Austurland


Austurland - 11.06.1921, Qupperneq 1

Austurland - 11.06.1921, Qupperneq 1
ísland ít á við. Mjog hefur nú á síðustu árum hjaðnað áhugi manna á heiðri ís- lands út á við. Er svo að sjá, sem landsmenn flestir líti svo á, sem öllu sé borgið í því efni, er samningar hafa tekist við Dani og ísland er orðið sjálfstætt ríki. En óhætt er um það, að samfara því, að íslendingar reyni að bæta sem mest ástandið innanlands, veitir þeim sízt af að halda sem bezt virðingu sinni út á við og gera þar veg landsins sem mest- an. Kemur það landinu að hinu mesta gagni, einnig í viðskiftum öllum, að það komi erlendis fram sem telja má að beri sjálfstæðu ríki. Menn vilja spara sem mest og er þess sízt vanþörf nú. „Austur- land“ hefur líka gripið í þann strenginn all-ákveðið, en það vill láta sparnaðinn koma sem mest svo niöur, að iitlu sé við hann tapað. Því að á sparnaði er eigi síður unt að tapa en græða, ef eigi er gætt allrar skynsemi í því efni. Eitt af niestu deilumálunum er utanríkisstjórnina snerta, er seudi- herramálið. Allmargir liafa lagt fast á móti því, að sendiherra yrði skipaður í Kauprnannahöfn. Áður hefur „Austurland" látið í Ijós skoðun sína á því máli. Tel- ur það eigi annað sæmandi, en að í höfuðborg sambandsríkisins sé íslenzkur sendiherra, einkum er Danir hafa sent oss slíkan mann. Og það er oss kunnugt, að Sveinn öjörnsson hefur þar gert oss margskonar gagn. Framkoma hans hefur öll verið oss til sóma við opinber tækiiæri og hefur hann getið landinu og sjálfum sér hinn bezta orðstír. >á er oss og kunn- ugt unt það, að fjöldi danskra kaupsýslumanria hafa til hans leitað og hefur hann gert mikið til þess að auka skilning þeirra á ástandi því, sem nú er hér og hnekkja hleypidömum urn íslenzkt fjármálaástand. Móti sendiherra til Qenua var og mjög mikið mælt. En svo mun flestum virðast, að eigi hafi þess verið inikil vanþörf, að seitda þangað mann, er hefði vilja og þekkingu til þess að greiða fyrir sölu íslenzkra sjávarafurða í Suð- ur-Evrópu. Hversu valið hefur tekist á manni þeim, skal ekkert fullyrt um, en hitt er víst, að íramkoma íslenzku stjórnarinnar er algjörlega áfellisverö, þar eð hún lét manninn fara erindisbréfs- lausan og ákvað því alls ekki starfssvið hans eða fékk hann við- urkendan, sem sendimann íslenzka ríkisins. Er Noregur skildi við Svíþjóð, var þaö aðailega deiluefnið, er skilnaðinum olli, að Norðmenn viidu hafa sína eigin konsúla er stæðu beiniínis undir stjórninni norsku. Þótti þeim sænsku sendimennirriir lítt gæta sóma eða hagsmuna norska ríkis- ins, enda eigi samboðið Noregi, sem sjálfstæðu ríki, að hann hefði eigi sína eigin sendiherra, þar eð þeir væru út á við, ásamt fánan- um, glöggasti votturinn um sjálfs- forræöi ríkisins. Varð hörð bar- átta milli hægri og vinstri manna í landinu út af þessu, er lauk með algjörðum sigri vinstri manna og hafði því nær valdið ófriði milli Noregs og Svíþjóðar. Svo mjög þótti Norðntönnum vert um þetta mál. Og það á að vera stefna vor íslendinga að draga smátt og smátt í vorar hendur stjórn utanríkis- málanna. Eigi er það æskilegt, að rokið verði til að senda sendi- herra og konsúla út um alt, án alha þarfa og ait í einu, heldur, eftir því sem hagur landsins batn- ar, að taka smátt og smátt í vor- ar hendur stjórnina. Skipa fyrst rnenn í þeim löndum, er mest hafa skifti við oss. Konsúla mun- um vér sem og önnur ríki ekki þurfa að launa. Þykir það virð- ingarstaöa er íærri fá en vilja. Tómlæti t þessum efnum á ekki að eiga sér stað. Sigurgleðin má ekki svæfa þjóðina. Víða er voði búinn því sem brothætt er og svo er sjálfstæði lands vors. Indriði Binarsson: Danzinn í Hruna. Þá er saga nýíslenzkra bók- menta verður rituð, mun Indriða Einarssonar veröa mjög þar að góðu getið, þar eð hann er það skáldið, sem framar öðrum hef- ur komið íslenzkri leikritagerð í það horf að talist geti hún að formsnild jafngild góðskáldskaper- lendunt á því sviði. Raunar voru fyrir tíð Indriða leikrit samin á landi hér, en mjög skorti það, að þau gætu að nokkru stað- ist samanburð við útlend leikrit. Nýlega varð Indriði sjötugur. Á sjötugasta afmælisdegi Itans kont út leikrit það, sem hér mun verða á drepið og líklegt er að verði talið höfuðverk hans, enda mun hann hafa til þess varið mörgum árum. Er leikritið í bundnu máli, iauskveðnum Ijóðahætti. Er það að efni til eigi óskylt Faust, Qaldra-Lofti og fleiri slík- um leikritum. Aðaiefnið í því er baráttan milli hins illa og góða. Myrkraveldið kemur þar fram í Ógantan, manni erlendum, er orð- ið hefur skipreika, en hefur þó auð fjár, er hann notar í sínar svörtu þarfir. Enginn veit hin minstu deili á honum utan þau, að hann þykist verið hafa ríkur fursii, er rekinn hafi verið frá ríkjum. En samt kemst lesandinn fljótiega að þeirri niðurstöðu, að þarna sé kominn kirkjusmiður- inn úr Hruna. Sá hinn sami, er gerði svofeld kaup við klerkinn þar, að fyrir kirkjusmíðina fengi hann son hans. En þá varð hann af kaupunum og nú vill hann með brögðum leita eftir því, er hann þykist eiga. Verkfæri hans er Qott- skálk í Berghyl, sem er í leikrit- inu fulltrúi hinna dýrslegu fýsna mannsins og er ekkert heilagt, heldur er fús til hverra þeirra kaupa er vera skal, eigi hann fyr- ir það kost á að fullnægja f'ýsn- um sínum, Þá er Stefán Jónsson, biskup í Skálholti, maður stoltur og mikil- látur, vitur og dugandi, en hefur í höndum sér vald það, er freist- ar til harðdrægni, ágirndar, grimd- ar og hóflausrar valdafíknar. Þess vegna er um hann skarað elds- glæðum þeim, sem á eiga að brenna hinar góðu kendir aðal- persóna leiksins. Hann stendur því í ieiknum eins og markalínan milli góðs og ills. Þá eru þeir bræðurnir, síra Þorgeir í Hruna og Lárenz. Lárenz kemur í raun og veru hvergi fram í leiknum sem tilkomumikil per- sóna. Síra Þorgeir verður honum miklu eftirtektarverðari. Skapríkur er hann og ör, djarfur og kjark- mikill, vill mikið til hvers þess vinna, er hann girnist, og hugsar sfður um afleiðingarnar. Hans, er í raun og veru stríðið og ósigur- inn að lokum. Skal lítið eitt frek- ar minst á þá bræður, þegar get- ið hefur verið kvenpersóna leiks- ins. Fyrst skal þá telja Fríði, systur- dóttur biskups. Hún er göfug kona og tigin, elskar Lárenz, en vill í fyrstu gæta alls velsæmis og eigi giftast án leyfis biskups. En er hún sér að hann neytir allra bragða til þess að sporna gegn hjónabandi hennar, þá segir hún skilið við alt, sem bindur hana og lætur síra Þorgeir gefa sig saman við Lárenz á laun. En þrátt fyrir þettaer Fríður tilkomuminsta kven- persóna leiksins. Þá er Una, móðir þeirra bræðra. Hún hefur gengið í gegnum hreinsunareld svikinna ásta og vona og er nú hóglát og ljúf, ber sigurkranz sjálfsafneitunarinnar og vill alls- staðar koma fram til góðs. Þá er Sól/eig, bróðurdóttir Nikulásar djákna. Hún er saklaus og hrein, ann heitt, en óttast boð þau og bönn, sem henni hefur verið kent að bera fyrir óttablandna virðingu, en í bili varpar hún frá sér á- hyggjunum og leggur hendur um háls Þorgeiri presti í kirkjunni í Hruna. Loks er tilkomumesta kvenpersóna leiksins, Hlaðgerður. Hún er tilfinningaheit nautnakona, sem fallið hefur fyrir illmenninu Qottskálk í Berghyl, en ann Lár- enz hugástum og vill honum alt gott gera, þótt hún viti að ást hennar er vonlaus. Samvízkan kvelur hana og vonlausa ástin veitir henni unaði blandið kval- ræði. Stundum er hún hæg og blfð, stundum fylt tryllingi. Má þar nefna, er hún í 4. þætti ræð- ir við Sólveigu og draugurinn kveður á glugganum. Þá segir hún: Svei! Stciidur þú á hleri, Heljarskinn? Jú! — Verði stiginn draugadanz í Hruna, þá komdu í danz . . . En draugurinn á glugganum hefur unnað henni í lifenda lífi. En þótt ef til vill svo sé, að hver sé sinn- ar eigin gæfu smiður, þá er svo um olnbogabörn lífsins og einnig Hlaðgerði, að ósjálfræðið hefur mestu valdið um óhamingju þeirra. Hlaðgerður er hálfsturluð af sorg og eymd, er Gottskálk nær tök- um á henni, og síðan berst hún ávalt hinni góðu baráttu hins bezta í sjálfri sér og tekst að lok- um að frelsa Lárenz úr klóm Ógautans. Eru henni þar af höf- undinum, fyrir hönd öriaganna, veitt hin sömu laun og Margréti í Faust, Sólveigu í Pétri Gaut og s. frv. Á leikritinu virðist mér helzt vera sá þverbrestur, að þær Hlað- gerður og Fríður skuli eigi látnar vera unnandi síra Þorgeiri en eigi Lárenz, þar eð hinn síðarnefndi er miklu minni persóna og hefur eigi eins mikil áhrif á lesendur eða áheyrendur leiksins. Lárenz er of máttlaus persóna á móti þeim konunum og fæst þar eigi nægilegt jafnvægi, að minni hyggju. Enda er þar, eins og ég hef bent á, síra Þorgeir, sem stendur í harð- asta stríðinu og bíður ósigurinn, þar eð lang mest ber á honum í síð- ari hluta leiksins. Andar og sýnir koma all-mikið

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.