Alþýðublaðið - 12.03.1963, Síða 15
aB undirbúa miðdegisverðinn".
„Það gerðist þá þann dag,
Mark?“ Rödd læknisins var ó-
sköp róleg.
„Andskotinn, þú vildir fá að
sjá bréfin!" sagði Mark hryss-
ingslega. „Skoðaðu þaú!“
Hendur læknisins voru alveg
stöðugar, þegar hann setti fyrsta
bréfið í umslagið aftur, en hann
fann hvernig allur líkaminn titr-
aði af æsingi. Mark háfði óafvit
andi fallið í fyrstu smágildruna.
Það mátti segja, að búið væri að
fastsetja tímann og staðinn —
staðinn, sem Mark framdi glæp
sinn á.
Læknirinn opnaði annað bréf-
ið. Þar var að finna sömu ómerki
legu léttúðina:
Jæja, þá byrjnm við aftur,
gamla skonnorta. Ég veit, að þú
ætlar í bíl til ríkisþinghússins
í sambandi yiO Grondahl-mál-
ið. Ég vil heldur, að þú farið
með fjögur lestinni. Það tekur
þig nokkrum klukkustundum
lengri tíma en það kemur í veg
< fyrir að ég heimsæki saksókn
arann þín vegna. Bless - bless
J og allt það.
Þau voru öll svona, eins konar
viðbjóðslegt rövl. Munnur lækn
isins þornaði við að lesa þau.
Þau voru öll fyrirmæli um að
breyta áætlunum, nema eitt —
krafa um . að Mark hætti að
drekka í tíu daga!
„Það“, sagði Mark bitur, „náði
yfir tíma, þegar við ætluðum að
hittast bekkjarfélagarnir úr
ínenntaskólanum, og ég hefði af
eðlilegum ástæðum drukkið dá-
tr
lítið. Ég fór ekki í samkvæmið,
en ég — drakk ekki!“
„Allan þann tíma gerlr þú ná
kvæmlega, eins og þér var sagt,
af. því að — “
„Ég vissi, að hann hafði I fullu
tré við mig!“ sagði Mark. ,,Það
er aðeins einn atburður í lífi
mínu — til þessa — sem sak-
sóknarinn gæti haft áhuga á. Sú
staðreynd, að einhver vissi, að
slíkur atburður var til, var mér
nægjanleg sönnun."
Læknirinn las áfram, og eftir
því sem á léið tók bréfritarinn
að-taka á sig ékræðna skapgerð
— uggvænlega, sem hafði yndi
af sinni ómerkilegu kýmnigáfu.
Hann hafði aðallega fengizt við
að baká-Mark óþægindl. Það var
aðeins að því er snerti dómara-
stoðuna, sætið í háSkólaráðinu,
og tvö veigpraikil dómsmál, sem
hann hafOi ncrt meira en að láta
Mark taka ifímm skref, þar sem
. eitt héfOi !••• -*. Læknirinn gat
næstuin 'aovtI fyrir sér rödd —
hán • • v nðn'in’ega.. Það var
ekki rödc!., nem hæfði einum, er
hann þehki.' Máltð, sem var nær
málfari'NieVys .en' nokkurs ann-
ars'í hú : — samt ekki Nic-
kys. Þéí' i va? málfar, rödd, ó-
mérkile;;; borþara . í útvarþs-
þætti, vnr -tppfinning ein
hvers — eiirs og rödd úr dúkku
búktálara, s: n Makaði af ánægju
af áð sji þj-'st frammi fyr-
ir sér.
Bréfín von.i ÖU sí.utt, og eftir
stundari vrr k;! nirinn búinn
að !«>sa bm’ ö’j samati: IJann
horfði á Mark; sem sat á bekkn-
um, fölur.og sveittur.
„EkW fáifégt, hváð finnst þér,
læknir?“ r-rsgði Mark.
,Ekki gt“, sagði læknir-
inn. „Fg ■■ "i að-viðurkenna,-að
þau h .' i , i lijálpáð méiv^aik
ið, Mark Þ 0 er aðeins þú, sem
gætir ;•••'' . • n.'-iti skoðað.þau
— til þe ‘i. að-.finna, þó ekki sé
nema eitt, þár sem allt fólkið
þarna inni.gæti ekki liafa vitað.
hvað var að gerast á ákveðnum
tíma í lífi þínu“.
„Sérðu ekki, hve vonlaust það
er?“ sagði Mark. „Kay vissi um
allar mínar fyrirætlanir. Peg um
flestar þeirra. George lika. En
þau gætu öll þrjú verið sak-
laus, læknir — liafa komið upp
lýsingunum áleiðis, án þess aö
vita, að einhver var að not
færa sér slíkar upplýsingar til
þess að gera mig brjálaðan.“
„Ég býst við, að það sé þetta,
sem hefur gerzt“, sagði læknir-
inn. „Ég held, að Peg hafi gefið
einhverjum upplýsingar, og hún
hefði átt — eða hafi raunveru-
lega — munað það, og að eng
inn nema sá aðili héfði getað vit
að það.“
„Hún sá aldrei bréfin”, sagði
Mark. „Enginn hefur nokkru
sinni séð þau fyrr en nú.“
„En hún vissi um margar fyr-
irætlanir þinar“, sagði læknir-
inn.
Mark barði krepptum hnefan-
um í bekkinn. „Það þýðir ekk-
ert“, sagði hann. „Ég er búinn að
velta þessu fyrir mér fram og aft
ur. Skilurðu ekki, að það er
þess vegna, sem ég hef neyðst út
í þetta? Ég get ekki komizt að
sannleikanum. En þegar llf henn
ar liggur við getur verið, að þessi
manneskja játi á siðustu
stundu“.
Læknirinn sat grafkyrr og
horfði á Mark ná tökum á sjálf
um sér aftur. Síðan sagði hann:
„Það er mikið af sannleika, sem
komið hefur í ljós síðasta sólar-
hringinn, Mark. Til dæmis veit ég
af hverju þú hafðir Nlcky alltaf
með í hópnuni!"
Mark hálfreis á fætur.. „Sagði
Nieky þér það?“
„Hvers vegna ekki, Mark?
Hann á ekki von á að sleppa héð
an lifandi. Og þó að honum tæk
ist það, veit hann, að hann gæti
ekki lengur nötfært sér stúðning
þinn“.
Mark settist hægt niður aft-
ur. „Vita hin það?“ spurði hann.
„Ég held ekki. Hann sagði mér
það, af því að hann var í klípu.
Hann sakaði Kay um að hafa
myrt Peg — og kúgað þig.“
„Kay!“
„Hann þarfnaðist min til að
hindra, að Jeff berði hann I
kiessú. Ég fékk hann til að upp
lýsa það minniháttar leyndarmál,
hvaða tök hann hefði á þér.
Hvers vegna verndaðir þú föður
þinn, Mark?“
Mark dró djúpt andann. „Það
var ekki mikill greiði. Nicky er
vanmetaskepna, en hann hefur
aldrei gert neinum neinn raun-
verulegan miska. Ef þögn hans
kostaði að þurfa að hafa hann
með, þá var það að minnsta, sem
ég gat gert fyrir pabba.“
„Þú varst ekki reiður yfir
því?“
„Mér geðjaðist ekki að því“,
sagði Mark. „En ég skuldaði
pp.bba allt. Og — ég skildi hvem
ig það hafði gerzt. Móðir mín dó,
þogar ég fæddist. Faðir minn
tignaði hana. Hann giftist aldrei
aftur,1 því að ég held, að hann .
hafi ekki getað hugsað sér þess ’
konar náðið samband við neina _
aðra konu. En hann var, þegar
öllu var á botninn hvolft, karl-
maður. Maður losar sig efcki svo
auðveldlega við kynhvötina bara j
af því að það er óþægiiegt að
fullnægja henni. Hann gerði það,
sem margir menn af hans kyn- j
slóð, gerðu. Hann keypti það,
sem liann þurfti — og forðaðist
náin tengsl. Ég hafði ekki minna
álit á honum, þó að hann hefði
samband við atvinnukonur. Ég
vissi hvað þýðingu það mundi
hafa fyrir hann í bæjarfélaginu,
ef sagan kæmist á kreik. Það er
eitt að brjóta reglur bæjarfé-
lagsins, og annað að láta grípa
sig í því. Það hefði verið úti um
hann sem stjórnmálamanna og
lögfræðing, ef Nicky hefði kjaft
að. Ég — ég var fús til að
hjálpa.“
„Hvað þýddi það, Mark, um-
fram það að hafa Nicky með?“
„Ó, Nicky þurfti við og við á
peningum að halda. Ekki mikl-
um. Pabbi borgaði á meðan hann
lifði. Ég gerði það eftir það“.
Læknirinn náði f pípuna sína
og tóbakspunginn, án þess að
líta af andliti Marks. „Hvað olli
því, að þú ákvaðst skyndilega að
kvænast Kay, Mark? þú elskaðir
Laureen“.
Andlitsdrættir Marks stirðn-
uðu. „Ég skipti um skoðun“,
sagði hann. „Ég komst að raun
um, að ég elskaði Kay“.
„Ég held, að þetta sé ósatt,
Mark“, sagði læknirinn og byrj
aði að troða í pípu sína.
„Hvers vegna skyldi ég segja
ósatt um það? Laureen var ungl
ingsást. Ég varð ástfanginn af
Kay. Mér var orðið sama um
Laureen þá“.
„Ég held, að þetta sé líka ó-
satt, Mark.“
„Mér er andskotann sama um
hvað þú heldur", sagði Mark
hörkulega. „Það var svona samt.“
„Hvers vegna giftist Kay þér?“
spurði læknirinn. „Hún elskaði
Jeff.“
„Það gerðist bara“, sagði
Mark. „Við gerðum okkur allt í
einu ljóst, að vlð elskuðum
hvort annað.“
„Þú sagðir mér fyrst þegar við
hittirmst, að Kay hefði ekki elsk
að þig, þegar þið giftuzt.“
Mark hristi óþolinmóður höf-
uðlð. „Ég — það, sem ég sagði,
var, að hún — “
hefði ekki elskað þig.“
„Hún hélt, að hún elskaði
mig“, sagði Mark. „Hún komst
ekki að þvi fyrr en of seint, að
hún hafði gert skyssu."
„Það getur verið, að þú hald
•I
•i
ir þetta, Mark, en það er ekkt
satt. Hún giftist þér, af því aQ
hún varð að gera það.“
Mark var aftur stokkin á fæt-
ur og hélt nú á vélbyssunni í bá8
um höndum. Læknirinn sat al-
veg grafkyrr.
„Hvað meinarðu með, að húri
hafi orðið að gera það?“ hrópaðl
Mark.
„Faðir þinn“, sagði Iæknirinn,
„Faðir þinn bjargaði Sam gamla
Tanner einu sinni frá fangelsl,
Hann bað um borgun, þannig a8
Kay giftist þér.“
„Þetta er lygi!“ hrópaði Mark.
„Hann vissl ekkert um Sam Tann
er. Það var — það var —“
„I>veröfugt?“ stakk læknirinn
upp á.
„Skiptiir ekki máli*', sagði
Mark. „Þetta er tóm vitleysa.**
„Faðir þinn sagði þér", sagðl
Dr. Smith, „að Tanner vissi eitt
hvað um hann. Hann sagði þér,
að Tanner hefði í hótunum um
að koma upp um hann, ef þú
giftist ekki Kay.“
„Nei!“
„Það er þess vegna sem þú
baðst Kay, þegar þú elskaðir
Laureen. Og það er þess vegna
sem þú gafst Laureen enga ‘skýr
ingu — af þv£ að þú gazt það
ekkl!“
Fasteignasala:
Bátasala:
Verðbréfaviðskipti:
Skipasala:
V^tryggingai;:
Jén Ó. Hjörleifsson,
viðskiptafræðingur.
Sími 20610 — 17270.
Tryggvagötu 8, 3. hæð.
Heimasími 32869.
(
— Nei, sjáðu regnskýið þarna, pabbl. Við verðum að fiýta
okkur inn, ef við eigum ekki að- verða rennbUut,
ALl»fÐUBlAÐie - 12. marz 1963 1$ '