Alþýðublaðið - 19.02.1963, Page 9
í tönnum losni vegna mikils kulda.
Þessa alkunna plága pólkönnuð-
anna átti eflaust rætur að rekja til
aukinnar neyzlu sætinda. Það er
ekki heldur rétt að miklir kuld-
ar drepi gerla. Eins og. kunnugt
er varðveitir kuldi hluti frá
skemmdum, og fundist hafa lifandi
veirur í frosnum líkum af mönn-
um sem dóu fyrir mörgum öldum.
Nú á dögum eru berklar, lungna-
bólga og aðrar veilur í öndunar-
færunum mjög almennar ásamt
garnakvefi og ýmsum öðrum smit
andi sjúkdómum.
Ráðstefnan komst að þeirri nið-
urstöðu, að mönnum sé jafn eðli-
legt að búa á heimskautasvæðun-
um eins og annars staðar í veröld-
inni. Sérstakt mataræði er ekki !
nauðsynlegt. Menn þurfa hvorki að ;
fá aukaskammta af feiti, jurta-
hvítu né kolvetni til að halda á sér
hita. Það er nægilegt að vera vel
fataður.
Hætta á hungri er engin, en í
Alaska eru slys, ofdrykkja, sjálfs-
morð og morð algengar dánaror-
sakir — tölurnar eru hálfum
þriðja sinnum -hærri en í öðrum
hluta Bandaríkjanna. Ekki er vitað
hvort til eru geðsjúkdómar, sem
eiga rætur að rekja til kalda lofts
lagsins.
Evrópumenn ferð-
ast æ meira
Nýbirt skýrsla frá Efnahags-
nefnd Sþ fyrir Evrópu "(ECE), sem
f jallar um ferðalög með ílugvélum,
járnbrautarlestum og vélknúnum
farartækjum, leiðir í ljós að
fjöldi þeirra kílómetra sem hver
Evrópumaður ferðast árlega eykst
jafnt og þétt, og á það jafnt við
um ferðir til daglegrar vinnu og
viðskipta- og skemmtiferðir.
Á flugferðunum hefur aukn-
ingin orðið jöfnust og hröðust,
segir í skýrslunni sem nefnist
„Annual Bulletin of Transport Stat
istics in Europe.“ Á .síðustu tíu
árum nam aukningin í flugferð-
um Evrópuríkjanna að meðaltali
13 af hundraði árlega. Þessi aukn-
ing hélzt einnig árið 1961, þegar
farþegaflug í öllum heiminum
jókst aðeins um 6 af hundraði, og
árið 1962.
Hlutur flugsins í heildarútkom-
unni er samt óverulegur. Á árinu
1961 voru ferðalög með járnbraut-
um 40 ísinnum meiri en ferðalög
með flugvélum, miðað við kíló-
metrafjölda (Sovétríkin undanskil
in). í þeim Evrópulöndum, þar sem
fjöldi' einkabíla er mikill, aukast
farþegaflutningar járnbrautarlesta
samt mjög hægt, eru óbreyttir
eða minnka jafnvel. Svíþjóð er
nefnd sem einstakt dæmi um það
síðastnefnda. Á árunum 1956-1958
minnkuðu farþegaflutningar járn-
brautarlesta þar í landi um 15
af hundraði og hafa ekki aukizt sem
því nemur á árunum sem síðan eru
liðin.
Samkvæmt skýrslunni er Sví-
þjóð mesta bílaland Evrópu. Þar
er einn bíll á hverja 6 íbúa. Þar
Inæst koma Frakkland með 7 íbúa
á hyern bíl, Lúxemborg 8, Bretland
9, Danmörk, Vestur-Þýzkaland og
Sviss 10, Belgía 11, ísland 12, Nor-
egur 13, Austurríki 15, Holland 19,
Ítalía 20 og Finnland 21. Tölurnar
eru frá 1961, nema frá íslandi frá
1960. Útreikningar ECE bendi til,
að fjöldi aksturskílómétra með
einkabílum í öllum Evrópulöndun-
um hafi að minnsta kosti tvö-
faldast á árunum 1950-1961. í
nokkrum löndum, svo sem Ítalíu,
Svíþjóð, Vestur-Þýzkalandi og Aust
urríki, er aukningin fimmföld eða
Ijafnvel meiri. Ekkert bendir til
þess að þessi öri vöxtur muni
jverða hægari í framtíðinni.
Eyjabát-
ar koma
Myndin er úr höfninni í
Vestmannáeyjum. Tveir bát-
ar eru að koma að, en nú
kváðu þeir vera að byrja á
netum. Til vinstri er Heima-
klettur, cn beint fram af hafn
armynninu sést Bjarnaey.
■TOWmWTOWWWWWWWTOW
Drottning-
in talaði
Maorismál
SJÖ þúsund Maóríar hróp-
uðu af fögnuði, er Elizabet
drottning sagði á þeirra eig-
in rnáli: „Aroha nui, Kie ora
Koutou," sem þýðir: „Mín-
ar einlægustu árnaðaróskir.
Ailir heilir." Þetta gerðist,
er hún ávarpaði Maóría í Wai
tangi í Nýja-Sjálandi, er
fagnað var 123 ára afmæli
þeþs atburðar,: er Maóríar
gengu á hönd Bretum. Drottn
ingin leggur ekki í vana sinn
að ávarpa fólk á tungumálum
sem hún ekki skilur til hlýt-
ar sjálf, því að hún vill ekki
eiga það á hættu að. fara
rangt með orðin. í þetta sinn
var setningin, sem hún skyldi
segja tekin niður á segulband
í Nýja-Sjálandi fyrir jól og
send til Buckingham Palace
Síðan æfði drottningin sig
á því að segja þessi fáu orð.
MUHHUHMtWUIWiMHHMH
★
HINN FRÆGI brezki Ieikari, Sir
Laurence Oliver varð faöir í ann-
að skipti nú fyrir skömmu. Síðan
hann skildi við Vivian Leigh hef-
ur hann veriff kvæntur leikkon-
unni Joan Plowright.
Þetta eru í sjálfu sér ekki mikl-
ar fréttir, því Ion Saud, konungur
Saudi Arabíu, varð sex sinnum
faðir sama daginn fyrir skömmu,
og sagt er að tilviljun ein hafi
ráffiff ao börnin urðu ekki fleiri,
þann daginn, því að daginn eftir
fæddust átta.
MINNAST ..VINÁTTUNNAR"
MOSKVA. (NTB). - Eins og j
venja er til, var þess minnzt
hinn 14. febrúar að 14 ár eru
liðin síðan þeir Stalin og Mao
Tse-tung undirrituðu samning um
vináttu, samvinnu á sviði varnar-
mála og gagnkvæma aðstoð. En
undirritunarinnar var ekki eins
hátíðlega minnzt í ár og á undan
förnum árum.
★ ALMENNINGUR
BLEKKTUR.
Þess varð greinilega vart, að
reynt var af fremsta megni að
koma í veg fyrir það, að hin
stirða sambúð Kínverja og Rússa
versnaði ekki enn frekar. Yfir-
völdin reyndu að telja almenn-
ingi trú um, áð vinátta Rússa og
n
Kínverja væri eins bróðurleg og
áður.
Afmælisins var lítið getið í
blöðum, en „Pravda", sem varði
hálfri síðu til umsagnar um
samninginn á' sama hátt og í
fyrra, endurtók yfirlýsingu Krúst-
jovs frá 1958 þess efnis, að árás
á kínverska alþýðulýðveldis yrði
talin árás á Sovétríkin. Þessi yfir
lýsing Krústjovs er skoðuð sem
hörð ítrekun á samningnum, sem
Stalin og Mao Tse-tung undirrit-
uðu 1949.
★ LÍTT ÞEKKTUR HÖFUNDUR.
„Pravda“ tók upp þráðinn frá
grein í ,,Izvestia“ daginn áður og
minnti á, að Sovétríkin hefðu
verið fyrsta landið, sem rétt hefði
Kínverjum hjálparhönd við upp
byggingu nýtízku efnahagskerfis.
Höfundur greinarinnar, eða sá
sem undirritaði hana, er tiltölu-
lega lítt þekktur, en sams konar
greinar á fyrri árum hafa ekki
verið undirritaðar, og er þetta
talið mikilvægt atriði. Af því
virðast þær hafa verið ritstjórn-
argreinar.
í greininni var ekki vikið beint
að hugmyndafræði-deilum Rússa
og Kínverja, en lögð áherzla á
grundvallaratriði Marx og Len-
ins og sagt, að sovézki kommún-
istaflokkurinn mundi leggjast
gegn sérhverri starfsemi, sem
rofið gæti eininguna og sam-
heldnina í samskiptum kommún-
istaríkja.
Framh. á 14. síffu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. febrúar 1963 §