Austurland


Austurland - 20.11.1920, Side 1

Austurland - 20.11.1920, Side 1
45. tbl. Seyöisfiröi, 20. nðvember 1920 1. árg. Óska að fá keypta lj Fjármagn. í vetur kemur þingið íslenzka saman, hver sem kann að verða árangur þingsetunnar. Hann hefur stundum reynzt æði lítill. Ekki svo að skilja, að eigi hafi full- mörg mál verið tekin fyrir, nægi- lega marpar ræður verið haldnar — eða sæmilega mörgum lögum verið ungað út. En hagur þjóð- félagsins hefur svo sorglega lítið batnað við flest .þessara laga. Enginn er sá, er geti á það bent, hverju helmingurinn af öllum nýj- um, íslenzkum lögum hefur kom- ið til leiðar, þjóðinni til gagns*"— eigi þó fyrir þær sakir, að svo séu áhrifin mikil og margvísleg, heldur fyrir hitt, að áhrifin munu alsendis ósýnileg — að minsta kosti með berum augum. En það hefur líka ósjaldan komið fyrir, að gagnleg lagafrumvörp og nauð- synlegar heimildir, hafa verið virt að vettugi. Má þar t. d. á benda meðferð bankamálanna á þingi, síðastlið- inn vetur. Eigi var þá við það komandi hjá þingmönnum, að á fót kæmist nýr banki, jafnvel þótt stjórn hans yrði íslenzk og all- mikið af hlutafénu. En bankinn átti að verða „privat“-banki, o það orð fælast menn eins og þann vonda nú á dögum. Nú á alt að vera sameign, sameign, sem flestra sofandi sauða. Eigi varð því þó um kent, að þingið vissi eigi um kreppuna á viðskiftasviðinu og að hverju stefndi, þar eð það hafði þau mál til meðferðar. Samt sem áður voru þeir menn til á þinginu, er sáu þörfina fyrir aukið veltufé og það sem meira var — vildu gera sitt til þess að bæta úr henni. En meiri hluta þingmanna þótti það ganga land- ráðum næst, að tala um banka- stofnun í „privat“-manna höndum. Allir vita það, hvað sem nú á síðustu og verstu tímum verður borið íslandsbanka á brýn, að án fjármagns hans hefðu flestar framkvæmdir síðari ára eigi fyrir fundist, þar eð allir þekkja hversu Landsbankanum hefur verið farið til skams tíma, hann verið „póli- tískt“ bitbein. íslandsbanki er þó að miklu leyti erlendra manna eign. Þá má það og vera augljóst hverjum manni, að veltufé hinna íslenzku banka er svo lítið, sam- anborið við verzlunarveltu lands- ins að slíkt nær engri átt og sízt furða að til vandræða reki. Og þess kynlegra og fáránlegra verö- Eggerts Ólaíssonar. Guðtn. G. Hagalín. ur tómlæti þingsins. Svo er hög- um vorum háttað, sem annara þjóða, að mest ríður á því, að atvinnuvegir landsins geti vaxið svo, sem kröfur tímans heimta og gæði lands vors leyfa. Verði fram- þróunin heft, þá getur það haft örlagaþrungnari aíleiðingar, en unt er að gera sér grein fyrir, — því að þær afleiðingar láta eigi að eins til sín taka í bráð, heldur um lengri tíma — ef til vill marga áratugi. Framfarir á öllum svið- um í heiminum eru óðfluga og hægra þar að dragast aftur úr, heldur en vinna upp á ný. Ung- lingurinn getur borið þess menj- ar alla æfi, ef í hann kemur kyrkingur á einu ári þroskaald- urs hans. Svo er og um þjóð- irnar. En auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skal, og hversu beizkt sem það þykir sumum, þá er það enn sem komið er — og mun nokkra hríð verða — gullið, sem stjórnar heiminum, öllu öðru fremur þeirra hluta, er mennirnir hafa umhendis. Og hví eigum vér að hugsa oss að vér búum á „ödrum hnöttum“ þegar vér kom- umst hvergi frá jörðunni? „Skólamálið“ Hermann Þorsteinsson, skósmið- ur á Seyðisfirði, féll síðast við bæjarstjórnarkosninguna í janúar s. I. Fallið var meira en dæmi eru til áður hér, og hugðu víst flestir, að hann mundi ekki láta bæjarmálin til sín taka, fyr en und- ir næstu kosningar. En ekki var hann fyr á fætur risinn, en hann tók að skrifa um bæjarmál, og komu greinir eftir hann um ýms þeirra í flestum blöðum „Austur- lands“, það sem eftir var vetr- arins, og fram á vor. Hin síðasta kom í blaðinu, 22. maí s. I., og var um „Skólamálið". Greinin er árás á skólanefnd, skólastjóra og kennara skólans hér. Fyrst og fremst er skeytunum beint að skólanefndinni. Hún hef- ur „siðferðislega og lagalega á- byrgð á barnafræðslunni, bæði gagnvart bæjarbúum og fræðslu- málastjórn ríkisins“. Hún á að sjá um, „að skólinn með þeirri kenslu, sem hann veitir nemend- um, verði sá rétti og trausti horn- steinn undir byggingu bæjarfélags- ins“ o. s. frv, Þessar mikils verðu en þungu skyldur hefur skólanefnd- in vanrækt, því hún hefur látið ó- hæfa menn stjórna skólanum, og starfa að honum. Skólinn er bæli „agaleysis" ogsiðspillingarog kipp- ir „meginstoðum undan menningar- áhrifum góðra heimilá“ í bænum. Kenslan er í hraðri afturför og einbert kák, og drepur námslöng- un nemanda. 'í fám orðum: Kenn* ararnir eru eiturnöðrur sem naga hjartarætur bæjarfélagsins. Og skólanefndin, sem á að ábyigjast alt saman, lætur þetta við gangast í næði. Þetta er mergurinn málsins í grein H. Þ. Skólanefndinni stóð auðvitað næst að svara þsssari grein. Sak- irnar, sem á hana eru bornar, eru svo alvarlegar, aö þögnin er henni engan vegin vansalaus. Og þó drúpir hún höfði og þegir. Hún samsinnir með þögninni það, sem á hana er borið. En í sömu andrá leggur hún til, að allar þessar eiturnöðrur, kennararnir sem síðast hafa starfað við skól- ann, fái að haláa áfram að naga hjartarœtur bæjarfélagsins. Og svo langt kemst það, að ég, Karl Finnbogason, aðalnaðran, á enn um stund að fá að spilla sið- um og drepa námslöngun barn- anna á Seyðisfirði. Eins og málinu er komið, verð- ur þögn skólanefndar og þögn H. Þ. um málið jafnóskiljanleg: Óskilj- anlegt,- að skólanefndin skuli enga tilraun gera til að þvo hendur sínar og hnekkja frumhlaupi H. Þ. á sig og skólann. Óskiljanlegt, að H. Þ. skuli ekki gera henni nýja atlögu, að minsta kosti fyrir það, að hafa ekki reynt að úti- loka mig að öllu úr skólanum. En fyrst skólanefndin þegir, tel ég mig næsta aðila til varnar í málinu og tek því upp glófann. H. Þ. þykist byrja greinina hálf- nauðugur, ekki geta gengið fram hjá skólanum „úr því farið var að ræða bæjarmál í blaðinu á annað borð“. Heyr á endemi! Vafalaust er þetta mál fyrsta málið, sem H. Þ. ásetti sér að skrifa um, Þegar hann reis úr roti eftir fallið mikla. Fyrsta málið, ekki vegna þess, að menning og fræðsla séu aðaláhugamál tíans, heldur af persónulegum ástæðum. Allir, sem þekkja sögu mannsins, síðan veturinn 1914 og baráttu hans fyrir því að komast á þing og í bæjarstjórn áður og síðan, vita það og skilja, að honum hef- ur verið mjög mikið áhugamál að koma mér frá skólanum og helzt burt úr bænum með öllu. Greinin er fyrsta opinber tilraun hans til þess að fá þessu íramgengt. Vegna þessa tilgangs er hún gef- in út, eftir að ég er farinn úr bænum í vor, svo að mér skyldi ekki auðnast að svara henni tafar- laust. Vegna þessa er hún gefin út, rétt áður en skólanefnd á að fjalla um umsóknir um kennara- stöður við skólann, vegna þessa er hún send fræðslumálastjórninni með fyrstu ferð. Árásin er útreikn- uð og framkvæmd, alveg eins og H. Þ. sómir og samherjum hans. Ég kann sögu þessa miklu lengri, en læt nægja að draga þetta fram. Og það geri ég til þess, að les- endur greinanna, nú og síðar, skilji betur hugarfar og sálarástand H. Þ., þegar hann semur grein sína; því að þeir kjálkar mættu ef til vill verða honum til réttlæt- ingar á dómsdegi. Fyrsti hluti greinarinnar á að vera fræðsla um fræðslulögin. Eru þar ýmsar meinlokur, t. d.: að sveitastjórnir sem slíkar hafi haft barnafræðslu á hendi, að þær eigi einar að kjósa fræðslu- nefndir, að bæjarstjórn verði „jafnvel umyrðalaust að veita alt það fé úr bæjarsjóði, sem skóla- nefnd fer fram á“ o. s. frv. Alt er þetta rangt. Sveitastjórnir, sem slíkar, hafa aldrei haft né hafa barnafræðslu á hendi, né heldur eiga einar að kjósa fræðslunefnd- ir. Allir kjósendur sveitafélaganna eiga að kjósa fræðslunefndarmenn ásamt sveitastjórnum. Og hver bæjarfulltrúi hefur umræðu- og afkvæðis-rétt um fjármál skólanna, eins og önnur fjármál bæjarins. Næsti hluti greinarinnar er hug- leiðingar um skóla- og uppeldis- mál, og almenns eðlis. En þær eru allar gerðar sem undirstaða árásarinnar, eða öllu heldur sókn- arvígi, sem vopnin gægjast alstað- ar út úr og vita í sömu átt. Síðasti og aðal-hluti greinar- innar er hin beina árás á skólann, og skal nú vikið að henni. Fyrst er tekin til meðferðar hin siðlega hlið skólastarfsins, og verður hún ekki glæsileg í hönd- um höfundar. Hann segir meðal annars: „Ó- regla, óhlýðni og virðingarleysi hefur farið vaxandi hjá nemend- um, enda ekki annars að vænta, þar sem stjórn skólans óhætt að segja 3—4 síðustu árin hefur gef- ið fordæmi til slíks“. Fyrir mann með innræti H. Þ.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.