Alþýðublaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 8
’K'p- tfíii ............. — Bílstjórinn bað að heilsa þér, sagði ég við Marí«, þegar ég var kominn inn í hlýjuna ut- an af götunni. — Hvaða maður var það? — Ja, bara maður af götunni, einn af þeim, sem vita hver þú ert, án þess að þekkja þig. Við gengum inn í stofuna. Hún var í brúnsvörtum ermalausum kjól með mjóu belti, með hárið uppsett en einn lokk fram á enn- ið; brosandi. Hún afsakaði sig og sagðist ekki hafa greitt hárið nógu vel. „Mér finnst. þú hafa gert það nógu vel,“ sagði ég. — Þakka þér fyrlr, sagði hún. — Hvernig er að vera ljósmynda fyrirsæta? — Það er ekki eins auðvelt og margar stúlkur halda. Það fer svo lítið illa með taugarnar, og það getur verið erfitt. Annars er þetta eins og hver önnur vinna. — Mundir þú ráðleggja stúlkum sem ættu kost á þessu starfi að takast það á hendur? — Ja, þær verða að vera heilsu- góðar, taugahraustar, — annars veit ég ekki hvort ég ætti að vera að ráðleggja nokkrum, — hlær og strýkur lokkinn upp, nei, ég held, að þær eigi ekki að hika við að rcyna starfið. Svo geta þær séð betnr út seinna og ákveð- ið þá, hvort þær halda áfram. — Og þú ert ánægð með Jifið? — Já, það er ágætt, ég kann mun betur við mig í þessu, heid- ur en sem sýningardama, eins og ég var til að byrja með. — Hvað hafa birst myndir af þér í mörgum blöðum erlendis? — Þau eru eitthvað rúmlega 20 talsins. annars er ég ekki alveg viss. — Gaztu nokkuð sofið nætúrnar áður en fvrstu forsíðumyndSmar af þér Wrtnst í þessum heims- frægu Parísarblöðum? — Þegar fyrstu myndirnar af mér komu í Jardin des Modes, þá var lítið um svefn, en þetta venzt eins og annað og nú sofna ég alveg e>ns vel og eftir venjulega daga hérna heima á íslandi. — Hvaða dreymdi þig um að verða í ..gamla daga?” — Míg drevmdi um að verða annað hvort flugfreyja eða .Jeik- kona, en ef það brygðist, ætlaði ég að verða bóndakona. Svo.datt ég alveg ofan af því að verðd leik hona og sennilega mun ég ekki verða. bóndakona í sveit. — En leíkkona, langar ekki allt kvenfólk til að brosa á tjald- inu? — Nei, það held ég ekki, að minnsta kosti ekki mig. Þegar ég tók þátt í keppninni á Langasandi fékk ég tilboð frá Metro Goldwin Mayer, sem hljóðaði upp á sjö ára samning. Mér datt ekkl í hug að taka bví. Það er skilyrði af hálfu kvikmvndafélagsins, að við- homándi vinni ekki í Evrópu á þessum sjö árum, en hann má 8 27. janúar 3,963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.