund, áður en lagt skyldi af stað á nýjan leik. Fréttamaður Alþýffublaðsins liitti Ólaf Thors, forsætisráðherra, að máli örskamma stund í anddyri Valhallar. Hann kvað Ben-Gurion vera stórkostlegan mann, hann væri sjór af fróðleik um alla skap- aða hluti. Hann er elskulegur og blátt áfram maður, einkum vegna þess, líeld ég, að hann hefur kynnst mörgu og unnið öll mögu- lcg störf. Ykkur er óhætt að segja, að mér finnist afar mikið til Iians koma. ★ STALDRAÐ VIÐ Á LÖG- BERGI. Frá Valliöll var ekið upp að Lögbergi. Veður var nú orðið af- bragðs gott. Sól skein í heiði og Þingvöllur skartaði sannarlega sínu fegursta fyrir hina góðu gesti. Forsætisráðherramir stóðu við flaggstöngina á Lögbergi og horfðu yfir vellina. „This is a og unglamb, þegar hann gelck af wonderful place,“ sagði Ben-Guri- | Lögbergi og að bifreið sinni. Nið- on. En það þýðir, „þetta er yndis-'! ur brekkuna hljóp hann meira að legur staður.“ Þarna á berginu sagði Sigurður Nordal nokkur orð um helgi staðarins, og gat m. a. hinna frægu orða Þorgeirs Ljós- vetningagoða.......ef vér slítum lögin, þá slítum vér friðinn." — Sögðu þeir ekki jíka, þú skalt elska náunga þinn? spurði Ben- Gurion. — Þau orð voru fyrr sögð, svar aði próf. Nordal. Meðan þetta fór fram stóðu ljós myndarar í hnapp fyrir framan ráðherrana og mynduðu allt hvað af tók. Ben-Gurion var léttur á fæti eins segja við fót, þótt kominn sé hátt á áttræðis aldur. Meðan staðið var við á Lög- bergi var glaðasólskin og undur- fagurt yfir að líta. Skúraleiðingar voru yfir Skjaldbreið í norðri, en Ármannsfellið skartaði litaskrúða. w BORHOLUGOS í IIVERA- GERDI. Frá Lögbergi var ekið beinustu leið til Hveragerðis, því þar skyldi sjá borholu gjósa. Þegar til Hveragerðis kom, var ekið í gegnum þorpið og inn í Reykjadal., Farið var yfir Varmá aftur í gang innan stundar. Ri.ð- herrarnir fluttu sig hins vegar vf- ir í bíl lögreglusfjórans í Reykja- vík og óku í honum þann stijita spöl, sem eftir var upp að bjor- holunni. Þar stigu menn út úr bíluniimr og áður en opnað var fyrir gufu-; flauminn, spurði frú Paula Ben-: Gurion, Ólaf Thors, hvort ekki værj. hægt að fá sér bað þarna. Ólafur kvað það vafalaust, en þá yrði liún að fara úr kápunni, sem annár» mundi eyðileggjast. Eiginmaður hennar hefði þó áreiðanlega eíni á að kaupa handa henni nýja kápu, og þó að þær væru fleiri en ein. Að þessu hló frúin dátt. Nú var holan opnuð. ísrael^ku gestirnir störðu sem bergnumdir, því meira sem skrúfað var frá, t— þeim mun geigvænlegri varð dyn- urinn, er gufan þeyttist með ofur- afli út um stútinn á holuröriiju. Gufumekkir þeyttust hátt í lpfl upp. Það þýddi ekki að reyna ^aðí segja neitt. Öll orð drukknuði{ í þessum heljardyn. Ben-Guri^n, kona hans og allir gestir horfðu þrumulostnir á hamfarirnar, þeg- ar skrúfað hafði verið fyrir, yar það fyrsta sem Ben-Gurion sag|ii: „You have defeated me, — copv- pletely," en það þýðir: ,.Nú hafift þið gjörsigrað mig. „Vilduð þér ekki taka þetta með yður heim?“ spurði Ólafur Thors. Ben-Guripn brosti og játti því. „Þér megið eiga þetta, ef þér getið tekið það — farið með það heim til lauds yðar. „Er það ekki andstætt lóg- um,“ spurði Ben-Gurion. „Eg §et lögin,“ svaraði Ólafur þá. „Setur ekki þingið lögin,“ spurði Ben- Gurion. Ekki neitaði Ólafur því. Síðan hlógu þeir báðir hjartam lega, sem og aðrir viðstaddir. Ókunnugum skal það sagt til fróðleiks, að téð borhola mun vera um 700 metra djúp og úr henni koma á hverri klukkusturd 60 smál. af gufu og 200 smál. af vatni. Framhald á 11. síðu. Hér er verið að ýta bifreið forsætisráðherranna. Hún stanzaði þegar hún var rétt komin yfir Varmá fyr- ir neðan Menntaskólaselið, en komst þó von bráðar í gang aftur. Maðurinn á ljósa frakkanum með svarta hattinn, er lögreglusjórinn í Reykjavík, Sigurjón Sigurðsson. Ljósm. Gísli Gestsson. ALÞÝÐUBLAÐIO - 15. sept-< 1962 £

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.