Alþýðublaðið - 19.02.1963, Page 1

Alþýðublaðið - 19.02.1963, Page 1
LITLA FLUGAN HANS SIGURÐAR ÞESSI litla þyrla er framleidd hér á íslandi, e'ð'a nánar til- tekið í bílskur í Austurbænum. Framleiðandinn er sá sem situr í flugmannssætinu, Sig- urður Þorkelsson, radíóvið- gcrðarmaður, sem starfar hjá Flugmálastjórninni í nýja flugtuminum á Reykjavfkur- flugvelli. Hann hefur byggt vélina í frístundum sínum, og mnið að henni af og til sl. ár. Á laug- ardaginn reyndi hann þy-'luna, Framhald á 5. síðu. 44. áfg. — Þriðjudagur 19. febrúar 1963 — 40. tbl. WILLF BRANDT WILLY BRANDT, yfirborgar- stjóri Vestur-Berlínar, og Jafn- aðarmannaflokkurinn, sem . hann stjórnaiv unnu mikinn kosninga- sigur í borginni um helgina. Fékk flokkurinn samtals 62% af greidd um atkvæðum og er það sem næst tíu hundraðshlutum meira en í síðustu kosningum. Hlaut flokk- urinn 11 ný sæti í borgarstjórn- inni. Kristilegir demókratar biðu mik- inn ósigur í kosningunum, töpuðu alls 14%, bæði til Jafnaðarmanna og Frjálsra demókrata. Bættu hinir síðarnefndu allmiklu við sig og komust yfir 5% lágmarkið, sem flokkar þurfa að fá til að fá menn kjörna. Hlutu þeir 10 sæti en höfðu ekkert áður. Kommúnistar hlutu nú aðeins 1,3% greiddra atkvæða, en höfðu síðast 1,8% og hafa því tapað því sem næst fjórðungi atkvæða sinna. Sú var tíðin að sameiningarflokk- ur þeirra hafði tæplega 20% greiddra atkvæða í Vestur-Berlín, en það var í stríðslok. Nefndir störfuðu á Norðurlauda ráðsþingi í gær. Meðal annars ræddi samgöngumálanefndin um fyrirhugaðan hægri handar akstur í Svíþjóð. MIKIL flóð eru víða í Súður- Evrópu, á Ítalíu, Spáni og í Portú gal, og hefur fjöldi manna farizt, en þúsundir misst heimili sín. Eyjabátar eru að byrja á net- um, og lagði sá fyrsti —. Stíg- andi — í gær. Afli hefur annars verið ágætur á línu undanfarna daga. Bátarnir hafa beitt loðnu. Ætla að lelka sama leikinn og gegn okkur SAMKVÆMT fréttaskeyti, sem sér fyrir löndunarbanni á færeysk blaðinu barst um helgina, hóta togarasjómenn í Grímsby að beita Fjórir teknir á sunnudaginn Er flugvél á vegum Landhelgis-' gæzlunnar flaug austur með 'landi! í fyrradag, sást til fjögurra þáta j að meintum ólöglegmn veiðum sitt livoru megin við Dyrhólaey. Var þarna um að ræða bátana, Sindra VE 203, Glað' VE 270, Ver VE 318 og Harald SF 70. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyj- um fékk mál þeirra til meðferðar, og fóru réttarhöld fram í gær. Er blaðið hafði samband við Eyjar um klukkan fimm í gærdag, hafð'i skipstjórinn á Ver viðurkennt brot sitt, en í ljós korn, að llaraldur hafði leyfi fyrir síldartrolli. Eftir var að yfirheyra skipstjórana á liin um bátunum. i'iskiskip, ef Færeyingar fá þeim vilja sínum framgengt, að danska stjórnin stækki landhelgi eyjanna upp í tólf mílur. Brezku togaramennimir tala um algjört löndunarbann á Færeyinga, segir í skeytinu, sem er frá Grims- by. í gær var í ráði að færeysk sendinefnd f-æri flugleiðis til Ilafnar til þess að biðja stjórnina þar að taka aftur upp samninga- viðræður við' Breta um stækkun fiskveiðilandhelginnar. í yfirlýsingu, sem samtök tog- arasjómanna i Grimsby birtu síð- i degis á laugardag, lýsa þeir yfir, 1 að þau muni ekki cinungis stöðva löndun á Færeyjafiski þar í bæ heídur líka í öllum öðrum hafnar- borgum Bretlands, ef óskir Fær- eyinga um landhelgina ná fram að ganga. í fréttaskeytinu til Alþýðu- blaðsins er . minnt á . aðgerðir Grimsbymanna gegn íslendingum þegar þeir stækkuðu fiskveiði- landhelgi sína. Þarf ekki að rekja gang þeirra mála hér; sá leikur er íslendingum ennþá í fersku minni — og eftirleikurinn. Á afvtðpnunarráðstefnunni i Genf hcfur aðalfulltrúi Bandaríkj- anna, William Foster, hvatt Rússa til að íhuga nánar fjölda eftirlits- feröa, sem þeir vilja leyfa um lönd sín. Sagði Foster, að Banda- ríkjamönnum væri alvara um affi ná samkomulagi um stöðvun kjarn orkutilrauna, en svo virtist sem Rússum væri ekki alvara, þar sem þeir hefðu ekki aðcins viljað fall- ast á 1-2 eftirlitsferðir árlega. 1 Þið murtið hann Stebba, strákar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.