Alþýðublaðið - 14.11.1962, Síða 13

Alþýðublaðið - 14.11.1962, Síða 13
Framh. af 4. síðu liins vegar sú, að engar sameigin- legar viðræður fóru fram, lieldur viðræður milli Efnahagsbandalags- ins og hvers einstaks ríkis, sem um aðild eða önnur tengsl hefur sótt. Ríkisstjórnin taldi því ekki ástæðu til að hafast frekar að í málinu að sinni. í septembermánuði 1961 sátum við hæstvirtur fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddssen, ársfund Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og Aiþjóða- bankans, sem þá var haldinn í Vín- arborg. Ákveðið hafði verið að reyna að nota þetta tækifæri til viðræðna við prófessor Erhard, efnaliagsmálaráðherra Þýzkalands, og embættismenn hans um vanda- mál þau, er stofnun viðskipta- bandalaganna bakaði íslandi. Vegna þingkosninganna í Þýzka- landi kom prófessor Erhard ekki tíl Vínarborgar, en bauð okkur hins vegar að kQma til Bonn til við- ræðna þar. Hinn 28. sept. 1961 átt- lim við Gunnar Thoroddsen, ásamt Jónasi H. Haralz og Pétri Thor- steV.ifisyni, fundi með prófessor Erhard og ýmsum þýzkum embætt- ismönnum. Kynntum við þau vanda mál, sem íslandi væri í höndum í þcssum efnum. Af hálfu Þjóð- verja kom fram mikill skilningur á þessum vandamálum. Að loknum viðræðunum voru báðir aðilar á einu máli um, að æskilegt væri, að frekari viðræður ættu sér Btað milli embættismanna íil skýringar á ýmsum atriðum. Fóru þær viðræð ur fram í Bonn í nóvemberlok 1961 og tóku þátt í þeim af íslands hálfu þeir Jónas H. Haralz, Pétur Thor- steinsson, Sigtrj'ggur Klemenzson Davíð Ólafsson og Einar Benedikts- son. Að þessum viðræðum loknum ákvað ríkisstjórnin að fylgja þeim eftir með viðræöum við fulltrúa annarra aðildarrílcja Efnahags- bandalagsins og íramkvæmdastjórn þess. Tilgangur þessara viðræðna skyldi vera að kynna vandamál ís- lands vegna stofnunar Efnahags- bandalagsins og væntanlegrar stækkunar þess. Engar till. skyldi gera um hugsanlega lausn á þess- um vandamálum, en leitast við að kynnast þeim sjónarmiðum, sem uppi væru innan aðaldarríkjanna og framkvæmdastjórnarinnar í þeim efnum, er mest snertu þessi vandamál. Þegar eftir að þingi lauk á síð- astliðnu vori, fór ég þess vegna, á- samt Jónasi H. Haralz, í þessu skyni til Parísar og Rómar. í París ræddum við ásamt Hans G. Ander sen, sendiherra, við utanríkisráð- herra Frakka, Couve de Murvillc, og franska embættismenn, í Róm við viðskiptamálaráðherra Ítalíu, Colombo, og aðstoðarráðherra þann, sem fer með utanríkisvið- skipti, Stronchi, ásamt ítölskum embættismönnum. Um mánaðamót- in júní-júlí fóru síðan fram viðræð ur við ráðherra og embættismenn í Hollandi, Belgíu, Luxemburg og Þýzkalandi og við meðlimi fram- kvæmdastjórnar Efnahagsbanda lagsins í Briissel. í Haag var rætt við de Pous, efnahagsmálaráðlierra og hollenzka embættismenn. í Briissel var rætt við Fayat, aðstoðar utanríkisráðherra, sem fer möð málefni Efnahagsbandalagsins í belgísku ríkisstjórninni, og í Lux- emburg við Schaus, utanríkisráð- herra. í Bonn var enn rætt við prófessor Erhard, efnahagsmála- ■ ráðherra, og embættismenn úr ráðu neyti hans, sem og við Lahr, ráðu- neytisstjóra í utanríkisráðuneyt- inu og aðra þýzka embættismenn. Þeir meðlimir framkvæmdastjóm- ar Efnahagsbandalagsins, sem rætt var við í Briissel, voru prófessor Walter Hallstein, forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, Jean Rey, sá af framkvæmdastjórunum, sem fer með málefni landa utan banda- lagsins og dr. Siccco Mansholt, vara forseti framkvæmdafetjórnarinnar og sá af meðlimum hennar, sem fjallar um landbúnaðar og sjávarút vegsmál. Auk mín tók Jónas H. Haralz þátt í viðræðunum og sömuleiðis sendiherrar íslands hjá hlutaðeigandi ríkjum, Henrik Sv. Björnsson í Hollandi, Pétur J. Thorsteinsson í Belgíu og Luxem- burg og við framkvæmdastjórn Efnahagsbandalagsins, og Magnús V. Magnússon í Bonn. í öllum þess • um viðræðum var gerð ýtarleg grein fyrir þeim vandamálum, sem stofnun Efnahagsbandalagsins og stækkun þess hlýtur að hafa í för með sér fyrir utanríkisviðskipti ís- lendinga og skýrð nauðsyn okkar á því að halda viðskiptatengslum okkar við Efnahagsbandalagssvæð ið. Engar tillögur voru af íslands hálfu gerðar um það, hvernig ráða ætti fram úr þessum vanda, en á hinn bóginn komu fram af hálfu fulltrúa aðildarríkjanna og fram- kvæmdastjórnarinnar ýmis atriði, er mklu máli skipta við mat þeirra leiða. sem til greina koma. Mér er óhætt að fullyrða, að hjá öllum þeim aðilum, sem við var rætt, liafi komið fram mikill skilningur á vandamálum íslands og þeirri sér- stöðu, sem íslendingar hljóta að hafa vegna fámennis og einhæfra atvinnuhátta. Þá er og rétt að geta þess, að vandamál íslands hafa verið kynnt og skýrð á fundum viðskiptamála- ráðherra Norðurlanda, en þeir hafa haft með sér mjög náið samband undanfarin ár einmitt vegna þró- unarinnar í viðskiptamálum Vestur Evrópu. Málið hefur og verið rætt á öðrum norrænum ráðherrafund- um, á fundum Efnahagsmálanefnd ar Norðurlandaráðs og á fundum norrænna embættismanna. Undan- farin tvö ár hafa yfirleitt fram miklar athuganir og umræð- ur á Norðurlöndum um vandamál þeirra í sambandi við tengsl við Efnahagsbandalagið og hefur af okkar hálfu verið vandlega fylgzt með þeim.. Að tillögu íslands var komið á fót sérstakri norrænni embættismannanefnd til þess að kynna sér vandamál sjávarútvegs- ins í sambandi við tengsl við Efna- hagsbandalagið. Önnur norræn embættismannanefnd hefur fjallað um vandamál á sviði atvinnurekstr arréttinda og fjármagnshreyfinga. Á síðastliðnu vori var ákveðið að koma þeim athugunum, sem unnið hafð verið að hér heima, á breiðari grundvöll, þannig að full trúar hagsmunasamtaka gætu tek- ið þátt í þeim. Voru því stofnaðir starfshópar, er í áttu sæti full- trúar hagsmunasamtaka ásamt emb ættismönnum, og skyldu þeir fjalla um vandamálin á einstökum sviðum. Eru þessir starfshópar 5 að tölu og fjalla um sjávarútvegs- mál, iðnaðarmál, landbúnaðarmál, félags- og vinnumarkaðsmál og vðskipta- og tollamál. Hafa þeir gert ýtarlegar athuganir á því, hvaða erfiðleika stofnun og væntan leg stækkun Efnahagsbandalagsins lendingu á hinum ýmsu sviðum, mundi hafa í för með sér fyrir ís- ef við stæðum utan bandalagsins, og hvaða vandamál hugsanleg tengsl okkar við bandalagið mundi hafa í för með sér. Sumum þessum athugunum er lokið, en aðrar eru komnar skemmra á leið. Verður þeim haldið áfram, og munu þeir fulltrúar hagsmunasamtakanna, sem ég gat um áðan, fylgjast með framvindu málsins framvegis eins og hingað til. Þá hefur embættismannanefnd sú, sem ég einnig gat um áðan. stöðugt haldið áfram störfum. Á hennar vegum hefur undanfarið aðallega verið uunið að ýtarlegum athugunum á þeim vandamálum, er snerta réttindi til atvinnurekstrar þjónustustarfsemi og frjálsar hreyf ingar fjármagns og vinnuafls. Er þessum ahugunum að mestu lokið. ÞEGAR Ben Bella kom í opinbera heimsókn til Havana, tóku Castró og Dorticos forseti á móti honum með blómum. Ben Bella lýsti yfir stuðningi sínum við kröfur Castrós um að Bandaríkjamenn yfirgæfu Guantanamo. , Seinna lýsti Ben Bella því yfir að hcimsókn hans til Kúbu muudi ekki hafa í för með sér neinar breytingar á stjórnmálalegu sambandi Alsír og.Frakklands. Gamla bíó: Þriðji maðurinn ósýni legi (North by Northwest). Hitch- cock-mynd, með Hitchcock-spennu og Hitchcock gerð. Forstjóri * auglýsingafyrirtækis er tekinn af tveim mönnum og Erlendir garðyrkjumenn vifija fá ísl. rauðgrýti Tveir ísl. garðyrkjufræðingar tóku þátt í garðyrkjusýningu, sem hald in var í Kaupmannahöfn í haust. Frá þessu hefur áður verið sagt í fréttum blaðsins, en í gær náði blaðið tali af öðrum garðyrkju- fræðingnmn herra Páll Michel- sen í Hveragerði og spurði hann um tilhögun sýningarinnar og ár- angur íslendinganna. Páll sagði, að íslendingunum hefði verið úthlutað skika á sýn- ingunni sem hafi verið 20-30 ferm. að stærð. Þar plöntuðu þeir félag ar um 15 tegundum pottblóma, þar sem voru um 100 plöntur bæði stórar og smáar. Auk Páls stóðu að ísi. sýningunni Lauritz Crist- iansen, sem einnig er garðyrkju- maður í Hveragerði. Þeir félagar fengu tvenn heiðursverðlaun og þrjú silfurverðlaun. Ein verð- laun fengu þeir fyrir íslenzku nell ikkurnar, sem þóttu með afbrigð- um glæsilegar, en utan fóru þeir með 100 nellikkur í ýmsum litum. Verðlaun hlaut Kristiansen einnig fyrir sínar tegundir af diKenbacc- iu, sem er græn jurt með hvítum og gulum slettum á blöðunum. Kroton-plöntur Páls voru einnig verðlaunaðar, en hann flutti út mörg kroton-plöntu afbrigði. Auk þess fóru þeir félagar með um 600 kíló af íslenzku rauða- grjóti til skreytingar og íslenzkan mosa. Rauðagrjótið vakti sérstaka athygli þar ytra og sýndu ýmsir erlendir garðyrkjumenn áhuga á að fá íslenzkt rauðagrjót til skreyt- inga. íslenzku garðyrkjumennirnir fengu danska sérfræðinga til aðstoð ar við uppsetningu sýningarinnar. wwwwwvwwwwwwwwww verður fyrir þeim ósköpum að hann er leiddur fyrir þann 3., sem hann hefur aldrei augum litið. Þeir kumpánar virðast þó þekkja for- stjórann og vilja neyöa hann til samvinnu um eitthvað, sem hinn Iiendir ekki reiður á hvað er. Þegar forstjórinn hafnar því, reyna þeir að koma honum fyrir kattarnef og það oftar eu einu sinni. Ung stúlka bjargar honum frá þeim, en í ljós kemur, að hún virðist í slagtogi með ofsækjendun um og enn hangir líf hans á blá- þræði. Loks vjrðist þá málið skýr- ast og stúlkan sannar sakleysi sitt með undarlegum hætti. Að þv£ loknu komast þau bæði i meir/ lífshættu en fyrr og allt virðist von laust...... Hitchcock er þeim kostum búinn nú sem fyrr, að hann veit fullkom- lega, hvernig fara í að byggja upp spénnu með atriðum, sem vafa- samt er að aðrir kæmust upp með, með myndatöku, sem sýnir hlutina gjörsamlega í nýju Ijósi, með leik urum, sem vita fullkomlega til hvers er ætlazt af þeim. Sjálfur þarf hann svo að sýna sig eins og venjulega. Myndin er prýðilega gerð, glett- in og flestum öðrum kostum gædd sem til þurfa svo að úr verði ljóm andi dægrastytting. — H.E. ISLAND OG EFNAHAGS- — II IIII 7 ~ ~ ■IIIHI IMMIIIIII III II—III 1111IIII II BanUOBHHMVMaHBaBBBOHBUBaBBBBHBBHaBr ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. nóv. 1962 J3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.