Austurland


Austurland - 17.09.1921, Blaðsíða 3

Austurland - 17.09.1921, Blaðsíða 3
*||\USTURLAND 3 Hjartans þakklæti vottum við ölium þeim, er sýndu okk- ur hluttekningu við andlát og jarðarför okkar ástkæru dóttur, unnustu og fóstursystur, Maríu Elfsabetar Jónsdóttur. Elísabet Gunnlaugsdóttir. Jón Sigurðsson. Sigurður Stefánsson. Ingibjörg Nielsen. Elísabet Kvaran. Islenzkur Roquefort-ostur (íslenzkur gráöaostur) er álitinn jafngðður þeim heimsfræga franska gráðaosti. Hann fæst að eins í verzlun St. Th. Jónssonar, Seyðisfirði. Heiðr- aðir viðskiftamenn verzlunarinnar ættu að prófa hann. Aug. Pellerine Margarine og Agra Margerine komið í verzlun St. Th. Jónssonar, Seyðisfirði. K O L Frá í dag er verðið 90 krónur fyrir 1000 kg., afhent á staðnum. Seyðisfirði, 17. september 1921. V. T. Thostrups Efterfolger H.f. Framtíðin Bryggja og huseignir Hafnarsjóðs Seyðisfjarðarkaupstaðar verða leigðar frá næstu áramót- um. Tilboð sem tilgreini eftirgjald og til hvers beiðandi ætlar að nota eignina, séu komin hingað á skrifstofuna fyrir 15. okt. næstk. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, 8. sept. 1921 Jón Þór. Sigtryggsson. Settur. Skósmíðavinnustofa Sigurgísla Jönssonar, Seyöisf. Selur viðgerðir á skófatnaði ódýrar en nokkur annar í bæn- um. — Samkepni um verð eða vöndun algjörlega útilokuð. — Fljót afgreiðsla. Handunninn skófatn- aður er beztur. Smekkleysur og hortittir: „ískalda náttmyrkrið drjúpandi á sál mína dettahdi, dragandi, hvíslandi, lokkandi, gyllandi svæfandi. Til þess að vinna það, sem þjóðin er fingur í fettandi, fallegar myndir og göfugar hugsjón- ir kæfandi. Eg ætlaði að bíða og sjá hversu myrkrið er magnandi, sem mannsandinn stendur nú gagn- vart svo skjálfandi bifandi, vita, hvort ísinn fer eigi af sál minni flagnandi, hvort ekki sé meira í veraldargamm- inum lifandi. Vafasamt er að fundin verði í ís- lenzkum kveðskap nokkur ein vísa, er sameinar jafn vel í sér og þessi alt það, sem lýtir kveðskap og gerir hann einkis virði og verra en það. Er því eigi til þess takandi þó að „skáldið" kryddi hvað eftir annað með orðum eins og svellahá, hnjúkahá og fannahá — og tali um að kossarnir setjist á vangann, ennfremur nefni „kossa og faðmlaga frekustu bjóða“. Er slík gnægð af þessu í bókinni, að undarlegt má það öllum virðast, að Ársæll Árnason skuli vera útgef- andinn. Skal hér nú staðar numið, en að lokum bent á, í sambandi við það sem áður er sagt, að næst fyrsta kvæðið og tvö þau síðustu eru „á borð við“ Stefán frá Hvítadal, „Qand- reið“ minnir á Guðmund Guðmunds- son (sbr. Gesturinn), o. s. frv. G. G. H. Hitt og þetta. Jarðarför Maríu Jónsdóttur fór fram að við- stöddu miklu fjölmenni á þriðjudag- inn var. Sungin voru þrjú kvæði, eitt eftir Boga Benediktsson, annað eftir Sig. Arngrímsson og þriðja eftir Sig- urð Baldvinsson. Skip. E.s. Lagarfoss var hér um síðustu helgi. E.s. Botnia kom hér í gær og fór í dag. Farþega getið síðar. Tíðarfar hefur verið hið versta undanfarið, mjög mikill snjór á fjöllum og alhvítt í bygð. En nú virðist brugðið til hins betra. Afli er góður þegar á sjó gefur. Misprentast hefur verð á kvensokkum í auglýs- ingu E. J. Waage, kaupmanns, í síð'- asta blaði. Sokkarnir kosta kr. 4,75. Vinnulaun. Vinnulaun i Canada hafa lækkað frá 10—25 prc. við almenna erfiðis- vinnu. Víða nemur lækkunin 15— 20 prc. Tapast hefur rauðgrá hryssa, fjögra vetra gömul, aljárnuð, ótam- in en bandvön. Finnandi er beð- inn að gera aðvart Sigurði Benediktssyni í Fossgerði á Jökuldal. Til sölu hjá undirrituðum ársgömul kvíga út af góðu kyni; einnig fjárhrútar ungir, og brúarboltar 4 með fleiri járnum í 16—20 álna langa brú. Fossgerði, 20. ágúst 1921. Guðmundur Snorrason. Áskrifendur Þjóðv.félagsins og Bókm.- félagsins, (lengra að), láti vitja ársbók- anna til bókaverzlunarinnar á Seyðisfirði. Með því að bókaverzlunin á Seyðis- firði hefur tekið að sér umboð fyrir „Sögufélagið“ í Rvík, veitir hún nýjum áskrifendum móttöku, Á timburflotanum eftir Maksim Gorki. Framh. — Halló, svefnpurkurnar ykkar! Getið þið ekki haldið opnum augun- um? heyrist kallað um flotann dynj- andi röddu, er berst út yfir fljótið og hljóðnar í fjarska. Auðheyrt var á röddinni, að sá er kallaði var styrkur maður og ákaf- lyndur og vissi vel að hann hafði kjark og þol til að bera. Þó að orðin væru sem áminning, áttu hásetarnir á timburflotanum þó alls ekki sök á þeim. Öðru nær. Sál, sem var þrungin þrótti og gleði og þarfnaðist freisis, lét í ljós gleði sína með þessu þrumandi hljóði. Þykir þér karlsvínið grenja? sagði Sergei ánægjulega og starði fram í stafn prammans. Hann smáskríkti og bætti við: — O, vesalingarnir, nú láta þau vel hvort að öðru. Ekki finst þér víst, Mitrij, að þau séu öfundsverð? Mitrij rendi tómlátlega augunum TVÍRITUNARBÆKUR fást eftir pöntun prent- aðar og h e f t a r í PRENTSMIÐJl) AUSTURLANDS Tveir rétt nýir yfirfrakkar. annar sum- ars, hinn vetrar, fást nú með tækifæris- verði hjá Pétri Jðhannssyni, bóksala. Stulka óskast til vetrarvistar á Iítið heim- ili hér á Seyðisfirði. Má vera ung- lingur. Gefi sig fram sem allra fyrst. Getur haft frítíma og notið fræðslu, ef vill. Kaupkjör af sér- stökum ástæðum venju fremur góð. R. v. á. Vátryggingar Brunatryggingar Sjóvátryggingar Stríðsvátryggingar Sigurður Jónsson Simi 2 og 52. UMBÚÐAPAPPÍR fæst keyptur í Prentsmiðju Austurlands. Jörð til sölu. Jörðin Minnidalir í Mjóafirði er til sölu, ef viðunandi boð fæst. Jörðin er vel húsuð og hirt og laus til ábúðar í næstu fardögum. Oddur Sveinsson. Undirsæng, eða fiður, óskas keypt. Uppl. í prentsmiðjunni. fram í stafninn. Þar mótaði fyrir tveim mannsmyndum í myrkrinu. Hreyfðust þær fram og aftur, námu við og við staöar nálægt hvor annari — og svo varð ekkert greint, utan svört, ógreinileg þúst. — Getur það nú átt sér stað, að þú öfundir þau ekki? spurði Sergei. — Hvað varðar mig um synd þeirra og sekt? sagði Mitrij í hálfum hljóð- um. — Nú, það er svona lagað, sagði Sergei gletnilega og tróð á nýjan leik í pípu sína. Rauða ljósið geislaði út í dimm- una. Nóttin varð svartari og svart- ari og skýin grá og þung færðust nær og nær yfirborði Jhins breiða, kyr- láta fljóts. Hvaðan hefurðu þessa vizku, Mitrij? Er hún þér ef til vill meðfædd? Nei, vinur minn, þú líkist ekki honum föð- ur þínum. Faðir þinn er karl í krap- inu. Gáðu nú að — 52 ára er hann — og hann kjassar unga og faMega stúlku. Stúlkan iðar af fjöri og ekki verður því neitað, að hún elskar hann. Nú, og hvað er svo sem hægt úr því að bæta? Hún elskar! Og er í raun og veru hægt annað en elska annan eins garp og hann pabba þinn? Það

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.