Austurland


Austurland - 15.05.1920, Blaðsíða 4

Austurland - 15.05.1920, Blaðsíða 4
' 4 AUSTURLAND Tilkynning. Ég tilkynni hér með að hr. skósmiður Sigurgísli Jónsson hefur leigt skósmíðavinnustofu mína, og rekur hann þar, frá þessum degi, skómíði fyrir sinn eigin reikning. Um leið og ég þakka öllum viðskiftamönnum fyrir góð viðskifti, vona ég að þeir sýni hr. Sigurgísla Jónssyni þá velvild að skifta við hann framvegis. Seyðisfirði, 1. maí 1920. Hermann Þorsteinsson. R VFMAGNSTÖÐVA R A F Indr. Heigason Seyðisf. A F H 1 lí t v e g a r L Ý T U N Bifreiðar S 1 N Q R ^FMAQNSTÖÐVA R AUSTURLAND kemur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Qjalddagi 1. júlí Ritstjóri, ábyrgðar- og afgreiðslu- maður Guðm. Q. Hagalín. Sími 6 c. lnnheimtumaður Tryggvi Quðmundsson, kaupm. Sími 16. Prentsmiðja Austurlands. Samkvæmt ofanrituðu, leyfi ég mér hér með að tilkynna heiðruð- um almenningi, að ég hefi tekið á leigu skósmíðavinnustofu hr. Hermanns Þorsteinssonar, og rek ég framvegis skósmíði á sama stað. — Alt, sem að skósmíði lítur, verður fljótt og vel af hendi leyst, og vona ég að heiðraðir viðskiftavinir láti vinnustofuna njóta sömu hylli og að undanförnu. Seyðisfirði, 1. maí 1920. Sigurgísli Jónsson. Hý tilbúin timburhús til sölu! Nú eftir stríðið, vantar allstaðar tilfinnanlega íbúðarhús, og sumstað- ar kveður svo ramt ae, að fjölskyldur neyðast til að flytja úr átt- högum sínum vegna húsleysis. Til þess að ráða bót á þessu, hef ég samið við stærstu húsabygginga verksmiðju í Noregi, „STROMM- EN“, um tilbúin hús af ýmsri gerð eftir óskum. Húsin eru planka- hús og kosta frá 8 þúsund til 18 þúsund krónur „fob“ Kristiania. Hér er tækifœri til að verða húseigandi og fá gott hús. Komið og fáið upplýsingar og skoðið teikningar sem fylgja tilboðunum. St. Th. Jónsson, Seyðisfirði. K j ö r þ i n g verður haldið í bæjarþingstofunni hér í bænum laugardaginn 22. þ. m. kl 12 á hádegi til þess að kjósa tvo endurskoðunarmenn bæjar- reikninganna og einn mann í niðurjöfnunarnefnd í stað Einars Met- húsalemssonar. — Kjörlistar verða að vera afhentir hingað á skrifstofuna fyrir hádegi, tveim sólarhringum á undan kosningunni. — Skrifstofa bæjarfógeta Seyðisfjarðarkaupstaðar, 14. maí 1920. Ari Arnalds. Saumavélar hvergi nú eins góðar og ódýrar á öllu landinu eins og hjá St. Th. Jónssyni Seyðisfirði Mótorbátur íil solu! Mótorbáturinn „VONIN“, með 6 hesta „Gideon“vél, ertil sölu með góðum kjörum R. Johansen, Reyðarfirði. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Til kaupmanna. Ég hef fyrirliggjandi nokkur þúsund af „Three Castle“ cigarettum, sem ég sel mjög ódýrt í heildsölu. Einnig nokkuð af Keflatvinna. R. Johansen, Reyðarfirði. Sérverzlun með brauð, sœlgœti og tóbak Þar eru bezt kaup á tóbaki. Sveinn Árnason. Rvík. 7/r,. Danskar hersveitir komu tíl borga í Norður Slésvík í gær, var tekið með miklum fagnaðar- látum, í einum bæ urðu alvarleg uppþot. Viðbúnaður hafinn til samninga með Þjóðverjum og Dönum. Danir taki að fullu stjórnina í Norður Slésvík. Algert hafnarverkfall í Frakklandi. Hiti í dag og rigning, kosninga- baráttan fyrir borgarstjórakosning- una eykst. Rvík. % Zimsen kosinn með 1760 atkv., Eggerz fékk 1584. Upptalningu atkv. lokið kl. 3 í nótt. Sfmað frá Eimskipafélaginu: Verið að hlaða „Villemoes“ af íslendingum í Höfn og skipverj- um. Búist við að skipið leggi af stað þann 12. þ. m. söltuð (spegesíld), ágæt, stór síld, að eins 20 aura st. hjá St. Th. Jónssyni Rvík n/s Kolaleysi alvarlegt í Khöfn, iðn- aður þessvegna í kaldakoli, 40,000 smálestir liggja ólosaðará höfninni. Kvisast hefur að Rúmenar og Pólverjar séu að semja um banda- lag til þess að ráða á Rússa. Símað frá París, að Ukrainebúar hafi tekið Odessu. Bakaraverkfall- inu lokið í Höfn. Tuttugu og fimm ára afmæli Hjálpræðishersins hér á landi í dag'

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.