Alþýðublaðið - 14.11.1962, Side 9

Alþýðublaðið - 14.11.1962, Side 9
hefur auk þessa dálæti á falleg- um negrasálmum, svo að þetta fer vel saman. Þau hjón tala ýmsum txmg-um og túlka það þannig sjálf, að þau tali dálítið hrafl í öllu mögulegu. Frúin var eitt sinn blues-söng- kona, en segist hafa lagt það al- veg á hilluna, því að nóg sé að hafa einn söngvara í fjölskyld- unni. Aðspurð um það, hvað þau ætluðu að verða hér lengi, sögðust þau búast vað að verða hér út mánuðinn, en nóg væri að gera, því að nú þegar hefði verið samið við hiu ýmsu skemmtanahús í mörgum þjóðlöndum til ársins 1964. Þau sögðust hafa verið beðin um að koma til Berlínar, — en „ætla að reyna að komast undan því.“ — Þeim Ieizt ekki á Berlín. Herbie Stubbs sagði: „Hvers vegna spyrjið þér mig ekki, hvaða land mér falli bezt?“ — Hvaða land hefur yður fall- ið bezt, herra Stubbs? — Eg veit, hvaða land mér leiddist mest. Það var Austur- ríki. Eg fann það strax fyrsta daginn í Vín. Eg finn það alltaf fyrsta daginn, hvernig mér geðj- ast að landi og þjóð. Hvers vegna mér leiddust Vínarbúar? — Þeir eru alltof hæggerðir, — sljóiv. STUTT RABB VIÐ SÖNGVARANN HERBIE STUBBS heitir hann, sá að þau hjón hefðu verið gift — En er ekkert erfitt að sem syngur í Næturklúbbnum og töfrar kvenfólkið upp úr skónum. Hvasseygðar þóttust hafa séð hring á hendi lians í skini sviðs ljósanna fyrsta kvöldið og síð- ar kom í ljós, að eiginkona hans, frú Stubbs, er hér á ferð með honum og hún er eins ljós eins og hann er dökkur. Þau hjón koma hingað úr langri ferð um Evrópu, en aðal- aðsetur sitt hérna megin hafs- ins hafa þau í Sviss. Nú eru tvö og hálft ár síðan þau sögðu skil- ið við heimili sitt £ Brooklyn í Nevv York og lögðu út í þessa Evrópuferð, sem orðin er svo löng, og enginn sér fyrir end- ann á, því að Stubbs berast til- boð hvaðan æva að frá Lond- on, París og Reykjavík. Fréttamaður blaðsins hitti þau Stubbs-hjón sem snöggvast í Glaumbæ á sunnudagskvöldið. Þau voru að snæða miðnætur- verð eftir unnið kvöldstarf, en herra Stubbs söng þá fyrir gesti á hátíð Dannebrog, sem haldin var í Næturklúbbnum. Frú Stubbs er umboðsmaður manns síns og hafði einkum orð fyrir þeim hjónum, enda var Stubbs umkringdur af vinum og aðdá- endiun, sem höfðu margt að segja. Frú Stubbs greindi frá því, í átta ár, en ættu ckkert barn, svo að ekkert hindraði þau í að vera á ferðalagi um heim- inn. Hún sagði, að tvær orsakir mætti finna til þess, að þau lögðu upp I þessa ferð, annars vegar væri sú ástæða, að þau hefðu gaman af að ferðast og hins vegar væri þess að gæta, að mikill fjöldi skemmtikrafta væri í New York og erfitt að standa sífellt í þeim eldi, sem fylgir æðisgenginni samkeppni um góða vinnu. Herbie Stubbs hefur ferðazt með hinum þekkta Belafonte og simgið með honum inn á hljóm- plötur, sem selzt hafa um all- an heim. Hann hefur og leikið £ tveim kvikmyndum: Carmen Jones og Island in the Sun, sem islenzkir kvikmyndahúsgestir hafa haft tækifæri til að sjá.. Aðspurð um það, hvort það væri ekki alls staðar ætlazt til þess, að negrar syngju negra- sálma og negralög, hvort sem þcir vildu það eða vildu það ekki, sagði frú Stubbs, að það mætti vera, en svo vel vildi til, að maður hennar hefði góða rödd til að syngja negrasálma eða djúpan barryton, — tenor yrði nauðugur einn kostur að láta negrasálmana vera, hvað svartur sem hann væri. Herbie Stubbs þurfa alltaf að vera glaður og kátur fyrir framan áheyrend- urna? — Það er ekkert erfitt, — það er ncfnilega hluti af skapgerð hans, sagði frúin. Og þá liggur beint við að spyrja hinnar sígildu spurning- ar: Hvernig l£zt ykkur á ísland? — Prýðilega. Fólkið er yndis- legt, landið er yndislegt. Allir vilja allt fyrir okkur gera, áheyr endur eru elskulegir, og þegar við eigum fri, höfum við milljón hluti á prjónunum, sem okkur langar að koma i framkvæmd. — Og hvað gerið þið ykkur til gamans, þegar þið eigið fri? — Ótal margt. Það er alltaf einhver að l£ta til okkar, bjóða okkur eitthvað, — eða þá að við förum út að skoða bæinn o. s. frv., o. s. frv. — En hvernig finnst ykkur veðrið? — Veðrið? — Við höfum ekk- ert hugsað um veðrið. í gær- kvöldi vorum við fyrst boðin i íslenzkt hús, — og guð! Það var yndislegt. En ég er hræðilega syfjuð, (sagði frúin): Við fórum ekki fyrr en — mjög seint! — Öll sólarmerki benda til þess að ekki sé nema timaspursmál hvenær yður verður boðið að vera með i saumaklúbb, frú Stubbs! Stúlka óskast í þvotíahúsið Bergstaðarstræti 52. Upplýsing- ar í símum 14030 og 17140. Pökkunarstúlkur óskast strax. Hraðfrystihúsið Frnst h.f. Hafnarfirði — Sími 50165. Einangrunarkork FYRIRLIGGJANDI. Jonsson & Júlíusson Tryggvagötu 8. Sími 15430. Blikksmiðir, Rafsuðumenn og aðstoðarmenn, óskast strax. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Blíkksmiðjan Glófaxi Ármúla 24. Grindavik Alþýðuflokksfélag Grindavíkur heldur fund í kvenfélagshúsinu kl. 8V2 í kvöld. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing. Stjómin. Áhaldasmiður óskast Staða áhalda — og tækjasmiðs Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa sveinspróf f járnsmíði eða annarri grein smíða og auk þess góða fram- haldsmenntun, t. d. próf frá Vélskólanum í Reykjavík. Ena fremur þarf væntanlegur starfsmaður að hafa talsverða starfsreynslu, vera heilsuhraustur og reglusamur. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrrl störf sendist Veðurstofu íslands, Sjómannaskólanum, Reykjavík, fyrir 21. þ. m. Veðurstofa íslands. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. nóv. 1962 $

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.