Alþýðublaðið - 08.03.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.03.1963, Blaðsíða 7
Dóttirin: En trúir þú því virki- lega ekki pabbi, aS tveir geti lif- að eins ódýrt og einn. Faðirinn: Jú vissulega. Þú hef- ur til dæmis eytt jafnmiklu síðast- liðinn mánuð og við móðir þín bæði til saman. ★ — Hvers vegna í ósköpunum hefur þú aldrei gifzt?, spurði vin- ur piparsveinsins. — það stendur nú þannig á því, svaraði piparsveinninn, að fyrir tuttugu árum varð mér það á, að stíga óvart ofan á pilsfald konu, sem stóð fyrir framan mig J mann þröng. Hún sneri sér óðar við og sagði: Bölvaður klossi ertu, og var heldur óblíð á svipinn. Síðan! ■ brosti hún sínu fegursta og sagði: Ó afsakið þér, ég hélt nefnilega að þetta væri maðurinn minn. „ ic Gesturinn: Grætur hann litli bróðir þinn oft, Viili minn? Klukkan 18,00 í kvöld er þátturinn „Þeir gerðu garðinn frægán" Villi: Hann grætur ef maður sting í umsjá Guðmundar M. Þorlákssonar, kennara. — í þessum þáttum ur hann með títuprjóni, grettir sig er jafnan þjóðlegt efni, sér í lagi ætlað yngri hlustendunum. Þáttur framan í hann, eða potar í hann inn í kvöld fjallar um Jónas Hallgrímsson. með einhverju. En við hverju er að búast. Hann er ekki búinn að læra að bölva. Meðfylgjandi mynd er tekin af Guðmundi M. Þorlákssyni í Borg arbókasafninu við Sólheima, en hann starfar þar. [ I Sölumaður: Viljið þér fá bíl með sex eða átta strokka vél? Viðskiptavinur: Vær ekki gott að byrja bara á einum? ★ Frúin: Ég beygði í sömu átt og ég gaf stefnumerki um. Ökumaður: Það var nú það, sem plataði mig. ¥ Anita: Og ef ég hafna þér, ætl- ar þú að fremja sjálfsmorð? Alfreð: Já, ég hef vanalega gert það undir svipuðum kringumstæð- um. ★ — Hvað er að Jói? Hvers vegna lítur þú svona illa út? — Konan mín er í matarkúr. ★ — Ertu enn trúlofaður Júlíu? — Nei. — Það var ágætt. — Hvað segirðu? — Hvernig tókst þér að losna við hana? Ég giftist henni. ★ — Læknirinn sagði að við hjón- in þyrttun? að hreyfa okkur meira. Þess vegna er ég búinn að fá mér golfklyfur og tilheyrandi. — Hvað keyptirðu handa konunni þinni? — Garðsláttuvél. í VIÐTALI við bandarískt blað hefur mágkona Kennedys Banda- ríkjaforséta, kona Edwards Kenn edy, lýst því yfir að hún kaupi öil sín föt með afslættí hjá Oleg Cass ini. En það er einmitt hann sem gerir klæði forsetafrúarinnar. „Cassini gefur mér 50% af- slátt“, segir hún“ og það finnst mér afskaplega vel gert af hon- um.“ ÍTALI nokkur vann fjögur hundruð daga í úraverksmiðjn. Á hverjum einasta degl stal hann einu úri eða einni klukku. Sam- kvæmt því sem hann síðar sagði lögreglunni, þá lét hann ævinlega eitt úr detta daglega niður í skolp lögn frá verksmiðjunní, og síðan fór hann á stúfana og leitaði þess eftir að vinnutíma var lokið. — Halló, Palli, ég var einmitt að hugsa til þfn. Ákaíut biðiíl HIN 63 ára gamla leikkona og söngkona Lotte Lenya, ekkja tón skáldsins Kurt Weilí, hefur gifzt að nýju. — Sá hamingjusami er bandariskur listamaður, Russel Detiler, sem er 26 árum yngri en frúin. — Þetta var einasta ráðið til þess að fá hann til að hætta að biðja mín fjórum sinnum á dag segir hún. Aldursmunurinn skipt ir engu máli, — því við elskum hvort annað. Þau gengu í það Iieijaga í Lond on, fóru í brúðkaupsferð til Ber- línar og ætla sér að búa í New Vork. Lotte Lenya kom til Bandaríkj- anna árið 1935. Tíu árum áður hafði hún gifzt Weill, en hann dó árið 1950. Þá giftist hún á ný, en missti mann sinn árið 1958. BANDARÍSKIR jarðfræðingar, sem vinna við rannsókuir á Suður skautslandinu, liafa nýlega fund- ið þar lieilan fjallgarð, þar sem öll fjöllin eru gerð úr hvítum marmara. Hæð fjallanna mun vera rúmlega þrjú þúsund metrar. GLERAUGNAÖTVARP MIKIÐ grín hefur verið gert að Bandaríkjamönnum fyrir að ganga um allar trissur með út- varpstæki í vasanum til að missa nú örugglega ekki af neinu, sem þar er á boðstólum. Nú á þetta ekki lengur við um Bandaríkjamenn, því vasaútvörp eru orðin útbreidd um allan heim, sumum til gleði en öðrum til hrellingar. Hér á íslandi "virðist Garner spilar fyrir Sinatra KVIKMYNDALEIKARINN Frank Sinatra hefur stofnað hljóm plötufyrirtæki, sem heitir Rep- rise. Til þessa hefur verið heldur hljótt um fyrirækið, en nú mun ekki líða á löngu þar til það fer að keppa við stærstu fyrirtækin í þessari grein. Sinatra hefur nefnilega fengið píanóleikarann alkunna, Erroll Garner til að Jeika inn á plötu fyr ir fyrirtækið. Reprise er ekki nema tveggja ára gamalt fyrirtæki, en samt hafa ýmsir frægir listamenn sungið inn á plötur hjá þvi. Má þar til dæmis ncfna: Sammy Davis, Dean Mart- iri, Duke Ellington, Nelson Riddle, Jo Stafford og Count Basie. það orðið furðu algengt að ungL* ingar gangi um með slík tæki íi vösunum og hafi glymjandann fi eyrunum liðlangan daginn. Ekki virðast Rússar vilja verðai eftirbátar annarra í þessum efn-> um. Tveir þarlendir verkfræðirigar hafa nú byggt örlítið íransistor- tæki, sem koma má fyrir í gler„ augnaspöngum. Það kviknar á tækinu um leið og gleraugun erui sett upp. Aðeins þarf að ýta á einn örlítinn hnapp til að stilla ta:kið inn á aðra stöð. Straum fær tækið frá lítilli rai' hlöðu, líkt og heyrnartæki. Tækið nær til stöðva sem senda á mið — og langbylgjum. ‘ Paf Boone í málaferlusn KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Warn~ er Brothers höfðaði fyrir nokkr- um dögum skaðabótamál á hená- ur söngvaranum Pat Bpone. Fyr- irfækið krefst 42 milljóna ísl. kr. í skaðabætur af söngvaranmn og' þeim plötufyrirtækjum, sem hann hefur sungið fyrir inn á plötur. Ástæðan til málshöfðunarinnar er sú, að Pat Boone hefur sungíð inn á plötu lag sem heitir „Speedy Conzales'*. Fyrirtækið telur, að röddin í Isg inu sé stolin úr teiknimyndum þeirra með „Speedy ConzaIes“. Föstudagur 8. marz. % 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. —« 8.30 Fréttir. - 8.35 Tónl. - 9.10 Vfr. - 9.20 Tónl.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum”: Þriðji lestur sögunnar „Gestir“ eít- ir Kristínu Sigfúsdóttur. .15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.00 Vcð’- urfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Endurt. tónlistarefni). 17Í40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson tal- ar um Jónas Hallgrímsson. 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfréttir. — 18.50 Tilkynníngar. 19.39 Fréttir. 20.00 Erindi: Erfiðleikar kvikmyndaeftirlitsins (Aðalbjörg Sigurð- ardóttir). 20.25 íslenzk tónlist: Tvö verk eftir Hallgrím Helgason. 20.45 í ljóði, — þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonar. Páll Bergþórs- son les ljóð og ljóðaþýðingar eftir Magnús Ásgeirsson, en ^ngi. björg Stephensen ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. 21.10 Tónleikar: Gítarleikarinn Laurindo Almeida o. fl. flytja suð- ræn lög. 21.30 Útvafpssagan: „íslenzkur aðall“ eftir Þórberg Þórðarson; XI. (Höfundur flytur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 Passíusálmar (23). - 22.50 Efst á baugi (Björgvin Guðmundsson og Tómas Karlsson). 22.50 Á síðkvöldi: Frá „viku léttrar tónlistai'" í Stuttgart í okt. s.l. 23.25 Dagskrálok. HIN SlÐAN T ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. marz 1963..J,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.