Alþýðublaðið - 27.01.1963, Side 4

Alþýðublaðið - 27.01.1963, Side 4
GÓÐUR GESTUR Gestastjórnandinn Shalom Ron- Tly-Riklis stjómaði Sinfóníuhljóm- ^sveit íslands í Háskólabíói el. , íimmtudagskvöld með niiklum á- j-gætum. Efnisskráin var skemmtileg <jg fjölbreytt og yfirleitt ágætlega .ílutt. Finlandia var mjög vel flutt ,tíin symfóniska svíta Prokolefs, .húmoristískt og skemmtilegt verk 'virtist dálítið tætingsleg á köflum -Dg hljómsveitin full sterk undii asólóhlutvefki Guðmundar Jónsson ;ar ,sem skilaði því vel. Þá var svit ^an Frá ísrael eftir Ben-Haim sskemmtileg og vel leikin. Lokaverkið á efnisskránni var •sinfónía nr. 4 eftir Tschaikowskí iOg tókst flutningur hennar afbragðs vel. Stjórnandinn hlaut mikið og “Yerðskuldað lof áheyrenda enda var frammistaða hans og hljóm- * sveitarinnar með miklum ágætum. G.G. Staðan á Skákþingi Reykjavíkur Dánsæfíng BURST DANSÆFING verður i Burst n.k. miðvikudagskvöld kl. 9. Góð hljómsveit leikur fyrir dansinum. Nánar aug- lýst síðar. Nú hafa farið fram fimm um- ferðir á Skákþingi Reykjavíkur. Er sýnilegt, að keppnin er geysi- hörð, og I mörgum flokkanna er ógerningur að segja til um úrslit- in, enda þótt aðeins séu eftir 2 umferðir í meistaraflokki og 1. flokki. Staða efstu keppenda á mótinu er þannig: MFISTARAFLOKKUR : A-riðilI. 1.-2. Björn Þorsteinsson og Sigurður Jónsson með ZVi v. 3. Jóhann Ö. Sigurjónsson 2V2 vinning. 4. -5. Gylfi Magnússon og Þorsteinn Skúlason 2 vinn. og biðskák. B-riðill. 1. Haukur Angantýsson v. 2. Jón Kristinsson 4 vinninga. 3. -4. Gísli Pétursson og Júlíus Loftsson með 3 vinn. C-riðiU. 1. Jón Hálfdánarscn 5 vinn. 2. Jónas Þorvaldsson, 3 vinn. og biðskák. 3. Benedikt Halldórsson 3 v. 4. Bjarni Magnússon 2Vt vinn. og biðskák. Vinningafjöldinn í C-riðli get- ur breytzt, því að Benóný Bene- diktsson virðist hættur í mótinu, en ekki hefur verið tekin endan- leg ákvörðun um það, hvort hann verði strikaður út af keppenda- skrá, eða honum taldar aliar skák- ir tapaðar, síðan hann hætti að mæta til leiks. I. FLOKKUR. 1. Björgvin Víglundsson 4 vinn. 2. -4. Gisli R. ísleifsson, Haukur Hlöðvir og Vilmundur Gylfason með 3 vinninga hver. n. FLOKKUR B. 1. Stefán Guðmundsson 4 vinn. 2. Gísli Sigurhansson, 3V2. vinn. 3. Baldur Bjömsson 2Vt vinn. og biðskák. 4. Helgi Haiiksson 2Vz vinn. II. FLOKKUR B. 1. Björgvin Guðmundsson 5 2. -4. Holger Clausen, Þórketill Sigurðsson og Þorsteinn Marels- son með 3 vinn. hver. VI. umferð fer fram í dag kl. 2 í Snorrasalnum að Laugavegi 13. en biðskákir verða tefldar kl. 8 kvöld. ■WASHINGTON: Utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Dean Rnsk, gerði ntanríkisnefndinni grein fyrir herafla Rússa á Kúbu og framvindu málsins allt frá því að deilan reis upp í október, á fundi sem haldinn var fyrir luktnm dyr um á föstudag. Utanríkisráðherr- ann mun hafa fullyrt, að Rússar hafi ekki reynt að flytja árásar- vopn sin aftur tll Kúbu. SÝNINGIN sem opnuð var í Ás- grímssafni 21. okt. stendur aðeins yfir í 4 daga ennþá. Lýkur henni sunnudaginn 3. febrúar. Verður safnið þá lokað í hálfan mánuð, meðan komið er fyrir nýrri sýn- ingu, sem opnuð verður 17. febr. Á þessari sýningu eru ýmsar myndir sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1,30-4. Að- gangur ókeypis. Stóraukið fé til útrýmingar heiisuspiilandi húsnæðis Nýr þáttur í blaðinu Framhald af 16. síðu. Þess gerist ekki þörf að bynna Björn Þorsteinsson fyrir skák- unnendum, því að svo þekktur er hann í íslenzkn skáklífi, enda þótt hann sé aðeins 22 ára aA aldri. Öðrum skulu hins vegar gefnar þær upplýsingar, að Björn er sonur hjónanna Sigur- rósar Torfadóttur og séra Þor steins Björnssonar, fríkirkju- prests. Fæddur er hann í Árnési í Strandasýslu, en þar var faðir hans m. a. prestur, meðan hann var í þjónustu þjóðkirkjunnar, Björn fór ekki að tefla fyrir alvöru fyrr en hann var 16 ára — og ávann sér meistara- réttindi í skáklistínni liaustið 1959. Síðan hefur skákbrautin verið nær óslitin sigurgsáiga hjá Birni. Tvisvar hefur hann borið sigur af hólmi á haustmót- um Tafl^élags Reykjavíkur. Tví vegis hefur hann teflt i landsliðs flokki Skáksambands Islands. t fyrra skiptið, vorið 1961. hafn- aði haun í 4. sæti, en þar keppa jafnan 12 sterkustu skákmen)) þjóðarinnar. í fyrra varð hann í 2. sæti landsliðsflokksins og ógnaði þá jafnvel sjálfum Frið riki Ólafssyni, því hann var vinningafleiri en stórmeistarinn meginhluta mótsins.Vann hann þar hið einstæða afrek að sigra átta keppinauta sína f röð. , Þessi glæsilega frammistaða leiddi eðlilega til þese, að hann skipaði olympíulið íslands í heimskeppninni í Varna á sl. sumri. Var hann 4. borðs maður íslendinga í keppninni, en tefldi stundum á 3ja og jafnvel á 2. borði. Á þessu olympíumótl hlaut Björn 50% vinninga. Áki Pétursson sem með að stoð stærðfræðivísinda reiknaf út skákstyrkleika manna með hliðsjón af afrekum þeirra, tel ur Björn Þorsteinsson 4. bezta skákmann íslendinga. í dag. Framar honum standa — að áliti Áka, þeir Friðrik Ólafsson, Ingi R. Johannsson og Arin- björn Guðmun^sson.-Björn Þor steinsson var langt kominn með að ljúka iðnprófi í skipasmíðum en hætti námi og gerðist starfs maður í Útvegsbanka íslands. Alþýðublaðið hyggnr gott til samstarfs við hinn efnilega skák meistara og er sannfært um, að lesendur kunna vel að meta þann fróðleik, sem hann niun miðla þeim með skrifum sínum. Ritstj. NÚVERANDI ríkisstjórn hef ur stóraukið fjárframlög til út rýmingar heiisuspillaudi hús- næði. Runnu til þeirra þarfa 10.950.000 kr. á sl. ári, en áður var þessi upphæð bundin við 3,8 milljón króna liámark. ”7 Sú vénja tíðkaðist á dögum vinstri stjórnarinnar, þegar Hannibal Valdimarsson var hús- næðismálaráðherra, að ríkið veitti ákveðna upphæð á fjáriög um til útrýmingar heilsuspill andi húsnæði, og var það veitt bæjar- og sveitarféiögum ettir ákveðnum regium. Núverandi ríkisstjórn, þar sem Emil Jónsson cr húsnæðis-. máiaráðherra, gerbreytti stefn- unni í þessum málum. Hún á- kvað, að því skyldu engin tak- mörk sett, hve miklu fé mætti verja til þessara þarfa. Á möti hverri heilsuspillandi íbúð, sem bæjar- eða sveitarfélög útrýma fá þau umyrðalaust tiitekinn ríkisstyrk. f Þessi mikla stefnubreyting varð til þess, að sveitarfélögin tóku kipp, er þeim stóðu svo hagstæð kjör til boða. Nú þurfa þau ekki iengur að bítast um liðiegar 3 milljónir króna, og vera í óvissu um, hvort aðsíoö ríkisins fcngist. Nú var sú að- stoö vís, jafnóðum og sveitar- stjórnirnar tóku liinar óhæfu í- buðir fyrir og tækju þær úr um ferð nieð því að útvega fólkinu sem í þeim bjó, nýtt og betra húsnæði. Þetta átak ríkissejórnarinnur er glöggt dæmi um hinn nýia liug, sem ríkt hefur i húsnæðis- málunum. Þetta mál og ger- brcyting á verkamannabústaða- kerfinu sýnir, hvernig Emil Jónsson hefur barizt fyrir, aó þeir verði láinir ganga fyrú um aðstoð í húsnæðismálunum sem brýnasta þörf hafa fyrir að stoð, fólkið í heilsuspillandi í- búðunum og hinir tekjulægstu. 4 27. janúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÍTALIR FÁ POLARIS Róm. 26. janúar: Fanfani, forsætisráðherra ít- ala, skýrði frá því á þingi í dag, að Bandaríkjamenn hefðu boðið ít- ölum Polaris-flugskeyti í stað Jú- píter-eldflauganna á Norður-ítal- íu, sem fluttar verða burtú. Polar- isskeytin eiga að heyra undir sam- eiginlegan kjarnorkuher NATO. Fanfani kvað ítali mundu taka vel li tilboð Bandaríkjamanna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.