Baldur


Baldur - 25.01.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 25.01.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, 26. JANÖAR I9O3. BALDUR er gefinn útáGIMLI, IVÍANITOBA. Kemur út einu sinni í viku. Kostar $1 um árið, Borgist fyrirfram; Útgcfcndur : Nokkiur Ný-Íslendingar. Ráðsmaður: G. ThORSTEINSSON. Prentari : JöHANNES VlGFÚSSON. Utanáskrift til blaðsins: BALDUR, Gimli, Man. Verð á smáum aug’ýaingum er 25 ceuts íyrir þumlung dá kelengflar. Afsláttur er gefinn á st<erri auglýíingum, sem birtasl í biaðinu yfir lengri tíma. V ðvikjandi s'ííum afslætti, og öð um fjármálum blaði ias, eru menn bcðair að srúa sjer að »áð»- manninum. MÁNUDAGINN, 2Ó. JAN. I9O3. Samrœmi. Eftir ALBERT e. KRISTJÁNSSON. I'að eru ótal málcfni sem við Ný- íslendingar þurfum að hugsa um í sameiningu, tala um í sameiningu og vinna að í sameiningu, án til- lits til þess, hvaða trúarbragða eða stjórnmáia skoðun hver af oss hefir. Það er forarpollur (einn af mörg- um) á aðaiveginum okkar. Það þarf að brúa hann. Eigum við að standa (eins og við höfum gjört) við pollinn og biilvast um yfir veg- le.ysinu, og lcsa óbænir hvcr j'fir fiðrum fyrir það, að við getum ekki allir Iitið cins á eitthvcrt málefni ? Eða eigum við að stinga öðrum málum undír stól og icggja saman krafta okkar til að brúa pollinn ? Það þarf að kjósa mann f sveitar- eða skóla-stjórn. Eigum við að velja manninn eftir því hvorí liann er Lúterskur eða Unitari, Liberal eöa Conservative, svo hann verði fuiltrúi einhvers flokks til þess, að sýna að sá flokkur hafi töglin og hagldirnar — geti sungið hærra en hinir ? — Eða eigum við að velja hann cftir þvf, hve mikia hæfileg- kika og hve góðar kringumstæður hann hefir, til að sinna sem bezt hinum sameiginlegu vclfcrðarmál- um byggðarinnar ? Þá yrði hann fulltrúi byggðarbúa til þess að vinna f samrœmi við kjósendur stna að málefnum þeim, er snerta þeirra sameiginiegu hagsmuni. Jeg get nú ekkí sjcð að það ætti að hindra oss neitt, að sumir af oss cru Lúterskir og sumir Unitarar ; eða það, að sumir eru Liberalar, sumir Conservativar og aörir Sociaiistar. Það væri hægt að telja upp ara- grúa af sameiginlegum velfcrðar- málum, scm við gætum unnið að f samrœmi, tíl heilla fyrir einstakl- inginn og sveitarfjelagið. Það eru til menn, sem hugsa um mögulegleikana til samrœmis eitthvað á þessa leið : ,,Jeg gæti komið mjer saman við nágranna mfna, og verið umburðarlyndur við þá, cf jeg gæti treyst því að þeir sýndu mjer hið sama á móti; cn jeg þori ekki að reyna það, af þvf, að þcir myndu nota þá til- raun mína til þess að nfðast á mjer“. En, vinur minn, nágrannar þfnir iáta lfka þcssa tilraun ófram- kvæmda, af þvf þcir tortryggja þig. Þeir hugsa ef til vill alveg eins um þig, og þú hugsar um þá, en þeir hafa allir, hver í sínu lagi, traust á sjálfum sjer. Svo strita menn og strfða hver í sfnu lagi, eins og piltur og stúlka, sem elska hvort annað, en trúa því hvort fyrir sig, að ást þeirra verð: ckki endurgoldin af hinu, og Iifa svo alia æfi sína (ef þeim hcppnast að lifa hana alla) í kærleiksleysi og óánœgju. Við mundum almennt segja, að svona hjú bökuðu sjer æfilanga ófarsæld, bara af klaufa- skap, en það er líka bara af klaufaskap, að við getum ekki lif- að í meira samræmi en við gjörum. og klaufaskapur vor er ekki að eins æfilangt böl fyrir oss sjálfa, heldur er hann líka til tjóns fyrir efti’rkomendur vora, og til tafar fyrir framþróun mannfjclagsins. Það er ástæðulaust að halda því fram, að við höfum ekki í oss og kring um oss mögulegleikana til sameiginlegrar starfsemi. Við Ný- íslendingarhöfum alveg eins mikla starfskrafta, andlega og lfkamlega, eins og jafnstór hópurmannaannars staðar. Við höfum eir.s skemmti- 'cgan, og — cf vel væri á haldið — eins arðberandi landshluta, eins og yfirlcitt gjörist í Canada. Það er þvf cnginn vafi á því fyrir mjer, að N ýja ísland g æ t i vcrið samræmisins land, h v a r sem á það væri litið, cf vjer að cins legð- um fram krafta okkar til að breytaí ósamrœmi fjelagslífsins f samrœmi. Jeg cr Ný-íslendingur. Mjer þykir vænna um Nýja Island en nokkurn annan hluta Ameríku. Þessvcgna þrái jeg svo mjög, að sjá hjer framfarir ; sjá þvf rutt úy vegi sem tcfur fyrir þeim ; sjá allt það lagað, scm að nokkru leyti kastar skugga á þ e n n a n blett. En er það þá að eins af þcssari til- finning minni, eða hcfir það við eitthvað virkilegra að styðjast, að jeg trúi þvf að Nýja ísland verði, í nálægri framtíð, framfaranna og samrœmisins land ? Antlmæli gegn opnu brjefi frá G. Eyjólfsson, hefir Baldur verið sent úr Víði- nessbyggð, cn hún er þannig rituð að hún kcmur f bága við þá stefnu Baldurs, að halda sjer við málefnið í staðinn fyrir persónuna. Það scm höfundur greinarinnar kvartar sjcrstaklega yfir, er það, að á fiskimcnn nýlendunnar sjc borið ófrœgðarorð f nefndu brjefi. En ef hann áttar sig betur, mun hann verða að viðurkenna það, að G. E. hefir rjctt fyrir sjcr f aðal- efninu, og að fiskimenn Nýja ís- lands hafi ekki mikið fært út kví- arnar efnalega á undanförnum ár- ; um; mjög fáir þeirra hafa gjört betur en að lifa af atvinnu sinni, þar scm landbóndinn gjörir ætfð meira eða minna af varanlegum umbótum, sem eru honum verð- mætar í framtíðinni, og varanleg- ur grundvöllur fyrir framhaldandi menningu bœndastjettarinnar. En G. E. hefði einnig mátt geta þess, að fiskiveiðarnar hafa verið og cru árlega mikil peningaupp- spretta fyrir Ný-íslcndinga, þó fiskimenn sjálfir beri oft minnst úr býtum. Einnig útheimtist kjarkur og karlmcnnska til að stunda fiski- veiðar, bæði á sumrum og vetrum. Svoþóþað sje almennt viðurkennt, cins og G. E. segir: ,,Að ó- mennska og dáðleysi sje hvergi meira en meðal þeirra sem fiski- veiðar stunda, “ þá vita allir að slfkt getur ekki átt við þá, sem fiskiveiðar stunda á Winnipeg- vatni. En það sannar ekki, að þeir sem flokkur út af fyrir sig, hafi lagt betri grundvöll fyrir fram- tíðarvelferð og menningu sfns flokks, heldur en þeir sem stunda griparœkt og akuryrkju. Ennfremur má bendaá, að með- al fiskimanna vorra eigum við eins góða andlega krafta eins og við höfum á að skipa. En samt sem áður cr það öllum ljóst, hvað lítið þcir hafa notað þá krafta til að vinna að þvf, að bteta atvinnuveg sinn, svo að hann væri þeim og gæti orðið framhaldandi lífsstaða. Til þcss hefir þá skort samtök og andlcga framtaksscmi, þrátt fyrir góða hæfileika. Ef á annað borð er minnst á eitthvert málefni, er ómögulegt að ræða það til gagns, nema bcnt sje á hvaða kostir þvf fylgja, og hverj- ir gallar, hvað sje gott í fyrirkomu- lagi þcss og hvað athugavert við það. Á þessum grundvelli starfa allir uppfrœðendur, allir framfara- og umbóta-menn. Ef aldrei væri fundið að þvf sem er ábótavant, hvort heldur hjá einstaklingum eða heilum mannflokkum, þá væru umbcetur og framför ómögulegar. Allt sem ritað er í þeim tilgangi að hafa áhrif til umbóta í mannfje- laginu, verður þvf að meiru eða minna leyti blandað dómum um athcftnir og starfsemi einstaklinga eða smærri' cða stærri deilda af mannfjelagsheildinni. Það er því ómögulegt að allir og allt fái lof, meðan heimurinn er ekki orðinn fullkominn og galla- laus. Á þann hátt geta allir fcng- ið lof, að þeir fái hæfilcga viður- kenningu fyrir það góða er þeir gera, þvf allir gcra nokkuð gott, og þetta er ckki einungis rjettlátt, heldur sjálfsagt. En svo verða aðfinningar að fylgja við það sem miður fer, svo menn sjái gallana og geti gjört við þcim. Þcgar vjer rjettum hendina að vini vorum, ættum vjer aldrei að kreppa hnefann áður.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.