Austurland - 01.08.1907, Blaðsíða 2

Austurland - 01.08.1907, Blaðsíða 2
Konungskoman. (Eptir símaskeytum). —o— Að morgni þess 30. f. m. kom Hans Hátign konungur vor Friðrík VIII. til Reykjavíkur, sem búist var við. Sté hann á land kl. 9 f. h. og tók bæjarstjórnin móti honum. Bærinn var allur skreyttur flöggum. Heiðurs- bogi alsettur blómsveiguni og með þrem kórónum yfir hafði verið reistur fyrir ofan landgöngubrúna. Konungurinn gekk upp að menntaskólanum og heilsaði mannfjöldanum, er lét í Ijós fögnuð sinn með hurrahrópum. Ríkisþingsmennirnir komu í land kl. 10.— Kl. 2 um daginn var fagnaðar- móttaka að þinghúsinu. Sungið kantate eptir Porstein Oíslason undir lagi Sveinbjarnar Sveinbjarnarsonar. Ráðherra Hafstein hélt ræðu fyrir kon- ungi og gestunum og mæltist ágætlega. Konungur talaði fyrir minni íslands á þinghússvölunum. Mannfjöldinn svaraði með dynjandi húrra- hrópum. Landsveizlan byrjaði um miðaptan; um 250 manns tóku þátt í henni. Konungurinnn hélt þar ræðu fyrir íslandi; sagði það vilja sinn að íslendingar væru frjáls þjóð, en í ríkiseining, sem væri samrímanlegt. 3 1. j ú I í. Konungurinn og þingmennirnir skoða bæinn og ná- grennið. Veizla hjá ráðherra Hafstein fyrir konungi, ráðaneytisforsetanum og fáum fleiri. Sameiginleg veizla var meðal þingmanna. 1. ágúst. Kl. 9. Lagt af stað til Þingvalla og Geysis. Mesti mannfjöldi. Konungurinn fer ríðandi. Millilandanefnd skipaði konungur í gær, 13 danska þingmenn og 7 íslenska. Skipunin undirrituð af Christensen og Hafstein. arði af sauðfjáreign framvegis. Hins vegar verður að tryggja land- búnaðinn sem bezt. Hann á að vera og getur verið tryggasti og fastasti atvinnuvegurinn á landi voru. Hann er öflugasta stoðin undir velmegun og efnalegu sjálfstæði þjóðar vorrar, og sú stoð verður að standa og hana þarf að tryggja, þótt margar aðrar bili eða bresti. Héraðsstjórnirnar verða því að vera á verði í haust til þess að tryggja skynsamlegan ásetning í sveitum, og hafa útvegi til að sjá sveitabændum far- borða, ef harðan vetur ber að höndum, því nú er á fáa fyrningamenn að treysta. «Austurland» leyfir sér að bera þá tillögu undir alla þá landbændur, sem annt er um hag nágranna sinna og sveitar, hvort ekki muni nauðsynlegt að hver hreppur hafi í tíma útvegun á nokkru af kraftfóðri frá útlöndum, sem hann gæti gripið til ef vetur yrði harður og ásetningur eigi því betri. Að vísu hefði slíkt nokkurn kostnað í för með sér, en allt er betra en stofna búfé' sínu í voða. (Ritað 22. júlí.) Af alþingi. —o— Þingið var sett 1. júlí eins og lög standa til. Forsetar og skrifarar voru hinir sömu og á síðasta þingi. í fjárlaganefnd neðri deildar hafa verið kosnir: Tr. Gunnarsson, Jón í Múla, Skúli Thoroddsen, Eggert Páls- son, S. Stefánsson (Skf.), Þórh. Bjarn- arson og Árni Jónsson. Þegar ráðherrann lagði fram fjárlög- in 2. júlí, skýrði hann í langri ræðu allítarlega frá hinu fjárhagslega ástandi iandsins. Kom þá fram það, sem al- menningi var ekki kunnugt um áður, að viðlagasjóður hefir fremur vaxið en minnkað síðustu ár, þrátt fyrir það þó í fjárlögunum á þingunum 1903 og 1905 væri gert ráð fyrir tekjuhalla rúm 2000 hvert tímabilið og ýmiskonar kostnaður hafa komið fyrir, sem eigi er gjört ráð fyrir á fjárlögunum. Tekjur landsjóðs hafa árin 1904, 1905 og 1906 orðið svo miklu meiri en áætlað var, að þær hafa nokkurn veginn hrokkið fyrir gjöldunum. Útgjöld síðasta árs- ins 1906 býst ráðherrann að vísu við, að muni verða 15000 kr. hærri en tekjurnar, en sem stafar af því að töluvert hefir verið borgað þetta ár, sem tilheyrir yfirstandandi ári, svo að ef tekjurnar verða í ár jafnmiklar og í fyrra, er lítil ástæða til að óttast að tekjuhalli verði á fjárhagstímabilinu. Yfir þessum skýringum á fjárhag landsins mega sannarlega allir gleðjast. Þau miklu framfara fyrirtæki, sem ráðist hefir verið í undir núverandi stjórn, svo sem símalagningin, útrým- ing fjárkláðans, samgöngubætur, skóla- byggingar o. fl. hafa þó eigi leitt til, að fjárhag landsins hafi hrakað, og það hefir sýnt sig, að landið þolir framfara og framsóknarstjórn, eins og öllum ber saman um, að núverandi stjórn sé. í sambandslaganefnd hafa þing- flokkarnir komið sér saman um að tilnefna: Af meirihlutamönnum Lárus H. Bjarnason, Jón Magnússon og Steingrím Jónsson. Af minnihlutamönnum: Skúla Thoroddsen, Jóhannes Jóhannesson og Stefán Stefánsson, kennara. Minnihlutinn hafði áður borið fram í báðum deildum tillögu um að fresta nefndarútnefningunni þar til nýjar kosn- ingar hefðu farið fram. Tillagan var feld í neðri deild með 16 atkvæðum gegn 4 og í efri deild með 6 atkvæð- um gegn 5. 10 júlí voru eptirfarandi fjárbeiðslur komnar fram til þingsins: Frá sambandi Ungmannafél. íslands um 3000 kr. styrk. Frá Ásgrími málara um ferðastyrk til Suðurlanda. Frá Bjarna Jónssyni frá Vogi og Jóni Ófeigssyni um styrk til að semja þýsk-íslenska orðabók. Frá Halldóru Bjarnadóttur um styrk til að ferðast um Norðurlönd til að kynna sér kensluaðferðir og skólamál. Frá Sig. Þorvaldssyni um 400 kr. styrk til kennaranáms í Khöfn. Frá Hólmgeiri Jenssyni um styrk til dýralækninga. FráGuðm. Guðmundssyni um skáld- styrk. Frá Birni Guðmundssyni um 300 kr. styrk til að kynna sér kensluað- ferðir á lýðháskólum í Noregi. Um styrk til unglingaskóla á Núpi í Dýrafirði. Frá Magnúsi Sigurðssyni á Grund í Eyjafirði um styrk til að koma þar upp unglingaskóla. Frá Grímsnesingum um styrk til vagnvegar við Sogsbrúna. Frá Þóru Matthíasdóttur og Mar- grjeti Jónsdóttur um styrk til að halda handvinnuskóla á Akureyri. Frá Indriða Helgasyni um 300 kr. styrk til að stunda rafmagnsfræði í Askov. Frá íbúum Búðaþorps í Fáskrúðs- firði um styrk til skólahússbyggingar. Frá Rósamundu G. Friðríksdóttur •um 400 kr. styrk til að fullkomna sig í hljóðfæraslætti og söngfræði. Frá bindindisfélaginu «Tilraun» á Blönduósi um 1500 kr. styrk til barna- skólahúss-byggingar. Tollhækkun á útfluttri síld er sam- þykkt í neðrideild upp í 50 aura af hverri tunnu. Stj ó rn a rs k rá rb rey t i n gafr u m va rp h efi r verið borið upp í neðri deild af minni hlutamönnum, er fer fram á aukin kosningarétt, stytting kjörtímans úr 6 árum ofan í 3 ár, að allir þingmenn séu þjóðkjörnir, og að íslenzk sérmál séu eigi borin upp í ríkisráði konungs. Nefnd í málinu skipuð þessum mönnum: Lárusi H. Bjarnasyni, Jóni í Múla, Guðl. Guðmundssyni, Hannesi Þorsteinssyni, Guðmundi Björnssyni, Pétri Jónssyni og Einari Þórðarsyni. Alþingi er frestað frá 27. júlí til 10. ágúst vegna konungskomunnar. Skipakoniur Laura 25. f. m. á ferð norður um land. Sterling 25. á ferð norður um land og til Reykjavíkur. Með skipinu var stórkaupmaður Thor E. Tulinius með frú og tveim börnum. Þess. utan heyrðum vér getið um stúd. theol. Hauk Gíslason, cand. jur. Svein Björns- son. Svo voru og margir svenskir, þýskir og danskir ferðamenn með skipinu, sem ætluðu að vera í Reykja- vík um konungskomuna, því þangað ætlaði Sterling að vera kominn 29. f. m. Egill 28. á norðurleið. Capri (norskt eimskip) með kol til Tuliníusarverzlunar losaði hér síðast- liðna viku. Jóhannes Jósepsson glímukóngur íslands þreytti grísku glímuna við bezta glímumann Dana, af þeim, sem eru eigi yfir meðalþyngd, og hafði Jóhannes algerðan sigur. Frækinn sundmaður. Karl Hansson, heitir ungur snikkari á Akureyri, austfirskur að ætt og upp- runa. Hann hefir verið utanlands og lært sund í Norvegi; 14. f. m. synti hann af Oddeyri yfir fjörðinn í fremur köldu verði, enda var sjórinn í kaldara lagi. Synti hann þetta hvíldurlaust á grúfusundi og var rúmlega hálfan tíma á leiðinni. Karl er sá fyrsti, sem sögur fara af að synt hafi yfir Eyjarfjörð. Lárus Rist Jóhannson, sundkennari á Akureyri, sem æft hefir sund erlendis, hafði í vetur heitstrengt að synda yfir Eyjafjörð og er lítill efi á að honum heppnist það, en Karl tók þann heiður frá honum, að verða sá fyrsti. Ingólfur heitir eimskip, sem Thor E. Tulinius keypti þegar hann hafði mist báða kóngana, og gengur það eptir áætlun Tryggva kóngs. Skipið er hraðskreitt og hið besta í sjó að leggja. Hinn góðkunni skipstjóri Schiöttz, stýrir skipi þessu. Farþegjarúm er lítið í því, en mælt er að stækka eigi það í vetur. Ferðamenn láta vel af að ferðast með Ingólfi, endu eru yfirmenn og briti hinir viðfeldnustu. Hvaladráp er mikið fyrir Austurlandi á þessu sumri. Þær eru fjórar stöðvarnar og allar hafa þær fengið mikið. Fjölda mörgum sjómönnum og útgerðamönn- um hér eystra er illa við þetta hvala- dráp, og hafa þá sannfæring, að það spilli fiski- og síldarveiðum. Vilja þeir láta liækka tollinn til muna á hvallýsi og öðrum hvalafurðum, svo hvalastöðv- arnar verði fluttar burt sem fyrst. Garðar Gíslason hefir verið á ferð hér í kring um landið í fyrra mánuði. Hann hefir mikinn hug á að útvega markað fyrir íslenzkar vörur í Skotlandi og víðar. Hann hefir umboðssölu á mest öllu rjómabúasmjöri frá íslandi. Allgóðan markað hefir hann útvegað fyrir óþvegna ull. Saltaðar gærur, smáfisk og fleiri vörur selur hann mjög vel. Umboðs- sölu og umboðskaupastarf hans mun altaf vera að aukast. Húsabyggingar eru allmiklar á Seyðisfirði í sumar. Árni Stefánsson er þar meistari yfir þremur eða fleiri húsum. Mest kveður að skólahúsbyggingunni, og sölubúð- arbyggingu Stefáns Th. Jónssonar. Bæði þau hús hafa komið tiltegld frá Norégi, eru útveggir plankabyggðir, en plank- arnir snúa upp og niður, og geta því þessi hús eigi sígið, utan við plank- ana eru skástoðir, og þar utan yfir kernur síðan yzta klæðningin. Stærðar hús fyrir steinolíu byrgðir er verið að byggja á Eskifirði; eru veggir allir úr sementi, grjóti og sandi; gluggar, dyr, sperrur, bitar og þak úr járni, svo ekkert af húsinu getur logað þótt í öllu saman kvikni. Veðrátta hér eystra hefir verið kökl norðaustan átt síðan 25. f. m. Heyskapur. Víða voru hálfslegin tún á Héraði um síðustu helgi. Yfirleitt var talið að töður mundu eigi verða í meðallagi. í fjörðunum er þó en ver sprottið. Þar er nýbyrjaður sláttur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/162

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.