Alþýðublaðið - 15.09.1962, Side 16

Alþýðublaðið - 15.09.1962, Side 16
ÞETTA gerðist í 10 þús. feta h. í Skýfaxa Flugfélags íslands. Sinfóníuíiljómsveit in var að fara norður til að halda hljómleika. Flugstjór anum barst hraðskeyti frá Reykjavík þar sem beðið var fyrir þau skilaboð til Björns Guðjónssonar trompetleik- ara, að honum hefði fæðzt dóttir fyrir fáujn mínútum og bæði móður og dóttur heilsaðist vel. Myndin til vinstri sýnir, er Sigrún Marínósdóttir flugfreyja er að segja honum þessar gleði fréttir. Ljósm.: Sv. Sæm. Og svo kemur hérna að neðan mynd af konu Björns, Ingibjörgu Jónasdóttur og dóttur, sem Alþýðublaöið Iét taka í gær. Björn er enn fyr ir norðan og hefur ekki séð dóttur sína enn, en fær hann nú að sjá mynd af hcuni. (Ljósm.: Rúnar Gunnars- ■ ■ FLUGVOLLUR A NORÐFIRÐI NÆR TILBUlNN FLUGVOLLUR á Norðfirði verður tilbúinn til umferðar inn- an skamms. Þá verður nú í haust tokið við að lengja flugbrautina á Patreksfirði svo áætlunarflug- vélar geti lent þar. Þá hefur verið lokið við að leggja flugbrautina á Hólmavík og unnið liefur verið við bina nýju þverbraut í Vestmanna- •eyjum, sem er mikið og erfitt verk. Flugbrautin á Norðfirði er 1000 -•netra löng, og þar geta lent stórar óætlunarflugvélar. Brautin hefur verið í smíðum í nokkur ár, og þurfli m. a. au dæla 'cu- sjó rttiklu magni af sandi og möl í undirlag. Nú er unnið að því að aka yfirlagi í brautina og áætlað að því verki Ijúki fljótlega. Brautin er 50 m. breið, en mun breiðari á endunum. Þar liefur nú verið byggður af- greiðsluskúr. Verk þetta hefur ver- ið mjög dýrt. Flugbrautin á Patreksfirði var 600 metra löng, og þar gátu aðeins lent smærri vélar. í sumar hefur verið unnið við að lengja hana um 400 metra, þannig, að Dakota- flugvélar Flugvélar íslands geti lent. Hefur það verk gengið vel, AÐALFUND UR F.UJ. í REYKJAVÍK FELAG UNGRA JAFN- AÐARMANNA í Reykjavík lieldur aðalfund sinn nk. þriðjudag í Burst, Stórholti 1 kl. 8,30 e. h. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kosning fulltrúa á 19. þing Sambands ungra jafnaðar- manna. Félagar eru beðnir að fjölmenna. TVEIR TOGARAR komu til R- víkur í gærmorgun. Voru þar Marz og Fylkir. Marz kom frá V.- Grænlandi meö 160 tonn af karfa, en Fylkir kom af heimainiðum með’ r... .____ i.. þjoikauouiii fiski. KOSNINGAR á fulltrúum 28. þings Alþýðusambands íslands hef j ast í dag. Verður kosið í þrem verkalýðsfélögum í Reykjavík um hclgina, þ. e. í Félagi járniðnaðar manna ASB félagi afgreiðslu- stúlkna í mjólkur og brauðabúð- um og Múrarafélagi Reykjavíkur. I öllum þessum þrem félögum verður kosið milli lista frá lýð- ræðissinnum annars vegar og kommúnistum hins vegar. Mest eru átökin í ASB. Þar hafa komm únistar beitt ýmsum bolabrögðum gegn lýðræðissinnum og eru þeir uppvísir að því að halda þriðjungi félagsmanna á aukameðlimaskrá og meina þeim um full félagsrétt- indi. Leika kommúnistar sama leik inn í ASB og þeir hafa áður leikið i Iðju, Dagsbrún og fleiri félög- Ragnheiður Guðrún sem aðalfull- trúum: Guð- rúnu Krist- mundsdóttur, Ragnheiði Hin riksdóttur og Margréti Ei- ríksdóttur. Kosið er í skrifstofu fé- lagsins að Skij> holti 19 kl. 2 - 10 í dag og á sama tíma á morgun. Framhald á 14. síðu. Margrét ASB. Listi lýðræðissinna í ASB er B- listi og er skipaður þessum konum MwwwwwwmwMwwvmwwwwivwwwwwwiM Fjandskapur i garð múrara ÞJÓÐVILJINN hafði í gær miklar áhyggjur vegna þess hve laun múrara væru lág, sem að blaðsins dómi stafaði eingöngu af því, að kommúnistar hefðu ekki verið valdir til forystu þeirrar séttar síðustu 14 ár. Alþýðublaðið vill minna Þjóðviljann á eftirfarandi: 1. Kommúnistar í gervi Hannibals Valdimarssonar hafa kallað fulltrúa múrara á A. S. í. þingum „fulltrúa unpmælingaauð valdsins í verkalýðshreyfingunni“, og hafa talið múrara með of há laun. ' 2. Kommúnistar í Trésmiðafclaginu undir forystu ritara A.S. I. sömdu um, að kaup meðlima sinna mætti ekki fara upp úr ákvæðnu hámarki, sem er þverbrot á öllum fyrri kjara- samningum, sem allir miðast við lágmarkskaup, bæði í tíma vinnu og ákvæðisvinnu. Múrurum var af atvinnurekendum boðið upp á sömu býti s. 1. sumar, e'n þeir höfnuðu því. 3. Kommúnistum hefur einu sinni og tvisvar á ári í 14 ár ver- ið hafnað í Múrarafélagi Reykjavíkur og þess vegna hefur Þjóðviljinn ekki skirrzt við að senda múrurum tóninn, oft þegar félagið liefur átt í harðastri baráttu um rétt sinn og kjör. %' Múrarar munu enn einu sinni svara Þjóðviljanum og komm únistum á verðugan hátt með því að setja X við A listann í fé laginu við fulltrúakjör í dag og á morgun. Múrarar xA er atkvæði gegn kommúnistum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.