Austurland - 30.10.1920, Blaðsíða 4
4
AUSTURLAND
Uppboðsauglýsing.
Samkvæmt beiðni Jóns Ásbjörnssonar lögfræðings í Reykjavík, fyr-
ir hönd útflutningsnefndarinnar, verður opinbert uppboð haldið hér
á Seyðisfirði miðvikudaginn 10. nóvember næstkomandi, á circa 460
skpd. af saltfiski, eign firmans Helgi Zoéga & Co. í Reykjavík, en út-
flutningsnefndin hefur fisk þenna að handveði. Fiskurinn er geymdur
hér á Seyðisfirði hjá H/f. „Framtíðin“, H/f. Sámeinuðu íslenzku verzl-
unum og kaupmanni Wathne.
yHJppboðið hefst nefndan dag kl. 12 á hádegi hér á bæjarfógeta-
skrifstofunni og verða söluskilmálar þá birtir.
Skrifstofu bæjarfógeta Seyðisfjarðar, 8. október 1920.
Ari Arnalds.
*
Askorun.
Til þess að komið verði í veg fyrir það, að tekin verði af bæjar-
búum, um all-langan tíma, rafsuðustraumur sá, er þeir nú nota, leyf-
ir rafmagnsnefndin sér hér með að skora á straumnotendur, að verða
nú samtaka í því, yfir skammdegið, að nota aö eins eina suðu-
plötu, seinni hluta dagsins, frá kl. 3 til 8,5, og alls ekki bökunar-
eða hitunar-ofna á þeim tíma.
Sömuleiðis eru bæjarbúar beðnir að fara sparlega með ljósstraum-
inn, þannig, að láta ekki loga að nauðsynjalausu í herbergjum þeim,
sem ekki eru notuð, eða mannlaus eru, heldur slökkva jafpan þegar
út er gengið.
Rafmagnsnefndin væntir þess, að menn verði vel við þessari beiðni,
svo ekki þurfi að grípa til örþrifaráða.
Virðingarfyllst
Rafmagnsnefnd. Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Sérverzlun með brauð, sœlgœti og tóbak
Þar eru bezt kaup á tóbaki.
Sveinn Árnason.
R A F M AGNSTÖÐVAR
A F Indr. Helgason Seyölsí. A F
H I Nýkomið: L
Járnpottar, Handföng á Ý
T straujárn, Straujárn stór, S
U N Ristar undir straujárn. B a 11 e r i í vasalauktir. I N
Lampatenglar o. fi. o. fi. Q
RAFMAG NSTÖÐVAR
AUSTURLAND
kemur út vikulega.
Verð 5 kr. árgangurinn.
Qjalddagi 1. júlí
Ritstjóri, ábyrgðar- og afgreiðslu-
maður Guðm. Q. Hagalín. Sími 6 c.
Innheimtumaður
Einar Blandon, kaupmaður.
Prentsmiðja Austurlands.
Allskonar stimpla frá
Signeter - Derplader - Haandtryltkerier
Brændejern - Nnmeraterer - Perforérer.
i Kaupmannahöfn útvegar
HANS SCHLESCH
cand. pharm.
SEYÐISFIRÐI
umboðsmaður á Austurlandi.
i ,Framtíðin‘
Seyðisfirði.
Nýjar birgðir aí ýrasu, t. d.
g u m mi st i gvél
kvenna og karia, ennfremur
handa drengjnm 10—15 ára.
TryggiO yður vönd-
uð gummistigvél tíl
vetrarins, þér vernd-
•
ið með því heilsuna.
Vátryggingar
Brunatryggingar
Sjóvátryggingar
Stríðsvátryggingar
Sigurður Jónsson
Sími 2 og 52.
Uppboðsauglýsing.
Samkvæmt kröfu málafærslumanns, Jóns Ásbjörnssonar í Reykja-
vik, fyrir hönd útflutningsnefndarinnar, verður opinbert uppboð sett
og haldið á Eskifirði 10. nóvember næstkomandi ki. 1 e. hádegi og
verða þá seld 250 til 260 skpd. af fiski, eign firmans Helga Zoéga
& .Co. Reykjavík, en sem geymdur er hjá Sameinuðu ísl. verzlununum
Eskifirði og kaupmönnunum Andr. Figved og Q. Jóhannessyni, Eski-
firði. Fisk þenná hefur útflutningsnefndin að handveði fyrir víxiiskutd
nefnds fi'rma. — Söluskilmálar verða birtir á undan uppboðinu.
Skrifstofu Suður-Múlasýslu, 11. október 1920.
Sigurjón Markússon.
ar en fyr og þeyttu löðrinu hátt
í loft upp. Ekkert hljóð heyrðist
utan gnýr brimsins, er hljóðnaði
og hækkaði á víxl, eftir því hvort
bára braut, eða hlé varð á.
Þústa ein, utarlega í fjörunni,
halfhulin þara, tók að hreyfa sig.
Þar var Jakob að vakna til lífs-
ins. Hann opnaði augun og sá
einhverja ferlega mynd svífa fyrir
sjónir sér. — Hvað er þetta, hvar
er ég? Og hann sneri höfðinu til
hægri og vinstri, sperti upp aug-
un, en fanst eins og honum veitt-
ist erfitt að hreyfa augnalokin.
Honum fanst sem einhver storka
hefti hreyfingar þeirra. En hver
var þessi ægilega mynd. Stórt,
blóðugt ferlíki grúfði sig ofan að
honum, tunglið skein á það og
varpaði yfir það fölvum glampa.
— En hvað var þetta? Þekti hann
ekki þessi starandi augu, þetta
þykka dökka hár? Var það manns-
andlit . .? Hann lét aftur augun.
Honum fanst eitthvað þungt farg
ofan á brjóstinu á sér og reyndi
og 'rísa upp. En hann gat það
ekkf og lét fallast aftur á sama
stað. Hann reyndi að hreyfa hægri
hendina, en hún var stirð og sár.
Hann lét hugann reika og reyndi
að gera sér grein fyrir hvað við
hafði borið. — Og hann opnaði
augun á ný. Alt í einu varð hon-
um ljóst, hvað þetta var sem lá
ofan á honum og hver var þessi
ógurlega, afskræmda mynd. Það
var ekki skynvilla hans. Það var
Þorvaldur þorvaldur formaður.
Ógurleg hræðsla greip hann og
hann gerði árangurslausa tiiraun
tii þess að rísa á fætur. Hann reyndi
að hljóða. En hrökk saman, er
hann heyrði sína eigin rödd. Hann
skaut augunum upp á við, svo
að hann sá himininn heiðan og
fagran. Björt og tindrandi stjarna
starði á hann, en alt í einu rann
fyrir hana ský. Það var sem
guð vildi hyija honum ásjónu
sína. Jakob lét aftur augun. —
Þei! honum heyrðist fótatak í fjör-
unni, margir menn á ferð, marg-
ir menn sjóklæddir. Hann hélt
niðri í sér andanum og hlustaði.
Þeir færðust nær og nær. Hann
opnaði .augun. Og tunglið skein
beint á blóðugt hðfuð líksins,
sem glotti blóðstökknu brosi til
hans. Hann lokaði aftur augunum
og hlustaði á fótatakið og skrjáf-
ið í sjóklæðunum umhverfis sig.
Og nú tóku þeir í hann, einn í
hægri handlegginn, annar í þann
vinstri. Þeir sögðu eitthvað, en
hann gat ekki greint orðin, þau
voru eins og dimmur og drunga-
legur dynur hafsins, ógurleg, ó-
greinileg og feiknum þrunginn.
Hann verkjaði í hverja taug og
hjartað sló veikt og óregluiega.
Nú tóku þeir í fætur honum og
drógu hann af stað fram fjöruna.
Hann heyrði sama ægilega, ógn-
andi hljóðið og fann fjöruhnull-
ungana skerast upp í bak sér, er
hann var dreginn fram fjöruna.
Sjóklæðin skrjáfuðu og grjótið
glamraði og alt af barst hann nær
og nær dynjandi flúðunum. Hann
fann löðrið skella í andlit sér, leit
upp og sá sama blóðstokkna gat-
ið og grimdarleg brostin augun
og honum sýndist líkið kinka
kankvíslega til sín kollinum. Hann
rak upp sárt og skerandi hljóð,
fann sig falla fram af skerjunum
og sá alt hverfa í samfeldan, suð-
andi sorta.
— Morguninn eftir fanst hann
meðvitundarlaus í fjörunni.
Tekið er að fækka í kránni.
Jakob tekur ritblý upp úr vasa
sínum, dregur nokk-ur klunnaleg
og lítt kennileg stryk á borðið,
horfir á þau um hríð.skellihlær,
drekkur út úr glasi sínu og ráfar út.
Q. G. H.
----- » ■