Alþýðublaðið - 15.09.1962, Side 15

Alþýðublaðið - 15.09.1962, Side 15
Neville Shute T það yrði lagt af stað þangað klukkutíma fyrr en gert hafði verið til þessa. Húsið var í um það bil þús- und feta hæð. Þarna var mikið svalara en þar sem við sváfum við í Nandi. Þegar ég vaknaði um morguninn fór ég að hugsa um Tasmaníu og Buxton. Þar var grasvöllur, sem var sára lítið notaður. Eftir mánuð mundi ég fá viku frí og þá ætlaði ég að fara þangað og kynna mér allar aðstæður. Victoria á Vancouver eyju, var ágætur staður líka. Þar var flugfélag þegar starfandi og ég var orðinn of gamall til að standa í samkeppni. í Buxton yrði ég þó einn um hituna. Um morguninn náði ég í leigu- bíl og fór með flugfreyjuna á markaðinn í bænum. Það var hálf gerð deyfð þar því það var mánu dagur. Það hafði verið meira gaman að sjá þetta þegar allt var í fullum gangi. Hún keypti nokkr ar hálsfestar úr skeljum. Það var innfædd kona, sem seldi henni þetta. Maður hcnnar bauð okkur sopa af safa úr kókoshnetu sem hann deif í blikkskál. Við þáðum það fyrir siðasakir, og fórum svo að líta á grænmetið og fiskinn. „Þetta er á bragðið eins og tannkrem", sagði hún. „Þá væri þetta nú bara gott“, sagði ég. Við borðuðum hádegisverð á hóteli í bænum. Þegar við vor- um að drekka kaffið eftir mat- inn spurði ég hana hvað hún vildi gera eftir hádegið. „Ég verð að strauja kjólinn minn“, sagði hún. „Vilt þú gera eitthvað sérstakt héma?“ Ég hristi höfuðið. „Þú hefur ekki séð mikið af Suva“. „Er eitthvað fleira að sjá?“ Ég hugsaði mig um. „Það eru hér grasgarðar og safn“. Hún hló. „Ég ætla ekki að þreyta mig mikið fyrir kvöldið. Ég held að það væri bezt að fara aftur til Stanleys og njóta útsýnisins frá húsinu". „Það geturðu gert undir kvöld ið“. „Já, já. Ef í>ú segir að ég eigi að fara að spila tennis, þá slæ ég þig með einhverju“. Ég brosti. „Það er enginn tenn isvöllur þar. Þú leikur bara þess meira á morgun“. Ég veit hvað þú getur gert“, sagði hún. „Hvað er það?“ „Þú getur skrifað henni systur þinni, sem býr í Hamilton'1. Ég starði á hana. „Hví skyldi ég gera það?“ „Segðu henni það sem þú varst að segja mér í morgun um Bux- ton“. Hún kveikti í annarri síg- arettu. yÉg held þú verðir ein- mana, þegar þú ferð að búa þar“, sagði hún. „Það er heldur ekki svo slæmt, að halda sambandi við ættingja sína“. Ég stóð upp. „Bíddu héma“, sagði ég. „Ég ætla að sjá hvort ég næ ekki í leigubíl". Ég fór fram af því, að ég vildi ekki halda þessum samræðum áfram“. Ég hafði verið á þeytingi um all- an heim síðastliðin 27 ár. Ég var orðinn þreyttur á þessu og vildi eignast mitt eigið heimili. Þar gæti ég hengt upp allar , myndirnar, sera ég átti og haft alla minjagripina, sem geymdir voru í London, Vancouver og Montrcal. Þótt mér væri mjög umfram um þecta vissi ég að ég mundi verða einmana. Ég hafði bara neitað að viðurkenna þá staðrevnd fyrir sjálfum mér. Nú kom þessi stúlka allt í einu við þennan auma blett. Ég var satt að segja ekki allt of hrifinn af því. Þegar við komum inn í leigu bílinn breytti ég um umræðu- efni, fór að tala um íbúa eyj- anna. Þegar við komum heim til Stanleys, bað ég fólk um að hafa mig afsakaðan og fór og lagði mig. Það gat verið að Vict oria væri betri staður. Ég gat farið á báða staðina, því eftir- launin hjá félaginu fékk ég greidd í dölum. Victoria var nær því fólki, sem ég hafði þekkt og umgengist, en þar mundi verða allhörð samkeppni. í Buxton mundi ég geta unnið mörg ár, en þangað mundi enginn, sem ég þekkti koma að heimsækja mig. Þetta þurfti umhugsunar með. Veizlan um kvöldið var mjög formleg. Þar var landsstjórinn og frú, og svo ég og flugfreyj- an. Við vorum í -sal þar sem sást vel yfir hótelgarðinn og út á hafið. Karlmennirnir voru í hvít um samkvæmisklæðum og kon- urnar í síðum kjólum. Maturinn var ágætur og vínin góð. Ég sat við mitt langborðið og spjallaði við laglega konu um hótelskort inn fyrir ferðamennina frá Nýja Sjálandi, nýju Mormónakirkj- una og viðgang þeirrar trúar á þessum slóðum. Þegar ég leit niður eftir borðinu sá ég að rlug freyjan sat pálægt landsstjóran um. Hún var að hlæja að ein- verju, sem sessunautur liennar sagði. Hún minnti mig á eitt- hvað, og allt í einu rann ,það upp fyrir mér. Fyrst þegar ég sá hana hafði hún líka minnt mig á einhvern. Hún mitti mig á Brendu Marshall. Þetta stóð bara augnablik. Svo fannst mér þetta vera eins og hver önnur vitleysa. Hún var ekkert lík Brendu. Þetta var Peggy Dawson, flug- freyjan í áhöfn minni. Það hlýt ur- að hafa verið vínið, sem hafði þessi áhrif á mig. Ég var líka þreyttur, og hafði áhyggjur út af Buxton og einmanaleikan um. Einmanaleikinn og vínið, það hafði alltaf komið mér til að hugsa um Brendu Marshall. Eg sat niðurlútur í þungum þöngum. Ég tók mig þó á og byrjaði að spjalla við konuna, sem sat við hliðina á mér, hún var nýkomin frá Englandi. Við ræddum um listir innfæddra á Fiji, um það vissi ég sko minna en ekki neitt. Ég stalst öðru hverju til að líta til Peggy Dawson, ég gat ekki séð aftur þennan svip, sem ég sá áður. Þetta var indæl og dugleg stúlka. Hún klæddi sig snyrtilega, en ekki neitt áber- andi. Hún var gjörólík eiginkon um ensku embættismannanna, sem sátu við borðið. Hún var úr öðrum heimi, samt sómdi hún sér prýðilega innan um þetta fólk. Samkvæminu lauk um klukk- an hálf ellefu. Það hafði byrjað snemma og ekki hafði verið hald in nema ein stutt ræða, og svar ið við henni var ennþá styttra. Við stóðum upp frá borðum og gengum svo litla stund um garð inn, sem var baðurður í tungls ljósi. Þegar landsstjórinn og kona hans höfðu kvatt, fóru all ir að tygja sig til farar. Þegar við komum heim til Stanleys fengum við okkur glas af wiský áður en við fórum að sofa. Morguninn eftir urðum við að fara með fyrstu flugvél til baka til Nandi, því við áttum að fara með þriðjudagsvélina til Honolulu eins og venjulega. Ég stóð um stund við svefn- herbergisgluggann minn og horfði út yfir hafið. Brenda Marshall var enn í huga mér. Þær voru þó í rauninni svo ó- líkar. Það var eitthvað líkt með flestum konum á vissum aldri. Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta. Það var eitthvað við hana sem minnti mig á Brendu. Síð- an ég kvæntist í fyrra stríðinu hafði ég verið fremur einmana þar til ég kynntist Brendu. Það var í fyrsta skipti, sem ég varð þess var að það var einhver, sem stóð ekki alveg á sama um mig. Ég hafði eftir það eiginlega forð ast kvenfólk eftir því sem ég gat. Henni stóð heldur ekki á sama hvað um mig varð. Ég stóð og horfði yfir Suvaflóann í tungls- Ijósinu. Þetta hafði byrjað kvöld ið, sem hún kom og bauð mér nýjan kodda, þegar ég var að fara að leggja mig í vélinni. Síð an hafði það haldið áfram í litl um mæli þó. Ýmislegt smáveg- is, sem ég hafði tekið eftir. Fyrst þegar við komum 'til Honolulu týndist eða misfórst helmingurinn af þvottinum mín um. Ég hafði gefist upp við að reyna að hafa upp á dótinu, og keypt nýtt í staðinn. En síðan hafði aldrei neitt vantað, það hafði alltaf komið allt saman strax daginn eftir. Hún hafði haft rétt fyrir sér, þegar hún sagði að ég yrði einmana í Bux ton. Samt fannst mér ekki að hún væri að leggja net sitt fyrir mig. Þetta var einhvernveginn ekki svoleiðis. Það hafði að sjálf sögðu verið reynt við mig oftar en einu sinni. Og ég hafði séð margan flugmanninn falla. Þær snyrta sig áður en þær koma fram í stjórnklefann, og þegar þær eru ekki að vinna þá klæða þær sig betur en þær hafa í raun og veru efni á. Hún hafði ekki reynt neitt af þessum brögðum ennþá. Sannleikurinn var bara sá, að þetta var góð stúlka og prýðileg flugfreyja. Ég sneri már frá tflugfreyja. Ég snéri mer frá Hún mundi verða einhverjum. góð eiginkona, þegar þar að kæmi. Ég vonaði að því kæmi ekki fyrr en ég væri hættur hjá Aus Can. Við fórum til baka til Nandi næsta morgunn. Um daginn lék um við um stund tennis og tók um svo við vélinni til Hono- lulu um kvöldið. Ailt gekk nú með eðlilegum hætti í nokkrar vikur. Ég tók mér frí og fór til Buxton til að skoða mig um. Ég dvaldi á hó- telinu þar. Það var hroðalega skítugt og óviðfelldið. Þetta var ekki svo slæmur staður og það var ekki langt þaðan í góða sil ungslæki. Það var verið að reisa nokkur ný hús þarna. Flugvöll urinn var um fimm hundruð ekru grasvöllur. Hann hafði ver ið byggður í stríðinu og ekkí mikið notaður síðan. Það var fé beitt á hann og flugskýlið var fullt af amboðum. Það þurfti að gera við þakið á því. En mér var sagt að ef ég tæki það til leigu til fimm ára mundi hrepp urinn sjá um viðgerðina. Ég mundi ekki hafa neinar stórtekj ur þarna, en ég mundi skrimta. Nú vissi ég hvernig í pottinn var búið og ég yrði að taka ákvörð un innan fárra mánaða. Þegar ég lagði af stað til Melbourne, var ég næstum búinn að ákveða mig, en áður en ég fór frá Melboume kynnti ég mér verðið á litlum flugvélum. Hálfum mánuði síðar var ég í Honolulu og var að bíða eftir að það kæmi grænt ljós, svo ég gæti gengið yfir ’götu til að kaupa mér nokkra vinda. Allt £ einu kom Peggy Dawson gang andi og fór allgreitt. Hún stopp' aði og ég heilsaði henni. „Það er of heitt núna til að ganga svona hratt", sagði ég. „Hvert ertu að fara?“ „Ég var á leiðinni heim á hó- telið. „Hún þagnaði. „Geturðu annars látið mig fá nokkra dali?“ „Auðvitað", sagði ég. „Hvað viltu mikið?“ „Gæti ég fengið þrjátíu?11 spurði hún. „Ég skal láta þig hafa það þegar ég kem á hótel ið aftur. Ég ætla að kaupa mér kjól“. Ég tók upp veskið mitt og lét hana hafa peningana. „Er hann fallegur? Hún tók brosandi við peningunum. „Hann er alveg dásamlegur. Langar þig til að sjá hann?“ Ég brosti. „Ég var nú bara að fara að ná mér í nokkra vindla“. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. sept- 1962 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.