Austurland - 30.10.1920, Side 2
2
MJSTURLAND
Nathan & Olsen,
Sey ði sf i rð i.
Hafa íyrirliggjandi:
Karlmannafatnað Handbusta
Verkamannafatnað Fatabusta
Nærfatnað Skóbusta
Peysur Fiskbusta
Kvenkápur Rikkústa
Fatatau Qötukústa
Tvisttau 0. fl. Tjörukústa 0. fl
Drengurinn.
eftir
Gunnar Gunnarsson.
Gunnar Gunnarsson er einn
þeirra íslendinga, sem farið hafa
til Danmerkur og nurnið þar land,
íslenzkri list og menningu til geng-
is. Hann hefur náð vinsældum
miklum meðal danskra lesenda,
svo að bækur hans seljast í þús-
undum eintaka.
En Gunnar hefur eigi að sama
skapi orðið vinsæll hér á íslandi.
Og mun það í ýmsu liggja. Hann
fór ungu héöan og lítt mentaður,
hlaut andlegan þroska og atgerfi
meðal erlendrar þjóðar og hefur
eigi tileinkað sér að fullu lyndis-
einkannirog einkenni þjóðarinnar
íslenzku. Lýsingar hans á íslenzk-
um háttum, íslenzku fólki og
lyndiseinkunnum þess, eru því oft
alls ekki þann veg, að landar hans
finni sig þar sjálfa. Þá ber það
að nefna, að hann tekur oftast
alvarlegar og þá tíðum dökkar
hliðar lífsins, en öllum aimenningi
er þann veg farið, að í gegnum
sortann í bókmentum veitist hon-
um erfitt að sjá, að í raun og
veru veitir hanr ^ss betri útsýn
yfir mannlífið og tilveruna, heldur
en vér höfum haft, þar eð oftlega
opnast augu vor fyrirhinum Ijósu
hliðum lífsins, er vér athugum
hina svörtu afkima þess. Og
Gunnar Gunnarsson ljær ekki
list sína til fylgis dægurflugum og
auvirðilegum deilumálum, heldur
því, sem hefur hið eilífa gildi fyrir
mennina.
Sú bók hans, sem hér skal
minst á, er „Drengurinn", sem
út kom fyrir nokkru á kostnað
Gyldendals bókaverzlunar og nú
er komin út á íslenzku.
Að mínu viti er bók þessi'frá
Iistarinnar sjónarmiði fullkomn-
asta verk Gunnars. Hann tekur
þarna hið einfalda, barnslega og
upprunalega í manninum og læt-
ur aðalpersónu sögunnar vera
fulltrúa þess — drenginn, sem alt
af verður drengur, alt af jafn ynd-
islega óvitandi um lífið og tilver-
una, alt af jafn draumlyndur og
trúr hinu hreina og falslausa í
náttúrunni. Það verður því alt af
jafn bjart og hreint yfir höfði hans,
unz hann rekur á ísjaka út á hið
víðáttumikla, himinbláa haf. Menn-
irnir misskildu hann, þeir voru
honum til óþæginda og hann
þeim, þröngu dalirnir voru hon-
umo/þröngir, þar sem handaverk
mannanna og náttúruspell þeirra
byrgðu alla sýn og þjökuðu hið
upprunalega og hreina eðli drengs-
ins. Kaldur hafísinn varð því fley
það, er flutti hann út á djúpið
óendanlega, víðfaðma, þar sem
hvergi sér til landa. Og syngjandi
hverfur hann sjónum vorum, sak-
laus og hreinn, eins og fuglinn,
sem flýgur frjáls úr búri.
Menn ættu að lesa þessa bók
með athygli. Hún er svo hrein,
óspilt og fögur, ljósasta andstæða
þeirra andlegu stefna, er nú gera
all-mjög vart við sig á ýmsum
sviðum.
G. G. H.
Bæjarstjórnarfundur
var haldinn hér 25. þ. m. Allir
voru mættir nema Karl Finnboga-
son, kennari.
Átján mál voru tekin fyrir á
fundinum og stóð hann því all-
lengi yfir. Flest málin voru smá-
mál, sem vér hirðum eigi um að
telja hér upp.
Erindi kom frá niðurjöfnunar-
nefnd þess efnis, að henni væri
leyft aö láta prenta á kostnaö
bæjarins eyðublöð, er gjaldendur
skrifuðu á upphæð tekna sinna,
nefndinni til leiðbeiningar við
starf sitt. Var leyfið veitt. Er þetta
þarflegt og miðar að því að koma
niðurjöfnun bæjargjaldanna í við-
unandi horf. En án slíkra upplýs-
inga sem þessara, verður það
aldrei vel gert, hversu sem nefnd-
in reynir að vanda verk sitt. Sam-
þykt var að fela rafmagnsnefnd
að gera ráðstafanir Ijósum til
bóta hér í bænúm. Mun áskorun
sú, er nú birtist í blaðinu, fyrsta
tilraunin í þá átt. Rafmagnsnefnd
lagði fram tillögur um hækkun
Seglasaum.
Eg tek að mér allskonar segla-
saum, bæði viðgerðir á eldri segl-
um og tilbúning á nýjum, fyrir
mótorbáta eða stærri skip. Enn-
fremur sel ég og bý til vatns-
heldar ábreiður (Presseninger),
vatnsslöngur, tjöld, drifakkeri og
fleira af því tagi. Efni í þetta
hef ég fyrirliggjandi hér.
Jón Árnason
skípstjóri, Seyöisíirði.
kaups rafstöðvarstjóra og sam-
verkamanns hans. Voru tillögurn-
ar í fylsta máta sanngjarnar, enda
samþyktar f einu hljóði. Gat kaup
það, sem stöðvarmennirnir höfðu
haft áður, kallast óheyrilega lágt
og er enginn sómi bænum að
svelta starfsmenn sína. Falið var
veganefnd að sjá um að borið
væri að einhverju leyti ofan í
götur bæjarins f haust, þar sem
hún lítur svo á, að mest sé þörf-
in. Loks var lögð fram fjárhags-
áætlun fyrir árið 1920. Höfðu fulltrú-
ar fátt verulegt við hana að athuga
og bíður samþykt hennar, lögum
samkvæmt, næsta fundar. Verður
hún að lokinni samþykt birt hér í
blaðinu. En upphæð sú, sem nið-
ur verður jafnað, mun hækka um
10 þúsundir frá í fyrra.
Símskeyti
frá
fréttaritara Austuriands.
Rvík 23/io.
Símað frá London að kola-
verkfallið hafi þótt koma, þegar
iðnaði gegndi verst, atvinnuleysi
eykst þar með degi hverjum.
Kobbi gamli.
Niðurl.
Nú var skamt ófariö til Iands,
og báturinn, sem á undan sigldi,
var nú kominn að sundínu, er lá
inn í lendinguna. Háir klettar
gnæfðu beggja megin hennar, er
öldurnar brutu á dynjandi og
stynjandi, svo að skall 02 small
í skjálfandi berginu.
Allir á bát Þorvaldar störðu á
hinn bátinn. Hann ætlaði auðsýni-
lega að sigla inn sundið, til þess
að hraðinn yrði sem mestur.
Öldurnar komu beint í sund-
mynnið, skullu þar á klettunum
austanmegin, er gengu lengra fram
í sjóinn og meira út í sundiði
heldur en vestari klettarnir, síðan
féllu þær með undra hraða að
skerjunum vestanmegin, svo að
ægilegt skakkafall myndaðist í
sundinu.
Nú var fremri báturinn kominn
í sundið. Allir mennirnir í síðari
bátnum horfðu á hann með eftir-
væntingu, eins og þarna væri
þeirra eigið fjöregg að glatast í
öldubrotunum. — Bara að þeir
ráði nú við skakkafallið, hugsuðu
þeir hver um sig. En alt í einu
sáu þeir bátinn breyta stefnu og
fleygjast með ógnahraða að vest-
ari klettunum. Sárt og skerandi
óp kvað við í gegnum öskur
brimsins, og alt var — horfið.
— Takið inn í seglið og færið
hálsinn framm! kallaði Þorvaldur
og þróttur var í röddinni.
Skipun hans var þegar í stað
hlýtt, og svo var sem mönnunum
létti fyrir brjósti. Þeir vissu hvað
þetta þýddi: Þorvaldui ætlaði
auðsýnilega að leita lendingar
annarsstaðar — innar við fjörð-
inn. Það var þó að minsta kosti
frestur á dauðanum.
Báturinn vék sér upp í vindinn
og lagöi borðstokkinn að sjó.
Vindurinn stóð nú á kulborðs-
skutröng og öðruhvoru sauð á
keipum. Alt af skvetti inn á kul-
borða og við og við lagði bát-
urinn í kaf hlésíðuna, er stærstu
þoturnar komu í seglið, eða er
hann reið á stærstu bárunum.
Bátsmenn voru því því nær jafn-
mikið undir sjónum sem ofan á
honum.
Jakob hafði setið rólegur og
gætt verka sinna og hafði honum
aldrei brugðið hið allra minsta.
Og er slysið bar að í vörinni, þá
glotti hann að eins lítið eitt. En
nú var hann myrkur og ægilegur
á svip. Alt af, er gaf á bátinn,
þurfti Jakob að ausa, og vann
hann það verk af mesta kappi.
En annars sat hann og horfði til
hafs og lét sjó og storm berja
andlit sér.
— Ljóta bölvað veðrið! grenj-
aði Jón í eyra honum, og voru
það fyrstu orðin, auk nauðsyn-
legustu fyrirskipana formahnsins,
er töluð höfðu verið á bátnum,
síðan siglt var frá duflinu.
Jakob vissi vel hvar Þorvaldur
mundi leita lendingar. Aldan jókst
stöðugt, svo að ekki var um að
tala aðra lendingu nær, en Vog-
inn. Var það þröng lending, rnilli
tveggja skerja, er sífelt braut á,
og þurfti lengi að bíða lags fyrir
framan þau, áður brimróðurinn
væri hafinn. Ekki var því um að
ræða að leita þar lendingar undir
segli. Göða lendingu var til einkis
að hugsa um að þessu sinni; í
slíku brimi sem þessu, var hana
ekki annarsstaðar að finna, en
langt inni í firði. Og eigi mundi
af veita birtunni, þó að leitaö
væri lendingar í Vognum, hvað
þá ef lengra væri haldið.
Tekið var að bregða birtu og
báturinn ekki kominn nema miðja
vegu inn til Vogsins. Þorvaldur
formaður skygndist um í áttina