Alþýðublaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 3
Mannekta hjá útgerðinni: ALLIR FARA í IÐNAÐINN FRETTIR hafa af því borizt, a'ð fólksekla sé hjá Útgerðarfélagi i Akureyrar og sé það eitt til bjarg ar vandræðaástandi, að aflabrögð togaranna væru í lakara lagi. Al- þýðublaðið átti í gær tai við And rés Pétursson, framkvæmdastjóra og innti hann eftir þvl, hvort þetta væri satt. ,Auðvaldslygi' segir Castro HAVANA, 23. marz. — Fidel Castro, einræ&isherra á Kúbu, lýsti því yfir í gærkvöldi, að frétta- ritari Parísarblaðsins „Le Monde“ liefði aldrei haft blaðaviðtal við sig. í viðtalinu, sem hér um ræðir og birtist í „Le Monde“ í vikunni, kvaðst Castro ósamþykltur Krústj ov forsætisráðherra varðandi brottflutning sovézku eldflaug- anna frá Kúbu. Castro kveðst hafa hitt franskan blaðamann í hófi hjá ritstjóra blaðsins „E1 Revolucion" hinn 1. janúar s. 1. Hann hefði rætt við blaðamanninn um allt milli him ins og jarðar, en t. d. hefði hann aldrei gagnrýnt ákvörðun Krústj- ovs í haust um að flytja burtu eldflaugarnar eða stefnu hans í Kúbumálinu. Castro segir, að það sem fréttamaðurinn hafi eftir hon um sé tilbúningur. FtOKKURINR Verkalýð'smálanefnd AI- þýðuflokksins vekur athygli á fundinum í dag, 24. marz, kl. 9,30 f ,h. með þátttakend- unum í verkalýðsmálanám- skeiði Alþýðuflokksins í Al- þýðuhúsinu, uppi. Andrés sagði, að satt væri, að mannekla væri hjá útgerðarfélag inu. Einkum vantaði sjómenn en einnig fólk til vinnu í landi. Á- standið hefði fremur versnað en batnað síðan farið var að landa á Akureyri, en á milli 1700 og 1800 tonn hafa borizt þar á land frá fyrstu löndun í janúarlok. Aðspurður um orsök þessarar manneklu sagði Andrés, að engu væri um að kenna nema góðæri og miklum atvinnumöguleikum í landi. Iðnaður ykist með ári hverju á Akureyri og þangað streymdi fólkið. Um utanbæjarfólk væri naumast að ræða, það hefði nóga atvinnu heima fyrir. Eins og fyrr segir hafa tæp 1800 tonn borizt á land á Akur- eyri, siðast landaði Sléttbakur þar í síðustu viku 116 tonnum. STARFSSVIÐ • • Reykjavíkurmót í badminton í gær kl. 14,30 hófst Reykja- víkurmótið í badminton, en það fer fram í Valshúsinu. — í dag kl. 13,30 verður úrslitakeppni móts- ins á sama stað. 44 keppendur eru skráðir í 4 greinum íþróttarinnar. Mest er þátttakan í tvíliðaleik karla, en í þeirri grein keppa 19 lið og getur oltið á ýmsu um úrslit. En við einna harðastri viðureign má bú- ast í einliðaleik karla, þar sem keppendur eru 11, og þeirra á meðal íslandsmeistarinn Jón Áma son og Reykjavíkurmeistarinn Óskar Guðmundsson auk annarra snjallra leikmanna. MJOG AUKIÐ AÐALFUNDUR Félags íslcnzkra náttúrufræðinga var haldinn dag- ana 26. febrúar og 7. marz. Á þess um fundi var lögum félagsins breytt og starfssvið þess mjög auk ið. Hingað til hefur félagið ein- ungis starfað sem hagsmunafélag fyrir þá náttúrufræðinga, sem vinna við rannsóknastofnanir í þjónustu ríkisins. Félagið á nú að vera fræðilegur vettvangur allra þeirra, sem lokið hafa háskólaprófi í einhverri grein náttúruvísinda, og á því að ‘gegna svipuðu hlutverki fyrir nátt úrufræðinga og Verkfræðingafé- ’ag íslands gegnir fyrir verkfræð- :nga. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, formaður er Dr. Björn Sig irbjörnsson, erfðafræðingur. Meðlimir félagsins eru 50 tals ins. Skipstapinn Framh. af 1. síðu aður, til þess að nótin sláist ekki inn í skipið, þegar hún er uppi, eða þegar henni er kastað. Þegar svo sjór skellur á skipinu og fyllir ganginn, er það auðvitað ekki til bóta, að gangurinn skuli vera lok- aður, sagði Sighvatur. Aðspnrður um mennina, sem fórust með Erlingi 4. sagði Sig- hvatur, að Guðni, sem var neta- maður, hefði komið á bátinn með skipstjóranum í haust, er hann tók við skipinu. Áður stjóma'ði sonur Sighvats, Ríkharð, Erlingi 4. í tvö ár. Ásberg skipstjóri stjóraaði áður Vestmannaeyjabátn um Emmu, og er að' sögn Sighvats Bjarnasonar þaulreyndur sjómað- ur. Samúel Ingvason hafði verið tvo daga á skipinu, og var þetta önnur veiðiferðin, sem hann fór. Aðspurður um það, hvort þessir menn hefðu ekki verið syndir, — sagði Sighvatur, að hann byggist við því, og líklegast væri, að Sam- úel hefði aldrei vaknað, en allt bar þetta mjög brátt að, eins og kunnugt er. Samúel svaf niðri í lúkarnum, og sást hann ekki eftir að brotsjórinn reið á skipinu. ,— Aftur á móti sást til Guðna, en hann var horfinn, þegar búið var að opna gúmmíbátinn. Aðspm-ður um það', hvort þess væri ekki krafizt, að sjómenn væru syndir, sagði Sighvatur, aff svo væri ekki. Sjálfur kvaðst hann hafa verið skipstjóri í 34 ár, og gæti hann ekki haldið sér á floti, ef hann dytti útbyrðis eða 1 af bryggjuhaus. I Sighvatur sagði, að það mættl telja sérstakt lán, a'ð ekki skyldu ! fleiri farast, þar eð þetta bar svo j brátt að, og hver sekúnda var dýr- mæt. Þá riði á því að gera aUt rétt og hugsa skipulcga, en ekkl nema einn af hverju þúsundi væri fær um það undir svona kringum- stæðum. Aðspurður um það, hvað yrði um skipverja á Erlingi 4. sagði Sighvatur, að ekkert væri farið að ræða um það. Hann mundi ekki leggja út í frekar útgerð, a.m.k. ekki í vetur, — en hann á antn- an bát á sjó, Erling 3. j Fann upp handfæravindu fíeð/ð fyrir bar- áttu gegn hungri BISKUPINN yfir íslandi hefur ritað prestum landsins bréf, þar sem hann hvetur þá tU að stuðla með áhrifum sínum og fyrirbgen að því, að sóknin gegn hungrinu í heiminum megi bera sem beztan árangur. Biskup beinir þeim til- mælum til prestanna, að þeir kynni þetta mál fvrir söfnuðum sínurn og geri þaff aff bænarefni við eina eða fiei.ri guffsþjónustur. Jafn- framt biðtjr hann þá að vekja at- hygli fólks á því, að þrátt fyrir framlag íslenzka ríkisins til Mat- vælastofnunav S meinuðu þjóff- anna, væru g.iafrr einstaklinga, sem af nægtem fcsfa ad taka, mjög kærkomnar og æskilegar, en kirkja íslands keninr slíkum gjöfum á- leiðis til réttra aðila. „Svo sem kunnugt er, liefur Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna gengizt fyrir skipulagðri sókn til þess að bæta úr skortinum í heiminum. Það er staðreynd, að meira en helmingur jarðarbúa líð- ur skort, hefur ekki viðurværi, er nægi til þess að halda heilsu og kröftum og vantar víða mikið á, að svo sé. Hér er um mein að ræða, sem hinum beztu mönnum þykir einsætt að unnt sé og skylt að bæta, og tekur það fyrst og fremst til þeirra þjóða, sem lifa í allsnægtum." Svo segir í bréfi biskups til ís- lenzkra presta. Alkirkjuráðið hef- ur látið þetta mál til sín taka, fyrr og síðar, og hefur aðalframkvæmda stjóri Alkirkjuráðsins með um- burðarbréfi óskað eftir því, að prestar og söfnuðir minntust þessa sérstaklega í boðun og bæn. Jafn- framt hefur hann sent út sérstaka bæn, til nota við guðsþjónust.ur, en bænin er samin af dr. Martin Niemöller, einum forseta Alkirkju- ráðsins. JÓN ÞÓRÐARSON, tæknilegur framleiðslustjóri á Reykjalundi, hefur fundiff upp vélknúna hand- færavindu, sem mun létta miklu erfiði af þeim sjómönnum, sem stunda handfæraveiðar, auk þess sem afköst munu aukast um allt að helming. Alþýðublaðið átti í gær tal við Jón Þórðarson og spurðist fyrir um vinduna. Jón sagði, að nú væru komin hér um bil tvö ár síðan maður kom að máli við hann og spurði, hvort hann mundi ekki geta smíð- að handfæravindu til þess að létta sjómönnum störf sín. Jón hófst handa með athuganir í þessu sambandi, og nú hefur þekktur skipstjóri, Haraldur Kristjánsson í Reykjavík, reynt nýju færavind- una á skipi sinu Kristínu, og er hann sérlega ánægður með árang- urinn. Hann hefur og frá því skýrt, að auðvelt sé fyrir einn mann að nota tvær vindur í einu. Vinda Jóns gengur fyrir sjó, sem dælt er með vissum þrýst- ingi. Með litilli sveif er línukefl- ið látið renna færinu út eða draga það upp, og gefa eftir, þeg- ar alda hristir bátinn eða þegar stórfiskur er á. Vindan vegur um sextán kíló. Jón hefur fengið viðurkenningu hjá Fiskimálasjóði íslands fyrir ( uppgötvun sína, og hefur hann nú í bígerð að framleiða 50-100 vind- j ur, sem eiga helzt að verða til- búnar fyrir haustvertíðina. Mar- inó Pétursson kaupmaður, hefur tekið að sér sölu á vindunum hér lendis og erlendis. Aðspurður um það, hvort hann hefði gert fleiri merkar uppgötv- anir, sagði Jón, að hann hefði ver- ið að grúska í ýmsu. Hann hefði verið sá fyrsti, sem hóf plastiðn- að hérlendis og ekki alls fyrir löngu seldi hann þýzku fyrirtæki vól, sem vindur upp plaströr og ýmislegt slíkt úr plasti. Þessi vél var á vörusýningunni í Hannov- er, en fyrirtækið, sem keypti hana, er eitt hið stærsta sinnar tegundar, — framleiðir steypuvél- ar fyrir plast. Jón sagðist einnig hafa undir- ritað samning um sölu á sérstök- um einangrunarrörum til Dan- merkur, en hann á hugmyndina að gerð þeirra. Jón Þórðarson er 41 árs að aldri, nam plastframleiðslu í Eng landi, en hefur .frá 1953 starfað sem tæknilegur framleiðslustjóri á Reykjalundi. Uppfinningamaðurinn bætti því við í lok samtalsins, að þótt hann hefði fundið upp handfæravél — | væri hann forhertur landkrabbi. j Hefði satt að segja aldrei á sjó komið nema á farþegaskip i ferða lögum. Jón Þórðarson við færavinduna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. marz 1963 \ mm æi ■vifiíFi m l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.