Austurland - 17.04.1920, Blaðsíða 3
AUSTURLAND
3
„Unga ísland".
Þeir, sem gerast vilja kaudend-
ur að „Unga íslandi", geta snúið
sér til Snorra Norðfjörð,\
Landamóti.
óvíst er að borgi sig. Þá þykir
„Verkamanni“ það all-undarlegt,
að vér teljum eigi til íastrar vinnu
afgreiðslu skipa. Má vera að
nokkrir menn hafi við það fasta
atvinnu, og ef til vill fjöldi manna,
einkum þegar skip koma jafn oft
og í vetur — einu sinni í mán-
uði og varla það. Þætti mér eigi
undarlegt, þótt eigi kæmist mikið
hér í framkvæmd, ef tugir manna
stæðu dag eftir dag kófsveittir við'
að velta sömu vörunni fram og
aftur 25—30 daga mánaðarins.
Því skiljanlegt er það, að illa
borgar sig að þurfa að láta vinna
öll önnur störf að nóttu til og
svo munu verkamennirnir fljót-
þreyttir á slíkum þrældómi. Eða
heldur „Verkamaður" að aðferð
sú, er notuð var af stéttarbræðr-
um hans hér í vetur, sé sú eina
giftuvænlega, til þess að auka hér
vinnu?
Þá vildum vér minnast nokkr-
um orðum á kaup verkamanna í
Reykjavík og kaup þeirra hér.
„Verkamaður" bendir á að mikl-
um mum sé meiri vinnuþörfin
þar. En veit hann ekki, að aukin
vinnuþörf stafar af aukinni fram-
leiðslu og af aukinni framleiðslu
auknar framkvæmdir, og að þetta
tvent er það, sem skapar gjald-
þol og eftirspurn eftir verkalýð,
gn aukin eftirspurn hefur í för
með sér aukið kaup og hefur
komið hinu gífurl.ega verði á alla
vinnu og þar af leiðandi á alla
vöru. Og vegna þessa fyrst og
fvemst, geta eigi verkamenn út
um land krafist hins háa kaups,
sem Reykvíkingar hafa. Þá má og
benda á húsaleiguna, sem vera
mun fimm og í sumum tilfellum
■ tíföld við það, sem hún hér er.
„Verkamaður“ fjölyrðir að lok-
um um hið tvíeggjaða sverðið,
sem eigi hafi verið að oss reitt.
En er það eigi reitt að hverjum
manni þjóðarinnar, þegar tekin
er óheiliavænleg og varasöm
stefna í málum, sem mikils er
vert um fyrir alla þjóðina, hvort
farið er með af skynsemi og
gætni eða heimsku og fljótfærni?
Og er það ekki sízt mikilsvert,
þegar um er að ræða nýjar stefn-
ur, sem eru að ryðja sér braut,
hvort valin er sú braut, er leiðir
til meiri samvinnu og samúðar,
en áður hefur verið, eður til úlf-
úðar, ósanngirni og þvermóðsku.
Og það vonum vér, að „Verka-
maður komist að raun um,
að í upphafi greinar sinnar hafi
hann að oss reitt se'r tvíeggjað
sverð.
Vildum vér svo óska honum
góðs og gleðilegs sumars, þar eð
vér liöfum fyrirhugað að setjast
eigi með honum á rökstóla fyrst
hann hefur grein sína, að „stefn-
an“ norður og niður, er alls ekki
líkleg til að breytast — því er nú
ver segjum vér — hans vegna.
Ritstj.
------ .....—. —
Skipsskaði.
Þrjátíu manns drukna.
Sem getið er um í símskeytun-
um frá fréttaritara vorum í Reykja-
vík, er fiskiskútan „Valtýr“, eign
Duus verzlunar í Reykjavík talin
af. „Valtýr" var stærsta skip verzl-
unarinnar og á því valið lið
mann fyrir mann. Höfum vér afl-
að oss upplýsinga um nöfn og
heimili skipverja og birtum þau
hér á eftir:
Pétur M. Sigurðsson, skipstjóri
Reykjavík.
Vilhjálmur Gíslason, stýrimaður
Reykjavík.
Guömundur Jónasson, vélamað-
ur Reykjavík.
' Böðvar Jónsson, matsveinn
Reykjavík.
Guðmundur ísleifsson, háseti
Reykjavík.
Valdemar Olafsson, háseti
Reykjavík.
Kristján Jónsson, háseti Reykja-
vík.
Magnús Eggertsson, háseti
Haukadai Dýrafirði.
Andrés Gestsson, háseti Keldu-
dal Dýrafirði.
Einar Gestsson, háseti Keldudal
Dýrafirði.
Guðmundur Guðjónsson, háseti
Keldudal Dýralirði.
Gísli G. Kristjánsson, háseti
Núpi Dýrafirði.
Sigurður Bjarnason, háseti Þing-
eyri Dýrafirði.
Gunnar Sveinsson, háseti Þing-
eyri Dýrafirði.
Jóhann Gísiason, háseti Selár-
dal Arnarfirði.
Guðmundur Eymundsson, liáseti
Hólmavík.
Páll Júníusson, háseti Stokksevri
Brandur Sigurösson, háseti
Ólafsvík.
Jósef Sigurðsson, háseti Akra-
nesi.
Kristófer Bjarnason, háseti
Akranesi.
Jón Árnason, háseti Hafnarfirði.
Jón Guðmundsson, háseti
Mjóafirði.
Peder Andersen, háseti Mjóafirði
Friðrik Jónsson, háseti Einars-
lóni.
Lafuer Jónsson, háseti Einars-
lóni.
Guðmundur Pálsson, háseti
Sandi Snæfellsnesi.
Vigfús Hansson, háseti Sandi
Snæfellsnesi.
Stefán Guðmundsson, háseti
Litla Kambi.
Sigurður Guðmundsson, háseti
Breiðuvík.
Skipverjar voru því 30, en eigi
29, eins og sagt er í skeytinu.
Um aldur mannanna höfum vér
eigi náð í neinar upplýsingar. En
Vestfirðingar þeir er á skipinu
voru, voru allir menn ókvæntir á
aldrinum 19—30 ára. Og heíur
Ægir gerst stórtækur að þessu
sinni og eigi valið af hinum verri
endanum, frekar en hdns er venja.
♦
Símskeyti
frá
fréttaritara Austurlands.
V
Rvík. 7/4.
Allsherjarverkfailinu lokið 5. þ.
m. Verkamenn fengu öllum kröf-
um sínum framgengt. Þjóðþingið
var kvatt saman í gær og rólegt
ef nú í landinu,
„ísland“ laust úr sóttkví í dag,
engir fleiri hafa orðið veikir.
Niðárós kom í gær, veiðiréttur
Elliðaánna leigður fyrir 10,510
krónur. Sóttvarnarnefnd ríkisins
hefur sagt af sér. Tveir menn
druknuðu í lendingu á Eyrarbakka,
voru þeir að koma úr fiskiróðri,
hinum þriðja varð bjargað Ofsa-
veður hér á norðan, kuldi og
hríð.
Rvík. u/4.
Sjöunda þ. m. voru 60 lög-
reglustöðvar í írlandi lagðar* í
auðn af uppreistarmönnufíi og
32 skattaskrifstofur rændar. Tyrkir
í fjárþröng, selja nú dýrgripi og
listaverk soldáns. Franskar her-
sveitir hafa tekið þýzku þorgirnar
Frankfurt am Main, Darmstadt,
Hanau og Deiburg og ætla að
halda þeim unz varnarlið Þjóð-
verja er farið úr Rnhrhéruðunum.
Friis ráðuneytinu tekið með
kostum og kynjum í ríkisþinginu
danska. Verkfalli haldið áfram af
bökurum, múrurum, trésmiðum
og sjómönnum. Verkamenn krefj-
ast launahækkunar strax og þátt-
töku í stjórn fyrirtækjanna. Sjó-
menn krefjast 400 króna á mán-
uði auk fæðis, og ennfremur sér-
staks trúnaðarmanns á hverju
skipi. Járnbrautarþjónar krefjast
þátttöku í stjórn ríkisbrautanna,
þorparalýður er með óspekt á
götum borgarinnar á hverri nóttu.
Fiskiskipið „Valtýr“, eign Duus-
verzlunar, talið af, lagði út 21.
febrúar og hefur ekki sést síðan.
Á skipinu voru 29 manns. Skip-
stjóri Pétur M. Sigurðsson, ötull
maður og aflasæll með afbrigðum,
Arnfirðingur að ætt, en búsettur
í Reykjavík. Stýrimaður Vilhjálm-
ur Gíslason úr Reykjavík. Fjöldi
skipverja Vestfirðingar. Strjáll ís
fyrir ísafjarðardjúpi. „Leifur hepni“,
son. Veikir farþegar á „íslandi"
á batavegi, engir fleiri veikir.
Rvík. 12Á.
í dag símað frá Vestmannaeyj-
um að hiaðafli sé þar þegar
gefur á sjó og þakka menn það
nýja varnarskipinu, sem Vest-“
manneyingar eru nýbúnir að fá,
telja þeir skipið búið að borga
sig að helmingi óbeinlínis. Niðár-
ós fór héðan til Hafnar í morgun.
Hafís fyrir öllum ströndum, aust-
ur fyrir Horn.
Rvík. 13/4.
Óspektir lengur engar á götum
Hafnar. Malarar, ökumenn og
kyndarar hófu 8. þ. m. samúðar-
verkfall. Brauð orðið af skornum
skamti í borginni. 9. þ. m. feng-
in trygging fyrir því að kosning-
arlögin gangi fram. Samband
verksmiðjuverkamanna hefur sam-
þykt að gera verkfal! utan aðal-
sambandsins. „Times“ segir að
Bandamenn ætli að kúga Frakka
til þess að láta undan í Ruhr-
deilunni og neita að ræða um
framkvæmd friðarsamninganna í
bráðina.
Nýr botnvörpungur kom í morg-
un frá Englandi, eign Aliance,
nafn Skúli fógeti. Til Austfjarða
fór í dag frá Hafnarfiröi þýzkt
skip „Cavalla".
Rvík u/4.
Kosningarlögin í Danmörku
samþykt. Nýjum kosningum frest-
að til 22. apríl. Hafnarverkamenn,
bakarar og verksmiðjumenn halda
áfram verkfalli. Þýzk mörk komin
í 12V2 eyri. Sterling kom hingað
í nótt. Von um næga kolaaðflutn-
inga í sumar. Borg fer bráðlega
frá Newcastle hingað, hlaðin koksi
til landsverzlunar. Gullfoss teptur
í New-York og Laga.rfoss í Khöfn,
í báðum höfnunum vegna hafnar-
verkfalla.
Botnvörpungar afla ágætlega.
Rvík. lS/4.
Símað er frá Berlín 13. apríl
að komið hafi íram raddir í
blöðum, um að Bayern fái skiln-
að frá Þýzkalandi. Símað frá
London að Rússar og Japanar
hafi lokið samningum sín á milli
og orðið á eitt sáttir um löndin
í austur-Asíu. Allsherjarverkfall er
hafið á írlandi til þess að mót-
mæla meðferð Breta á írum sem
hneptir hafa verið í varðhald fyrir
stjórnmálaafbrot. Deilumál Breta
og Frakka virðast leidd til lykta.
Nýjar byltingatilraunir eru hafnar
í Mexico. Sírnað frá Washington
að Wilson hafi versnað aftur.
Sig. Eggerz mun bjóða sig fram
til borgarstjóra hér við næstu
kosningar í maí auk Zimsen.
Rvík. lö/4.
Símað er frá Berlín 16. apríl
að Frakkland leggi stöðugt undir
sig meira af hlutlausa beltinu
milli Þýzkalands og Frakklands.
Símað frá London að allsherjar