Austurland - 23.01.1908, Side 1
«Austurland» telur 36 blöð í ár-
gangi. Verð árgangs 3 kr. inn-
anlands. erlendis 4 kr. Borgist
fyrir nýár. Uppsögn bundin við
argangamót, ógild nema skrifleg
komi til útgefanda fyrir nýár.
Auglýsingar verða teknar í
«Austurland» fyrir 1 krónu þuml-
ungurinn af venjulegri dálkbreidd.
Þeir sem mikið auglýsa fá ali-
mikínn afslátt, Engin auglýsing
kostar minna en 50 aura.
I. ár.
Eskifirði, 23. janúar 1908.
17. blað.
Skúli Thoroddsen.
Jón Magnússon.
Stefán StefáiTsson.
Lárus H. Bjarnason. Steingr. Jónsson. Jóhannes Jóhannesson.
Skúli Thoroddsen er fæddur 1859. Var 10 ár sýslumaður á ísafirði. Slefti embætti 1895. Hefir í 20 ár fengist við blaða-
mennsku. Verið þingmaður síðan 1891. — Jón Magnússon er fæddur 1859. Varð landritari 1896, og skrifstofustjóri í ísl. stjórnarráð-
inu síðan 1904. Alþingismaður Vestmannaeyja síðan 1902. — Stefán Stefánsson er fæddur 1863. Hefir verið 20 ár kennari við hinn
norðlenzka gagnfræðaskóla. Varð þingmaður Skagfirðinga 1901. — Lárus H. Bjarnason er fæddur 1866. Hefir verið 12 ár sýslu-
maður í Snæfellsnessýslu og alþingismaður þar síðan 1901. — Steingrímur Jónsson er fæddur 1867. Hefir verið 10 ár sýslumaður í
Þingeyjarsýslum. Varð konungkjörinn þingmaður 1906. — Jóhannes Jóhannesson er fæddur 1868. Hefir verið 11 ár sýslumaður í
Norðurmúlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Var alþingismaður 1901 og 1903 og síðan fyrir Norðurmúlasýslu.
«Austurlandi» er sönn ánægja að
því, að birta í dag myndir af hinum
mikilsmetnu og háttvirtu alþingismönn-
um, sem konungur vor kvaddi í sumar
í millilandanefnd, eftir útnefning al-
þingis, til þess ásamt nokkrum til-
kvöddum dönskum þingmönnum að
ræða í vetur um stöðu íslands í rík-
inu. í næsta blaði kemur mynd af
ráðherra íslands, sem einnig er kvaddur
af konungi til þess að vera í þessari
nefnd, sjálfsagt meðfram sem konungs-
fulltrúi.
Vér vonum að hinir háttvirtu nefnd-
armenn misvirði það eigi, þótt blaðið
gefi Þorgeiri gamla í Vík orðið um
stund. Hann langar til að segja við
þá nokkur orð um leið og þeir stíga
á skip.
Millilandanefndarmennirnir
eru nú efalaust farnir að «plagga» sig
til utanfararinnar. Sjálfsagi óska margir
þeim góðrar ferðar og heillrar heirn-
komu, og að starf þeirra megi verða
þjóðinni til hamingju.
Blöðin eru fáorð um starf þessara
manna, en líklega verður fleira talað
um verk þeirra, þegar þeir koma heim
aftur, enda er ávalt léttara að finna að
störfum umboðsmanna sinna, þegar
þeir hafa innt eitthvert verk af hendi,
heldur en að gefa þeim góðar leið-
beiningar fyrirfram.
Það er raunar bót í niáli, að flestir
þessara íslenzku nefndarmanna niunu
vera og þykjast vera allvitrir, og færir
í flestan sjó, og munu því ekki þykjast
mikið komnir upp á leiðbeiningar blað-
anna. En af því að búast má við, að
einhverjum af tillögum þessarar svo
nefndu millilandanefndar verði óbein-
línis skotið undir atkvæði íslenzkra
kjósenda á sínum tíma, vil ég biðja
«Austurland» fyrir fáeinar línur við-
víkjandi störfum hennar, því þá þykist
ég standa betur að vígi að gera grein
fyrir atkvæði mínu, þegar til kosninga
kemur.
Ég býst við að nefndarmennirnir
rannsaki ósköpin öll af því, sem ritað
hefir verið um stjórnarmál íslands, t.
d. af Jóni Sigurðssyni o. fl., en ég er
fyllilega sannferður um, að þeir finna
engin skilríki fyrir því, að íslenzka
þjóðin sé á nokkurn hátt gefin undir
dönsku þjóðina. Það viljum vér alls
ekki vera. Þetta verða íslenzku nefnd-
armennirnir fyrst og fremst að berja
inn í höfuðið á dönsku stjórnmála-
mönnunum, því hætt er við að þeim
gangi illa að sjá þetta sumum, nema
að það sé greinilega skýrt fyrir þeim.
Mest er undir því komið, að vér
fáum danska stjórnmálamenn og blaða-
menn til þess að viðurkenna oss stjórn-
frjálsa þjóð, sem einungis sé í konungs-
sambandi og utanríkisstjórnarsambandi
við þá.
Guðmundur Hannesson sagði ein-
hverstaðar í fyrra: «Allir danskir stjórn-
málamenn segja, að ríkið sé eitt og að
ríkið sé danskt>. Helmingurinn af
þessu var satt, eins og margt af því
sem sá höf. hefir sagt. Þeir munu
allir segja að ríkið sé eitt, en að það
sé eingöngu danskt segja þeir ekki
ef þeir hugsa sig um; þeir þurfa heldur
eigi að halda því fram, þótt þeir gangi
með þá meinloku í höfði að danska
þjóðin eigi að ráða fyrir þeirri íslenzku
að ýmsu Ieyti.
Mér hefir verið sagt, að fram y.'ir
J miðja öldina sem leið, hafi konung-
urinn í Kaupmannahöfn verið einvaldur
í löndum sínum. Ensvohafi FriðrikVH.
gefið eftir af einveldinu. Það vald
sem hann gaf eftir vildu Danir draga
saman, allt í eina heild, undir eitt full-
trúaþing fyrir öll löndin, þar sem þeir
auðvitað hefðu fengið öll yfirráðin,
sem lang stærsti þjóðflokkurínn. En
íslendingar vildu fá sinn hluta af
hinu eftirgefna valdi konungs, og fá
hann samandreginn undir sitt eigið
þing, og í engu vera háðir þingi
Dana. Þetta vildu danskir stjórnmála-
menn ekki og út af því var hin fyrri
stjórnarbarátta hafin. Eigi virðast
konungarnir hafa verið því mótfallnir,
að vér fengjum vorn hlut af hinu
eftirgefna valdi, og á sfðari árum verður
ekki, annað séð en að konungurinn
vilji að íslendingar ráði sínum málum
að mestu leyti ásamt sér. Margir Danir
segja raunar annað veifið að þeir vilji
þetta, en illa gengur þeim að átta sig
á fullum aðskilnaði á stjórn þjóðfélag-
anna, og einhverjar samsteypu hræri-
grautsskoðanir uni Dani og íslendinga
eru altaf að öðru hverju að reka upp
selshausinn hjá þeim. Þessum sam-
steypuhugmyndum og taglhnýtingar-
skoðunum þurfa íslenzku nefndar-
mennirnir að hnekkja eftir því sem
unt er.
Rauði þráðurinn í hinni fyrri ogsíðari
sjálfsstjórnarbaráttu íslendinga hefirverið
sá, að íslendingar væru sérstakt þjóð-
félag, sem stjórnaði sínum sérstöku
málum, en hefði kopung, konungserfð-
ir og utanríkisstjórn sameiginlega með
Dönum, ef til vill og peningaslátt og
póstgöngur milli landanna. Frekarikröf-
ur hafa enn sem komið er ekki náð
meirihlutatökum á þjóðinni. Einstakir
menn hafa þó borið þá ósk fram, að
ísland teldist algjörlega sjálfstætt ríki
og hafa hinir kröfuhörðustu yngri menn
haldið því fram síðastliðið ár.
Konungurinn talaði um tvö ríki á
Kolviðarhóli í sumar og gladdi það
marga, en hann leiðrétti sig að sögn
við danskan blaðamann og kvaðst hafa
meint tvær þjóðir (to Folk), og í öðrum
ræðum heldur hann fast á eining ríkis-
ins en ekki ríkjanna. Varla verður því
hugsandi til þess í þessari ferð, að fá
ísland viðurkent sem sérstakt ríki að
öllu leyti, enda hefði það ekki verulega
þýðingu nema fleiri þjóðir en Danir
gerðu það. En hitt ætti að vera vinn-
andi verk að fá viðurkennt, að þjóð-
félögin væru tvö alveg aðskilin heima
fyrir, þótt ríkið væri nefnt eitt út á
við gagnvart öðrum þjóðum. Þegartvö
þjóðfélög hafa sameiginlegan konung
með svipuðu valdi íhverju þjóðfélaginu
fyrir sig, en lætur þó sömu ráðherrana
og sendiherrana annast utanrikismál
beggja þjóðfélaganna, fæ eg ekki betur
séð, en að ríkið geti, heitið eitt út á við,
þótt það sé tvískift innbyrðis alt upp
að konungi og ráðherrum hans. í fyrri
daga var eg einn af áhangendum Jóns
Sigurðssonar og las þá margt eftir