Alþýðublaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 2
 Rltstjórar: Gísli J. Astþórsson (áb) og Benedlkt Gröndal.—AðstoSarrltstJon BJörgvtn Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. uglýsingasimi: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúslð. — Prentsmiöja A'þýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald ir. 05.00 t mánuðl. 1 lausasöiu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjórl: Ásgeir Jóhannesson. Á ríkið að borga? j ÞEGAR ríkisstjórnin gaf út bráða-birgðalög sl. sumar um lausn síldveiðideilunnar, rak stjómar- , andstaðan upp mikið ýlfur, einkum þó kommúnist ar. Sögðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar, að ríkis stjórnin væri að skerða hinn frjálsa samningsrétt vekalýðsfélaganna. Og kommúnistar fullyrtu, að deilan hefði leystst án afskipta ríkisvaldsins að- eins nokkrum dögum síðar en bráðabirgðalögin voru gefin út. Nú rísa fulltrúar Framsóknar upp á alþingi og krefjast þess, að ríkisstjómin skerist í (leikinn og leysi síldveiðideiluna. Það er því vissu lega efcki mikið samræmi í málflutningi stjórnar- andstöðunnar. Framsóknarmenn hafa komið fram með þá íurðulegu tillögu, að ríkið eigi að greiða það, er á milli útvegsmanna og sjómanna ber. Er þetta al- veg ný kenning varðandi lausn á vinnudeilum. Má íelja víst, að ef ríkisstjórnin færi út á þessa braut inú, mundi skapast fordæmi fyrir sömu vinnubrögð um við lausn á vinnudeilum síðar. T. d. má felja víst, að veifcamenn mundu einnig vilja, að ríkið greiddi kaupkröfur þeirra framvegis og mundi mörgum finnast það iafwvel eðlilegra en að greiða 'uppbætur til síldarútvegsmanna. Það yrði þá eins pg sjávarútvegsmálaráðherra sagði á alþingi í vik •unni, að hinar einstöku stéttir þyrftu efcki annað en að nefna kröfur sínar og síðan ætti ríkið að greiða þær eða m. k. þann hluta þeirra, er atvinnu refcendur treystu sér ekki til þess að greiða. Það er áreiðanlegt, að Framsóknarflokkurinn hefði aldrei borið fram svo furðulegar tillögur sem hér um ræðir, ef hann hefði verið í ríkisstjórn og Ey- steinn Jónsson t. d. verið fjármálaráðherra. Hins vegar er það rétt, er fulltrúar Framsókn- ar segja, að erfitt er fyrir ríkisstjómina að láta síld veiðideiluna afskiptalausa. Framsóknarflokkurinn hefur í rauninni lýst sig samþykkan því í grund- vallaratriðum, að ríkisstjórain leysi deilu útvegs- manna og síldveiðisjómanna. En kommúnistar eru f enn við sama heygarðshomið og mega ekfci heyra það nefnt að ríkisstjórnin komi bátunum á veið- ar. Þeir hafa haldið því fram, að bátarnir hefðu far ið á ílot sl. sumar án afskipta ríkisstjórnarinnar. Og þeir halda því fram nú, ,að deilan muni einnig leysast nú án afskipta hins opinbera. En ekkert bendir nú til þess að svo verði. Þróun mála nú ivirð ist algerlega ætla að staðfesta það, að afskipti rík- isstjórnarinnar hafi verið óhjákvæmileg sl. sumar. flflBMHMHOBaBBBBWBBBnnMBanaHnnHEBaBBMÍ Auglýsisigasími Á,l býðublaðsins er 14906 2 11. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÖDÝR-SPARNEYTINN-ÞÆGILEGUR „COMMER COB“, sendiferðabifreið, burðarmagn 350 kg. Vélarstærð: 42,5 hp. — Kostar aðeins 108.000,00. — Útvegum.frá verksmiðjunni til- heyrandi hluti til að hreyta bifreiðinni í Station-hifreið. Bifreiðin með breytingu og miðstöð kostar aðeins 123.000,00 krónur. Sýningarbíll á staðnum. Símar 26 4 10 - 20 4 nRAFTÆKNi H .F. Laugavegi 168 Söngíélag verkalýðsins í Rcykja vík heldur íjórar söngskemmtanir í næstu viku, þriðjudags- miðviku- dags,- föstudags og sunnudags- kvöld. 37 söngfélagar eru í kórn- um, stjórnandi er dr. Hallgrímur Helgason, formaSur kórsins Hall- dór Guðmundsson. Undirleikari á þessum hljómleikum verður Guð- mundur Jónsson. 14 verk verða frumflutt á þessum hljómieikum. Efnisskráin er fjölbreytt, en þar verða sungin lög eftir Ilelga llelga son, Sigursvein D. Krisíinsson, Hallgrím Helgason, Franz Schubert (Agnus Dei), Björgvin Guðmunds son dg lög í útsetningu dr. Hall- gríms Helgasonar eftir Ingunni Bjarnadóttur, Steingrím Sigfússon Karl Gunnarsson, Einar Jórmann og Ingibjörgu Sigurðardóltur. Dr. Hallgrímur Helgason stjórn andi kórsins, ræddi við fréttamenn í gær og hafði frá mörgu skcmmti legu að segja um útsetningu hinna ýmsu þjóðlaga, sem harm hefur grafið upp hér og þar á landinu. Söngfélag verkalýðsins syngur eitt slíkra á þessum liljómleikum. Það heitir: Ég að öllum háska hlæ. en það lag skrifaði dr. Hallgrímur upp eftir gömlum manni á Suð- vesturlandi. Margir munu kunna lag Ingunn ar Bjarndóttuf við vísur Jóhnnes ar úr Kötlum: Amma gamla er las in, og amma gamla er þreytt o.s. frv. Sex lög eftir Ingunni verða frumflutt á hljómleikum verka- lýðskórsins, öll útsett af dr. Hall grími. Ingunn Bjarnadóttir heíur fengizt við lagasmíð alla tíö á langri ævi, og raulað að gamni sínu við börnin sín lög við þær vísur, sem henni fannst eiga er- indi til þeirra. Þessi kona hefur þó aldrei lært að skrifa nótur, heldur hefur hún geymt laglinurnar í huga sér, sumar í fjölmörg ár. Dr. Hall grímur hefur svo komið þessu á blað fyrir hana, en ætla má, að eitthvert þeirra laga hennar, sem frumflutt verður nú, nái vinsæld um, ef dæma má eftir lagi hennat við ömmukvæði Kötluskálds. 8 á dósalok- unarnámskeiði RANNSÖKKARDEILD fiskifé- lags íslands gekkst fyrir því, að efnt var til námskeiðs í lóðun nið- ursuðudósa. Á Norðurlöndunum er altítt, að haldin séu námskeið sem þessi, cn nú hefur í fyrsta sinni verið haldið slíkt námskeið hérlendis. Fcnginn var frá Noregi kennari í lóðun niðursuðudósa, cn Sigurður Pétursson gerlafræðing- ur, hélt fyrirlestra á námskeiðinu um þau undirstöðuatriði gerla- fræðinnar, sem nauðsynlegt er að hafa hugföst við niðursuðu. Sigurður Pétursson sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að hérlendis hefði mjög vantað sérfræðinga í niðursuðu, ef niður- suðuvörurnar eiga að geymast vel. Byrjað hefði verið á námskeiði í dósalokun til þess að menn í nið- ursuðuverksmiðjum þekki hinar réttu aðferðir við að loka niður- | suðudósunum, sem væri sízí minnzt um vert við niðursuðu. Nemendur á þessu námskeiðl fiskifélagsins voru 8, einn frá Bíldudal, tveir frá ísafirði, tveir frá Siglufirði, einn frá Akureyrl og tveir frá Reykjavík. Norski kennarinn á námskeið- inu heitir Jakob Driftland og exj frá Stavanger. Fréttamenn spurðust fyrir uní það, hvort námskeið í öðrum grein um niðursuðu yrðu haldin á veg- um fiskifélagsins, en ekki muq enn ákveðið neitt um þau. ’inninqáripjöicl \ S.M.S.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.