Austurland


Austurland - 17.09.1921, Blaðsíða 1

Austurland - 17.09.1921, Blaðsíða 1
34. tbl. 2. árg. Dýrtíðin. í síðasta blaði var sýnt yfirlit yfir verðhækkun frá stríðsbyrjun og þangað til í fyrra sumar og fyrrahaust. Ennfremur lækkun þá, er orðið hefur síðan. Til samanburðar þessu er eigi ófróðlegt að líta á samskonar yf- irlit frá öðrum löndum. Getum vér trúuð að mönnum bregði í brún, og taki að brjóta um það heilann, hversu því er farið, að verðfallið er hverfandi lítið hjá oss, samanborið við flest önnur lönd. Talið er að dýrtíðin hafi yfir- leitt í heiminum náð hámarki sínu árið 1920. Fer nú hér á eftir yf- irlit yfir hækkun í 10 löndum frá árinu 1913 til 1921. Auk þess hækkun í sömu löndum eftir fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. í Bandaríkjunum var 1920 hækk- unin 164%, apríl 1921 43%. Frakk- landi 1920 488%, 1921 247%. íta- líu 1920 570%, 1921 484%. Bret- landi 213% 1920, 99% 1921. Þýzkalandi 1614% 1920, 1329% 1921. Svíþjóð 266% 1920, 129% 1921. Japan 221% 1920, 99% 1921. Kanada 163% 1920, 87% 1921. Ástralíu 136% 1920, 71% 1921. Indlandi 118% 1920, 83% 1921. Á þessu má sjá að það sem kostaði í Frakklandi kr. 1,00 árið 1913, kostaði 1920 kr. 5,88, en í vor kr. 3.47. í Bandaríkjunum 1920 kr. 2,64, í vor að eins kr. 1,43. Bretlandi 1920 kr. 3,13, í vor kr. 1,99. Svíþjóð 1920 kr. 3,66, í vor kr. 2,29. Japan 1920 kr. 3,21, í vor kr. 1,99 o. s. frv. Ef vér tökum verðlagið hjá oss til athugunar, sjáum vér að verð- hækkunin frá 1913 til haustsins 1920 nemur 354% á matvör- um, steinolíu, kolum, sóda, sápu og öðrum slíkum nauðsynjum. Það sem kostaði hér kr. l,00fyr- ir stríðið, kostaði því haustið 1920 kr. 4,54. 1 júlí í ár telst hækkun frá 1913 á sömu vöru 270%. Kostar þá það er fekst fyrir kr. 1,00 1913, kr. 3,70 nú. Við samanburð þess, sem hér fer á undan um verðlag og verð- lækkun ýmsra landa, sjáum vér að ekki horfir glæsilega fyrir oss. íslenzka þjóðin hefur farið mjög svo varhluta af verðlækkuninni. Og í þessum samanburði ber að taka tillit til þess, að verðlækkun hinna ýmsu landa, sem hér eru tilgreind, er miðuð við apríl í ár. en eigi júlí, eins og hjá oss. En á ársfjórðungnum marz til júlí Seyðisfirði, 17. september 1921 lækkuðu vörur að nokkrum mun hér. Ástæður þess, hversu lítil hefur orðið verðlækkunin hér, eru mjög margar. Fyrst ber þá að nefna aðalmeinið, undirrót allra hinna, gjaldeyrisvandræðin. Af þeim leiddi það, að tekið var til hinna illræmdu viðskiftahafta, sem eiga sér nú orðið „formælendur fá“. Af þeim leiddi margskonar stöðv- un á viðskiftalífinu fram yfir það, er þurft hefði að vera — og margskonar óþarfur kostnaður. Auk þess voru þau sú skottulækn- ing, er menn voru svo fávísir að blekkjast á og héldu að duga mundi — og varð það til þess, að stjórnin var eigi svo snemma sem skyldi knúin til lántöku. En gjaldeyrisvandræðin hafa orðið þess valdandi, að menn hafa orð- ið að sæta verstu afarkjörum með öll sín verzlunarsambönd og inn- kaup og heilbrigt viðskiftasamband og samkepni eigi fengið að njóta sín. En þetta hefur aftur á móti háð framleiðslu vorri meira en með tölum verði talið, einkum sjávar- útveginum. Fjöldi mjög svo verð- mætra skipa hefur legið aðgerð- arlaus, sakir þess að útgerðin hefur eigi borgað sig. Má í því sambandi benda á steinolíuverðið, sem verið hefur og er fram úr hófi hátt. Er vert að veita tillögu, er komið hefur fram í blaðinu „Vísi“, mjög nána athygli. Er þar lagt til, að framvegis verði haft útboð á steinolíuförmum til lands- ins. Landið á sem sé ekki að hafa einkasölu á olíu, heldur eft- irlit og framkvæmd þessa nefnda útboðs. Gæti þá svo farið, ef þetta ráð væri upp tekið, að eigi yrði Steinolfufélagið einrátt um verðið. Höft þau er lagst hafa á fram- leiðsluna og dregið úr henni, hafa því til þess orðið, að ástandið hefur farið síversnandl. Er það auðskilið mál, að úr því að alt komst í kreppu, þegar framleiðsla vor stóð með mestum blóma, reynd- ist all-erfitt að koma öllu á rétt- an kjöl, þá er framleiðslan var í versta lagi og verðlag innlendrar vöru hlutfallslega verra en áður. Við athugun þessa máls hljóta menn ávalt að koma að hir.u sama: Öngþveiti vort nú á rót sína að rekja til þess, að eigi var í tíma tekið gjaldeyrislán. Sakir vaxandi verzlunarörðug- leika vegna gjaldeyrisskortsins hef- ur erlend mynt komist í óhæfilega hátt verð hér. Bankarnir sjálfir hafa selt hana miklu hærra verði en hún gengur í Kaupmannahöfn og einstaka menn erlendir hafa grætt á því stórfé að selja hana. Þeir hafa sem sé fengið fyrir hana íslenzkar krónur, keypt síðan ís- lenzkar sjávarafurðir og borgað þær í íslenzkum peningum. Þeir hafa því getað keypt miklu hærra verði en hinir, er að eins höfðu íslenzka seðla og ekki höfðu grætt á erlendum peningum. Loks hafa bankarnir kórónað alt þetta með því að gera útgerðarmönnum að skyldu að borga með erlendri mynt. Afleiðing þessa verður sú, að útgerðarmenn tapa jafn miklu og því nemur, sem erlend mynt er seld hér í bönkunum hærra verði en erlendis. En eigi að*eins það, heldur kemst fiskverzlunin í færri manna hendur og þá helzt útlendinga, þar eð þeir hafa í helzt í höndum erlenda peninga. í því sambandi má benda á það, að einhver helzta orsökin að gjald- eyriskreppu vorri er talin sú, aö íslandsbanki lánaði einstökum fiskikaupmönnum alt of mikið fé, og þeir keyptu síðan upp fiskbirgð- ir landsins og gekk all-skrykkjótt salan. Þá má á það benda, sem Gunnar Egilsson heldur fram, að mjög spilli það fiskverði voru, hve mikið berst á markaðinn í einu. En það verður mest, þegar fiskurinn er í fárra manna hönd- um og farmarnir stærstir. Sem geta má nærri er hið ó- eðlilega háa verð erlendrar mynt- ar eigi mikil blessun Iandslýð. Með því hafa bankarnir hér felt þann dóm.að íslenzkir peningarséu miklum mun minna virði en erlend- ir. Þeir hafa því sett lægra gengi á íslenzka peninga en danska. Og allir mega sjá það, að eigi getur slíkt aukið verðlækkunina í land- inu. En þar eð bankarnir hafa ákveðið að útgerðarmenn borgi með erlendri mynt en eigi hinni sömu og þeir fengu hjá bönkun- um til útgerðarinnar, þá tapa út- gerðarmennirnir, eins og vér höf- um bent á, allmiklu fé, og auk þess kemst fiskverzlunin að miklu leyti í hendur útlendum mönnum og þar með gróðinn af henni. Loks er ef til vill hætta á að fisk- markaður vor spillist og vér fáum lægra verð. Alt þetta virðist þann veg, að lítil líkindi eru til þess, að landinu verði það gróði, er bæti ástandið frá því sem nú er. Og enn komum vér að lántök- unni. ÖII þessi vandræði og alt þetta fálm stafar af frestun henn- ar. Og auk þess hefur sterlings- pundið lækkað að miklum mun, og er jafnvel talið að vér munum skaðast af þeirri ástæðu einni alt að einni millión króna, á því hve lánið var seint tekið. Annað tjón verður ekki T tölum talið. En einna hörmulegast er þó það, að stjórn sú, er situr að völdum og síðasta þingi þóknaðist að setja á vetur, mun alls ekki hafa útvegað lánið, heldur einstakir menn. Mætti þó ekki til minna ætlast af stjórninni, en að hún gengi rösk- lega að lántökunni, þá er los hafði verið komið fyrir hana vitinu. Öll lönd hafa af alefli að því kept, að verðlækkunar gættifsem mest. Einna mest hafa þó Banda- ríkin gert að þessu, enda eiga þau hægt um vik, en vel hefur líka tekist hjá þeim, ef á það er litið, að hagfræðingar búast fastlega við að verðlag komist aldrei jafn lágt og fyrir stríðið. Erlendur mark- aður bíður ekki eftir góðum á- stæðum hjá oss, heldur lækka þar íslenzkar vörur í sama hlutfalli og aðrar, að öllu eðlilegu. Þessvegna er á því mikil nauðsyn, að kapp- kostað veröi að íslenzka þjóðin fari eigi á mis við vörulækkun þá er erlendur markaður hefur að bjóða. Má það eigi sízt verða til bjargar í öngþveiti voru, að kappkostað sé nú að öll viðskifti verði sem frjálsust og vér náum til sem víðtækastra viðskiftasam- banda. Ennfremur er hin mesta nauðsyn að farmgjöld lækki í svo nánu hlutfalli við það, sem erlend- is er.sem framast er unt. Ódýr fóðurbætir. Mánuður, nær því hálfur hey- skapartíminn, — undantekningar- lítið allir „hundadagarnir" heltu regni og stundum krapahríð yfir þá, er störfuðu að heyvinnu hér um sveitir. Afleiðing: Hrakin eöa óhirttaða og úthey, eða illa verkuð hey. Og önnur afleiðing: Nauðsyn hagkvæmra og skjótra úrræða til að draga úr þeirri hættu, sem skemt fóður orsakar. Lifur og lýsi er svo ódýrt að slíkt bar sjaldan við á seinni tím- um að ófriðarbyrjun 1914. Því vil eg benda bændum og öðrum þeim, sem þurfa aö sjá um sæmi- leg æfikjör lifandi penmgs, næsta vetur, á að kaupa lifur og lýsi til fóðurbætis, sem fyrst — áður en eftirspum orsakar verðhækkun — Birgðir eru með minsta móti, því ýmsum hefur þótt of dýrt aö hirða lifrina. Allmikið af síld, sem var veidd 1920, er til í landinu. Þessi síld er orðin óverðmæt nematilskepnu- fóðurs og því seld lágu verði. Menn þekkja það fóður af reynslu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.