Alþýðublaðið - 27.02.1963, Qupperneq 13
SHAKESPEARE-
KYNNiNG
LEIKHÚS æskunnar flutti síð-
astliðinn laugardag kynningu á
köflum úr þremum verkum eftir i
skáldjöfurinn William Shake-
speare. Þetta er annað verkefni j
þessa unga fólks, sem stofnaði |
samtök sín í lok maí síðastliðins
árs. Ekki verður annað sagt en
að myndarlega sé af stað farið og
ekki er ráðist á garðinn, þar sem
hann er auðveldastur yfirferðar.
Sýnir það stórhug og þrátt fyrir
hrakspár efa ég ekki, að þétta fólk
á eftir að auðga leikhúslíf borgar-
innar að miklum mun. Svo væn-
legt er það oð eðlisgáfað.
Það er athyglisverð staðreynd,
að engin af þeim leikritum, sem
Leikhús Æskunnar kynnti á Shake
speare-kvöldi sínu, hafa hingað til
verið tekin til meðferðar í grón-
um leikhúsum okkar. Er þó ekki
j því um að kenna, að hér séu ekki
á ferðum verk, sem vekja myndu
fögnuð og þakklæti áhorfenda.
Shakespeare er ekki enn búinn að
missa neitt af upprunalegum
ferskleika sínum. Hann mun áreið- !
áreiðanlega um margar ókomnar
aldir vera tíðlaus ástmögur allra
þeirra, sem unna leiklist.
Vonandi verður þetta framták
Leikhúss Æskunnar til þess að við
fáum að sjá og heyra eitthvað til
Shakespeares á næstunni, annars
staðar að, við fullkomnari aðstæð-
ur og í heildum.
Ég efa satt að segja, að meiri
gróska sé í félagsskap ungmenna
hér á landi en er í þessum, sem hér
er ræddur. Félagsmenn eru nú
þegar nálægt sjötíu talsins og
starf þeirra er mjög vel skipulagt
og unnið af ótakmörkuðum á-
huga. Það er sannarlega full á-
stæða til að borgaryfirvöldin og
aðrir þeir aðilar, sem mega, leggi
þessu fólki lið eftir mætti. Sá
stuðningur mun borga sig marg-
faldlega, er fram líða stundir og
stærri vettvangur býður því til
verkefna í þeirri eilífu glímu, sem
háð er til viðhalds og aukningar
blómlegu menningarlífi í okkar
fámenna landi.
Ævar Kvaran, leikari hefur með
stjórn sinni og öllum undirbúningi
að Shakespeare-kvöldinu, unnið
mjög gott verk. Styrka stjórn hans
mátti greinilega sjá í öllum atrið-
um og mjög til sóma. Einkum var
athyglisvert, hve honum hefur
tekizt um alla þjálfun í framsögn
leikaranna ungu. Hún var ótrúlega
jafn góff. Það er full ástæða til að
óska honum til hamingju með svo
giftudrjúgan árangur.
Á þessari kynningu voru leikin
atriði úr Rómeo og Júliu, MacbetH
og Hinrik IV. í Rómeo og Júlíu
vakti Arnar Jónsson mikla at-
hygli fyrir fágaða framsögn og
leik, svo og Þórunn M. Magnúsí
dóttir í hlutverki Júlíu, gærr mikl-
um þokka og góðri rödd. Jón
Ingvason hefur mjög .trausta frám
sögn og skýra og er öruggur á
sviði. Röddin þó ef til vill heldur
flöt. Minni hlutverk í þéim leik
voru í höndum Grétárs Hannes-
sonar, Sigríðar Gunnlaugsdóttur
og Sigurðar Skúlasonar og öll
þokkalega unnin.
Pétur Einarsson lék Macbeth
laglega. Pétur hefur sterka rödd,
en beitir henni vart nógu nákvæmt
enn og er ívið þunglamalegur.
Leynir sér þó ekki að þar er gott
leikaraefni á ferð. Lady Mac-
beth nokkuð reisuleg í flutn-
ingi Oktavíu Stefánsdóttur. Hún
hefur ágæta rödd og beitir henni
vel, en betur hefði mátt sjást innri
átök í svip hennar og hreyfingum.
Þriðji maður í þeim hópi var Jón
Framh. á 14 slðu
Framh. af 3. síðu
upplýsa mál þetta. Fundi þá, sem
hann hefur tekið þátt í síðan, sótti
hann samkvæmt beiöni lögreglu-
yfirvalda.
„Þakksrskutd^
Fundurinn 7. janúar fór fram í
samræmi við það, sem hann hafði
sagt fyrir um að fyrirhugað væri,
'og höfðu lögreglumenn komlð sér
svo fyrir með samþykki hans, að
þeir gætu fylgst með viðræðum
Ragnars og sendiráðsmanna, og
eru þær til skráðar nærri orðrétt-
ar. í þessum viðræðum báru sendi
ráðsmenn m. a. fram tilmæli um,
að Ragnar aflaði upplýsinga um
strætisvagnsstjóra, er æki verka-
niönnum til og frá vinnu á Kefla-
víkurflugvelli. Einnig skyldi hann,
ef það reyndist mögulcgt án þess
að vekja grunsemdir, setja sig í
samband við slíkan aðila. Ef áhugi
lians í þessu efni vckti grunsemd-
ir, skyldi hann gefa þá skýringu,
að hann leitaði eftir möguleikum
til þess að ná í tollfrjálst áfengi.
Einnig kom fram í viðræðunum, að
sendiráðsmenn spurðu um hvort
það væri tíðkað að útlendingar
fengju störf í hafnarvinnunni í
Reykjavík. Ragnar nefndi í við-
ræðunum Lóranstöðvarmyndatök-
una og aðrar slíkar myndatökur,
er hann kynni aff þurfa að ann-
ast, og sögðu þeir honum þá, að
liouum myndu útvegaðar nauðsyn-
legar sérstakar „linsur", þegar
hann þyrfti á þeirn að halda, en
annars kynnu slík tæki að vekjá
grunsemdir. í viðræðunni hóf
Ragnar einnig máls á peninga-
greiðslunni, sem honum væri á
móti skapi, og var honum sagt, að
hann yrði að líta á hana sem gjöf.
Hann mætti ekki vera feiminn við
að taka við peningum til þess að
standa straum af kostnaði við at-
huganir sínar, kostnað á veitinga-
liúsum, vínveitingar, er hann væri
að kynnast mönnum o. fl. Sendi-
ráðsmenn lögðu áherzlu á, að
næsti fundur mætti ekki fara fram
í heimahúsum, það væri af ýmsum
ástæðum óheppilegt, og gæti vak-
ið grnnsemdir. Var næstl fundur
ákveðinn á vegamótum við Hafra-
vatn 28. janúar kl. 19,00.
Við Hafravatn.
Fór sá fundur fram samkvæmt
áætlun og fjlgdust lögreglumenn
með því, að bifreiðar mættust á
tilsettum stað og tíma. Ragnar fór
úr sinni bifreið og í hina og var
henni ekið í nágrenni Hafravatns
um eina klukkustund. Samkvæmt
skýrslu Ragnars voru viðræðumar
í framhaldi af umræðuefnum síð-
asta fundar. Ragnar gat þess, að
erfitt væri að finna strætisvagns-
stjóra í þessum tilgangi vegna þess
hve fáir þeir væru. Auðveldara
væri að finna einhvem starfs-
mann Keflavíkurflugvallar, er
byggi í Reykjavík og færi daglcþa
á milli. Lagði Kisilev þá áherzlu
á að slíkur maður yrði aö vera
starfsmaður á flugvellinum en ekki
starfandi í Keflavík og spurði
hvort slíkur maður hefði ekki
möguleika á aö kynnast banda-
rískum hermönnum. í skýrslu
Ragnars segir, að næsti fundur
hefði verið ákveðinn mánudaginn
25. febrúar á sama staff, en nú kl.
20,30.
Leikslok.
Samkvæmt ósk Ragnars var á-
kveöið að hann skyldi ekki þurfa
að taka þátt í fleiri fundum. Ók
Ragnar á mótsstað á tilsettum
tíma og leyndust tveir lögreglu-
menn í aftursæti bifreiðar hans.
Bifreið sendiráðsmanna kom þang-
að að þegar á eftir og settist ann-
ar sendiráðsmaðurinn, sem reynd-
ist vera Dimitiev, inn í bifreið
Ragnars og óku bifreiðarnar 50-
60 metra inn á Hafravatnsveg og
stöðvuðust þar í því að Dimitriev
varð lögreglumannanna var. Að
ósk lögreglumanna gerðu sendi-
ráffsmennirnir grein fyrir því
hverjir þeir væru, og jafnframt
staðfesti Ragnar, að þeir væru
sömu menn og hann hefði átt
fundi með í desember og janúar
sl. — Er sendiráðsmennirnir
höfðu gert grein fyrir stöðu sinni,
fengu þeir að aka brott óhindr-
aðir.
Rómeo og Júlía. Árnar Jónsson og Þórunn M. Magnúsdóttir.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 27. febrúar 1963 J3