Austurland - 09.08.1908, Blaðsíða 1

Austurland - 09.08.1908, Blaðsíða 1
«Austurland» telur 36 blöð í ár- gangi. Verð árgangs 3 kr. inn- anlands. erlendis 4 kr. Borgist fyrir nýár. Uppsögn bundin við arganganiót, ógild nema skrifleg komi til útgefanda fyrir nýár. 3V,us\\xvtaxvd. Auglýsingar verða teknar í «Austurland» fyrir 1 krónu þuml- ungurinn af venjulegri dálkbreidd. Þeir sem mikið auglýsa fá all- mikinn afslátt, Engin auglýsing kostar minna en 50 aura. I. ár. Eskifirði, í ágúst 1908. 34. úlað. Sambandsmálið. Pótt nú sé komið að kosningum, og varla verði búist við að blaðaskvaldur hafi mikil áhrif á þær úr þessu, hefir ef til vili aldrei haft það, er eigi að sfður nauðsyniegt, að rita um sam- bandsmálið og reyna til að toga það út af þeim villigötum, sem í mörgum greinum er búið að leiða það inn á. Við höfum haft mikið sameiginlegt með Dönum að undanförnu, og Dan- ir hafa einir ráðið yfir þeim málum. Frumvarpið býr svo í haginn, að eftir 25 ár getum vér, ef vér óskum, stórum aukið sérmálasviðið, en þó ekki fyr en eftir 37 ár, ef ilt samkomulag verð- ur milli Dana og íslendinga; því það er óhugsandi að eftir 25 ár neiti Dan- ir oss að taka við þeim málum, sem oss ber réttur til eftir frumvarpinu, nema megn rígur sé þá milli þjóðanna og þinganna. Utanríkismálefni og hervarnir á sjó og landi eiga samt eftir frumvarpinu að vera sameiginleg, þangað til bæði Danir og íslendingar geta komið sér saman um öðruvísi skipulag þeirra mála. Út af þessu varð Skúli Thor- oddsen viðskila við nefndina, og um þetta er verulegasti ágreiningurinn milli frumvarpsmanna og frumvarpsandstæð- inga. Þó er það eftirtektavert, að marg- ir hinna gætnari og greindustu frum- varpsandstæðinga, þar á meðal ntarg- ir frambjóðendur til þings úr þeim flokki, segjast mundu hafa getað geng- ið að frumvarpinu þrátt fyrir þetta á- kvæði, ef aðrir tilfinnanlegir agnúar findust eigi á því. F*að eru margir frumvarpsandstæðingar nú bæði fyrir sunnan, austan, norðan og vestan, sem segjast mundu samþykkja frumvarpið, ef upp í það væri tekið með skýrum orðum allt, sem formælendur þess segja að felist í því. Nú mun enginn formælandi hafa sagt, að vér gætum slitið utanríkismálum og hervarnarmál- um við Dani á sama hátt og hinum öðrum sameiginlegum málum. Af þessu er það auðsætt, að það er ekki bind- ingur þessara tveggja mála við Dani, sem fælir fjölda marga frá frumvarp- inu. Þetta sýnir og, að frumvarps- andstæðingar skiftast í tvo flokka, sem kalla mætti Skúlamenn og smá- breytingamenn (Hannesar Porsteins- sonar menn). fessi flokkaskifting frumvarpsand- stæðinga er mjög eftirtektaverð, og eru allar líkur til að hún komi greinilega í ljós, er á þing kemur, er alls eigi ólíklegt að sainan kunni þar að draga með frumvarpsmönnum og smábreyt- ingamönnum, og ætti þingið nú marga slíka menn og Hallur á Síðu var, mundu þeir flokkar sættast, en von- lítið mun vera um að Skúlamenn mundu verða í þeirri sætt, því að þar greinir á um veruleg atriði; og þau atriði ætti að skýra sem bezt og ó- hlutdrægast. Það segja kunnugir menn, og því hefir beint eigi verið mótmælt, að ráð- andi stjórnmálamenn í Danmörku haldi því fast fram, og nokkurn veginn ein- huga, að þeir fallist alls eigi á það samband milli Dana og íslendinga, er nefnt er persónusamband, heldur verði utanríkismál og hermál að fylgja kon- unginum. Hafa Danir fært allgóð rök fyrir þessu, sem allir íslenzku nefndar- mennirnir hafa svignað fyrir nema einn. Engar líkur eru til þess, að vér nú í svip gjörbreytum áliti Dana í þessu efni. Eru þá þrír kostir fyrir hendi, sá fyrsti að fara þegar að vinna að skilnaði, annar að bíða við undir núverandi stjórnarfyrirkomulagi nokk- ur ár og vita hvort Danir fást eigi til að breyta skoðun og heita oss per- sónusambandi, og sá þriðji að taka frnmvarpinu, og reyna svo eftir 25 ár, þegar endurskoðun liggur fyrir, að komast að persónusambandi. Vér erum sannfærðir um, að ákaf- lega mikill meiri hluti þjóðarinnar vill hvorki hreyfa hönd né fót til skilnað- ar við Dani, ef á ætti að herða að um mjög langt skeið, og leiðum vér því hjá oss að ræða um fyrsta kostinn. Að bíða undir núverandi stjórnarfyrirkomulagi, og halda áfram að heimta og þrábiðja Dani um per- sónusamband er hugsanleg leið, og sækja málið fast í þeirri von, að það vinnist seint eða snemma. Allar líkur eru til að Danir segi nei og aftur nei fyrst um sinn, og á ýmsan hátt fari undan í flæmingi, t. d. með því að vísa málinu til konungs og segja sem svo, konungur vor hefir aldrei gefið upp einveldi sitt á íslandi í utanríkis- málum og hermálum og fleiri málum, sem eigi eru sérmál eftir stjórnar- skránni ykkar, og hann lætur ráðherra sína hafa stjórn þessara mála fyrir ís- lands hönd (sama sem dönsk stjórn- völd), það unum við vel við, þar sem konungur er að öllu leyti þingbund- inn okkar megin- Vér erum þó eigi svo svartsýnir, að ef- ast um að eitthvað kynni að vinnast með 20 til 30 ára rifrildi og jagi við Dani í þessa átt. Eftir þann tíma yrðu komnir nýir menn til sögunnar með nýjar stjórnskipulagsskoðanir bæði á íslandi og í Danmörku. (Vér vitum vel að margir halda að það verði skiln- aðarstefnmiðið, sem þá verður búið að ná föstum tökum á þjóðinni, og einnig að fá samhygð Dana. En vér höfum þá skoðun að samvinnu og sam- félagsstefnumiðið verði þáoiðið miklu ríkara á Norðurlöndum, en það nú er, og ríkjasambandshugmynd Dana og íslendinga skýrari og ákveðnari). Og þeir nýju menn geti fundið eitt- hvert viðunandi skipulag fyrir sam- bandi landanna, og getum vér fallist á hugmynd Þorgeirs í Vík í Austurlandi um þetta efni, hvað utanríkisstjórnina snertir, hvort landið fái að hafa sína utanríkisstjórn, en ágreining milli þeirra verði að jafna með gjörð, svo kongi verði aldrei teflt í ógöngur, en með því væri málið að minsta kosti að hálfu leyti sameiginlegt, svo Danir slökuðu eigi til nema til hálfs. En þótt við kynnum að vinna eitthvað meira ákveðið en nú er í boði eftir 20 ára þras, og eftir í tuttugu ár að hafa set- ið í því ástandi sem nú er, er alls eigi þar með sagt, að vér eigum að hafna frumvarpinu nú, því vér fáum eigi séð, að þær skipulagsbætur sem hugsanlegt er að vér fáum eftir margra ára jag fram yfir það, sem frumvarpið lofar, fáist eigi eins, heldur og jafnvel miklu fremur, við endurskoðun þess eftir 25 ár, með því að samþykkja frumvarp- ið ætti leiðin að verða léttari en ekki erfiðari að því markmiði að ná í þær endurbætur og fullkomnun á sambands- fyrirkomulaginu milli Danmerkur og íslands, sem komandi kynslóðir kunna að finna að eru hagfeldar og við- eigandi. Auðnist nú frumvarpsmönnum og smábreytingamönnum að koma sér saman á þingi í vetur og semja við Dani um endileg úrslit málsins á næsta ári, mun þá koma fram allhörð dc'la við Skúlamenn um utanríkismál og her- varnarmálin. Það hefir margt verið sagt um þessi mál í sumar, sagt að vér gerðum þau óuppsegjanleg og af- söluðum Dönum meðferð þeirra um aldur og æfi. Þessi tvö mál eru talin sameiginleg í sambandslögunum og vér getum ekki breytt því ákvæði sam- bandslaganna fremur en mörgum öðr- um, nema með samþykki hins samn- ingsaðilans, Dana. En þó málin séu sameiginleg, útilokar það ekki, að vér getum tekið þátt í stjórn þeirra og það ef til vill von bráðar, ef vér viljum kosta þá stjórn. Að vísu segir 6. gr. að Danir fari með sameiginlegu mál- in þar til öðru vísi verði ákveðið með lögum er ríkisþingi og alþingi setja. Allir geta séð að þetta er alt annað en fela Dönum meðferð málanna um aldur og æfi. Enda er ekkert um það í frumvarpinu, að þau séu óupp- segjanleg, eða vér felum Dönum þau um aldur og æfi. Nú má búast við að vér innan skamms viljum fá hluttöku í stjórn þessara mála að einhverju leyti og förum fram á það við Dani að semja lög um þá hluttöku. Pað er því mjög nauðsynlegt að vér reynum að gera oss ljóst sem fyrst, hvernig sú hluttaka ætti að vera, og reyndum að koma okkur saman um það, svo vér komum ekki fram sem tvístraðir sauðir, þegar vér förum að semja um það við Dani, og ger- um ekki sína kröfuna hvert árið. Oss er kunnugt um, að það eru mjög mismunandi skoðanir um á hvern hátt oss beri, og á hvern hátt Danir geti felt sig við, að vér tökum þátt í sameiginlegu málunum. Peir eru til sem segja, aðvéríein- hverjum samsteypuhrærigraut við Dani verðum að taka þátt í stjórn og kostn- aði við alla utanríkisstjórnina og her- varnirnar eftir einhveiri tiltölu ella fá- um vér ekki að komast að, og hafa þeir meðfram haldið þessu fram sem grýlu gegn frumvarpinu. Slíkt fyrir- komulag væri jafn fráleitt fyrir Dani sem íslendinga, og varla myndu Dan- ir halda því að oss. I 6. gr. segir: ^Þangað til öðruvísi verður ákveðið með lögum............. fara dönsk stjórnarvöld einnig fyrir hönd íslands með mál þau, sem eru sameiginleg.» Vér verðum að halda því fram, að á sínum tíma eigum vér eigi að fara lengra í kröfum um þátt- töku í stjórn sameiginlegu málanna, en að fara með þau fyrir vora (íslands) hönd, en Danir fari með sameiginlegu málin eingöngu fyrir sína hönd. Sam- eiginlegu málin yrðu þannig að nokkru leyti tvískift að neðan, en af því þau eru sameiginleg yrðu þau að standa að ofan undir sarríeiginlegri yfirstjórn t. d. einum utanríkisráðherra. Eftir þessari hugmynd ættum vér aldrei að hafa þátttöku í stjórn hermála sem snerta Dani, og ekkert til þeirra að leggja, en höfum vér einhver hermál (sem enn er ekki), sem snerta íslaud sérstaklega, ættum vér að hafa stjórn þeirra, og kosta hana, þótt það mál yrði ekki klofið alt upp að konungi, af því það er sameiginlegt. Sama er að segja um utanríkismálin, vér mynd- um eigi vilja fara með stjórn þeirra, nema fyrir vora hönd, en ekkert skifta okkur af dönskum málum. Vér sjáum t. d. ekkert á móti að sérmálastjórn íslands fengi leyfi til að skipa konsúl í því ríki, sem íslendingar hefðu mik- il viðskifti við, ef sá konsúll stæði undir utanríkisráðherra k«nungs, sem hefði leyfi til að víkja honum frá, ef hann þættist hafa ástæðu til. Vér fáum heldur eigi betur séð, en að utanrík- ismálin væru alveg eins sameiginleg fyrir því, þótt tveir konsúlar annar fyrir Dani og hinn fyrir ísland væru í sama ríki. stæðu báðir undir utan- ríkisráðherra konungs, enda þótt sá íslenzki væri skipaður af stjórn íslands og hún hefði eins og utanríkisráðherr- an leyfi til að víkja honum frá starfi. Ef Danir vilja semja við íslendinga um stjórn utanríkismálanna og her- varnarmálanna á því svæði, sem vér höfum bent á hér að ofan, höfum vér ekki knýjandi ástæðu til að vera mjög óánægðir yfir því, þótt vér höfum eigi feugið vissa von um að umrædd. tvö mál veiði talin sameigiuleg lengur eu 25 ár.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/162

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.