Austurland - 07.12.1907, Blaðsíða 3

Austurland - 07.12.1907, Blaðsíða 3
 Allar kramvörur, Verzlun h/f „0. Wathnes Erfingar“, Reyðarfirði selur frá 1. desember til ársloka svo sem vefnað- aðarvara öll, til- búinn fatnaður, höfuðföt, skótau, járnvörur allar (smíðatól o. fl.), leirtau, lampar, luktir og margt fleira með 101 afslætti w hh,u áður afarlága verði gegn peningum út í hönd. Enn fremur: talsvert af tilbúnum fatnaði, regnkápum handa konum og körlum o. fl. með 20—301afslætti. Notið tækifærið, ef þér þurfið að fá yður föt, skótau eða höfuðföt fyrir jólin. Hér er líka margt nýtilegt, gott og fallegt í jólagjafir handa konum, körlum og börnum og fleira kemur með næstu skipum. er trygðar eru hjá félaginu, og á tjóni því, er á þeim kann að verða. Skylda má sveitarstjórnir til og hreppstjóra, að veita félaginu aðstoð sína í því efni kauplaust. Sveitarstjórnirnar í þeim sveitum, er þátt taka í áhættunni, eru yfirleitt skyldar til þess, að gæta hags félagsins kauplaust. Enn fremur ber þeim, að heimta inn iðgjöldin eftir nánari ákvæðum í reglugjörðinni. Stjórn félagsins. (23. §.) Félagið skal hafa heimili og varnarþing í Reykjavík, og stendur undir umsjón stjórnarráðsins. Félaginu stjórnar framkvæmdarstjóri, sem skipaður er af ráðherra íslands. Félagið greiðir stjórnarkostnað, þar með talin laun framkvæmdarstjóra. Þegar sameigin- legur brunabótasjóður er stofnaður eftir lögum 20. oktbr. 1905, skal hann hafa sömu stjórn sem brunabótafélag íslands og vera yfirleitt í samvinnu við það, þannig, að stjórnarkostnáðurinn skiftist milli þeirra eftir ákvæði stjórnarráðsins. Annars eru félagið og brunabótasjóð- urinn reikningslega alveg óháð hvort öðru. — (24. §.) Áður en reglugjörð, flokkunarreglur, iðgjöld og tryggingar- skilyrði eru sett, skal leita álits sveitar- félaga þeirra, er hlut taka í ábyrgð. Þær sveitarstjórnir, er í hlut eiga, eiga rétt á að koma fram með tillögur um öll málefni félagsins, enda skal leita álits þeirra um öll málefni, er mjög eru mikilsverð, og þau atriði, er eink- um koma þeim við. — (25. §.) Þegar félagið er orðið svo stórt, að ársið- gjöldin nema meiru en 75,000 kr., skal stjórnarráðið seinja frumvarp til laga um breyting á stjórn þess í þá átt, að skipað sé fulltrúaráð til þess, að gæta hags sveitarfélaganna og vá- tryggjenda. Pegar fengnar eru um- sagnir hlutaðeigandi sveitarstjórna, skal frumvarpið lagt fyrir alþingi. Um brunabótatrygging á eignum landssjóðs. (26. §.) Á eignum landssjóðs að undanteknum byggingum í Reykjavík — skal fremvegis ekki fengin ábyrgð gegn eldsvoða. í stað þess skal árlega leggja 1 tryggingarsjóð, er landssjóður á, svo mikið fé, að samsvari því, er hann mundi eiga að greiða í Bruna- bótafélagi íslands. Stjórn brunabóta- sjóðs landssjóðs skal falin brunabóta- félagi íslands; fyrir það má veita fé- laginu þóknun, er stjórnarráðið ákveður. Að öðru leyti er enginn félagsskapur með brunabótafélaginu og brunabóta- sjóði landssjóðs; ef síðastnefndur sjóður með vöxtum hrekkur eigi til þess að greiða tjón á eldsvoða á eignum lands- sjóðs, þá verður landssjóður að bera skaðann að öðru leyti. Stjórnarráðið setur nánari reglur um j^etta atriði. Reikningar, snertandi brunabótasjóð landssjóðs, skulu árlega fylgja lands- reikningnum og skulu yfirskoðunarT menn landsreikninganna einnig yfirfara þá. Um það, hvenær félagið taki til starfa. (27. §.) Landsstjórnin sér um, að lög þessi komi til framkvæmda og brunabótafélag það, er ræðir uni ílög- unum, taki til starfa svo fljótt, sem verða má. — (28. §.) Brjóti vátryggjandi móti lögum þessum eða reglum þeim og skilyrðum, sem sett eru samkvænit þeim, varðar það réttarmissi til bruna- bóta eftir málavöxtum, svo sem reglu- gjörð nánar til tekur. í reglugjörð má ákveða sektir fyrir brot á ákvæðum hennar, 5 500 kr. er renni í sjóð þann, sem brotið er við. — (29. §.) Með mál út af brotum gegn lögum þessum skal farið sem almenn lög- reglumál. Veðrátta. 3. þ. m. brá til suðaustan áttar með mikilli úrkotnu og hvassviðri annað slagið. Snjólaust er nú í byggð og stillt veður síðustu dagana. «Prospero» kom hér við á útleið 27. f. m., kom þá að tiorðan og var fullfermd eins og flest skip, sem frá íslandi fara í haust. «Pervie» kom hingað 2. þ. m. hlaðin kolum, fer héðan á morgun til Færeyja og tekur þar fisk til þess að flytja beina leið til Ítalíu. Missögn er það í síðasta blaði, að sýsiumaður hér hafi gefið saman hjón í haust. Prófastur gerði það, en brúðkaupið stóð hjá sýslumanni. Mislingarnir þykir hætt við að sloppnir séu úr varðhaldi á Eskifirði. Gullið í Reykjavík. Eftir að fregnin var símuð til Hafnar um gullfundinn í Reykjavík í haust, fór einn af blaðamönnum borgarinnar til herra prófessors Þorvaldar Thor- oddsens til þess að leita álits hans um, hvort miklar líkur væri til, að ísland væri ríkt af málmum. Prófessoriun sagði þá meðal annars: «Eftir jarðfræðislegum einkennum landsins að dæma, er ólíklegt að mikið finnist af málmum á íslandi. En þar fyrir er ekki ómögulegt, að á stöku stað geti fundist málmar, og nú er það engum efa undirorpið, að gull hefir fundist. Þetta gullblendingslag hefir hinsvegar fundist 120 fet niðri í jörðu, og varð upphaflega vart við það, þegar verið var að bora eftir vatni. Og hve þetta gullag liggur djúft, gerir mig töluvert efablandinn um, að nokkur ávinningur verði að þessum fundi; því jafnvel gull er hægt að kaupa of dýrt. Því að eins, að töluvert mikið af gulli sé í þessari fyrirhuguðu nániu veitir nokkra von um að til- vinnandi sé að ná því, af því kostn- aðurinn við það verður mjög mikill. Um það, hvort gullið sé svo mikið að það borgi sig að grafa eítir því, er enn ómögulegt að segja nokkuð ákveðið, því enn er órannsakað á hve stóru svæði það er. Varla nokkur fyrirtæki eru fremur «lottarispiI», en námugröfur. Jafnvel á stöðuin, þar sem menn þykjast hafa vissu um að gnægð málrna sé undir, hafa þeir ein- att brugðist, svo þeir sem kostuðu til gröftursins hafa beðið stórskaða. Enn er því ekki hægt að segja um hvort nokkur ágóði muni verða að þvi að grafa eftir gullinu við Reykjavík.* f Hans Kr. Beck bóndi í Breiðuvík í Reyðarfirði fannst í gær örendur í sjónum skamt frá landi. Hans heitinn var með efnilegustu bændum hér í firðinum, og er að honum mikill mannskaði. Sinnisveiki sótti að honum á vetrum, og hafði hann fyrirfarandi verið með þung- lyndara móti. Hann lætur eftir sig konu og börn. <# Árni Thorsteinson, fyrverandi landfógeti, í Reykjavík er sagður látinn. Hann var háaldraður (á áttræðisaldri). Árni Thorsteinson var bæjarfógeti í Reykjavík áður en hann varð land- fógeti. Hann var vinsæll og árvakur embættismað'ur, var mörg ár konung- kjörinn og forseti efri deildar. Hann hafði mikinn áhuga á atvinnumál- um landsins, einkum fiskiveiðum, og eru til eftir hann nokkrar rit- gerðir um þau efni. Heiðruðu Austfirðingar! Orgel og Piano af öllum stærðum útvegar undir- ritaður frá Jóni Pálssyni í Reykjavík. Ojörið svo vel og snúið yður til mín. Príslistar til sýnis, með mynd- um. Einum mánuði eftir að þið pantið, getið þið fengið hjóðfærin heim til yðar, eða á næstu höfn. Oæði þeirra hljóðfæra er Jón Páls- son pantar eru óviðjafnanleg. Reynzlan sannfærir. Eskifirði, 1907. Bjarni Eiríksson. Regnkápur (waterproof) Vinnumaður, duglegur og reglusamur, óskast í víst frá næstkomandi vinnuhjúaskildaga. Hátt og áreiðanlegt kaup. Bókhaldari Fríðrík Porsteinsson á Eskifirði gefur upplýsingar. Aðvörun. Hérmeð aðvarast þeir, sem ekki en þá hafa borgað skuldir sínar við verzlun 0. Watlines Eríinga, Reyðarfirði. um að borga þær nú fyrir árslokin. Nema öðruvísi sé sérstaklega um- samið, verða vextir reiknaðir af öllum skuldum, sem ekki eru borg- aðar þ. 31. des. 1907. Reyðarfirði 25/n 1907. Rolf Johansen. Regnkápiir handa konum og körlurn hvergt ódýrari eftir gæðum en í ágætar, fást hjá Carl D. Tulinius Efterfölger. verzlunlnni EDINBORG Eskifirði. Til kaupmanna! Hér með leyfum við okkur að tilkynna heiðruðum kaupmönnum á íslandi að við höfum steinolíu ,,á Lager“ í Reykjavík og á Eskifirði. Seljum við því steinoliu til allra hafnarstaða á íslandi, þar sem gufuskipin koma við. Með mikilli virðingu Det danske Petroleums-Aktieselskal).

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/162

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.