Austurland


Austurland - 17.09.1921, Blaðsíða 4

Austurland - 17.09.1921, Blaðsíða 4
4 AUSTUKland ÞURMJÓLK, 2 krónur dósin, fæst hjá St. Th. Jónssonar. " Eimskipafél. íslands. E.S. Q U 11 f O S S. Áður auglýst ferð Gullfoss breytist þannig: Skipið fer frá Kauþmannahöfn 27. septem- ber um Leith til Seyðisfjarðar, Norðfjarð- ar, Eskifjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Vest- mannaeyja og Reykjavíkur. — Þaðan til Vestfjarða. Fer svo frá Reykjavík nálægt 15. október til Austfjarða, Bergen og Kobenhavn. Afgreiðslan á Seyðisfirði 15. september 1921. Coopers baðlyf viðurkent bezta og ódýrasta baðlyfið, sem til íslands flyzt. Verður til sölu í hæfilega stórum ílátum í n.k. haustkauptíð hjá St. Th. Jónssyni, Seyðisfirði. Prentsmiðja Austurlands prentar og selur allskonar eyðublöð og reikninga, með eða án firmanafns. Hefur til sölu ágætan póst- pappír (margar teg.) og umslög, áprentað eftir vild. Leysir fljótt og vel af hendi allskonar prentun. AUSTURLAND kemur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarmaður Guðm. G. Hagalín — Sími 54 — Afgreiðslu- og innheimtu-maður Herm. Þorsteinsson — Sími 13 B — Prentsmiðja Austurlands. Hitaflöskurriar góðu, verð frá krónur 4,00—7,00 aftur nýkomnar í verzlun St. Th. Jónssonar. Kaupendur „Austurlands“ sem ekki hafa greitt andvirði blaðsins fyrir þetta og fyrra ár, eru vinsamlega beðnir að greiða það sem allra fyrst. Annaðhvort með því að senda greiðsluna beint til afgreiðslu- manns, eða til verzlana H.f. Framtíðin hér á Austurlandi, sem góðfúslega hafa lofað að taka við andvirðinu. Einnig eru allir þeir útsölumenn, sem ekki hafa gert reikningsskil fyrir blaðið, beðnir að gera skil fyrir þeim eintökum er þeim hefur verið send, bæði fyrir þetta og fyrra ár, og senda þau sem allra fyrst til afgreiðslumanns, ásamt andvirði fyrir hin seldu eintök. Virðingarfyllst Hermann Þorsteinsson afgreiðslumaður Sundmagar''uT:“:”5i St. Th. Jónssonar, Seyðisfirði. rAFMAGNSTOÐVAr RAFMAGNSTOÐVAR er hreinasta náægja að sjá hann vinna. Ríkur er hann og álits nýtur hann, svo að ekki mundi það verða að miklu tjóni, þó að eitthvað væri þar dregið frá, og auk þess- er ekki minsti vafi á því, að hann veit hvað hann syngur, karlinn sá. En Mitrij, þú líkist hvorki pabba þínum né mömmu. En hvað hefði nú faðir þinn gert, ef hún Anficia sálaða hefði verið á lífi? Þá hefði víst eitthvað gerst sögulegt! Gaman hefði verið að heyra hvað hún hefði sagt .... Hún var nú heldur ekki neinn vesa- lingur — hún mamma þín — það var kona við Silans hæfi. Mitrij hallaðist fram á árina. Hann þagði og horfði út á fljótið. Sergei þagði líka. Frammi á flot- anum heyrðist kvenmaður hlæja hátt og snjalt og karlmaður svarar djúpum háværum hlátri. Sergei starir forvitnislega gegnum myrkrið og getur greint tvær óljósar þústir. Hann sér þar háan mann, sem stendur gleiður við árina og snýr sér hálfvegis að lágum en gildum kvenmanni, er hallast fram á aðra ár, sem er nokkrar álnir frá hinni. Kvenmaðurinn bandar ógnandi að karlmanninum og hlær örfandi og ert- andi. Sergei sneri sér undan og stundi þunglega. Síðan hélt hann áfram: — O, já, þeim líður vel þarna. Ó, hve það er indælt? Eg, bóndaræfillinn, ætti að lifa í svona sælu. — Aldrei nokkurn tíma skyldi það hafa fyrir mig komið að hlaupa frá slíkri konu. Alt af skyldi eg hafa haldið henni í faðmi mínum og ekki leyft henni að sleppa þaðan. Hún skyldi hafa orð- ið þess ískynja, hversu heitt eg elsk- aði hana. En andskotinn er ekki iðju- laus. Eg hef aldrei haft kvenhylli . . . þær virðast ekki vera mjög hrifn- ar af þeim, sem rauðhærðir eru. — Já, já, heldur er hún nú dutlungasöm þessi kona ... og annar eins gárungi — eða hvað fjörið er mikið. Halló, Mitrij! Ertu nú sofnaður? — Nei, sagði Mitrij í hálfum hljóð- um. — Heyrðu vinur, hvernig ætlar þú þér í raun og veru að lifa? Því ef satt skal segja, þá stendur þú alger- lega einn þíns liðs. O^ það er erfitt. Hvað heldurðu að þú takir þér nú fyrir hendur? Bærilegu lífi getur þú aldrei átt von á. Tii þess ert þú of hlægilegur, Er það nokkur maður, sem ekki gengur eftir rétti sínum? Nei, menn þurfa að hafa bæði kjaft og klær. Hver einasti maöur vill vinna þér mein. Óg heldurðu aö þú getir variö þig ? Hvernig ættiröu að fara að því? Nei, þú ert kynlegur náungi! Nú, hvað heldurðu svo að þú ætlist fyrir? — Eg? gall í Mitrij — eg fer burt. Eg fer strax í haust til Kákasus — og þá er eg vonandi sloppinn. Ó, guð minn góður, bara að eg geti komist sem fyrst burt frá ykkur, óþokkarnir ykkar. Óguðiegir menn eruð þið, og eina björgunarvonin að flýja burt frá ykkur. Hver er tilgang- ur lífs ykkar? Á hvern trúið þið? Eöa er trú ykkar að eins í orði kveðnu? Eða lifið'þið eftir boðum Krists í trúnni á hann? Ó, þið eruð vargar, það er það sem þið eruð. En til allrar hamingju eru líka til aðrir menn, menn, sem lifa í anda og kenningu Krists. Hjörtu þeirra eru kærleiksrík og þau þyrstir eftir ei- lífri sælu. — Þið — ó, þið eruð villi- dýr, sem þyrstir eftir hinu illa. En sem betur fer eru til aðrir menn. Eg hef séð þá, og þeir kalla á mig, og til þeirra vil eg fara. Þeir færðu mér heilaga ritningu og sögöu: Þú guðs barn — og vor elskaði bróðir — les hið sanna orð lífsins. Og eg las — og sál mín varð ný við áhrif guðs orðs. Frá yður fer eg burt, þér villidýr, sem etið hver annan. Svipu banns og eilífrar reiði skyldi sveiflað yfir höfðum yðar. Mitrij logaði af áfergju og röddin var hás >og æst. Hann tók margslnn- is andköf, svo var reiði hans mikil við þessi fáránlegu rándýr. En hug- ur hans þráði að hitta sálir, er leit- uðu eilífrar velferðar og komast vildu burt úr þessum synduga heimi. Sergei var sem steini lostinn. Hann þagði um stund, stóð með opinn munninn og hélt á pípunni í hendinni Þá er hann hafði jafnað sig lítið eitt og svipast um, sagði hann rámur og þungbúinn: — Þú ert víst orðinn alveg rugl- aður! — og fúlmenni líka. Þú hefur víst ekki haft mikið gott af þessari bók. Og hver veit hve mikið er að reiða sig á hana? — Jæja, það gerir nú ekkert til. Hafðu þig bara á burt áður en þú ert orðinn hreinasta villi- dýr. — Og hvaða menn eru það svo sem þú hittir í Kaukasus? Munkar? Eða ef til vill „Frumkristnir" eða Molokkstrúendur, ha?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.