Austurland - 09.08.1908, Page 3
Brauðgerðarbærirm.
[Framh.]
Eg liefi víst litið út leiðinlega þann
dag, því eg varð þess var að einu sinni
er Emilia Ieit til mín, varð henni hverft
við og sneri sér frá mér. Eg sá að henni
brá þámeir, en hún vildi láta mig taka
eftir. Frá þeim degi var kynning okkar
ekki eins alúðleg og blátt áfram og ver-
ið hafði. Rúðólf var líka oftast í nánd
við hana, og eg forðaðist að vera ná-
lægt honum. Mér féll hann svo illa í
geð að eg vildi helzt ekki sjá hann.
Skömmu síðar fékk eg bréf um að
faðir minn væri andaður. Rérerkunn-
ugt um hvernig lundarfar veslingsins
hans föður míns var síðustu árin, og
að samkomulag okkar var ekki eins
gott og æskilegt hefði verið. Ró get
eg fullvissað þig um að eg fann til inni-
legrar sorgar við missi hans. Og eg var
harmþrunginn daginn þann, þegar eg
gekk inn til kammerráðs hjónanna. Rau
sýndu mér sanna hluttekning, og kamm-
erráðið veitti mér þegar brottfararleyfi
ogeftirgjöf á ráðningartítnanum, og vissi
eg þóað honum kom illa að missa mig.
Eftir tvo tíma var eg ferðbúinn. Regar
eg þannig fyrir fult og alt var á för-
um af heimilinu fanst mér að eg verða
að tala við Emilíu, og fá hana til að
veita mér ákveðið svar, til þess að eg
framvegis yrði ekki leiksoppur efasemd-
anna veiku vona, sem ímyndunaraflið
æsti og léki sér með.
Eg setti því rögg á mig og skund-
aði til skólastofu barnanna, því þar von-
aði eg að hitta hana. Þegar eg kom
þangað mætti eg Rúðólfi í dyrunum
og fór hann inn í hjónastofuna. Eg fór
inn í stofuna, en þar var enginn. Eg
hélt samt að ungfrúin mundi koma inn-
an skamms, því saumar hennar lágu þar
á borðinu og réði eg því af að bíða
hennar um stund og se+ti mig við borð-
ið. Eg tók eftir því að það lásaman-
brotinn pappírsmiði á gólfinu. Eg tók
hann upp í grandleysi og það var ekki
af nokkurri forvitni eða hnýsni um ann-
ara málefni að eg fletti honum í sund-
ur og las þau fáu orð, sem á honum
stóðn, heldur af því, að eg hélt að
þetta væri miði sem börnin hefðu fleygt
á gólfið.
En mér brá í brún þegar eg sá að
þetta var miði til Emiliu. með rithönd
lögfræðingsins, og efnið var um ásta-
mál, ekki framsett á þann hátt, sem
tnenn rita unnustum sínum, heldur á
þann hátt, sem slíkir piltar rita vinnu-
konum eða lausakonum, sem þeir eru
að táldraga.
Eg fleygði miðanum í saumakörfuna
og skundaði út hið bráðasta, eg var
örvinglaður og ruglaður af gremju. A
ganginum mætti eg henni. Hún hrökk
saman þegar hún sámig; hefir líklega
séð að mér var brugðið, og það til
stórra muna.
«Eg fiétti núna að þér hefðuð orð-
ið fyrir mikilli sorg,« sagði hún.
«Nógu mikilli sorg til að bansyngja
þá stund, sem eg fæddist á, eða að
minsta kosti þeim tíma, sem eg kom
áþetta heimili,» sagði eg og varalveg
örvita af angri. «Eg las óviljandi inið-
ann, sem þér muniið finna í sauma-
körfunni yðar, og þá getið þér rent
grun í hvaða traust menn geta borið
til vissra manna.«
Síðan þaut eg út úr húsinu örvingl-
aður af sorg og reiði, og fáum mín-
útum síðar var eg kominn af stað
heimleiðis.
Reir þögðu svo um stund vinirnir, '
og Lynge sat niðurlútur. Organleikarinn
spurði svo hvort hann hefði fengið
fregnir frá herragarðinum eftir þetta?
«Alls engar,« svaraði húsráðandi.
Eg skrifaði ekki kammerráðinu, og svo
varenginn vontil þess að hann skrif-
aði mér.»
Organleikarinn hummaði og neri hnén.
«Mér þykir hún tortryggileg þessi saga
um miðan,» sagði hann. «Ungar stúlk-
ur týna ekki þesskonar bréfum.»
«Pví lá þá bréf lögfræðingsins á
gólfinu?»
«Hvernig á eg að vita það. Oátu
þetta ekki verið hrekkir lögfræðings-
ins. HaniÝ'haf? sjálfur- kastað miðan-
um á gólfið, og með því leikið á þig,
sem þú varst nógu einfaldur að láta
hann gera?»
«Heimska,« sagði Lynge með sorg-
blöndnu brosi, «og bezt er að við
hættum að tala um þetta, mérerþetta
mál viðkvæmt, en þú gekst fast á
mig að segja hvað að mér amaði, og
mér var að sumu leyti léttir að því
að segja þér hvar skórinn kreppir mest
að mér.»
«Hefir þú þá fleiri skókreppur.»
«Ekki skal eg neita því, og er rétt
að eg segi þér líka frá hinum.
«F*ú hefir oft látið þá skoðun í Ijós,
að eg mundi vera ríkur maður, þetta
er eg alls ekki. Pað má fremur skoða
mig fátækan en ríkan.»
«Hvað eigið þér við,» sagði organ-
leikarinn, og horfði undrandi á vin
sinn.
«Rað er dagsanna, sem eg segi,»
sagði „Lynge og var hinn rólegasti. Rú
hefir víst heyrt að faðir minn var nokk-
uð undarlegur f fjármáluin. Hver mað-
ur hefir nú sínar kreddur. Að hann
hafi átt peninga er engum efa bund-
ið. Eg hafði alt af ímyndað mér að
peningaeign hans myndi aldrei hafa
verið undir þrjátíu þúsund dölum. En
þegar eg kom heim eftir andlát hans,
komu ekki fram nema rúmir 500 dal-
ir og engin verðmæt bréf. Þetta var
nú samt ekki það lakasta, heldur að
fyrir þrem vikum kom okurkarl einn
til mín með skuldabréf fyrir 6000 döl-
um, sem hljóðaði upp á föður minn,
og krafðist borgunar á því. Mér er
kunnugt um að faðir minn hafði einu
sinni fengið peningalán hjá Jokumsen,
það ^var þegar hann keypti lóðina, sem
nú fylgir húsinu. En mér er jafnkunn-
ugt um að þetta lán var borgað og
að kvittun var tekin fyrir borguninni;
því þá hélt Jokumsen því fram, að
hann hefði týnt skuldabréfinu, en nú
er mér ráðgáta hvað orðið er af þess-
ari kvittering, og yfir höfuð hvar fað-
ir minn hefir falið peninga sina og
verðmæt skjöl, eg gizka á að kvittun-
in muni vera þar.»
Busk varð mjög áhyggujfullur þeg-
ar hann heyrði þetta. Sagðist að vísu I
hafa heyrt eitthvað um þetta úti í bæn-
um en haldið að það væri þvætting-
ur einn.
«Retta er nú samt satt, eg hefi þag-
að yfir því til þess að koma í veg
fyrir þvætting um þetta aftur og fram
í bænum,« sagði Lynge, «en víst er
það að peningarnir eru horfnir. Eg ef-
ast eigi um, að þeir séu einhversstað-
ar faldir hér í húsinu, og hefi eg þó
leitað hér í krók og kring, en árang-
urslaust enn sem komið er. Nirfillinn
hanu Jokumsen hefir gefið mér 14
daga frest, ef að eg innan þess tíma
kem ekki með peningana eða kyittun-
ina, gengur karliun að mér með odd
og egg og svífst þá einskis.»
«En fólkið í húsinu getur það eng-
ar upplýsingar gefið?«
«Faðir minn hefir naumast trúað
nokkruin fyrir hvar hann faldi pening-
ana. Ungfrú Didriksen veit ekkert. Ef
nokkur hefir hugmynd um þetta þá er
það Mikkelsen, en mér er óskiljanlegt
hvernig karlinn er orðinn síðan faðjr
minn dó. það er líkast því sem hann
gangi í barndómi.»
«Eg sé ekki annað ráð vænna en
þú rífir húshjallinn niður til grunna,
peningana verður þú að finna," sagði
Busk.
«Eg neita því ekki, að eg vildi gjarn-
an finna þá,» sagði Lynge með léttu
andvarpi.
«Og Jokumsen gamli, hann er nógu
ósvífinn.«
»Hann byggir auðvita á því, að kvitt-
unina sé glötuð, eins og hún líka er.
Hann átti ekki mikið á hættu að sýna
mér skuldabréfið. og fara í kringum
hvort eg muni vilja borga það. Hefði
eg rekið í hann kvittunina var ekki
meira um það að tala, en kæmi eg
ekki með hana var hægt að gauga á
lagið og kúga mig til þess að borga
skuldabréfið.»
þegar hér var komið samræðunni
var klappað á dyrnar og jómfrú Did-
riksen öldruð en snyrtileg piparmey,
sem í mörg ár hafði verið ráðskona
í bakarabænum, rak inn höfuðið og
segir: '■ =-
«Teið er að verða kalt, Ólafur. Kom-
ið þér sælir herra organleikari, má
ekki bjóða yður tebolla með húsbónd-
anum.»
«Þakkafyrir ungfrú, Didriksen, helzt
vildi eg að þér gæfuð mér í tvo bolla,
og ofurlítið koníakstár í þann seinni,
ef að þér ættuð það til.«
«Jú mér datt það í hug af því eg
þekki herra organleikarann, og setti
því flöskuna á borðið. Gjörið svo
vel.»
Busk stóð upp og sagði, að ekki
mætti láta jómfrúna bíða með teið,
og skunduðu þeir. vinirnir síðan ofan
í borðstofuna og settust að snæðingi
og tedrykkju.
Organleikarinn var hinn kátasti að
vanda, og hélt uppi samtalinu við borð-
ið. —
«Nú Jómfrú Didriksen, eruð þér
ekki orðnar svo óánægðar með nýja
húsbóndann, að von sé um að þér
vilduð hafa vistaskifti og flytja yður
út til mín til þess að sjá um mig á
mínum gömlu dögum.«
«Ónei» sagði jómfrúin og horfði
móðurlega til Lynge, »Pá flugu eró-
þarfi fyrir yður að ganga með í höfð-
inu. eins og menn segja. Að vísu er
Ólafur nú orðin eitthvað öðruvísi en
hann var, og honum er alveg sama
hvað eg ber fram til miðdags.»
«Nú gengur fram af mér,» sagði
organleikarinn, »svo vanþakklátir geta
sumir menn orðið, sem látnir eru eiga
of gott.»
«Já, þannig er það,» svaraði bústýra
í fullri alvöru, »í dag hafði eg lagt
mig í líma og búið til ágætan hvíta-
sunnubúðing, og á eftir hélt hann að
þetta hefði verið eggjakaka.*
«Retta er með öllu ófyrirgefanlegt,»
sagði organleikarinn. «Rað hefði átt
að vera eg, sem fengið hefði búðing-
irm, eg mundi hafa kunnað að meta
kosti hans.»
«Já,» sagði bústýra meðan hún
skenkti teið og lét dæluna ganga,
«sökin er að hann sitúr alt of mikið
inni, og les eða gruflar hefði eg ef
til vill heldur átt að segja.
»Svo að eg verð að viðundri,»
sagði Lynge, og horfði vingjarnlega
á matselju.
«Nei, það veit hamingjan að þú
hefir ekki eiginlegleika til 'að verða
það, Olafur,« sagði hún ofurlítið móðg-
uð. «Enginn hefir leyfi til þess að
segja að þú sért orðinn að viðundri, en
þú situr ofmikið inni í þessu gamla
húsi, það er alt ogsuxit. Unglingarn-
ir verða að lyfta sér upp, svo þeir
eldist ekki of snemma. Rað er annað
mál með okkur gamla fólkið.»
«Rér hafið rétt að mæla, eins og
æfinlega,jómfrúDidriksen,» sagði Busk.
«Og til þess að þú megir ganga úr
skugga um, að orð þín bergmála í
Brunabóta
fjelagið,
»Det kongl. octr. alm. Brandassu-
rance-Compagni« tekur til ábyrgðar
hjarta mínu, ætla eg að taka Lynge með
mér út á gönguför þegar við erum
búnir að borða. — Nei þakka yður
fyrir ekki meira af koníaki. Pú ferð
sjálfsagt með mér með góðu Lynge?«
»Eg verð líklega neyddur til þess »
Hálfum Gíma síðar komu báðir vin-
irnir út á götuna, og lögðu leiðina
út í mjóu göturnar í bænum, Svo leit
út sem organleikarinn væri þar all-
vel kunnugur, að dæma eftir því hve
allir heilsuðu honum þar vingjarnlega
jafnt börn og gamalmenni, sem mið-
aldra fólk. Uti fyrir einum húsdyrunum
lá lítill drengur og velti sér í götu-
rykinu. «Nú hvernig hefir amma það,»
sagði organleikarinn og rak fótinn í
strákinn.
«Hún er vesæl.»
»Heyrðu kunningi,» sagði organ-
leikarinn, »Nú átt þú að fara og sækja
vatn og þvo þér rækilega, þú lítur
hræðilega, út og að því búnu færðu
eitt mark hjá mér fyrir brauð og
sykur. En nú er bezt við lítum inn
til gömlu konunnar.»
Síðan fóru þeir inn um lágar dyr
og komu inn í skuggalegt herbergi,
þar sat gömul kona mókandi. Hún
spratt á fætur og neri augun, þegar
þeir buðu henni gott kvöld,
«Nú, nú, madama góð,» sagði org-
anleikarinn, og lá við að hnerra af
brennivíns svækjunni, sem lagði á móti
honum. »Pú hefur þó enn getað fengið
þér á flösku.»
«Ónei, hvernig getur organleikarinn
ímyndað sér það,» sagði keriingin með
ákafa og hneigði sig í sífellu. «Mér
var gefin svo lítil pína til að hafa
við tennurnar, því tannpínan ætlar mig
lifandi að drepa.«
«Svo þér hafið tennur, en það hefði
mér ekki komið til hugar.»
«Ójá, þær eru nú samt ekki sérlega
margar, blessaðir verið þér, svona
gamalf'aumingi hefir nú ekki margt af
nokkru, ónei það veit hamingjan. Eg
hef oft sagt að við fátæklingarnir mætt-
um vera glaðir jyfir organleikaranum,
hann hugsar svo mikið um okkur
segi eg, það er svo erfitt að komast
af, og hvað er svo þetta stríð og þetta
líf. - «
«Já það eru nú gáfaðri menn en
við bæði, sem ekki hafa getað komist
að ákveðinni skoðun umhvaðþettalífsé.
En þessi herra sem er rneð mér hefir
gefið mér spesíu handa þér, en mundu
nú að verja henni ekki allri fyrir tann-
dropa, og hjálpaðu svo litla Todda til
að þvo sér, og fáðu honuin þetta mark.
Gamla konan bað guð að launa
þeim fyrir sig og hneigði sig í sífeldu.
«Yngisfrúin k®m hér í gær og bað
að heilsa organleikaranum» sagði svo
kerlingin og vek sér að Busk. Síðan
kvöddu þeir félagar, og gamla konan
óskaði þeim allra heilla,
[Framh.]
gegn tjóni af eldsvoða: hús, vörur,
innanhúsmuni, lifandi pening o. fl.
Menn snúi sjer til undirritaðs um-
boðsmanns fjelagsins, sem gefur
allar nauðsynlegar upplýsingar.
Carl D. Tulinius Efterf., Eskifirði.
—
MÆLÆLJSÍ 0 ® jS £5
Hið mjög eftirþráða
matarkex, tvær tegundir
er nýkomið í VERZLUNINA
EDINBORG
á ESKIFIRÐI
0 wBT
WWWHWi