Alþýðublaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 15
„Einmitt!” Einmitt hvað? Var harmoniku- leiicarinn kominn aftur? Hún mundi það ekki lengur. Hún var vakandi, og henni virtist sem s.iálflýsandi vísarnir á vekjara- klukkunni vísuðu ekki nema á eitt. Það var kæfandi hiti í útskot- inu og hún átti vissulega erfiða nótt. Þegar hún vaknaði um morguninn nafði hún það á til- finningunni, guð mátti vita hvers vegna, að eitthvað óskemmtilegt hefði gerzt, að hlutirnir væru ekki eins og þeir ættu að vera, og hún hafði sektartilfinningu ánþess að vita hvers vegna. Það var ekki útaf eins heið- skýrt og daginn áður og létt mist ur lá yfir Signu, þar sem pramm- arnir voru að byrja að hreyfast. Hún sótti öskutunnurnar inn í bakgarðinn og raðaði þeim yzt á gangstéttina, fór aftur inn til að laga sér kaffi og greiddi sér á meðan vatnið sauð. Hún hafði aldrei haft heppn- ina með sér, en hún kvartaði aldrei. Þegar hún giftist Léliard, sem þá var liðþjálfi í hernum, vissi hún ekki, að hann var flogaveikur, og hann var enn ekki farinn að drekka. Hann var enginn maður. Þrisvar hafði hún orðið ófrísk, og þrisvar hafði hún misst fóstrið. í síðasta skipt- ið var hún næstum dáin, og lækn irinn réði henni til að reyna ekki oftar. Hún var kominn yfir fimmtugt og fannst hún ekki vera gömul; pínulítil og mögur, en átti þó ekki í neinum erfiðleikum með öskutunnurnar. Hún andvarpaði, er henni varð hugsað til þess, að íbúðin yrði leigð öðrum, og svo var sem liún væri gripin ofsahræðslu og henni fannst hún mega til að þjóta strax upp á loft. Á fyrstu hæð mundi hún, að hún hafði gleymt lýklinum og varð að fara niður aftur. Hún kleif stigana aftur. stakk lykl- inum í skráargatið og spurði sjáifa sig, hvort hún hefði ekki verið búin að snúa honum einu sinni. án þess að taka eftir því, eða hvort hún liefði gleymt að læsa daginn áður, því að henni fannst dyrnar opnast of auð- veidiega. Hún gekk gegnum setustof- una. án þess að líta í kringum sig, fór inn í svefnherbergið og fann þegar í stað á sér, að eitt- hvað var breytt. Lík Monsieur var á sínum stað í rúminu, en hún var viss um, að það var ekki í sömu steilingum, að hann hafði leeið meira til hægri eða meira til vinstri, eða hærra eða Iæ'gra. Hann cat ekki hafa hreyft sig sjáifur. Einhver hafði verið þarna. Einhver hafði snert rúm- ið. Það voru fiaðrir á gólfiriu, sem höfðu komið annaðhvort úr dvnurmi eða svæflunum. Hún leit við og sá, að innsiglin höfðu verið rofin. Finbvar hafði opnað skúffum- ar op dvrnar á skápnum og lok- að beim aftur. Þn fannst henni hún ekki vera örueg leneur. Hún flýtti sér fram á tigapallinn og kallaðsi, hálfkæfðri röddu; „Madame Sardot! ... Frú Sar- dot’! . ..” Hún eleymdi því, að klukkan var sex að morgni og Sardot- hjónin voru enn sofandi. „Frú Sardot! . .. Það er ég! ... Komið! ... Þér eða maðurinn yðar ...” Það var eiginmaðurinn, sem onnaði dvrnar eftir að hafa farr ið í sníáðar buxurnar. Hann var berfættitr. ,.Það hefur einhver brotizt inn í íbúð Monsieur Bouvet”. Konan kom á eftir og svo dreneurinn, sem sýndist miklu stærri í náttfötum. „Einhver héfur rofið innsigl- in og hróflað við rúminu”. Þau fórti inn í íbúðina, kvíð- in, skvndilega virðingarfyllri. „Við verðum að tilkynna þetta lögreglunni”. Eneinn í húsinu hafði síma. „Viliið þér ekki fara, herra Sardot?” Hann klæddi sig í flýti, setti húfu á höfuðið á meðan konan hans reyndi árangurslaust að fá soninn til að fara í rúmið aftur. eftlr Georges Simenon „Ætlið þér ekki að opna gluggahlerana?” „Ég held, að það sé bezt að snerta ekkert”. Hún fann til sektar. Hún minntist cirðarlausrar nætur- innar, og nú var hún næstum viss um, að hún hefði hleypt hljómlistarmanninum tvisvar inn. „Viljið þér bíða hérna augna- biik”. Hún fór upp á fimmtu hæð, vakti harmóníkuleikarann, sem byrjaði að tala við hana gegnum lokaðar dyrnar. „Mér þykir leitt að trufla yð- ur. Það hefur ýmislegt skeð og ég verð að fá að vita, hvenær þér komuð heim”. „Um klukkan hálf þrjú, Ma- dame Jeanne”. Hann kom niður á þriðju hæð til þeirra. Lögreglumaður á reiðhjóli kom, og skömmu síðar herra Sardot. „Það á enginn að fara inn í íbúðina. Ég hef minar fyrirskip- anir. Eruð þér húsvörðurinn? Farið aftur niður í stúku yðar og hleypið engum inn í húsið. Ég á við engum, sem ekki á heima hér”. Það var ckki leynilögreglu- maðurinn frá deginum áður, sem kom næstur, heldur feitlaginn náungi, sem settist í dyravarðar- stúkunni og sannaði með spurn- ingum sínum, að hann vissi ekk- ert um málið. „Það er búið að tilkynna aðal- lögreglustöðinni þetta. Þeir koma rétt bráðum”. Það var heldur ekki Monsieur Beaupere, sem sennilega svaf enn í húsi sínu í Puteaux. Fyrst stigu fjórir menn út úr bíl nieð gífurlegan fjöida af tækjum, sem hlutu að vera ljós- myndatæki. Svo stundarfjórð- ungi síðar, á meðan þeir voru enn uppi og skeyttu ekkert um hávaðann, sem þeir ollu, komu tveir aðrir menn í leigubíl. „Eruð þér húsvörðurinn? Kom- ið með mér”. Loksins! Hún gat ekki lengur þolað að vera látin vera niðri á meðan allt þetta fólk var að róta til í íbúð Monsieur Bouvet. Hún stokkroðnaði, þegar hún sá, hvað þeir voru að gera. Gluggarnir þrír voru galopn- ir. Ljósmyndavél, stærri og! þyngri en nokkur slík hjá Ijós- myndara, stóð á þrífæti. Þeir voru búnir að taka öil föt Mon- siéur Bouvet út úr fataskápnum og dreift út um allt. „Hvernfg var hann klæddur, þegar hann dó“. Hún bentl á ljósa jakkann og gráu buxurnar. Þegar hún leit inn í svefnherbergið, rak hún upp óp, því að þeir voru búnir að iaka dýnuna fram og nú lá líkið á rúmbotninum, án laks eða nokkurs annars. Einn mannanna sat á stól úti í homi og var að telja gullpen- ingá í hálfum hljóðum. „Hvað eru þeir margir?” „Ég er kominn upp í níu hundr uð. Það eru enn nokkrir eftir”. Hánn hélt áfrám að telja og bærði varimar. Þetta hafði komið út úr dýn- unni, sem rist hafði verið í sund- ur. Það hlaut að hafa verið gert, áður en lögreglan kom, þvi að húsvörðurinn hafði tekið eftir Okkar hjartkæra dóttir, fósturdóttir og systir, Guðný Petrína Steingrímsdóttir, ljósmóðir andaðist 30. okt. 1962. — Jarðarförin hefur farið fram. ! Þökkum innilega samúð og hluttekningu vandamánna og vina, Margrét E. Þórðardóttir | Karl Karlsson ' Edda Eyfeld. ’ 1 í næsta > pöntunarlista Saumlausir nælonsokkar. Verð aðeins kr. 25.00. Póstverzlunin H|«v.VA‘V.«i • i u mi 111 iVuViViViViVmViViViViViV. 1111111 • 111. i'.V.iV- Miklatorgi. Sigyrgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti 10 A. Sími 11043, Bátasala: Fasteignasala: Skipasala: Vátryggingar: V er ðbr éf a viðskipti: Jón Ó. Hjörleifsson, viðskiptafræðingur. Sími 20610 — 17270. Tryggvagötu 8, 3. hæð. Heimasími 32869 jENSKA 1 Lögg-JItur dómtúlkur og skjalaþýðandi í Eiður Guðnason, Skeggjagötu 19. — Sími 19149. Sendisveinn óskast Skrifstofa ríkisspítalanna óskar eftir að ráða sendisvein nú þegar. Umsóknir sendist skrifstofu rikisspítalanna, Klappf. arstíg 29. 3, I Reykjavík, 10. nóvember 1962. Skrifstofa ríkisspítalanna. ‘ GRANNARNIR 'IV 11 ‘S&' Q f -r W- Dísa! Þú mátt ekki fara inn í herbergið þitt, það er nýbúið að olíubera það. ALÞÝÐUBLAOIÐ - 11. nóv. 1962 lg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.