Austurland - 01.08.1907, Blaðsíða 1

Austurland - 01.08.1907, Blaðsíða 1
Austurland telur 36 blöð í ár- gangi. Verð árgangs 3 kr. inn- anlands. erlendis 4 kr. Borgist fyrir nýár. Uppsögn bundin við árgangamót, ógild nema skrifleg komi til útgefenda fyrir nýár. *? Q 3\.UsVvLV^2LXVd Áuglýsingar verða teknar í Austuriand fyrir 1 krónu þuml- ungurinn af venjulegri dálkbreidd. Þeir sem mikið auglýsa fá all- tnikinn afslátt, Engin auglýsing kostar minna en 50 aura. I. ár. Eskifirði, i. ágúst 1907. 1. lolað. Háttvirtu lesendur! Að undanförnu hafa að öðru- hverju verið gefin út tvö blöð í Austfirðingafjórðungi, og virðist það eigi of mikið í samanburði við það, sem kemur út af því tægi í öðrum fjórðungum landsins, þegar tekið er tillit til að Austfirðir standa engu ver að vígi en hinir fjórðung- arnir með að geta haldið úti frétta- blöðum. Fyrir því að vera »Dagfara« var svo stutt á Austurlandi, hafa nokkrir menn í Suðurmúlasýslu komið sér saman um að stofna blað á Eski- firði í stað »>Dagfara«, og vænta þess, að allir góðir Austlendingar kunni þeim fremur þökk en vanþökk fyrir, og vilji styðja blaðið með því að kaupa það, rita í það um almenn mál, senda því fréttir og auglýs- ingar. Blað þetta er nefnt „Austur- land". Ekki er Austurland stofnað til þess að amast við öðrum blöðum. Þvert á móti vill það greiða götu annara góðra blaða, og geta um sem flest af því sem þau hafa gott og markvert að flytja. Pað óskar því eptir að fá í skipturn sem flest blöð landsins. >»Austurland« telur rétt, að þegar skoðanamunur er um r.lmenn mál, þá séu þau rædd í blöðunum frá fleiri en einni hlið, og telur blaðið sér því skylt að taka ritgjörðir þótt þær að tneiru eða minna leyti kunni að halda fram annari skoðun en ábyrgðarmaður þess að hyllist. Oft hafa fulltíða menn gaman af því, að leggja þær spurningar fyrir börn, sem þau eiga erfitt með að svara. Eins hafa sumir gaman af að spyrja blöð í hvítvoðum hver sé «stefnan<, og er þá oftast átt við hverjum eða hverju eigi að fylgja í stórpólitík landsins; búast má við, að sumir, bæði í fullri al- vöru, og sumir af glettni, spyrji »Austurland > að þessu, þótt blaðið sé lítt við því búið að svara spurning- unni út í æsar, getur það þó nú þegar sagt sem svo: 1. Blaðið verður móti öllu því, sem gjört kann að verða til þess að fá íslendinga til að slíta konungssambandi við Dan- mörku, og eins fyrir það, þótt það kæmi fyrir, sem ekki er mikil ástæða til að óttast, að snurða hlypi á gott samkomu- lag milli dönsku og íslensku þjóðarinnar, en þegar rígur er milli þessara þjóða, ættu ís- lendingar ekki að gefa kon- unginum tilefni til að verða hlutdrægum. 2. Blaðið sér eigi hentugt fyrir þjóð vora, að svo komnu, að gjöra tilraun til að taka að sér stjóm eða samninga mála vorra, gagnvart stjórnum ann- ara ríkja, og telur því heppi- legast að þau mál lands vors, sem afgjöra þarf um við önnur ríki, gangi fyrst um sinn, gegn- um utan ríkisstjórn konungs vors og sendiherra hans. 3. Að öllu öðru leyti vill blaðið vinna að því með alvöru, gætni og kurteysi að land vort og þjóð nái sem fyllstu sjálfstæði og verði óháð öðrum þjóðum*). Innanlands telur blaðið heppilegt að landsstjórnin sé sterk og beiti sér hóflega fyrir framfara málum þjóðarínnar, og stendur því blaðinu enginn stuggur af landstjóra fyrirkomu- lagi, þótt það yrói tekið upp. Héraðsstjórnir vill blaðið einnig að eflist, og að þær láti meir til sín taka en nú á sér stað. En hins vegar sé þess þó vel gætt, að efling almennings- stjórnar í landinu þrengi ekki um of að frelsi einstakling- anna, svo þeir geti notið sín sem bezt, og neitt krafta sinna og hæfilegleika. Hér hefir þá verið drepið á stefnur, þeim til hugarhægðar, sem um slíkt spyrja. Að öðruleyti mun Austurland<, engu síður en önnur blöð landsins, hafa einurð til að láta uppi skoð- anir sínar á almennum málum, og *) Vitaskuld getur sú þjóð eigi talist fyllilega sjálfstæð, sem hefur konungs- samband við aðra þjóð, og utan- ríkisstjórn sameiginlega með annara þjóð. En það er einungis konungs- valdið og það sem því fylgir, sem á að geta takmarkað sjálfstæðið, og sambandsþjóðirnar verða að læra að skilja það og hljóta að geta lært það, að þær eiga ekkert vald að hafa hvor yfir annari, og að þeirri kenningu er einmitt verið að vinna þessi árin, og þarf að halda áfram að vinna að því, uns það er fylli- lega komið inn í meðvitund Dana og íslendinga. verður þá tækifæri til að átta sig betur á stefnu blaðsins. Annars er það áform »Austur- lands« að fást sem minnst við stór- pólitík landsins, en ræða því meir um atvinnuvegi þess og rnenningar- mál, og til þess vill blaðið einkum biðja sér liðs góðra rnanna hér eystra. Blöðunum má líkja við fundarsali, þar sem margir eiga að geta fengið að taka til máls, og er því hlutverk ritstjóranna svipað og fundarstjóra. En eins og fundur getur verið upp- byggilegur, þótt fundarstjóri mæli fátt, eins geta blöð orðið allgóð, þótt ábyrgðarmaður þeirra riti lítið. Er þessa getið til þess að benda á, að eigi sé loku skotið fyrir, að «Austurland»> geti orðið sæmilegt blað, þótt ábvrgðarmaður þess láti eigi mikið yfir sér, og verði eigi taiinn jafn ritfær og þeir, er áður hafa gefið út blöð við Reyðarfjörð. Blöðin eiga að dæmast eftir inni- haldi en eigi eptir ritfæmi ábyrgðar- manna, og það vonum vér að les- endur >>Austurlands« gjöri. Að endingu skal það tekið fram að enginn annar en ábyrgðarmaður >Austurlands« ræður hvað í blaðið er tekið. Horfurnar til lands og sjávar eru allt annað en giæsilegar á Norður- og Austurlaiuli, og er það fyllsta alvöruefni að hugsa um hvernig úr þeim muni rætast og ;'ir verði bætt vaudræðum, sem eigt er annað sjáanlegt að iiuini verða með fóðurbyrgðir bænda á komanda hausti. Af sjávárútveginum er það að segja, að aflinn er rýr alstaðar Norðan- og Austurlands, miðað við þann niikla mótorbát'-.átvcg r.cm svo að segja er rekin frá hverjum firði í þessum lands- hlutum. »Þó er það gleðiefni að há- karlaveiði varð mikil á Eyjafirði og Siglufirði á nokkur þilskip, sem þá veiði stunda. Þorskiurinn gekk að vísu upp undir Eyjafjörðinn að venju 8 vikur af stmiri, og náðu þá sumir bátar í allgóðan afla, en beituleysið var almennt og hefir verið allt fram að þessu, fyrir það hefir þoskaflinn við Eyjafjörð orðið miklu minni en við hefði mátt búast. Vel fiskivart var utarlega á Skjálfanda fyrir viku, en beituleysið hamlaði þar róðrum. Á Raufarhöfn var góðfiski fyrir viku og ný síld til beitu. Á Borgarfirði hefir fiskast allmikið í sumar, en þó er nú að draga af aflanum þar, svo er og sagður nokkur fiskur á Vopnafirði. Á öllurn hinum fjörðunum er fiskiaflinn tregur og mishittur. Sama er að segja um síldaraflann. Hann er enginn enn svo teljandi sé, og sveima þó mörg gufuskip (flest gerð út af útlendingum) fyrir norður- landi með pokanætur til þess að ná síldinni í. Þótt nú sé komið mitt sumar má vel vera og er vonandi að rætist úr með þorsk- og síldarafla, en horfurnar eru allt annað en glæsilegar enn þá. Þá er ástandið til landsins einnig mjög ískyggilegt. Vorið var að vísu framan af ekki jafn hart og í fyrra, og nokkrir hlýinda dagar í maí fram- leiddu ofurlítinn gróður, sem aldrei dó út, fyrir þetta munu sauðfjárhöld hafa yfirleitt orðið góð um allt Norður- og Austurland. Síðast í maí brá til þrá- átrar norðaustanáttar með þokum og kulda, snjóelum og frosti að öðru hverju, hepti það tíðarfar allan gróður, og spruttu hvorki engjar né tún að neinu ráði. Hélst sú veðrátta fram í miðjan júlí, skipti þá vel um og hefir verið hlýtt síðan og grasið svo að segja þotið upp, þótt kirkingur og kal hafi víða tafið fyrir. Þrátt fyrir hagstæða tíð síðari hluta júlímánaðar verður þó slægjuland efa- laust í lakara meðallagi, um það ber öllum bændum saman, sem vér höfum átt tal við. Þess utan byrjar sláttur nú með síðasta móti og von lítið um að mörg tt'in sem áður hafa verið tví- sleginn verði nú nema einslegin. Það má því ganga út frá því sem vísu, að þótt heyskapartíðin yrði hag- stæð til gangna,þá verði samt heyfengur með minsta móti í sumar. Þegar þess er svo jafnframt gætt, að heyfyrningar eru nú hvergi til, er það fyrirsjáanlegt, að íneð fæsta móti verður að setja á af búfé. Lamba- dauði varð miklu minni í vor en í fyrra vor og sauðfjárhöldin betri eins o<>; tekið er fram hér að framan. Höfðatalan á sauðfé verður því efalaust meiri í haust en í fyrra haust, en hins vegar engar líkur til að fært verði að setja á vetur fleira mí en í fyrra. Má því búast við mikilli fjársölu í haust, og má telja það bót í máli að útlit er til að verð á sláturfé verði í hærra lagi; og sú hækkun á verðlaginu miðað við undanfarin ár, samsvari- fylli- lega þeirri hækkun sem orðin er á útlendum nauðsynjavörum á þessu ári. Hið góða verð sem búast má við að verði á sauðfjárafurðum í haust ætti því að vera hvöt fyrir bændur að lóa heldur sauðfé, en setja það á í beinan voða. En stofninum verða \mr að halda, og varla getur hjá því farið að bændur í útigangssveitum setji all- djarflega á í haust; eins og þeir stund- um hafa áður gjört, og er þeim það varla láandi, því búast má við góðum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/162

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.