Alþýðublaðið - 14.11.1962, Side 8
KURDA
Eins og fram hefur komið í
fyrri greinum mínum um stríðið
í Kúrdistan, þá hefur stjórnin í
Bagdad undir forustu Kassims ein-
ræðisherra ekki hikað við að
brjóta hver þau alþjóðalög um
hernað, sem henni hefur þótt
henta hvert eitt sinn, beitt napal-
sprengjum í stórum stíl, skotið
fangaða hermenn og nú síðast
meinað Alþjóða Rauða krossinum
leyfis til að veita særðum og hús-
næðislausum óbreyttum borgurum
í Kúrdistan nauðsynlega hjálp. Um
3000 manns hafa farizt í loftárás-
unum og þúsundir manna særzt,
en læknishjálp er mjög litla og
víðast alls enga að fá. Að auki
eru nú um 100.000 manns, hús-
næðislausir á landssvæði uppreisn
armanna vegna hinna miskunnar-
lausu loftárása, sem stöðugt er
haldið áfram, en í hönd fer harður
vetur á fjalllendinu.
Kynning mín af ástandinu á
landssvæði uppreisnarmanna, með
an ég dvaldi þar seint í sept., sann
færði mig um sannleiksgildi ofan
greindra fullyrðinga Kúrda. Eru
þá allir þeir 4 útlendingar, sem á-
standinu hafa kynnzt af eigin raun
sammála um, að hér er hvorki fai
ið með ýkjur né áróður heldur sann
leikann einan.
Yinalausir.
Aðstaða Kúrda í milliríkja- og
alþjóðastjórnmálum hefur verið
mjög erfið. Hvorugt stórveldanna
hefur veitt þeim minnsta stuðning
pólitískan né á annan hátt. Rúss-
ar, sem áður töldu sig vini sjálf-
stæðishreyfingar Kúrda, hafa nú
snúið baki við þeim vegna vaxandi
áhrifa sinna í írak, en Kassim ein-
ræðisherra hefur tekið upp náið
stjórnmála- og verzlunarsamband
við Rússa. Her hans er t.d. nær
einungis búinn rússneskum vopn-
um og fjöldi ýroissa rússneskra
sérfræðinea starfa nú í írak en vest
ræn áhrif iiafa að sama skap; farið
þverrandi. Hvers konar bein eða
óbein aðsfoð Rússa við Kúrda er
því útilokuð eins og er. Kassim
er þyngri á metaskálunum þessa
stundina.
Hvað viðhorf bandarísku stjórn-
ina varðar. þá er hún bundin rót
grónum og gömlum stuðningi sín-
um við stjórnir Tyrklands og írans.
Hefur hún af þeim sökum ekki
viljað veita Kúrdum í írak nokkra
hjálp beint eða óbeint, auk þess
sem hún vill vafalaust ekki gera
samband sitt við írakísku stjórn-
ina verra en orðið er.
Svo er málum háttað, að stórir
þjóðernisminnihlutar Kúrda eru
bæði í Tyrklandi (8 milljónir að
sögn Kúrda) og íran (5-6 milljónir)
og öll þjóðernisleg samtök þeirra
bönnuð, en raunverulegt lýðræði
er sem kunnugt er í hvorugu þess
ara ríkja, þótt ekki sé stjórnarfar
þeirra samt nema að litlu leyti sam
bærilegt við hið frumstæða einræði
Kassim í írak. Hafa ríkisstjórnir
beggja landanna orðið að bæla nið
ur sjálfstæðishreyfingar Kúrda í
löndum sínum og hefur það kostað
langa og harða bardaga skipulegra
herja. Kúrdar í Tyrklandi veitti
hernum þar ærinn starfa 1925 og
íranska hernum tókst ekki fyrr en
eftir nokkurra vikna harða bar-
daga að brjóta niður lýðveldið
Kúrdistan, sem stofnað var í Vest
ur-íran 1946-47.
Aðstoð Vesturveldanna við
Kúrda í írak myndi því styggja
áðurnefndar ríkisstjórnir sem stöð-
ugt óttast uppreisnir Kúrda í lönd
um sínum og hafa ávallt töluverðan
herafla á landssvæðum Kúrda til
að koma í veg fyrir hugsanlegan
óróa. Þessi herstyrkur var aukinn
í báðum'löndunum eftir að upp-
reisnin hófst í írak. Komst ég sjálf
ur að nokkru leyti að raun um það,
þegar ég ferðaðist gegnum lands-
svæði Kúrda í íran eftir að ég kom
frá írak.
Vegabréf og farangursskoðun
er þar að heita má við hver vega-
mót og flutningur allur og farang
ur vandlega skoðaður, vafalaust
til að koma í veg fyrir hugsanlegan
samdrátt vopna eða aðstoð við
uppreisnarmenn í írak. Annars má
bæta því við, að herir Tyrklands
og íran eru svo vel þjálfaðir og
búnir bandarískum vopnum, að
engum Kúrda dytti nú í hug að
reyna að gera uppreisn í þeim
löndum, því hún væri fyrirfram
dauðadæmd. Þá má og bæta því við
að Kúrdar í írak hyggjast ekki
stofna sjálfstætt ríki. heldur
heimta þeir jöfn réttindi á við Ar
aba og sjálfstjórn í fjárhags- og
menningarmálum. Annars mun
seint verða friður á landssvæðum
Kúrda fyrr en þeir fá sjálfir að á-
kveða framtíð sína, því hér er um
þjóð að ræða, sem talar sama tungu
mál og lítur á sig sem eina þjóð,
þótt hún búi nú í fjórum löndum.
Enn sem komið er má heita, að lýð-
ræði og sjálfsákvörðunarréttur sé
óþekkt fyrirbæri í Austurlöndum
nær. Sjálfstæðishreyfngarnar eiga
þar jafn erfitt uppdráttar og hljóta
sömu meðferð og í Evrópu á 18. og
19. öld.
Allir nágrannar uppreisnar-
manna Kúrda í írak hafa því litið
uppreisnina hornauga og það þrátt
fyrir vægast sagt vináttulaust
stjómmálasamband Tyrklands og
íran við írak. Stjórnir allra þess-
ara þriggja landa hafa verið sam
mála um að einangra uppreisnar-
menn og halda stríðinu eins luktu
og leyndu og unnt hefur verið. Þó
hefur komið til hernaðarátaka
milli Tyrkja og íraka, t.d. fyrir
nokkru er írakísk sprengjuþota
réðist á kúrdískt fjallaþorp innan
tyrknesku landamæranna, og drap
þar á sinn venjulega hátt nokkra
tugi saklausra manna og lagði þorp
ið í rúst. Tyrkneski flugherinn fékk
fréttir af árásinni í tíma, kom og
veitti spellvirkjanum eftirför og
skaut flugvélina niður.
Kúrdar hafa því engan stuðning
eða málsvara hlotið meðal stór-
veldanna né heldur meðal ná-
granna sinna. Einræðisstjórn Kass
ims hefur því þótt hún hafi frjáls
ar hendur til að beita uppreisnar-
menn og kúrdísku þjóðina hverri
þeirrj mSfsikun^arlausu og ólög-
legu meðferð, sem henni hefur
þóknast, allt í skjóli þess, að eng-
inn taki upp málstað þeirra.
Áskorun til Sameinuðu
þjóffanna.
Mustafa Bazrani yfirhershöfð-
ingi uppreisnarmanna sendi sl.
vor frá sér áskorun til allra þjóða
heims, ýmissa alþjóðasamtaka og
blaða og útvarps,. Hvetur hann Sþ
*il að grípa í taumana í þvi skyni
að binda endi á misrétti það sem
bjóð hans sé nú beitt og æskir
þess, að send verði rannsóknar-
nefnd til að kynna sér ástandið og
óskir fólksins. Þá snýr hann sér
einnig að Mannréttindanefnd Sþ
og fer þess á leit, að nefndin rann
saki réttindi Kúrda í írak. Einnig
beinir hann orðum sínum til Al-
þjóða Rauða krossins og biður um
hjálp til óbreyttra borgara í Kúrd
istan Alþjóði Rauði krossinn hugð
ist verða við bón Kúrda, en ríkis-
stjórn Kassims vísaði öllum slík-
um óskum hans á bug, þótt Rauði
krossinn hafi samkvæmt Genfar-
samþykktinni leyfi til slíkrar hjálp
ar.
Að lokum snéri Bazrani sér að
blaðamqnnum og starfsmönnum
útvarps og sjónvarps um allan
heim og hvatti þá til að leggja ekki
trúnað á rangar og einhliða frá-
sagnir fréttaþjónustu Kassims af
málefnum Kúrda. Heitir hann hverj
um þeim aðstoð og vernd, sem kynn
ast vilji ástandinu af eigin reynd
Á ég erfitt með að ímynda mér
meiri eða einlægari gestrisni og
umhyggju en þá, sem Kúrdar veittu
mér meðan ég ferðaðist með þeim
og var gestur þeirra.
Uppreisn Kúrda í írak má ekki
líkja við herforingja- eða klíku-
uppreisnir þær, sem algengar eru
í Austurlöndum nær. Hér er um
almenna uppreisn nær heillar þjóð
ar undir forustu beztu og gáfuð-
ustu foringa hennar, sem síðastir
allra myndu til að beit valdi í
venjulegu lýðræðslegu þjóðfélagi
Því má heldur ekki gleyma, að
uppreisna'Mtienn berjast ekki gegn
löglegri lýðræðislegri stjórn, held
ur einræðisstjórn, sem tók vald sitt
með byltingu, hefur svikið nær öli
loforð sín til írakísku þjóðarinnar
ríkir í skjóli hers, sem sígur í sig
meiri hluta þjóðártekjnakfna og
verður meðal Araba sjálfra óvin-
sælli með hverjum degi sem líður
Kosningar hafa aldrei farið fram
frá því að Kassim tók við völdum
og fleiri þúsundir pólitískra fanga
eru í fangelsum landsins, þ.á.m
5000 kúrdískir borgarar.
Hver kemur til hjálpar?
Kúrdar hafa fyrir skömmu sent
fulltrúa sinn, dr. Kamurau Bédis-
Khan, til New York, þar sem Alls-
herjarþingið situr nú að störfum
í því skyni að reyna að hafa áhrif
á einhverja sendinefndina til að
taka upp mál Kúrda á þinginu. Til
þessa mun árangurinn hafa verið
litill og fáir orðið til að veita líti-
magnanum áheyrn, sem á engan
hátt getur leikið sig inn í valdaspil
stórveldanna heldur einungis vísað
til réttlætiskenndar og siðferðilegs
hugrekkis sendinefndanna, sem
flestum virðist ljúfast að leiða hjá
sér óþægileg mál, sem ekki snerta
beint hagsmuni þeirra.
Alþjóðleg lög um hernað eru
ekki mörg og standa fæst föstum
fótum. Ætti því að vera enn rikari
ástæða en ella til þess að smáþjóð
irnar, sem venjulega verða fyrstar
fyrir slíkum brotum, fordæmi þau
undantekningarlaus án tillits til
þess hver fremur þau eða gagn-
vart hverjum þau eru framin.
Sameinðyðu þjóðirnar eru m.a.
nokkprs konar samvizka mannkyns
ins og því réttur vettvangur til
slíkra fordæminga, sem styrkt
gætu og fest í sessi lög og venjur
um hernað, meðferð þjóðarbrota
o.s.frv. Leyfist það hins vegar, að
lög þessi séu brotin ávítunarlaust
þá voru þau til lítils samin. En til
þess að beita þeim möguleikum,
sem sendinefndirnar hafa hjá Sþ
um meðferð áðurnefndra mála,
þarf ópersónuleg réttlætiskennd,
sem lætur sig öll réttindabrot
varða, þótt ekki snerti þau þjóð
hlutaðeigandi sendinefndar.
Sjálfstætt óháð ákæruvald ein3
og gerist í þróuðum lýðræðislönd
um, er enn ekkert hjá Sþ. Aðeins
sendinefndir einstakra ríkja geta
lagt fyrir almenn mál og ástæða er
því ríkari en ella til að meðlima- ■
ríkin séu vakandi og láti sig varða
brot á mannrétlindum og alþjóða-
lögum, þótt ekki eigi þær sjáifar
beint hlut að máli.
Skyldi nokkur þjóð hafa nægilegt
siðferðilegt hugrekki og nægilega
vakandi réttlætiskennd til að veita
Kúrdum þá litlu en samt mikil-
vægu aðstoð, sem hægt væri að
veita þeim hjá Sþ, þótt ekki væri
með öðru en að fordæma miskunn
arlausar aðgerðir írakísku stjórn
arinnar gegn kúrdískum borgur-
um? Þannig hugsa nú margir f
Kúrdistan, sem orðið hafa að flýja
brennandi þorp, allslausir og oft
særðir og brenndir eftir hinar
hryllilegu napalsprengjur.
Uppreisnarmenn í írak eru
hvorki ribbaldar né yfirgangsseggir
heldur hreinlundaðir, heiðvirðir,
fátækir bændur, sem hafa þrek til
að berjast fyrir frumstæðustu rétt
indum sínum, þótt við ofurefli sé
að etja og hljóta við kynningu, virð
ingu, aðdáun og samúð hvers þess
sem kynnist þeim.
— Við bindum vonir okkar fyrst
og fremst við smáþjóðirnar, sagði
Hilmi Ali Sherif við mig, þegar
hann sýndi mér íjallaþorpið Buch-
anara, sem var yfirgefið og í rúst
um eftir napal- og eldflaugaárásir.
Gætum við íslendingar ekki rétt
þeim hjálparhönd á Allsherjarþing
inu og lagt mál þeirra fyrir, einir
eða ásamt öðrum?
Erlendur Haraldsson
Eriendur Haraldsson skrifar um barátfu
Kúrda fyrir frelsi og sjálfstæði. 3. grein
3 14. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ