Austurland - 14.08.1920, Síða 2
2
\USTURLAND
Nattaan & Olsen,
Sey ðisf irði.
Haía fyrirliggjandi:
Hrfsgrjón
Bankabygg
Hafragrjón
Kaffi
Eldspítur
Skraatóbak
Vindla, danska og indverska
Cigarillos
Cigarettur Special Sunripe
Birkistólar — Þ vottab rett i — Umbúöapappír
Nýkomið ti! Imslands erfingja:
Dömudraktir - Pils - Herðasjöl - Ullarklútar - Nfðsterk drengjaföt.
kostnaðinn, sem af því hlytist, að
bæta svo samgöngafærin, að þeir
að öllu leyti gætu rekið verzlun
sína upp við Lagarfljót. Þegar
verzlunin væri komin þangað,
fengi Lagarfljót fyrst gildi sem
samgönguleið og Fljótsdalsbúar
mundu ekki mörg ár þurfa að
sækja vörur sínar út að Brú. Þeir
mundu í sameiningu koma upp
verzlunarstað fyrir sig. við Fljóts-
botninn.
Austfirðingar! Þið hljótið að
geta fallist á, að það sem ég hef
nú skrifað um þetta atriði er
sannleikur, og ég veit að Héraðs-
menn finna mjög til þarfarinnar
fyrir verzlunarstað heima hjá sér.
Hversvegna eigum við þá enn að
sofa mörg ár, án þess að hefjast
hartda og gera þær umbætur, sem
nauðsynlegar eru til þess að Aust-
urlandið geti blómgast? Héraðið,
sem er einhver ágætasti hluti þessa
lands, verður að fá við þau skil-
yrði að búa, að það geti notið
sín, og þið Héraðsmenn verðið
að ganga sjálfir vei fram í því
að skapa þau skilyrðin, sem ykk-
ur vantar. [Niðurl.
Þrjú skáld.
Frh.
Davíð Stefánsson.
Eigi fyrir mörgum árum tóku
að birtast kvæði eftir höfund
þenna í „Iðunni" og „Eimreiðinni".
Mátti' þegar sjá, að eitthvað var
einkennilegt við höfundinn og
glöggir menn sáu, að þarna mundi
fara frumlegt og þjóðlegt skáld.
En hleypidómar voru nægilegir.
Sumir fundu alls ekkert, er gildi
hefði í kvæðunum, sumum þóttu
þau fáránlegt fálm eftir frumleik.
Og fæstir voru þeir, er skildu þau,
fundu með sér og höfundinum
andlegan skyldleika.
Og í fyrra-haust kom svo loks
bók frá þessum höfundi, „Svartar
fjaðrir".
Bókinni hefur yfirleitt verið vel
tekið og mikið um hana skrifað,
en þó hafa ýmiss illgirnileg orð
í garð hennar fallið, frá mönnum,
er lítt kunna að stilla strák sinn.
Nægir þar að minna á „fjaðra“-
greinina í „Alþýðublaðinu“, er
var ein hin fáránlegasta illgirnis-
útrás, er geta mun komið frá
nokkru andlegu smámenni. Höf-
undurinn þurfti líka á skjólklæð-
um skuggans að halda, til skjóls
sér — og er mér hann ókunnur.
Það sem ég verð fyrst var við,
er ég les bókina, er hinn heiti,
þunglyndisblandni tilfinninga-
straumur, er í gegnum kvæðin
rennur. Hinn dularfulli, angurværi
innileikur þjóðvísnanna og þjóð-
sagnanna, er svo að segja mót-
aður í hverja ijóðiínu. Ýmist gæ-
ist harmvakinn fram í kvæðunum
eða hann er hulinn að baki þeirra
orða, sem með hljómi sínum og
áhrifum eru honum samræm. Og
hvert kvæði opnar einhvern heim
inn að hjarta skáldsins eða þeirra,
sem hann talar fyrir. Setningarn-
ar koma eins og léttstígar, þögul-
ar draumverur, segja ekki neitt,
en sýna okkur í augum sér og
svip hvað hefur orðið á leið
þeirra og hverju það hefur vald-
ið. Þannig sjáum við óteljandi
atvik og áhrif þeirra, samband
þeirra sín á milli og samband
þeirra við lífið í heild sinni, þar
sem gleðin og harmarnir skiftast
á í sífellu og eins líf er annars
dauði. En til þess að vér getum
fundið þetta, verðum vér að gefa
oss tíma til að ganga afsíðis út
úr iðu lífsins og leyfa eyrum vor-
um að hlýða á undraraddirnar í
skauti náttúrunnar og augunum
að sjá skifti Ijóss og skugga,
sumar og vetur, verðum að
viðurkenna fyrir sjálfum oss, að
vér erum ekki alvaldar alls, held-
ur litlar duftagnir í danzandi
hvirfilvindi tilverunnar.
Ástir og ástasorgir eru tíðust
yrkisefni Davíðs. Stundum lýsir
hann ástalífi hinnar þögulu og
dulu konu, er ber sára harma í
brjósti sér, en hefur að eins í
draumum sínum dirfst að nálgast
hnoss hamingju sinnar — brytt
brúðarskóna í felum og brent þá
í felum. Stundum lýsir hann til-
finningum hennar, sem svikin
var í trygðum, lýsir því hvernig
örvænting hennar og ást tvinn-
ast saman, söknuður glataðs sak-
leysis og endurminning notinnar
sælu verða að einum eitruðum
en örfandi gómsætum drykk, er
konan sýpur í botn og lifir sig
í óminnisáhrifunum inn í unað-
inn sem var henni og er henni
enn í endurinningunum alt —
þann unað, að fórna líkama sín-
um og sál í blindri ást fyrir þann,
sem hún ann öllu öðru fremur.—Þá
syngur hann um konuna, sem
situr hjá barninu sínu og kveður
því svefnijóð. Hún er hrædd um
að máttur myrkranna nái valdi á
því — en hún veit líka hversu
„mikil eru völd þess og myrk er
þess þrá“ því að einu sinni vilti það
á sína slóð þann mann, sem hún
var góð. En hún veit ekkert ann-
að starf betra en gæta barnsins
síns, því að guð átti ekkert betra
að gefa henni, og hún syngur
svefnljóð meðan myrkrið er yfir,
svo að barnið uni í dýrðarheim-
um draumanna. En hún vill gjarn-
an syngja um sólskinið fyrir barn-
ið sitt — en ekki fyr en dagur
er risinn. Og hún vakir hjá sæng-
inni og verndar það — það er
henni lífið sjálft. Þá syngur hann
um Unu, sem situr við rokkinn
og þráir heimkomu unnustans —
lifir í sumarhlýju og sólarbjarma
ástríkis og unaöar í draumum
sínum — og „vonir þeirra rætast,
sem vaka um lágnættið".
Davíð yrkir svo um konuna,
að fáir hafa það betur gert. Og
auðsýnilega er honum kærastur
og aðdáunarverðastur sá streng-
ur sálar hennar, sem að viti vor
mannanna á mest skylt við hið
guðdómlega — fórnfýsin, ástin
hljóða og kyrláta, er engar kröf-
ur gerir til sjálfrar sín, en er að
eins til fyrir þá lífs veru, sem
vekur hana.
En Davfð yrkir líka um ástir
karlmannanna. En þar slær hann
all-mjög aðra strengi. Stundum
eru þeir tryldir og logandi, stork-
andi íjálfum sér, og eigi að eins
mönnunum umhverfis þá, heldur
einnig öllu á himni og jörðu. í
kvæðinu „Óráð“ hefur örvænting-
aræði samvizkubitsins fléttast inn
í beizkjublandna sæludrauma end-
urminningarinnar. Hugarstríðið
verður ákafara og ákafara — leit-
ar út fyrir alt sem vér skynjum
og leiðir að lokum til þess stað-
ar, sem er og veriö hefur þrauta-
lending hinnar vonlausu örvænt-
ingar illrar samvizku — þrauta-
lending sú er helvíti.
Margir eru strengir þeir í bók
Davíðs, sem ég á ennþá ósnerta.
Hann yrkir um manninn í sorg
og sælu, alt frá hinu hljóða og
hugðnæma ástandi þessara kenda,
til tryllings og æðis, er leitar út
fyrir öll þau takmörk, er menn-
ingin og daglega lífið hafa sett.
Og er hann hefur mannlegar til-
finningar að yrkisefni, mun það
ótítt að honum bregðist listatök-
in, hvort sem þau eru léttog lip-
eða þung og styrk.
Er hann kveður um mömmu,
sem ætlar að reyna að sofna í
rökkrinu, — mömmu, sem er svo
þreytt og á ef til vill sorgir, sem
svefninn getur breytt yfir — þá
fylgjumst vér jafnt með, eins og
þegar hann kveður um urðarkött-
inn, sem þýtur hvæsandi um urð-
ir og óbygðir, hrakinn og hrjáður
og á orðið enga gleði aðra en
þá, að verða öðrum að meini —
og minnast í biturri löngun þeirra,
sem fá að mala og dreyma í
meyjarkjöltunum mjúku.
Davíð er að mínum dómi, eitt-
hvert hið þjóðlegasta skáld vort í
hugsun, efnisvali, efnismeðferð og
rími. Rímið leikur á tungu hans,
gamalt og nýtt og smekkvísin þar
því nær óskeikul. Hann bregður
oft út af föstum reglum, en alt af
eins og sá sem vald hefur til.
Nýlega sá ég um það getið í rit-
dómi, að eitt kvæða hans væri
að eins vel gerð stæling á rúss-
nesku þjóðkvæði, sem Thor Lange
hefur þýtt. Þetta er satt. En í
rússnesku þjóðvísunum finnum
vér sama undirstraum og í vorum
eigin þjóðkvæðum og þjóðsögum.
Ég vil því eigi telja, að útlend á-
hrif hafi valdið þessu, eða Davíð
sé að síður íslenzkt skáld — ást
hans og skilningur á íslenzkum
þjóðkvæðum hefur orðið þess
valdandi, að hann hefur tekið að
sér þetta skyldmenni okkar aust-
an af steppunum í Rússlandi, þar
sem þjóðin býr, er lætur hjarta
sitt leiða sig út á gtapstigu, ýmist
æðis og ógna, eða draumlyndis,
heimsleiða og takmarkalauss
hirðuleysis um sinn eigin hag.
Nokkuð sama má segja um
kvæðið Batseba — færa þar fram
varnir, þótt nokkuð sé á annan
veg. Þykja þar auðsén áhrif
kvæðisins „Sakuntala" eftir Drach-
man. En á því kvæði er austrænn
blær, sem fer því afbrigðavel og
gefur því að mestu þann seiðandi
yndisleik og töframátt, er það
hefur til að bera. Sagan um Bat-
seba og Davíð konung er einnig
austræn. Og bókmentir Austur-
landabúa hafa í sér fólgna tilfinn-
ingadýpt og oft helgiblandna tign,
er laðar oss Vesturlandamenn, og
nær á oss einkennilega Ijúfsárum
tökum. Má ekki vera, að hin sömu
austrænu áhrif hafi orðið þess
valdandi, að kvæði þessara tveggja
skálda hafa fengið líkt form og
svipað yfirbragð, en þarna komi
alls ekki til mála áhrif frá hinum
eldri á hinn yngri? Ekki þykir
mér það ólíklegt.
Þá skal staðar nurnið og ís-
lenzka þjóðin sjálf látin dæma
um bókina, en finni hún ekki#
sjálfa sig í henni, þá er hún eigi
lengur að mínum dómi íslenzk
þíóð. Þá hefur hún glatað hinum
hreina straumi islenzks eðlis, er
streymir í þjóðsögum vorum og
þjóðkvæðum. " [Frh.