Austurland - 17.04.1920, Side 1
14. tbl.
Seyðisfirði, 17. aprfl 1920
1. árg.
Barnið
Og
öldungurinn.
Gegn greininni: „Kauphækkun
verkamanna“, sem birtist í 12. bl.
Austurlands, 3. apríl 1920, bið ég
yður herra ritstjóri að leyfa rúm
í blaðinu eftirfarandi línum.
Háttvirti greinarhöfundur, sem
ég leyfi mér að nefna öldung,
fer fyrst nokkrum orðum um
„nýjar stefnur“, „sem fálma út í
loftið, eins og óvita barnið, sem
grípur jafnt í glóðheitan arininn
sér til stuðnings eins og það,
sem er óskaðlegt“.
Nýstárleg kenning þetta, máske
ný stefna í ræðu og rökvísi.
Stefnurnar sjálfar eru farnar að
fæðast eins og menn og dýr, og
svo fara þær að „fálma út í loft-
ið“. Flest fer nú að leika á lausu,
þegar stefnurnar taka upp á því
að „fálma út í loftið“. Varið ykk-
ur sjómenn! Vera má að t. d.
stefnan norður fari að „fálma út
í loftið“, og svo hver stefna sem
vera vill.
Varið ykkur, þið sem búið á
loftinu uppi! Hver veit nema stefn-
an niður fari að fálma upp í loft-
ið, svo að eitthvað detti upp und-
ir ykkur neðan úr kjallara.® Von-
andi eru annars stefnurnar norð-
ur og niður svo gamlar, að þær
fari ekki að taka upp á þessum
óvanda nýju stefna. En hver veit?
Vík ég mér nú frá þessum
stefnum og sný mér að því, sem
snertir okkur verkamenn hér.
Sennilega hefur það vakað fyrir
greinarhöfundinum, að við og
þeir aðrir, sem fylgja stefnum
þeim, er hann kallar nýjar, séum
eins og „óvita barnið, sem fálm-
ar út í loftið“ o. s. frv. Og þar
xsem honum virðist standa stugg-
ur af nýju stefnunum og „fálminu“,,
nefni ég hann Öldung.
Öldungnum finst, að við finna
meir til okKar nú en áður. Hon-
um geðjast ekki að því að sjá
það, að við skulum gerast svo
djarfir, að verðleggja sjálfir vinnu
okkar, þar sem vinnuveitendur
hafa gert það hingað til. Þetta er
ný stefna og nýtt fálm okkar
barnanna, virðist honum. Hann
bendir okkur á það, að þegar
verkamenn krefjast kauphækkunar,
þá eigi þeir að miða hana við
það, hve arðvænleg vinnan sé
fyrir vinnuveitendurna. Ekki er
þetta nema sanngjarnt. En þá
verðum við verkamenn lfka að
ætlast til þess, að vinnuveitendur
taki tillit til þess, hve arðvænleg
vinnan er okkur, og hvers við
þörfnumst trl að geta lifað nokk-
urn veginn mannlegu lífi. Stund-
um hefur okkur verkamönnum
hér fundist vera misbrestur á
þessu. Og aldrei höfum vér orð-
ið þess varir, að vinnuveitendur
hafi látið vinna meir en nauðsyn
krafði, svo ekki hefur verið um
neina gustukavinnu að ræða.
Verkarmenn eru hér svo fáir, að
þegar almenn vinnuþörf er í bæn-
um, þá vantar vinnuveitendur
vinnukraft. Hefur það þá oft kom-
ið í ljós, að þeir hefðu átt að
láta vinna ýmis störf á þeim tím-
um, sem ekkert hefur verið unn-
ið. En til þess virðist þá oftast
hafa skort áhuga, framsýni og
framtak. Væri sá siður upp tek-
inn, að láta vinna hvaða verk
sem vinna þarf, á hvaða tíma árs,
sem því verður við komið, mundi
vinnukraftsekla á mesta annatíma
ársins ekki verða eins tilfinnanleg
og oftast verður raun á, og af-
koma verkamanna jafn betri.
Þá andar öldungurinn kalt að
okkur verkamönnum fyrir það, að
við auglýstum kauphækkunina
„hljóðalaust“, en fórum ekki
samningsleiðina.
Þó að öldungurinn álíti okkur
börn, þá erum við ekki þau börn,
að við vjljum brenna okkur oftar
en orðið er á þeim arni.
Reynslan er margbúin að sýna
okkur, að samningsleiðin er okk-
ur ófær. Vinnuveitendum hefur
jafnan þótt kröfur okkar of háar,
fært þær niður og við orðið að
sætta okkur við það. Vegna þess
tókum við það ráð nú, að aug-
lýsa ákveðið kaup. Enda sjáum
við ekki ástæðu til þess lengur,
að taka þegjandi og hljóðaiaust
við því, sem vinnuveitendum
þóknast að borga okkur fyrir
vinnuna, ef við sjáum fram á að
við getum ekki lifað á því. Öld-
ungurinn segir enn fremur að
vinnuveitendur hafi ekki átt nema
um tvo kosti að velja: Annað-
hvort að borga eins og við sett-
um upp eða láta hætta að vinnu.
Um hvað marga kosti höfum við
verkamenn átt að velja, þegar
vinnuveitendur hafa ákveðið kaup-
ið? Tvo: Vinna hjá þeim eða
bjarga okkur öðruvísi. Nú hafa
helztu vinnúveitendur bæjarins
valið þann kostinn, að láta vinna
eftir sem áður, þegar því hefur
verið við komið. En þótt allir
hefðu þeir hætt að láta vinna, þá
var það engin nýung. Líkt kom
fyrir f júlímánuði hér um sumar-
ið, og var þá kaup ólíkt lægra
en nú og ekki rætt um neina
nýja kauphækkun.
Það er svo að sjá, sem öldung-
urinn sé ekkki vel kunnur atvinnu-
vegum bæjarins, þar sem hann
telur störf að því að ferma og
aíferma skip samhliða smávikum
(sem við verkamenn köllum snatt-
vinnu). Ég hefi fylgst með vinnu
hér um 30 ára skeið. Hefi ég ekki
betur séð, en að aðalvinnan, sem
hér er um að ræða fyrir vanalega
verkamenn, sé að öllum jafnaði
og hafi verið afgreiðsla skipa, og
það sem af henni leiðir og við
hana er bundið á einhvern hátt.
Býst ég ekki við að þetta breyt-
ist í neinu við kauphækkunina.
Ég geri ráö fyrir því, að hér þurfi
að ferma og afferma skip, hér
eftir eins og hingað til, og að
þeir, sem um það eiga að sjá,
sjái sér hag í að halda í þá menn,
sem til þess þarf, með því að sjá
þeim fyrir atvinnu milli skipakoma
eins og verið hefur, svo að þeir
menn hafa ekki síður fasta at-
vinnu en áður.
Þá heldur öldungurinn því fram,
að við verkamenn mundum ekki
hafa fengið alla kauphækkunina,
en einhverja þó, og svo stöðuga
vinnu, ef við hefðum farið samn-
ingsleiðina. Mundi hann hafa vilj-
að ábyrgjast okkur stöðuga vinnu,
ef við hefðum t. d. gengið að því
að fá aðeins kr. 1,00 eða 1,10
um tímann á vanalegum vinnu-
tíma? Ég efast. Og hver hefur
hún verið stöðuga vinnan hér
síðan sláturtíð lauk í haust og
til 15. marz? Smávik og aftur
smávik og nær ekkert annað.
Hinn hyggni öldungur bendir
barninu fálmandi á það, að með
vorinu, þegar hin arðvænlega
vinna byrjar, hefði okkur verið í
lófa lagið að fá kaupið hækkað,
„og það með fullum vilja vinnu-
veitenda og samkomulagi við þá“.
Hefði öldungurinn viljað tryggja
okkur þetta? Ég efast. Hitt er víst
að við verkamenn stöndum betur
að vígi með það að fá kauphækk-
unarkröfum okkar framgengt, þeg-
ar mikið er að gera og ekla er
á vinnukrafti en á yfirstandandi
tíma. En hvort okkur sé þá lík-
legra framgengdir krafanna með
samningum við vinnuveitendur eða
verkfalli, það skal ég lofa öldungn-
um að brjóta heilann um til vors-
ins. Ég vil aðeins benda honum
á að ryfja upp, hvaða atvik leiddu
til þess, að kaupið var hækkað
upp í 90 aura í fyrra, hvort það
var alveg að fúsum vilja vinnu-
veitenda.
Þótt öldungurinn álíti okkur
verkamenn börn, jiá erum við þó
svo innrættir, að við viljum fá
hækkað kaup okkar, án þess að
gera nokkrum sérstökum vinnu-
veitanda til ills. Við viljum það
aðeins af því að við þurfum þess
og okkur langar til að vera efna-
lega sjálfbjarga menn, að minsta
kosti meðan heilsa og þrek endist.
Þá segir öldungurinn, að ekki
sé rétt að við fáum eins hátt
kaup og verkamenn Reykjavíkur,
því að þar sé dýrara að lifa en
hér. Nefnir hann sérstaklega húsa-
leiguna. Satt mun það vera, að
dýrara sé að lifa í Reykjavík en
hér. En hitt er jafn satt, og það
hlýtur öldungurinn að vita, að
miklum mun lengri tíma ársins
er þar hægt að fá atvinnu en hér.
Efast ég ekki um, að lengd vinnu-
tímans þar gerir miklu meira en
að jafna þann mismun sem á því
er að lifa þar og hér, svo að
verkamenn þar séu betur settir
en hér, með jöfnum launum.
Hollasta ráðið til þess að sætta
okkur verkamenn hér við tiltölu-
lega lág laun, laun sem vinnuveit-
endur mættu líka vel við una, er
það að reyna að lengja vinnu-
tímann, ekki á degi, heldur árinu.
Mætti benda á margt sem hér
hefur verið trassað að gera, bæði
.af bæjarfélaginu og öðrum, og
mátti vel gera, meðan laun voru
lægri en nú. Verkefnin eru ærin,
ef þeir sem mátt hafa til, hefðu
hug og dug til að láta leysa þau
af hendi hvenær sem tækifæri
gefst, hvort sem er á vetri eða
sumri.
Að endingu óska ég þess, að
öldungurinn meiði sig ekki á hinu
tvíeggjaða sverði, er hann telur
okkur hafa notað, því mér vitan-
lega höfum við ekki reitt það að
honum svo að honum stafi hætta
af. En heldur kýs ég að halla mér
að saklausa barninu óreynda, sem
hygst að styðjast við arininn, en
að teljast í flokki öldungsins
gamla, reynda og illgjarna, sem
kæfa vill hinn litla frámsóknar-
neista fálmandi barnsins.
Verkamaður.
Svar til
„Verkamanns".
Sem sjá má á greininni „Barn-
ið og öldungurinn" hefur grein
vor um daginn gert verkamönn-
um hér í bænum all-þungt fyrir