Austurland


Austurland - 17.09.1921, Blaðsíða 2

Austurland - 17.09.1921, Blaðsíða 2
Bankabygg Hænsabygg Hrisgrjón Sykur, höggvinn Kandís Epli, þurkuð Apricots, — Kerti Eldspítur Umbúðastriga Seglgarn Umbúðapappír Ongla Innanhúspappa Krystalsápu Stangasápu Vetrarkjólatau Karlmannafatnaði sem roðar á fjallanna vegi og blœinn sem hjalar við brekkur og tún og bláliljur „gleymáu mér eigi". Til þín ég sendi mín Ijúfustu Ijóð er lífið mitt flöktir á skari, þú eiga munt hjarta míns helgasta óð þótt héðan ég bráðlega fari, því þú hefur verið mér eitt og alt sem yndi og lífsgleði veitir, og án þín, veit trú mín, er tómlegt og kalt, því tími né eilífð ei breytir. undanfarin ár. Mun mörgum þykja það hentugra handa hestum og kúm, heldur en handa sauð- fénaði. Þegar heyfengur manna hrekst og skemmist, er hætta á ferðum, ef eigi næst til kjarngóðrar beitar eða fóðurbætis. — Þá bryddir á ormaveiki, skitupest og öðru fjand- samlegu. Hvað sem það kostar verðum við að verjast gegn áfalla- og af- fallahættunni. Aldrei er slíkt nauð- synlegra en nú, þegar öll fjármál eru í viðkynningarlausu öngþveiti. Veðráttan í sumar hefur af og til mint okkur á að við búum norður við heimsskaut. Og haf- ísinn tilkynti nærveru sína Qg á- hrif. — Óvænt aðvörun eftir blíð- viðra vetur. — Margir hugðu ár- gæzku í aðsiglingu. í þetta skifti verður það nær eina úrræðið að hagnýta sem bezt hið heimafengna. Horfa gætilega til veðurs og rifa seglin varfærn- islega. Offra einhverju af fénað- inum í haust til að tryggja afkomu bjargræðisgripaogærstofns.Reynsl- an sýnir að þeir búa einna bezt, sem bezt sjá fyrir fóðri handa fénaði sínum. Vopnafirði, 22. ágúst 1921. Marteinn Bjarnason. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Bretastjóm kom saman 4. sept. í Inverness í Skotlandi til að ræða írsku málin. „Daily Telegraph" segirstjórn- ina hafa boðað fulltrúa Sinn-Feina á fund 20. sept. „Daily Mail“ fullyrð- ir að einasta skilyrðið fyrir samning- unum af hálfu bretastjórnar sé, að sambandi Bretlands og írlands verði ekki slitið’ Ráðstjórnin rússneska hefur hafnað skilmálum Bandamanna fyrir hjálpinni. Bolsivikkar vilja sjálf- ir ráða úthlutun matvælapna. Lögjafnaðarnefndin mælir með því að loftskeytastöðin í Reykjavík verði stækkuð og að bygðar verði loft- skeytastöðvar á Grænlandi. Rvík 16 September Misklíð hefur verið milli ríkisstjórnar- innar þýzku og stjórnarinnar í Bayern. Síðustu fregnir segja að alt Bayern- ráðuneytið hafi sagt af sér. í mörg- um bæjum úti um land í Frakklandi hafa verkamenn gert verkföll, sakir kauplækkunar, sem atvinnurekendur hafa ákveðið. Grikkir mistu 18 þús- und manns í orustunum við Tyrki um Angora, en Tyrkir 12 þúsund. Grikkjaher hefur látið undan síga. Uppvíst hefur orðið um víðtækt sam- særi meðal Tyrkja í Konstantinopel. Tilgangurinn að fara að setuliði Bandamanna þar í borginni og strá- drepa það. Sendimaður Sinnfeina á ráðstefnu með L. Georg 13. septem- ber er farinn aftur til Dublin, til að gefa skýrslu, og er þá búist við svari Sinnfeina. Daily Chronicle segir ófrið hafinn milli Rússa og Rúmeria. Rússneskar hersveitir séu komnar yfir landamæri Rúmeniu. Aþenufregn segir Búlgara og Rússa hafa gert leynisamninga um samtaka aðför að Rúmeniu, Serbíu og Grikklandi. Kristianíuskeyti segir íslenska síld hafa verið í fyrsta sinn verðskráða þar í vörukauphöllinni 13. september. Verðið ákveðið 85 krónur norskar fyrir 85 kg tunnur. Gullfoss fór til útlanda í gærkvöld. fullfermi, fjöldi farþega. Stýfðir vængir. Eftir Holt. Ný kvæðabók, eftir áður ókunnan höfund. Utgefandi Ársæll Árnason, eða svo sýnist, þó að ótrúlegt kunni það sumum að virðast, er þeir lesið hafa bókina. Óþakklátt , verk er að fetta fingur út í verk manna, en skyldu tel eg það mína og annara, er um bæk- ur rita, að segja afdráttarlaust hversu bækurnar virðast hafa mikið gildi, eða hvort þær hafa það nokkuð. Sé það ávalt gert, þurfum vér eigi að óttast þó að nýtt skáldrit komi með tungli hverju. Sjálfsagt er að gæta allrar gætni, þá er um er að ræða unga höfunda, er virðast hafa eitthvað til brunns að bera, sem eigi fær enn fyllilega í Ijós komið. Ennfremur tel eg meiri þörf þess, þegar menn dæma um góð skáldrit, að skýra þau og vísa almenn- ingi á veg þann er leiðir til skilnings á þeim, en að elta ólar við smávægi- is galla, er á kunna að vera og hverfa fyrir kostunum. Góða bók er sjálf- sagt að gera sem glæsilegasta í aug- um manna. Öðru máli er um það aö gegna, þá er fullþroska menn, sem auðsýni- lega hafa ekkert til brunns að bera eða nauða lítið — og þá helzt eitt- hvað utan skáldskaparins — hella úr sér ókjörum af leir, smekkleysum, rímvillum, málvillum, hugsunarvillum og öðru slíku góðgæti. Og verður eigi of hart úr hlaði riðið gegn slíku illþýði. í þessu sambandi ætla eg að segja frá dálítilli smásögu. f fyrra skrifaði eg ritdóm, frekar harðorðan, um þá ný útkomið skáldrit. Höfund- urinn, sem mér var kunnugur per- sónulega, reit mér all-harðort bréf, og meðal annars sýndi hann fram á það, að sumt af því, er eg heföi tal- ið úalandi og úferjandi hjá sér, fynd- ist hjá öðrum eins skáldum og Matt- híasi Jochumssyni og Þorsteini Er- lingssyni. Má vera að þeir, er á líku stigi standa andlega og þessi rithöf- undur, líti á sama veg á þetta. En frá bæjardyrúm heilbrigðrar skynsemi bætir það enga yfirsjón að ýmsum hafi orðið hún á. Og þess ber um- fram alt að gæta, að þeir sem gera margt stór vel eiga skilið ólíkt meira umburðarlyndi en hinir, sem alt gera stór illa. Og það er á allra vitorði, að oft kom það fyrir Matthías Joc- humsson, að honum fataðist taum- haldið á skáldafáknum. En það var að eins á mill snildar sprettanna. Og fyrir kom það, að skáldinu Þorsteini Erlingssyni brást bogalistin. Þarf eigi annað en minna á: „Augun Ieka eins og hor ofan í biskupsdali. -----Bókin „Stýfðir vængir", er snotur að ytra útliti, prentun, pappír og formi. En hún verður eigi alveg eins glæsileg þegar vér leggjum hana frá oss að loknum lestri. Höfundurinn hefur verið sjúklingur á Vífilsstöðum og líklega ort sér þar til hughægðar. Og það hefði hann átt að láta sér nægja. Hefði síður átt að freista lofsins og frægðarinn- ar. Bókin skiftist aðallega í tvent. Gróðurlausa andlega eyðimörk og meira eður minna aðfenginn gróður. Má þar benda á áhrif eldri skáldanna — og einnig hinna yngri. Ekkert væri við því að segja, þó að höfund- urinn hefði orðið hrifinn anda hinna nýrri stefna, sem nú eru að gera vart við sig og þeir eru á hæsta risið, Stefán frá Hvítadal og Davíð frá Fagraskógi/ Um Stefán er það að * Nefna má einnig sem brautryðjanda í íslenzkum bókmentum síðustu ára, segja, að hann flytur fegrandi áhrif nútíðarljóðskálda Norðmanna inn í íslenzkar bókmentir, en Davíð legg- ur rækt við þjóðkvæðastílinn, sem reyndar hafa aðrir karlar — og eigi sízt konur, hallast mjög að. Og verð- ur eigi sagt að hann hafi á honum neinn einkarétt, frekar en Stefán á hinu erlenda blóði er hann örvar með blóðrás íslenzkrar ljóðlistar. í hverju landi eru til svonefndir skálda-„skól- ar“. En hjá Holt hafa áhrifin ekki orðið til að koma á flugvængjum breiðum og flughröðum, heldur hafa þau gefið oss nokkur kvæði í anda all-merkra skálda, þunn eins og vatns- blöndu og stráð fagurfræðilegum kór- villum. Rímgallar eru æði margir. Á eg þar eigi eingöngu við það, að vikið sé frá venjnlegum rímreglum. Það má gera þann veg, að vel fari á. Hefur Davíð frá Fagraskógi sýnt það Ijósast manna. En rímgallarnir hjá Holt eru þann veg, að þeir spilla hljómi og hrynjanda, ef nokkur væri, og misþyrma eðlilegu máli og áherzl- um. Dæmi hljóðspillis: stuðl- ar stilla og slaginn. Tvístuðlað: „Eg' finn einhver andstæðuöfl inn í fylgsnum míns hjarta — einatt sem vilja til hliðanna beggja mig toga". Áherzluvillur: Töfrandi hafmeyjar höfðum upp skjóta“, „Einasta, sem er í sannleika um vert“, o. s. frv. o. s. frv. hundrað sinnum. D æ m i m á 1 v i 11 aj: „Þ e g a r að — unggæðingsþrá — snildar- s o n (þgf.) — e n d i (fyrir endir) — — Er hann kóngur, sem mildi og kærleikur dvín — og sem kvelur sín börn eft- ir dutlungum sín (málvillur, hor- tittir, smekkleysur, o. s. frv.) Hér aö eins talið örfátt af allri gnægðinni. Hugsunarvilla, að eins eitt dæmi: „Harpa mín! stiltu nú strengina þína, sláöu nú fegurstu tónana mína.“ Harpan á að slá strengi skáldsins og slá fegurstu tóna hans. Alment slógu umferðasöngvararnir, sem þessi marg-afturgengna hörpulíking á rót sína að rekja til, hörpur sínar, en þær ekki sjálfar sig. skáldið jakob Jóh. Smára. Er hann sérstæður aö efni, meðferð, stíl, orða- vali og máli, en áhrifa hans hefur enn eigi vart orðið.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.