Austurland - 23.01.1908, Qupperneq 3

Austurland - 23.01.1908, Qupperneq 3
að stofnun sambandsins voru formenn nokkurra félaga hér í bæ (Dagsbrún, Báran og Prentarafélagið), og var fyrsti undir- búningsfundur, þar seni rætt var um mál þetta, haldinn 17. marz þ. á. og voru þar mættir 25 menn, er allir voru stjórnendur ýmsra félaga hér í bæ; þar var kosin nefnd til að semja lög o. s. frv., og síðan hefur málið verið í undirbúningi hjá félögunum, og loks komst það svo langt, að sani- bandið var stofnað og fulltrúar mættu á hinu fyrsta þingi verkmannasambands Is- lands. Eins og eðlilegt er, þá var mikið af starfinu á þessu þingi falið í lagasmíði fyrir sambandið, en þó voru mörg fleiri mál afgreidd þar. í 2. gr. laganna er stefnuskrá Verkmanna- sambandsins, og sýnir hún ljósast stefnu þess. Hún hljóðar svo: 1. Að vinnan sé móðir allrar velmeg- unar, og að arðurinn af vinnunni gangi til þeirra, er taka þátt í henni. 2. Að allir menn, karlar og konur, bæði giftar og ógiftar, sem eru 21 árs, hafi óbundinn kosningarétt. 3. Að kvenmenn hafi jafnrétti á við karlmenn í stjórnmálum, atvinnumáluni og mentamálum. 4. Að ríki og kirkja sé aðskilið, endasé og hverjum frjálst að hafa þá trú, er hon- um sýnist og sannfæring hans býður. 5. Að uppfræðsla og mentun sé sam- eiginleg fyrir allar stéttir fram að vissu aldurstakmarki, og kostuð af almanna fé. 6. Að gjafsóknarréttur sé öllum frjáls. 7. Að öll gjöld til þess almenna hvíli að öllu leyti á fasteignum, arði af atvinnu og peningaforða einstakra manna. 8. Að erfðagjald til landsjóðs fari hækk- andi, og hækki því nieir, sem arfurinn er stærri. Q. Að arðvænleg fyrirtæki, er miða ti) almenningsheilla, svo sem samgöngur á sjó og landi, námugröftur o. s. frv., séu rekin með fé hins almenna og undir um- sjón þess. 10. Að öryrkjastyrkur sé veittur öllum, er ekki geta séð fyrir sér sjálfir, og án þess þeir missi nokkurs í af réttindum sínum. 11. Að séð verði um, að þeir, er þess óska, geta fengið land til ræktunar með sem bestum kjörum, og ódýr lán til að rækta með landið. 12. Að aðflutningurogtilbúninguráfengra drykkja sé bannaður. 13. Að sjúkrasjóðir verði stofnaðir og styrktir af almanna fé. 14. Að engir aðrir en búsettir menn í landinu eigi fasteignir, fossatök, námu, eða reki aðra atvinnu í því eða landhelgi þess. 15. Að fullt sjálfstæði íslands sé viður- kent . En auk þeirra mála, er hér eru talin, þá hefur sambandið mörg fleiri mál til með- ferðar (5. gr. laganna), og eru þau aðallega þessi. 1. Sanitök vinnukaupenda gegn verka- mönnum til að þröngva kosti þeirra. 2. Atvinnuleysi innan sambandsins. 3. Kaupfélagsskapur eða samtök til vöru- kaupa. 4. Fræðsla og menntun barna og ung- linga verkamanna. 5. Sjóðstofnanir til þarflegra fyrirtækja og fyrir félögin. 6. Nægilegar húslóðir handa verkamönn- um í kaupstöðum. 7. Kosningar í bæjarstjórnir. 8. Kosningar til alþingis. 9. Útgáfa blaða eða blaðs, er ræði mál- efni og hugsjónir félagsmanna. Eins og sjá má, eru hugsjónir Sam- bandsins talsvert miklar, og eigi að búast við, að þær komist allar til framkvæmda þegar í stað. Þau mál, er þingið nú aðallega hafði með höndum, voru kaupfélagsmál, bæjar- stjórnarkosningar og blaðamálið. Öllum þessum niáium var vísað til Sambands- ráðsins til framkvæmda og úrslita. Kaup- félagsmálið er komið svo langt á veg. að öll ástæða er til að álíta. að það komist í framkvæmd áður en langt líður, og er enginn efi á því, að það verður mikill hagnaður að þvi fyrir marga. Slíkur fé- lagsskapur er einkar þarfur, einkum eins og nú stendur á. Lög fyrir væntanlegt félag eru fullsamin — voru útbúin á þing- inu — og er meginregla þeirra: engin lán, engar skuldir, hvorki innlendar eða útlendar. Annars er fyrirkoniulag þess að nokkru svipað t. d. Verslunarfélagi Stein- grímsfjarðar og fél. Ingólfur á Stokkseyri. Um bæjarstjórnarkosningu hér í Reykjavík er það að segja, að Sambandsráðinu var falið, í samvinnu við stjórnir félaganna í sambandinu, að semja lista fyrir það. Blaðamálið er máske stærsta og þýðing- armesta málið út á við. Það var að öllu falið Sambandsráðinu, og er vonandi, að því takist að hrinda því í framkvæmd, því undir því er þróun og velgengni þess mikið komin. Annars er verkefni sanibandsráðsins all- mikið, þannig á það t. d. að leitast við að koma í veg fyrir verkföll og koma á sætt- um, ef unt er, ef verkfall verður o. fl. í sambandsráðinu eru 7 menn, og er herra Þorvarður Þorvarðsson prentari for- maður þess. f Fyrir skömmu andaðist á Breiðu- víkurstekk í Reyðarfirði, ung kona Guðrún Halldórsdóttir nýlega gift Lars Jónssyni. Nýjustu auglýsingaaðferðir Ameríkumarma. Ameríkumenn eru á undan öðrum í auglýsingalistinni. Evrópubúar geta enn lært niargt af hugvitsmönnunum vestanhafs. Þeir bera gott skin á það, hversu bezt má æsa kaup-fýsi fjöldans. franska tímaritinu »Leeture pour tous« er sagt frá nokkrum nýjum auglýsingabrellum í Ameríku. Það er alveg spáný auglýsinga að- ferð, sem Mussel leikhússtjóri keisara- lega leikhússins St. Louis, fann upp til þess að gefa byr nýju leikriti, sem hann ætlaði að sýna. Einn morgun voru upp festará hverju götuhorni auglýsingar um það, að Mussel leikhússtjóri þyrfti á 500 lifandi köttum að halda, og gæfi fyrir hvern kött, sem honum yrði færður, einn að- göngumiða að leikhúsinu. Allir sem vetlingi gátu valdið, vinnufólk, öku- menn og götulýður, hlupu af stað og eltu hvern kött sem sást í borginni. Aumingja kettirnir, sem áttu sér eink- is ills von, vissu ekki fyrri til, en múgur og margmenni lagði þá í ein- elti. Allir kettir, hvort sem þeir voru grá- ir, hvítir, flekkóttir eða bröndóttir, fengu sömu útreiðina, Um hádegi var Muss- el búinn að fá 500 ketti. Hann lét vefja skrautlegum borða utn skottin á þeim öllum, og var þar letr- að með fallegum stöfum: »Næstamánu- dagskvöld verður byrjað að leika nýtt og mjög áhrifamikið leikrit, sem heitir »Kattarkló«, Svo var þeim öllum slept. Þessar lifandi leikhúsauglýsingar flugu nú út um' allan bæinn, og sökum þess nýstárlega skrauts á köttunum, varð alt í uppnámi, þar sem þeir fóru. Upp frá því hefur verið afarmikil aðsókn að leikhúsi þessu. Auglýsendur spreyta sig líka á þvi að nota búðargluggana til auglýsinga. Það er nú ekki lengur nóg að sína vörurnar eingöngu; það þarf líka að íullvissa kaupandann um gæði þeirra og gildi. Regnklæðasali nokkur lét útbúa í búðarglugga sínum steypi baðhús. Þar inn stendur ung stúlka í fögrum veizlubúningi. Hún klæðir sig í regn- kápu, og síðan eru opnaðar vafnspíp- urnar, og vatnið streymir yfir hana í samfleyttar 10 mínútur, þá vindur liún sér úr kápunni, og er alþur innanund- ir. Svo þurfa allir að fá sér þessar á- gætu regnkápur. í sölubúðarglugga í Boston liggur ung stúlka í legubekk afarmakindaleg og er að lesa í sögubók, og virðist hafa við það allan hugann. Hún hefir ljómandi fallegt dökkt hár, sem fellur niður ófléttað. Þettað á að auglýsa hin óviðjafnan- legu gæði Smithsans háríburðarins, sem allir geta fengið á einar 4 krónur glas- ið. Fyrir nokkrum vikum sást ung stúlka vera að klifra niður frá 17. lofti á stór- hýsi nokkru í New York á björgun- arkaðli. Hún gerði það ekki af því að henni þætti gaman að því, eða væri að æfa sig í leikfimi. Kaðlari nokkur hafði fengið hana til þess fyrir borgun. Hann var að auglýsa ágætan kaðal, sem hann hafði á boðstólum. Það var í Montreal í Canada. Þar lét kaupmaður einn útbúa í búðarglugga sínum veglegt bænhús, og á þeim helga stað voru brúðhjón ein vígð. Margar þúsundir manna söfnuðust kringum gluggann til þass að sjá brúðhjónin, sem tókst svo vel að láta þessa hátfð- legu athöfn verða kaupmanninum arð- sama. Sýning þessi var hin veglegasta. Alt var klætt dýrindisvefnaði,flaueli, Cheviot o. s. frv., og hvervetna mátti sjá verð efnisins standa á því með skrautlegum stöfum. Daginn eftir var þar etinn miðdags- verður, og fólkið skemti sér ið bezta við að dáðst að góðri matarlyst borð- gestanna. Blað eitt í New York fann nýlega upp smellna auglýsingaaðferð. Einn dag var hurðin á afgreiðslu- stofu blaðsins hrundið upp, og maur- isk stúlka og tveir arabar þustu út. Annar arabanna dróg með sér stúlk- una, og hraðaði ferðinniseni mest hann mátti, en hún streyttist á móti. Hinn sem var yngri stóð kyr um stund, og hvesti augun heiptarlega á þann sem stúlkuna dró. Þegar þrenningin var komin út á miðja götu, dró gamli maðurinn alt í einu upp ríting, og réðist á stúlkuna eins og tigrisdýr, en hinn þrífur skamm- bissu af belti sér. Fólkið, sem á horfði, varð óttaslegið og æpti hástöfum, og sumir sem kjark- minni voru, lögðu á flótta, því þeir áttu von á blóðugum bardaga. Varð af þessu hinn mesti gauragangur á göt- unni. En það datt ofan yfir fólkið, þegar arabarnir og stúlkan stóðu alt í einu grafkyr og róleg, eins og ekkert hefði í skorist. Svika morðinginn sneri sér að lýðnum og mælti á góðri ensku. »Þetta er einn atburður í langri og merkilegri sögu, sem heitir Rauði túlk- urinn, og byrjar að koma út í dagblað- inu í dag Þessi sami leikur var leikinn á ýms- um stöðum í borginni. og um kvöld- ið voru allir borgarbúar önnum kafnir að lesa nýju söguna. E i n m i 11 j ó n k r ó n u r í t o 11 borgaði stórkaupmaður Konrad Lan- gaard í Kristjaníu í haust, fyrir einn skipsfarm af tóbaki, sem hann fékk frá Virginíu. í fyrrahaust hafði hann í einu fengið álíka mikið tóbak. Fleiri þurfa á tóbaks- mola að lialda en íslendingar. Árangurinn af friðarþinginu í Haga (Haag) í sumar þótti fremur nýr. Engin skildi þó halda að þingmenn hafi verið aðgerðalausir segir blað eitt, 317 miðdagsátveizlur voru þar haldnar og kostuðu um 2 milljónir króna, og því má geta nærri að vel hafi verið étið og drukkið. Full milljón orða var þaðan látin á prent út ganga. Langar ræður voru þar og fluttar. Sú lengsta af Ameríkumanninum Chocte hún var um 12 Þús. orð. Allur kostn- aður við þingið var talin um 10 milljónir Hann kostaði töluvert skraffinnafrið- urinn, eins og sá vopnaði Auglýsing. I dag hefir stjórnarráð íslands sent mér svo hljóðandi símskeyti: »Samkvæmt símskeyti frá utanríkis- »málastjórninni í Kaupmannahöfn, gerir »bólusótt vart við sig til muna í Brest á Frakklandi og Leith á Skotlandi um þessar mundir; því auglýsist hér »með að báða þessa bæji ber að »skoða sem sýkta af nefndum sjúkdómi. »Ákvæðum laga nr. 34, 6. nóvbr. 1902 »um varnir gegn því að næmir sjúk- »dómar berist til Islands verður því »nú beitt að því er snertir þessa bæji. »Samkvæmt 22. gr. nefndra laga er »hér með bannað að flytja frá Brest »og Leith, brúkað lín, föt og sængur- »fatnað, dulur, brúkað vatt, hnökraull, »pappírsafklippur, hár, húðir og ávexti. »Þetta birtist öllunt þeim til leiðbein- »ingar, sem hlut eiga að máli». Skrifstofu Suðurmúlasýslu 21.jan. 1908. Axel V. Tulinius. Sama daginn og sýslumaðurinn hér á Eskifirði fékk símaskeyti þetta, sím- aði hann efni þess til Reyðarfjarðar, Norðfjarðar og Mjóafjarðar. Innilegt þakklæti vottum við öll- um þeim, sem sýndu okkur hlut- tekningu við fráfall og jarðarför okkar elskaða eiginmanns, sonar og bróðir Halldórs Sveinssonar. Sér- staklega viljum við tilgreina sýslu- mann A. V. Tulinius og frú hans ásamt fleirum, er reyndust okkur mjög vel í raunum okkar. Eskifirði 15. janúar 1908. Guðrún Sigurðardóttir. Sveinn Þorsteinsson. Guðrún Gissursdóttir. Þorsteinn Sveinsson. Guðni Sveinsson. Guðrún Sveinsdóttir. Þuriður Sveinsdóttir. Jón Sveinsson. Ingibjörg Sveinsdóttir. Sveinn Sveinsson. T-r-o-s, harðfiskur og verkaður saltfiskur fæst í Framkaupstaðarverzlun hér á • Eskifirði. Takið eftir. Jarðarparturinn Sandvíkurstekkur í Norðfjarðarhreppi fæst til ábúðar í næstkomandi fardögum. Menn snúi sér til Stefáns Magnússonar á Berunesi.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/162

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.