Alþýðublaðið - 18.12.1962, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 18.12.1962, Qupperneq 10
SMÁ-KVITTUN Framhald af 2. slða. I að undanskildum smárispum, komi Ég hef verið stóðeigandi í 40 ár ekkert sérstakt til. Væri hér um og aldrei orðið þess var, að stóð- hættu að ræða, mundi hún að sjáít' hestar gerðu öðrum hestum mein, I sögðu vera helzt yfirvofandi um há fengitímann. En nú vill svo ein- kennilega til, að stjómin heldur því fram, að einmitt það skeiðið megi hestarnir ganga lausir, eða frá 20. maí til 10. júlí. Um mannúð sína við töku hest- anna ættu þeir, sem þar stóðu að verki, að hafa sem fæst orð. Það liggur öllum í augum uppi, hversu þeirri meðferð er varið, þegar stóð •hópur er tekinn á Laxárdal og hann rekinn norður um alla Staðarafrétt og i heimalönd Sauðkræklinga, eins oé játað er í réttarskjölum að gert j var. í viðtali, sem birtist í Alþýðu- 'blaðinu lýsti einn bóndinn, sem hér á hlut að máli, þvl yfir, að það væru engin smáátök, sem ættu | sér stað, þegar stóðhestar væru i handsamaðir til brottflutnings. Það er fyrir öllu aö eignast Árgerð 1963 af VOLKSWAGAN 1500 er fyrirliggjandi Hvað gerir VOLKSWAGEN að VOLKSWAGEN? Er það lögunin? — Nei vissulega ekki. Það, sem gerir Volkswagen að Volkswagen liefur dýpri merkingu en útlit og lögun. Eru það framleiðsluhættir Volkswagen? Já, að miklu leyti vegna þess að þeir af- ráða gæðin. Volkswagen 1500 er byggður af sömu nákvæmni og sá Volkswagen sem þér þekk- ið. Er það staðreynd að varahlutaþjónusta sé alls sfaðar fyrir hendi? Já, það er einmitt það sem Volkswagen leggur ríka áherzlu á. Og eftir á að hyggja, þá er bíllinn jafngóður þjónustunni sem fyrir hendi er. Eruð það undirstöðuatriði smíðinnar? Já, er nokkuð vit í öðru en að fylgja þeirri reynslu, sem fengizt hefur með fram leiðslu meira en 5 milljón Volkswagen? Alltaf fjölgar VOLKSWAGEN Heildverzlunin HEKLA HF. Það er þess vegna sem vélin í 1500 er loftkæld, en ekki vatnskæld. (Enginn vatns- kassi, sem getur soðið í, lekið úr eða fros- ið á). Það er þess vegna sem vélin er stað- sett afturí þar sem hún nýtir aflið betur. Það er þess vegna sem er sjálfstæð fjöðr- un á hverju hjóli og bíllinn er allur svo undur þýður. Og hver er svo mismunurinn? Hann er margskonar. Aflmeiri vél með 53 ha (SAE). Stærri farangursgéymsla, rúm- betri og meiri íburður í innréttingu. En hvort svo sem þér veljið Volkswagen sem allir þekkja eða 1500 — þá eigið þér þó alltaf Volkswageh og það er fyrir öllu. Hverfisgötu 103 sími 11275. Væri einn af hestum sínum svo genginn upp í kviku eftir leiðang urinn að ekki mætti á milli sjá, á hverjum fætinum hann væri halt ur. Gæti slíkur aðgangur stórskað að hestana og einnig hryssur og fol öld er þeim fylgdu. Þetta er nú lýsing á þeirri mann úð, sem sambandsstjórnin er að guma af. Skyldi hún sjálf vilja verða fyrir álíka hnjaski án þess að glúpna? Ekki mun grein Sveins Guð- mundssonar í Tímanum 14.9 hafa farið framhjá landslýðnum. Vantar hvorki viljann né kokhreystina. Hótar hann mér málssókn fyrir meiðyrði. Mun ég glaöur greiða þá aura — ef til kemur — sem Sveinn þarf til að mýkja skap sitt á meðan hann sleikir sár sín. Sveinn gerir sér upp þau orð að ég hafi fullyrt að hesturinn væri tekinn við tún í Gautsdal.. Ég sagði hins vegar að hann hefði verið tekinn við tún. Sveini skal nú tjáð, nð við Gautdalsmenn höf um átt og nytjað Mörk í meir en áratug Þar í nánd var folinn tekinn Þótt Sveinn hermi það eftir hreppstjóranum í Skarðshreppi að hesta þá, sem seldir voru, héfði skilyrðislaust útt að hafa í vörzlu tel ég að ég sé frjáls að sleppa skepnum mínum í mitt eigið heima land. Sé það ábyrgðarleysi, mun hann þurfa að gæta eigin ábyrgðar í sambandi við töku og rekstur hestanna norður. Einkennilegt er fráfall merar- innar, sem fannst dauð út á Lax- árdal, skömmu eftir að hestatakan átti sér stað og leikur grunur á, að ef til vill hafi hún lent i þveit- ingi af þeim sökum. Gott ef annað sannast. Sveini heppnast að segja rétt frá sölu hests, er ég átti og seidur var í Seyluhreppi 1959, að því und an skildu að folinn var þriggja en ekki fjögurra vetra. Mér þykir vænt um að fá hér tilefni til að þakka viðkomandi hreppsnefnd íyr ir að taka orð mín gild, um að ég vaari eigandi herdjs þessa, þótt hann væri ómarkaður. Sýnir það drenglund og sanngirni flestra Skagfirðinga fyrr og síðar. Það er ranghermt hjá Sveini, að ég hafi verið aðvaraður um, að stóðhestar mínir yrðu teknir, ef ég hefði þá ekki í vörzlu. 1960 gaf stjórn hrossaræktarsambandsins að vísu út tilkynningu slíks efnis og þó ekki fyrr en löngu eftir að hross voru komin á afrétt. En slíkt hijóð heyrðist ekki úr því horni í vor. Hér komu því þessir hestatöku- menn ,,eins og þjófar á nóttu" - mér og öðrum að óvörum. Sveinn telur það óskhygju mína að fá hrossaræktarlögur.um breytt Það mun og vera óskhyggja fjölda annarra, sem búa við liross til kjöt framleiðslu, enda víst, að lögin eru svo meingölluð að úr því verður bætt. Sveinn og kumpánar hans eiga aðrar óskhyggjur: Þeir hafa látið uppi, að ekki mun þeir láta sér nægja hestinn einan fyrir síðari handtökuna, heldur hafi þeir í huga að krefjast, að ég borgi þeim fé til viðbótar. Sé þeim þetta alvara, skýtur hér upp nýrri réttarfarshugmynd og mun almenningi vísast þykja skör in fara að færast upp í bekkinn, ef upp rísa menn, sem vilja fá borgun fyrir að taka það, sem þeir eiga ekki. Ég býð úrskurðar í því máli með nokkurri forvitni — ef til kemur. 20. sept., ’62. Haraldur Eyjólfsson 18. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.