Alþýðublaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 8
yffMiip ' 8 24. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ RÆÐA GYLFA Þ. GÍSLASONAR MENNTAMÁLARÁÐHERRA Á ALÞINGI UM KENNARAMENN KENNARAR gegrna einu ábyrgrS- armesta starfi, sem unnið er í sér- hver ju þjóðfélagi. Uppeldi ogr menntun æskunnar hefur megin- þýðingu, ekki aðeins fyrir farsæld þjóðarinnar, heldur einnig fyrir hagsæld hennar. Það hlýtur því að skipta miklu máli, að þeir, sem hafa eiga með höndum uppeldi æskunnar að miklu leyti og fræðslu hennar að mestu leyti, séu hinum mikla vanda sínum vel vaxnir. En að öðru jöfnu hljóta þeir að teljast vandanum þeim niun betur vaxnir sem þeir hafa meiri og betri menntun til að bera. Það er þcss vegna ein af frumnauðsynjum góðs skólakerfis, að verðandi kennarar eigi kost á góðri og traustri menntun. Nokjtuð hefur á það skort und- anfarna áratugi, að kennurum hafi vetið búin nægilega góð menntunarskilyrði. Kennaraskóli íslands var stofnaður árið 1908. Núgiídandi lög um skólann eru frá árinu 1947. Menntunarskilyrði kennara hafa ekki vérið bætt á undanförnum áratugum í.jafnrík- um mæli og átí hefur sér stað um ýmsar aðrar mikilvægar starfs stéttir. Ein af ástæðunum er ef- laust sú, að húsakostur skólans hefur verið algjörlega ófullnægj- andi hin síðari ár, enda hefur hann þangað til á þessum vetri starfað í upphaflegu húsi sínu. En á síðastliðnu hausti flutti kennara skólinn í nýju bygginguna, sem hefur verið í smíðum síðan 1958. Var henni að vísu ekki fulllokiö ( og er ekki enn. Nú í sumar mun henni þó verða lokið eða réttara sagt þeim áfanga heildarbygging- arinnar, sem unnið hefur verið að undanfarin ár. Næsta haust mun því Kennaraskólinn geta tekið til starfa í nýju húspæði, sem telja má eitt vandaðasta skólahús lands- ins. En undanfarin ár hefur ekki að- eins verið unnið að því að koma upp nýju húsnæði fyrir Kennara- skóla íslands. Jafnframt hefur verið starfað að því að undirbúa algera nýskipan á skólanum sjálf- um, skipulagi hans og námsefni, í því skyni að bæta menntunar-! skilyrði kennarastéttarinnar. Upp- haf þess máls er það, að 29. febrú- ar 1960 skipaði menntamálaráðu- neytið 7 manna 'nefnd til þess að endurskoða gildandi löggjöf um Kennaraskóla íslands og semja nýtt frumvarp til laga um skólann. í nefndinni áttu sæti Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri, og var Gylfi Þ. Gíslason. liann formaður hcnnar, Ágúst Sig- urðsson, kennari, dr. Broddi Jó- hannesson, kennari, Guðjón Jóns- son, kennari, Gunnar Guðmunds- son, yfirkennari, Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, og dr. Símon Jóh. Ágústsson, prófessor. Hinn 31. ágúst 1960 var Sveinbirni Sig- urjónssyni, skólastjóra, bætt í nefndina. Lauk hún störfum í sept- ember 1961 og skilaði þá til menntamálaráðuneytisins frum- varpi til laga um Kennaraskóla íslands ásamt greinargerð fyrir störfum sínum og frumvarpinu sjálfu. Var frumvarp þetta athug- að rækilega í menntamálaráðu- neytinu og efni þess rætt við full- trúa frá Háskóla íslands og Menntamálaráðuneytið skipaði urstaða þeirra viðræðna varð sú, að ekki þótti ráðlegt að leggja nýtt frumvarp um Kennaraskól- ann fyrir þingið 1961—’61, heldur undirbúa málið betur og freista þess að koma á algeru samkomu- lagi milli forystumanna Kennara- skólans og kennarastéttarinnar, Háskólans og forustiunanna úr hópi menntaskólanna, áður en málið yrði lagt fyrir Alþingi. Menntaskólaráðuneytið skipaði því 2. júlí 1962 sérstaka nefnd til þess að fjalla um frumvarp 8 manna nefndarinnar og freista þess að samræma sjónarmið Kenn araskólans, Háskólans og mennta- skólanna. í þessa nefnd voru skip- aðir Birgir Thorlacius, ráðuneyt- isstjóri, og var hann formaður hennar, Ármann Snævarr, háskóla rektor, Helgi Elíasson, fræðslu- málastjóri, Kristinn Ármannsson, rektor Menntaskólans í Reykja- vík og þáverandi skólastjóri Kennaraskólans Freysteinn Gunn- arsson, en dr. Broddi Jóhannesson var skipaður varamaður hans og tók fast sæti í nefndinni, er hann hafði verið skipaður skólastjóri Kenharaskólans. Nefnd þessi at- hugaði allt málið mjög vandlega, gerði ýtarlegan samanburð á náms efni ; Kennaraskólans og mennta- skólanna og tillögur um námsefni hinna nýju deilda, sem gert er ráð fyrir í Kennaraskólanum. Innan Háskólans var málið ekki aðeins rætt í háskólaráði, heldur í öllum deildum Háskólans. Þetta frumvarp, sem hér liggur fyrir, er niðurstaða af störfum þessarar nefndar og hefur samhljóða með- mæli hennar. Má þvi segja, að það fullnægi óskum forvígismanna Kennaraskólans og kennarastétt- arinnar og hafi samþykki og með- mæli háskólaráðs og rektors Menntaskólans í Reykjavík. Ætti þessi undirbúningur málsins að auðvelda hinu háa Alþingi að taka skjóta afstöðu til frumvarpsins. Meginbreytingarnar, sem felast í þessu frumvarpi frá gildandi á- kvæðum um Kennaraskóla íslands, eru: 1. Að veita skólanum réttindi til að, brautskrá stúdenta, 2. að koma á fót framhaldsdeild við skólann, 3. að stofna undirbúningsdeild fyrir sérkennara,. 4. aukin æfingakennsla og 5. nokkurt kjörfrelsi um náms- efni. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að skólinn greinist í 6 deildir: 1. Almenna kennaradeild, þar sem námið skal taka f jögur ár og Ijúka með almennu kennaraprófi, sem veiti kennararéttindi í bama- og unglingaskólum landsins. | 2. Kennarad. stúdenta, þar sem | stúdentum úr menntaskólunum ! skuli gert kleift að ljúka kennara- I prófi með eins árs námi, en í þeirri delld skulu nemendur ljúka sama námi og nemendur í almennu kennaradeildinni í uppeldisgrein- ! um og þeim greinum kennara- 1 námsins öðrum, sem eru ekki kenndar til almenns stúdents- prófs. 3. Menntadeild, þar sem þeir, sem lokið hafa prófi frá almennu kennaradeildinni með 1. einkunn árið 1967 eða síðar, skulu geta bú- ið sig undir stúdentspróf á einu ári. Námskröfur til stúdentsprófs frá ~ Kcnnaraskóla íslands skulu sambærilegar kröfum til stúdents- prófs menntaskólanna, þó þannig, að lieimilt sé að látá próf í upp- eldis- og kennslufræðum frá al- mennu kennaradeildinni gilda til stúdentsprófs og fella niður innan takmarka, sem ákveðin eru í reglu gerð, annað námsefni sem því svarar, á svipáðan hátt og gert er um sérgreinar í mála- og stærð- fræðideildum menntaskólanna. Gert er ráð fyrir, að þessi mennta deild taki til starfa í síðasta lagi eftir 4 ár, þ. e. a. s. þegar þeir, sem ganga inn í Kennaraskólann á næsta liausti, hafa stundað nám í 4 ár í almennu kennaradeildinni. 4. Framhaldsdeild, er veitir ' ncmendum kost á framhaldsmennt un með nokkru kjörfrelsi, og i skulu þeir þá stunda nám í eigi færri greinum en þrem og sé ein þeirra aðalgrein. Skal þessu fram- haldsnámi Ijúka með prófi og stþríla^idi kennurum heimilt að leggja stund á einstakar greinar þessa framhaldsnáms eftir frjálsu vali og ljúka í þeim tilskildum prófum. 5. Undirbúningsdeild sérnáms og skal þá vera um 2ja ára nám að ræða, sem búi nemendur undir kennaranám í sérgreinum, svo sem handavinnu, íþróttum, tónlist, teikningu, húsmæðrafræðslu og öðrum uppeldisstörfum, hvort sem sérnámið fer fram í Kennaraskól- anum eða annars staðar. 6. Handavinnudeild, sem veit- ir sérmenntun í handavinnu karla og kvenna og sér nemendum fyrir æfingum í að kenna þær. Enn- fremur sjái handavinnudeildtn nemendum í öðrum deildum Kenn- araskólans fyrir kennslu í handa- vinnu og kennsluæfingum í þeirri grein. Sé námstími í handavinnu- deild tvö ár og skuli þeir, sem út- skrifast úr deildinni, öðlast tétt- indi til að kenna handavinnu í barnaskólum og framhaldsskólom. I frumvarpinu eru sett ný á- kvæði um rétt til inngöngu í 1. bekk almennu kennaradeildarinnar Gert er ráð fyrir tvenns konar inn- gönguskilyrðum. Annars vegar landsprófi miðskóla með þeirri lág- markseinkunn, sem ákveðin er í reglugerð um miðskólapróf í bók- námsdeild, eða fullgildu gagn- fræðaprófi bóknámsdeildar með lágmarkseinkunn i nokkrum aðal- greinum, sem reglugerð ákveði, enda gangi gagnfræðingar undir viðbótarpróf í einstökum reinum, ef þörf krefur, svo að tryggt sé að þeir hafi lokið námi, sem samsvari námi til Iandsprófs miðskóla. Al- mennt stúdentspróf veitir rétt til inngöngu í kennaradeild stúdenta. En rétt til inngöngu í menntadelld og framhaldsdeild eiga þeir, sem lokið hafa almennu kennaraprófi með 1. einkunn 1967 eða síðar, þ. e.a.s. þeir, sem hefja nám í Kenn- araskólanum á næsta hausti eða síðar. Heimila má þeim, sem lokið hafa slíku prófi fyrir þann tíma, inngöngu í deildina, en vilji þeir þreyta stúdentspréf, skulu þeir Ijúka viðbótarprófi, sem nánar verði kveðið á um í reglugerð. Rétt til inngöngu í undirbúnings- deild sérnáms veitir landspróf mið- skóla, gagnfræðapróf eða önnur hliðstæð próf með þeirri einkunn sem stjórn skólans metur gilda, enda sé bá nám og prófkröfur full- nægjandi að dómi skólans. Rétt til inngöngu í handavinnudeild eiga þeir, sem lokið hafa námi í undir- búningsdeild sérnáms í Kennara- skólanum, stúdentsprófi eða al- mennu kennaraprófi. Með þeirri skipan, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, má telja að inntökuskilyrði í Kennaraskól- ann veröi hliöstæð inntökuskilyrð- um í hina almennu menntaskóla. Nám í almennu kennaradeildinni á að vera 4 ára nám eins og mennta skólanámið. En þar eð námið í almennu kennaradeildinni þarf að sjálfsögðu fyrst og fremst að mið- ast við þarfir kennara, er ekki unnt að hafa námsefni hennar þannig, að lokapróf hennar geti svarað til stúdentsprófs og þannig veitt rétt til inngöngu í háskóla. Þess vegna er gert ráð fyrir stofnun mennta- deildarinnar. og á námsefni hennar að vera þannig, að þar fái nemend- ur þekkingu í beim greinum, sem nauðsynlegar eru til stúdentsprófs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.