Alþýðublaðið - 14.11.1962, Qupperneq 15
eftir Georges Simenon
„Þér þeklctuð René Bouvet?”
Gamli maðurinn starði og
saug upp í nefið og virtist ekki
skilja.
„Ég er að spyrja, hvort þér
hafið þekkt René Bouvet?”
„Hvað gerir hann?”
„í fyrrakvöld ...” reyndi
leynilögreglumaðurinn.
Hann skildi þegar í stað, að
slík orð ollu enn nýjum vand-
ræðum í heila gamla mannsins,
sem hlaut fyrir löngu að vera
liættur að reikna í dögum og
nóttum og reiknaði iniklu frem-.
ur í litrum af víni.
„Hlustið þér?”
„Já, herra minn. Má ég?”
í þetta skipti hélt hann flösk-
unni áfram í hendi sér, án þess
að setja korktappann í aftur.
„Reynið að fylgjast með því,
sem ég er að segja. Það var í
fyrradag, maður að nafni Mon-
sieur Bouvet dó á árbakkanum
fyrir framan bóksölukassa”.
Um leið og hann taiaði rétti
hann fram eintak af blaðinu, sem
'birt hafði myndina fyrst.
„Þekkið þér hann?”
„ J a '.
„Hvers vegna voruð þér,
kvöldið sem hann dó, að þvæl-
ast fyrir framan húsið Qáual de
la Tournelie?”
„Mér þótti mjög vænt um
hann”.
„Voruð þið vinir?”
Við hverja spurningu hnykl-
aði umrenningurinn brýrnar,
eins og hann væri hræddur um
að misskilja merkingu orðanna.
Þau hlutu að berast til heilans
í gegnum eins konar þoku, sem
hætt var við, að ruglaði merk-
ingu þeirra.
„Vissuð þér, að hann hét Bou-
vet?”
„Nei”.
„Vissuð þér, hvað hann hét’”
„Nei”.
„Vissuð þér til, að hann héti
öðru nafni?“
Hann skildi ekkert lengur.
Monsieur Beaupere hafði flýtt
sér um of.
„Hittuð þér hann oft?”
„Alloft”.
„Síðan hvenær?”
„Ég veit það ekki. Það er
langt síðan”.
„Ár?”
„Meira en það”.
„Tíu ár?”
„Ég hugsa ekki”.
„Hvað kallaði hann yður?1*
„Hann kallaði mig ekki neitt.
Má ég?”
Hann hélt mjög í hemilinn
á sér, tók aðeins munnsopa í
einu og þurrkaði sér um munn*
inn á handarbakinu, en nokkur
blámi loddi við grátt skeggið.
„Hvar kynntust þér honUm?
Hugsið nú, áður en þér svarið.
Ég er að spyrja yður, hvar þér
hittuð hann fyrst”.
Prófessorinn starði fast á
gluggann og það voru lirukkur
á enni hans; það hlaut að vera
erfitt. fyrir hann að hugsa svona
mikið.
,,Ég veit það ekki”.
„Var það í París?”
„Það var áreiðanlega við Mau-
berttorgið. Kannski var ég að
veiða, þegar hann ávarpaði mig.
Ég veiði stundum. Ekki lengur
en það er ekki langt sfðan”.
„Sagði hann yður, hvað hann
gerði?”
„Af hverju?”
„Takið eftir því, sem ég er að
segja. Þegar þér sáuð í blaðinu,
að hann var dáinn, fóruð þér og
hénguð fyrir utan húsið. Lang-
aði yður til' að fara inn?”
Það virtist sem orðin þyrftu
að fara ára leið á milli þessara
tveggja manna. Auk þess vildi
svo til, að i þessu herbergi —
ósköp venjulegri skrifstofu —
voru þúsund hlutir, sem um-
renningurinn rak augun í og
drógu að sér athygii hans. Eink-
um var það bréfapressa, ’sem
augu hans beindust að hvað eft-
ir annað, og eins og barn virt-
ist hann þurfa að halda í hem-
ilinn á sér að taka hana ekki og
hrista upp snjóinn innan í henni.
„Langaði yður inn?”
„Mig hefði langað til að sjá
hann”.
„Hvers vegna báðuð þer hös-
vörðinn ekki um leyfi?”
Prófessorinn brosti nú í fyrsta
skipti. Ekki fullu brosi, heldur
einhverju, sem nálgaðlst það,
hálfhæðnislegu. Gat það verið,
að maður úr lögreglunni, maður
á hans eigin aldri, vissi ekki,
hvernig húsverðir taka á móti
mönnum eins og Prófessornum?
„Reynduð þér heldur ekki að
komast inn óséður? Fóruð þér
nokkum tíma inn í húsið? Bauð
hann yður nokkurn tíma inn með
sér?”
Vissulega töluðu mennirnir
báðir frönsku, en þó var það ekki
sama tungumálið. Gamli maður-
inn var farinn að missa kjark-
inn, þó að hann hefði í fyrstu
verið svo ákveðinn í að gera sitt
bezta.
„Sem sagt, þér sáuð hann að-
eins á götunni?”
„Á götunni, á árbakkanum”.
„Um hvað talaði hann við yð-
ur?”
„Ég veit það ekki".
„Kom hann fram við yður sem
vin?”
Þetta var að verða erfiðara og
erfiðara, og þá var Monsieur
Beaupere líka fullur af velvilja
og þolinmæði.
„Gaf hann yður peninga?”
„Oft”.
„Mikla peninga?”
„Ekki mikla. Nóg til að kaupa
einn eða tvo lítra”.
„Hann vissi, að þér munduð
eyða þeim í vín?”
„Já”.
„Fór hann aldrei með yður
inn að krá til að fá drykk?”
„Hann drakk ekki”.
„Hvernig vitið þér það?”
„Af því að hann sagði raér það.
Hann varð veikur af þvi. Það er
jafnvel þess vegna . .”
Hann þagnaði, eins og hann
hefði ákveðið að þegja um það,
sem komið • var fram á' varir
hans.
„Það er þess vegna hvað?”
„Ég veit það ekki”.
„Neitið þér að svara?”
„Ég er ekki að neita. Ég veit
það ekki”.
„Sagði hann yður nokkurn
tíma, hvað hann gerði áður?”
„Ekki beinlínis, nei”.
„Vissuð þér, að hann hafði
verið mjög ríkur?”
„Mig hafði grunað það”.
„Af því að hann talaði, eins
og maður, sem hefur verið rík-
ur”.
„Gefið skýringu”.
„Hann hafði efeki áhuga á
peningum”.
„Á liverju hafði hann áhuga?”
Hann leit næstum bænaraug-
um á kvalara sinn og, án þess
að bíða eftir leyfi, fékk hann sér
gúlsopa úr fiöskunni. Síðan byrj-
aði hann að tálá, eins og við
sjálfan sig.
„Það er ekki auðvelt að út-
skýra það, og ég er ekki viss.
Hann spurði mig spurninga.
Hann hafði gát á mér, og öðr-
um ...”
„Hverjum öðrum?”
„Öðrum eins og mér”.
„Að hverju vildi hann kom-
ast?”
„Hvort þetta væri mjög
erfitt, hvort mig langaði ekki
stundum til að lifa annars kon-
ar lífi ... Hvernig þeir færu með
okkur hjá Hjálpræðishemum
... Hvort það væri satt, að lög-
reglan berði okkur stundum ...
Ég veit ekki ... Það er fólkið
... Ég er ekki vanur því lengur
•.. Mér fannst, eins og hann
langaði til að slást í hópinn ...”
„Með hverjum?”
„Okkur. Og þó kann mér að
skjátlast. Það er vegna spurn-
inga hans. Og líka vegna þess,
að það var alltaf hann, sem leit-
aði mig uppi. Stundum beið
hann hann. eftir mér í klukku-
tíma eða meira ...”
~„Hvar?”
„Á Mauberttorgi eða hvar sem
var ...”
„Kærði hann sig ekki um fé-
lagsskaD?”
„Hvaða félagsskap?”
„Minntist hann nokkumtíma
á konu sfna, dóttur sína, við-
skintamál?”
„Ég. veit, að hann átti allt
þetta. Hann lét í bað skína”.
„Af hveriu hHóp hann svona
skvndilega frá öllu saman?”
Gamli maðurinn starði, furðu
lostinn.
x„Ja, ef þér skiliið ekki . . .”
„Hvaða ástæðu gat hann hafa
haft til að skilia ailt við sig og
fara að búa eins og maður á
litlum eftiriaunum á Qual de la
Tournelie? Þér söeðuð, að hann
hefði okki drukkið”.
„Af því að hann eat það ekki”.
„Og ef hann hefði getað drukk
ið?”
„Þá held ég. að hann hefði
slegizt í hópinn”.
„Að hann hefði gerzt um-
renningur?”
Prófessorinn kinkaði feimnis-
lega kolii. en þó vottaði aðeins
fyrir móðgun í aitgtim hans.
„Eins og ég saeði honum oft,
þá er ekkert nema kuldinn, sem
er raunveruleea erfitt að þola”.
„Og hungur?”
„Nei, hann hafði þolað það
allt”.
„Þér segið sem sagt, að Mon- ]
sieur Bouvet hafi leitað félags-
skapar yðar vegna meira eða
minna játaðrar löngunar til að
lif lífinu eins og þér?”
„Kannski. Ég held, að svo sé
um fleiri”.
„Hafið þér nokkurn tíma verið
prófessor í raun og veru?”
„Kannski ekki alveg”.
„Kennari?”
„Það var fyrir svo löngu”.
Fáið yður að drekka, Legalle,
en hlustið á mig. Það er mikil-
vægt, ekki svo mjög fyrir lög-
regluna, heldur fyrir margt apn
að fólk, að komast að fortíð Mon
sieur Bouvet. Það er meira en
líklegt, að hann hafi lifað undir
öðru nafni, ef til vill mörgum."
„Til þessa eruð þér eini mað
urinn, sem hann virðist hafa tal
að við næstum frjálslega. Fylgizt
þér með? Það er ekki um þaft
að ræða að víkja hann. í fyrsta
lagi er hann dáinn. í öðru lagl
erum við ekki að saka liann um
neitt. Aðalatriðið er að komast
að því, hver hann var í raun og
veru.“ ' >
„Hvers vegna?“
„Vegna þess að hann á konu,
dóttur, viðskiptafélaga, pen-
inga, og vegna þess að það þarí
að ráða fram úr ýmsu. Talaði
hann nokkurn tíma við yður um
konu sína og dóttur?“
„Kannski”.
/ „Hvernig?“ ,
„Hann minntist á „nöldur-
skjóðuna". Ég skildi það svo, að
hann ætti við konu sína.“
„Og dótturina?“
„Hann spurði mig, hvort ég
ætti nokkur börn. Ég sagði hon-
um, að ég vissi það ekki. Maður
veit það aldrei, er það?“
„Og hvað sagði hann?“
„Að það þyrfti ekki að skipta
neinu máli að vita eða ekki vita.“
„Hvaða ályktun dróguð þér a£
því?“
Það er staðreynd
að hver fjölskylda getur spar-
að sér þúsundir króna árlega me(5
því að panta frá HAGKAUP.
Gerist áskrifendur að pöntun
arlistunum.
Póstverzlunin.
^rfflasBíaiaas!.,
ÍMIMMMMIM
mimimmimiim
IMMIIMMMMM
MIIMMIMMMMI
lliMMIlMllllM
MMIIMMMMMI
'ViVmVmmmm^SS^Vmmi'mmmiimii ii ' M M.
. I !
Miklatorgi.
■'■tJ. 'i’ *
CRANNARNIPI
7739
Ég veit ekki hvort ég kemst heim í hádegismatinn, mammi?
ALÞÝÐUBLAÐID - 14. nóv. 1962 |,5