Alþýðublaðið - 12.03.1963, Qupperneq 9
Björgvin Guðmundsson skrifar um hingmál
24. Jólianna Egilsdóttir,
húsfrú.
Þátfaskil í málum
gamla fólksins
6; Sigurffur Guffmundsson
skrifstofustjóri form. SUJ
12. Baldur Eyþórsson,
prentsmiðjustj., form. FÍP
18. Ófcigur J. Ófeigsson
læknir.
EKKI hafa „stóru málin“, sem j þarna á ferð litum inn í nokkrar í- j kvæmd málsins og notfæra sér
beðið er eftir, enn séð dagsins ljós búðir hinna öldruðu og urðum ! heimildina til þess að taka lán í
á Alþingi. Enn er beðið eftir toll-
skránni og framkvæmdaáætlun-
inni og ef til vill bíða líka ein-
hverjir eftir frumvarpi að nýjum
vegalögum, en allar horfur eru nú
á því, að það mál komi ekki fyrir
þetta þing.
En eitt nýtt stórt mál var tekið
til umræðu í síðustu viku, a. m.
k. stórt mál í augum okkar Al-
þýðuflokksmanna. Emil Jónsson,
félagsmálaráðherra fylgdi úr hlaði
fyrra mánud. frumvarpi til laga um
byggingarsjóð aldraðs fólks. Gerir
frumvarpið ráð fyrir, að stofnaður
verði nýr byggingasjóður, sem hafi
það verkefni að stuðl» með lána-
veitingum og styrkjum að því, að
mjög hrifnir af því hve vel var bú- ! hinum nýja sjóði til bygginga á
ið að gamla fólkinu þarna. íbúð- í íbúðum fyrir gamla fólkið. Alþýðu-
irnar voru yfirleitt litlar íveggja flokkurinn hefur áður bent á það,
herbergja íbúðir. Ef gamla fólkið i
þessum íbúðum var heilsugott, sá
það að öllu leyti um sig sjálft, -en
að Reykjavíkurborg ætti að reisa
íbúðir fyrir gamla fólkið. Og þegar
lögin um hinn nýja byggingarsjóð
ef heilsan var farin að þverra sá hafa verið samþykkt, virðist það
borgarfélagið því fyrir aðstoð og cngin spurning, að Reykjavíkur-
heimilishjálp. Á þann hátt varð borg verði að hefjast handa. Sann-
komizt hjá því að sénda hina öldr- j leikurinn er sá, að Reykjavíkur-
uðu á stór elliheimili. Einnig heim- 1 borg hefur til þessa að mestu slopp
sóttum við stærri byggingar, þar
sem nokkur eldri hjón eða nokkr-
ir eldri einstaklingar bjuggu sam-
an. Virðist það vera ríkjandi stefna
erlendis, að það æskilegasta sé,
að hinir öldruðu búi á mjög litl-
um elliheimilum, en forðast beri
byggðar verði hentugar íbúðir fyr- ' af! bafa þá eingöngu í stórum
ir aldrað fólk. Er hér um að ræða j byggingum. Því míður liefur þró-
hið merkasta mál, sem búast má ' unin verið öfug hér á landi. Hér
hafa risið upp nokkur stór og mynd
arleg elliheimili, en ekki hafa ver
ið reist lítil elliheimili, þar sem
tiltölulega fá gamalmenni gætu bú
ið saman sem fjölskylda og því síð-
ur hafa sérstakar íbúðir fyrir
gamla fólkið verið reistar.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um
byggingarsjóð aldraðs fólks mark-
ar tímamót í þessum málum. En
við, að síðar meir verði talið með '
hinum merkustu umbótamálum, er
Alþýðufl. hefur knúið fram hér á
landi. — Byggingasjóður aldraðs
fólks er hliðstætt stórmálum eins
og byggingu verkamannabústaða
almannatryggingum og orlofslög-
um, en Alþýðuflokkurinn hefur átt
frumkvæðið að öllum þessum mál-
um og því fór vissulega vel á því,
að formaður Alþýðufl. skyldi einn-
ig ýta úr vör byggingasjóði gamla
fólksins.
íslendingar hafa ekki búið nægi-
lega vel að gamla fólkinu til þessa.
Við höfum að vísu komið upp
nokkrum elliheimilum, — stórum 1
byggingum, þar sem vel hefur farið .
um gamla fólkið, en vist hinna j
öldruðu á þeim heimilum hefur;
verið líkari sjúkrahúsavist en veru ,
á þægilegum heimilum í ellinni. j
Nágrannaþjóðir okkar hafa fyrir
mörgum árum farið inn á þá braut
að reisa hentugar litlar íbúðir fyr-
ir gamla fólkið. Eru það víðast
bæjarfélögin, er standa fyrir bygg-
ingu slíkra íbúða, sem síðan eru
leigðar eða seldar gamla fólkinu.
Gamla fólkið kann að sjálfsögðu
mun betur við sig í slíkum hús-
um en á hinum stóru elliheimil-
um. í þessu efni hafa íslendingar
dregizt aftur úr nágrannaþjóðun-
um og er því vissulega tími til
kominn, að við gerum ráðstafanir
til þess að bæta hér úr.
Er ég var ó ferð í Englandi
haustið 1961 átti ég þess kost að
heimsækja íbúðir aldraðs fólks
í Derby. Jafnaðarmenn hafa meiri-
hluta í borgarstjórninni þar og
hafa haft forustu um víðtækar róð
stafanir til aðstoðar öldruðu fólki
og börnum en jafnframt héfur
borgarfélagið þarna gert stórfelld-
ar ráðstafanir til þess að reisa ó-
dýrar og hentugar íbúðir fyrir al-
menning og eru þær leigðar og
seldar fyrir furðulega lágt verð.
Við íslendingarnir, sem vorum
ið við öll fjárútlát vegna gamla
fólksins í borginni. Stefna meiri-
hluta borgarstjórnar hefur verið
sú, að gera eins lítið og unnt væri
að komast af með fyrir gamla fólk-
ið. Reykjavík áætlar að vtrja 100
þús. kr. í beinum framlögum til
gamla fólksins 1963, 50 þús. til
Elliheimilisins Grundar og 50 þús.
til Dvalarheimilis aldraðra sjó-
manna. Minna getur það vissulega
ekki verið af rúmlega 400 millj. kr.
tekjum Reykjavíkurborgar. Nú
vex-ður Reykjavíkurborg að hefja
íbúðabyggingar fyrir gamla fólícið
og jafnframt þarf boi-gin að koma
á fót heimilishjálp fyrir hina öldr-
uðu líkt og tíðkast í öðrum lönd-
um. Og hið sama verða önnur bæj
arfélög að gera. Það veltur að
augljóst er, að til þess að málið miklu leyti á undirtektum bæjarfé
nái tilgangi sínum verða bæjai'-'og laganna hvernig byggingarsjóður
sveitarfélögin að taka við fram- hinna öldruðU reynist í framtíðinni
GITARSKÓLI
ÚT UM LAND
AÐ UNDÁNFÖRNU hefur starfaff | Ólafur Gaukur mun halda til
hér bréfaskóli í gítarleik. Þar hafa Vestmannaeyja í næstu viku, en
menn getað aflað sér tilsagnar á síðan til Vestfjarða og þá um Norð
hið vinsæla hljóðfæri, gítarinn, án urland og Austfirði, ef nýmæli
þess aff þurfa aff sækja kennslu- þetta reynist svo sem við er að
stundir, en fengiff tilsögnina senda
heim og glímt viff æfingar í frí-
stundum.
Hefur þetta kennslufyrirkomu-
lag gefizt hið bezta. Á næstunni
er í vændum nýjung í starfsemi
skólans, og ætti hún að koma sér
vel fyrir fólk úti ó landi. Mun
kennari skólans, Ólafur Gaukur,
gítarleikari, fara út um land og
innrita nýja nemendur í skólann,
jafnframt því sem hann leiðbeinir
fólki um hljóðfærakaup, stillir gít-
ara og veitir aðrar ráðleggingar
í þessU sambandi. Má ætla, að
þessi þjónusta Gítarskólans mæl-
ist vel fyrir og margir noti sér
tækifærið til að láta velja fyrir
sig gítar eða veita sér leiðbein-
ingar í þessu sambandi, ekki sízt
þar sem gítarinn á almennum vin-
sældum að fagna hér á landi.
búast.
ÖLAFUR GÁUKUR
Al^ÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. marz 1963 §