Alþýðublaðið - 14.11.1962, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 14.11.1962, Qupperneq 11
FRA VELKOMIN KJÖTVER AKUREYRI Kindakjöt: Súpukjöt Saltkjöt Læri Hryggir Kótelettur Sneiðar Svið Svinakjöt: Lærsteik • Karbenaðisneiðar Kótelettur Nautakjöt: Súpukjöt Buff, barið og óbarið Hamborgarhryggir. Gúllas Hrossakjöt: Saltað með beini og beinlaust Gúllas Buff Fugiar: Gæsir Kjúklingar Rjúpur Svartfugl. SENDUM HEIM ALLAN DAGINN SÍMI 2900 - ÞRJÁR LÍNUR ÍÞRÓTTIR Framhald af 10. síða. hola í jörðinni. I sambandi við önnur er ástandið jafnvel verra. Nú, ástandið var svipað í Róm 1958 og þó var allt tilbúið þar í tíma. Japanir eru seinir að kom- ast í gang, en þegar það er orðið, 1 þá ganga hlutirnir vissulega hratt ... — Hvað er tilbúið nú þegar? — Aðal olympíuleikvangurinn, en hann var reistur vegna Asíu- leikanna, sem þar voru háðir fyr- ir nokkrum árum. Þá var þar rúm fyrir 60 þús. áhorfendur, en 1964 mun komast þar rúmlega 85 þús- und áhorfendur.' í augnablikinu er verið að grafa þar allt upp, svo að völlurinn líkist mest skotgröf- um. Við hliðina á leikvanginum er falleg sundlaug, en hún tekur svo fáa áhorfendur, að nota verð- ur hana eingöngu fyrir sund- knattleik. Sundkeppnin og dýfing- ar eiga að fara fram 1 annarri miklu stærri, sem ekki er byrjað á ennþá. — Er olympíuþorpið tilbúið? — Já, fyrir löngu, það er notað af bandarískum hermönnum og fjölskyldum þeirra í augnablik- inu. Hér er um 220 smá hús að ræða og aðbúnaður þar er 1. fl. — Hvar verður knattspyrnan? — Úrslitin verða á Olympíu- leikvanginum. Hinir leikii-nir verða allir í Tokio eða hafnarborg henn- ar, Yokohama. Keppt verður í öllum öðrum greinum í grennd við olympíuleikvanginn eða olympíu- þorrpið, nema í siglingum, þær verða lengst í burtu. — Hvernig var veðrið í Tokio nú? — Ég var þar um svipað leyti, sem leikarnir eiga að hefjast og' veðrið er ósköp þægilegt, eins og danskur sumardagur, heitt en ekki of heitt. Erfiðar mun ganga með málið, Japanir skilja ekkert i nema japönsku. (Andersen segir, að 75 Danir búi í Tokio, og þeir eru þegar farnir að skipuleggja, hvernig þeir geti orðið hinum dönsku olympíuþátttakendum bezt að liði). — Fjarlægðirnar? — Þær eru að sjálfsögðu mikl- ar, en allstaðar er verið að byggja neðanjarðarbrautir og vegi. Eina neðanjarðarbraut er t. d. verið að reisa milli flughafnarinnar og ol- ympíuþorpsins og ferðin mun taka um 20 mín. — Ferðamenn? — Japanir reikna með um 30 þúsund ferðamönnum í sambandi við leikana. Reiknað er með að helmingurinn búi á hótelum og hinir á japonskum heimilum. — Japanir leggja alla áherzlu á, að framkvæmd leikanna takizt sem bezt. Rikið mun styðja framkvæmd ir eftir mætti, ýms fyrirtæki hafa einnig lofað aðstoð. Þó að mér finnist ótrúlegt nú, 2 árum fyrir leikana, að allt verði tilbúið eftir tvö stutt ár, lofa Japanir að eng- inn skuli sjá eftir því að hafa út- hlutað þeim olympíuleikunum 1964. Það er þeirra metnaðarmál, að framkvæmdin verði fullkomin. Knattspyrnuþ j álf arar Tækninefnd K.S.Í. heldur fund fyrir alla starfandi knattspyrnu- þjálfara, sunnud. 18. þ. m. kl. 2 í félagsheimili Vals. Fundarefni: Erindi, kvikmyndasýning, frjáls ar umræður. T. K. í. Sundmót Ægis háð 28. nóv. SUNDMÖT verður haldið í Sund- höll Reykjavíkur miðvikudaginn 28. nóv. n. k. kl. 8,30. Keppt verð- ur í eftirtöldum greinum. Keppnisgreinar: 100 m skriðsund karla 100 m bringusund karla 100 m bringusund kvenna 50 m skriðsund drengja 50 m skriðsund telpna 50 m bringusund telpna 50 m bringusund karla 50 m baksund karla 100 m einstaklings fjórsund karla 4x50 m skriðsund karla Þátttökutilkynningar berist til Torfa Tómassonar Drafnarstíg 2 sími 19713, í síðasta lagi miðviku- daginn 21. nóv. Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 26. nóv. kl. 8,30 í Café Höll, uppi. Stjórnin. ★ Lögfræðistörf. ★ Innheimtur ★ Fasteignasala Hermann G. Jónsson, hdl. Lögfræðiskrifstofa Fasteignasala Skjólbraut 1, KópavogL Sími 10031 kl. 2-7. Heima 51245. Alþýðublaðið Kaupum tuskur „Árás á fé- lagsfrelsið" Framh. af 16. síðu lingum í hlutaðeigandi starfs grcin. Það er fráleitt að taía um árás á félagafrelsi í þessu sambandi, þar eð stjórnar- skráin og löggjöfin eru með ákvæðum sínum um félaga- frelsi að vernda rétt manna til þess að stofna félög eu ekki að heimila stéttarfélög- unum eða Stéttarfélagasam- höndum að útiloka vissa að- ila. — Fyrst þegar LÍV sótti um aðild að ASÍ héldu koinm. únistar því fram, að' lög VR. og LÍV Uppfylltu ekki sett skilyrði. LÍV lét lagfæra þa'ð sem í ólagi var í því efni. — Næst héldu kommúnistar því fram, að vegna skipulags- breytinga ASÍ væri ekki unnt a'ð taka LÍV inn í ASÍ. Þeir eru nú hættir að halda því fram, En þeir hrópa í staðinn um árás á félaga- frelsi. En í rauninni eru all- ar ástæður þær, er komm- únistar tilgreina gegn aðildi LÍV að ASÍ fyrirsláttur einn, þar eð hinn raunverulega á- stæða fyrir andstöðu komm- únista er sú, að' þeir óttast um völd sín í ASÍ við upptöku LÍV, í heildarsamtök verka- lýðsins. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. nóv. 1962 H

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.