Alþýðublaðið - 26.03.1963, Síða 3

Alþýðublaðið - 26.03.1963, Síða 3
MHHMMMMUtMMmtmmM W-í I Bandaríkjunnm þykir gutt, ef einstaklingur starfar hjá sama fyrirtæki við sömu vinnu í 20-30 ár. Eftir það er hann oröinn gamall í starfi, hró. Svo er þó ekki alls staðar. Blaðamcnn ræddu í gær lítil lega við mann', sem er búinn að starfa tæp 48 ár sem epinber starfsmaður, eða lengur en nokkur annar núlifandi íslend- ingur. Þessi maður er í þjón- ustu Keykjavíkurborgar, nánar tiltekið hjá slökkviliðinu og heitir Anton Eyvindsson. Hann er sjötugur í dag, og kemst því á eftirlaun sem starfsmaður borgarinnar. Anton var ráðinn fastur starfsmaður á slökkvistöðinni þann 1. apríl 1916, en starfs- maður hennar hefur hann verið kallaður frá brunanum mikla 1915, þegar kjarni miðbæjarins sem þá var, brann til kaldra kola, og tvær manneskjur létu lífið. Sá bruni varð Antons eld- vígsla, hans mesta og fyrsta. Þá voru starfshættir slökkvi- Námumenn hafna stjórnartilhoði PARIS, 25. marz Leiðtogar ] franskra kolanámumanna sátu á fundi í dag og ræddu nýjar að- gerðir til þess að fá kröfum sínum framgegnt. Námumenn höfnuðu tilboði stjórnarinnar um 8% launahækkun í gær. Frönsk blöð telja, að námumenn- irnir muni nú krefjast meiri Iaunahækkunar en áður. Þetta muni hafa víðtæk áhrif á e.fna- hagsmálin og stefnuna, er stjórnin SLOKKVILIÐSMAÐUR I SAMTALS 48 ÁR! liðs aðrir en nú eru, menn lilupu í brunastað og dældu vatni með höndunum. I*á voru tveir menn á slökkvi- stöðinni gömlu, og voru á vakt allan sólarhringsinn, sváfu til skiptis. Anton kom sem þriðji maður, fyrst sem starfsmaður síma, og vann við að sytja upp bjöllu og brunasíma, síðan sem fastur starfsmaður. Þeir voru þrír orðnir þá. Bjuggu allir og sváfu á slölckvistöðinni, nema einn, sem var giftur og fékk stöku sinnum að sofa lieima. Þeir voru yfirmannslausir, sjálfs sín herrar. Embætti slökkviliðsstjóra var bitlingur, sem þá gaf Guðmundi Ólsen 400 krónur á ári. Starf þeirra á stöðinni var mest megnis varzla, fremur en slökkvistarf beinlínis. Það höfðu á hendi þrjár 12 manna sveitir, sín í hvcrjum hluta bæjarins. Eitt hús var í hverju hverfi, og voru kölluð slökkvitólahús. Þar mættust slökkvimenn við útkall tóku tól sín og réðust að eld- inum með handdælum og öðrum útbúnaði álíka. Allt þetta fékk Anton að reyna. Saga slökkviliðsins í Reykjavík og saga hans eru sú ein og sama. Frá mannsfótum til liesta, frá hestum til vél- knúðra farartækja, mismunandi fullkominna. Fyrsti bíllinn fór fetið, honum varð fylgt af gang andi manni, sá næsti hraðar, og svo koll af kolli til þess, sem nú er. Nú, þegar Anton er búinn að lifa lengstan starfsdag opin- berra starfsmanna íslenzkra, vaxið ásamt slökkviliðinu að viti og árum og með þvl, óskar Alþýðublaðið honum til ham- ingju með langan og gifturíkan starfsdag og árnar honum heilla með sjötugáafmælið. Neyðarástand í Guatemala Guatemala-borg, 25. marz. NTB-Reuter. Stjórnin í Guatamala lýsti yfir hernaðarástandi í landiuu öllu i dag. Yfirlýsingin var gefin út eftir að komið hafði til átaka milli her manna og uppreisnarmanna í norðausturhluta landsins. Óeirðimar skullu á fyrir 2 dögum. Sagt er að neðanjarðar- samtök standi hér að baki. hefur fylgt í þessum málum sl. fjögur ár. Parísarblaðið „Le Figaro" telur, að nú muni verða verkföll í Cieiri atvinnugreinum. Blaðið telur, að bankamenn, blaðamenn og bygg- ingaverkamenn muni gera verk- fall í byrjun næsta mánaðar. Járnbrautarstarfsmenn hafa hót að að gera tveggja tíma verkfall til sgiptis á morgun. Búizt var við, að jámbrautasamgöngur stöðvist um allt landið á morgun af þessum sökum. Verkfall námumanna hefur nú staðið í 25 daga. Verkamenr.iynir krefjast 11% launahækkunar, 40 stunda vinnuviku og 4 vikna su.mar- leyfis. Þeir segja, að allir vorka- menn, sem vinna hjá eínkafyrir- tækjum, hafi fengið þessi kjör í fyrra. ★ ZERMAT: Læknasamtökm í kantónunni Vally í Sviss, saka yfir völdin í skíðabænum Zermat um að hafa leynt því í tvo mánuði að taugaveiki hefði komið upp 1 b'æn um af ótta við að gistihúsareksjtur í bænum legðist niður. Tveir hafa látizt úr veikinni. Öllum hótelún- um í bænum, 65 að tölu, verður, uú lokað. ÁTJÁN ÁRA Framhald af 1. síðu. yfir beina, en telur að þeir eigi að vera lægstir á nauðsynjum og þvi hærri sem vara telst ó- nauðsynlegri. ★ Víðtækir kaflar eru um eflingu atvinnuveganna og eru í þeim margar nýjungar, svo og mik- il áherzla á neytendasamtök og vernd neytenda i nútíma þjóðfélagi. ÞAD VAR SLYSAHELGI Framh. af 1. síðu kant. Tveir menn stóðu hjá Volks- wageninum og lenti annar þeirra uppi á bifreiðinni (VW) og fót- brotnaði. Hinum tókst með snar- ræði að’ forða sér. En hélt Dodginn áfram og hafnaði að lokum úti í skurði vinstra megin við veginn. Farþegi í bílnum slasaðist er hann lenti með andlitið á framrúðunni. A sunnudaglnn varð annar harð- ur árekstur skammt frá Félags- garði í Kjós. Þar lenti saman Mer- cedes Benz og Volkswagen. Hin síðar nefnda bifreiðin var á leið í Kjósina, en hinn á leið í bæinn. Við áreksturinn skall farþegi í Vw á framrúðu bilsins, og skarst mik- ið á andliti. Kona, sem bílnum ók, lilaut einnig töluverða áverka. Tvö börn sátu í aftursætinu, en þau sluppu émeidd. í Mercedes- bílnum meiddist enginn. Polaris-kaí- bétur til Mið- jarðarhafsins Washington, 25. rnarz. Fyrsti bandaríski kjarn- orkukafbáturinn, sem búinn er Polaris-eldflaugum, kem- ur til Miðjaröarhafs í byrjun næsta mánaðar. Jafnframt liefst brottflutningur Jupit- er-eldflauga frá bandarísk- um herstöðvum í Tyrklandi og á Ítalíu. Blaðafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins, Lin- coln White, skýrði frá þcssu á fundi með fréttamönnum í dag. Alls hafa Bandaríkjamcnn 40 Júpíter-eldflaugar á ítal- íu og 15 í Tyrklandi. Hver kafbátur, sem hér um ræðir, getur flutt 16 Polar- is-eldflaugar. Tilkynnt er, aö 3 Polaris-kafbátar verði á Miðjarðarhafi fyrst um sinn. Um helgina voru 10 ökumenn teknir vegna ölvunar við akstur. — Einn þeirra lenti úti í skurði við Breiðholtsveg á föstudagskvöldið. Með honum var mágkona hans, og hafði hún ekið bifreiðinni. Hún var próflaus, hann ölvaður og hafði auk þess verið sviptur öku- leyfi ævilangt fyrr í vetur. Að- faranótt sunnudagsins ók ölvaður ökumaður á ljósastaur á Miklu- brautinni. Ilafði liann áður ekið þvert yfir brautina, yfir reitina, sem cru á milli akbrautanna og upp á gangstétt hinum megin. — Bifreiðin hafnaði að lokum á ljósa staur og braut liana. Maðurinn var fluttur á slysavarðstofuna og síö- an í fangageymsluna við Síðu- múla. Á sunnudagskvöldið um kl. 22.30 féllu tveir ölvaðir menn í sjóinn hjá Grandagarði. Voru þeir nokkra stund á sundi, unz til þeirra var kastað bjarghring og þeir dregnir á land. Síðan voru þcir fluttir í Siðumúla. Um helgina var brotist inn í fiskvinnslustöð við Súðavog en hún er eign Halldórs Snorrasonar. í kringuin hana er allhá girðing og höfðu þjófarnir farið yfir hana, og inn í fiskþurrkunarlijall, og stolið þaðan töluverðu magni af hertri ýsu. Aðfaranótt sunnudagsins braut drukkinn maður þrjár rúður í kjallara í húsi við Skipholt. Vildi hann komast þar inn, en stúlka, sem í kjallaranum bjó, flýði upp á loft. Maðurinn skreið inn um einn gluggann, en er lögreglan kom á staðinn, fannst hann sof- andi í íbúðinni. I í gærmorgun var óskað eftir [ hjálp úr húsi í Bústaðahverfi. Þar | hafði barn gleypt tveggja krónu j pening og náðist hann. Skömmu eftir hádegi í gær varð slys í Lækjargötu. Þar varð maður fyrir bíl og mciddist lítið. í gærmorgun um kl. 8,30 var Slysavarnafélaginu tilkvnnt, að bátur væri á reki við vestur odda Viðeyjar. Sást báturinn frá Gufu- nesi, og var álitið að hann væri mannlaus. Voru gerðar ráðstafan- ir til, að farið yrði að bátnum, eu skömmu siðar var liann sokkinn. Ekki var vitað í gærkvöldi hvaðan bátur þessi var, eða hvaðan hann kom. ★ I verkalýðsmálakafla stefnu- skrárinnar krefst Alþýðuflokk- urinn þess, að ríkið tryggi öll- um þegnmn atvinnu, er skapi þeim tekjur til að lifa menn- ingarlífi. Markmið kjarabar- áttunnar er eðlileg laun fyrir samningsbundinn vinnutíma, hæfileg hvíld og nægilegar tómstundir fyrir alla. Flokkur- inn krefst stöðugrar leitar að nýjum úrræðum og réttláta hluta af arði tækninnar til launþega, svo að nokkuð sé nefnt. ★ Alþýðuflokkurinn mun halda áfram að berjast fyrir viðtæku tryggingakerfi, heilsuvernd, varðveizlu fjölskyldunnar sem hyrningarsteinn þjóðfélagsins. I stefnuskránni eru og kafl- ar um jafnrétti kynja, æsku og íþróttir, héraðsmál, menn- ingarmál og loks utanrikismál. ■mmmmmmmimmmmmmmm Aðalfundur Kvenfélagsins AÐALFUNDUR Kvenfér Iags Alþýðuflokksfélagsins í Reykjavík verður haldinn næstkomandi fimmtudagSr kvöld 28. marz í Félags- heimili prentara að Hverf- isgötu 21. Að aðalfundar- störfum loknum hefur ÓI- afur Ólafsson læknir fram* 1 sögu um frumvarp til laga um aöstoð við eldra fólk. Einnig mun Jóhanna Egils- dóttir ræða um frumvarp til laga um almannatrygg- ingar. Félagskonur erú beðnar að fjölmenna stund- víslegá. WMMMMWMMMtMMMMW ALÞ’íÐÖBLAÐJÐ — 26. marz'1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.