Baldur


Baldur - 16.03.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 16.03.1903, Blaðsíða 2
BALDUR, 16. MARZ 1903 BALDUR ergefinn útáGIMLI, Manitoba. Kemur út cinu sinni f viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefcndur: Nokkrir Ný-Íslendingar. Káðsmaður: G. ThORSTEINSSON. Krentari: J0HANNES VlGFÚSSON. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Veið á »nriáam ang'ý«inRnm er 2ö cente fyrir þumlung dá’kslengdar. Afs'áttur er gefínn á stœrri auglýúngum, eem birtast í hlaðinu yfir lengri tíma. V ðvíkjaudi •líkum afslætti, og öð um fjármáhim bh.ð‘ inB, eru menn btðnir að finút ejer »ð ráð - manninum. MÁNUDAGINN f6. MARZ. I9O3. TJm meðferð á * un dan e 1 (lissv í num. Eftir JAMES ELDER. Jeg ætla að byrja með því, að hugsa mjer að maður hafi undan- cldisgyltu ; þvf betra sem kynið er, þess betra fyrir eigandann. Þá er næst að hugsa um hvað sje bezta plássið fyrir gyltuna. Fyrir sumarið er beztur smáravöllur með notalegu skýli í einu horninu fyrir gyltuna að sofa f og skýla sjer fyr- ir sólarhitanum og regni, svo þarf hún einnig forarpoll sem hún get- ur velt sjer í eftir viid sinni. Þctta, mcð nógu og góðu vatni, rná kalla Paradís undaneldisgyltu. Hún, eins og við sjálf, gæti ef ti! vill óskað eftir meiru sællffi, en það sannar ekki að uppfylling þeirra óska, gjörðu henni nokkuð auðveld- ara að uppfylla skyldur sínar. Þvf hennar stóra skylda f Iffinu er að margfalda sfna tegund. I þannig l/Jguðu ástandiþarf undaneldisgylta rnjög iitla pössun. Þess nær sem við komumst þvf að útvega þessi skilyrði, þvf nær komumst við á- kjósanlegasta fyrirkomulagi með undaneldissvín. Þetta, segi jeg, er það ákjósan- legasta, en það ákjósanlcgasta er ekki svo auðveldlega gripið. Það eru, ekki sfzt í þessu fylki, margir örðugleikar til að berjast við. í fyrsta lagi eru ekki smáravellir fá- anlegir, og jafnvel hcntugir hag- lendisblettir cru fáir. Hinarvenju- legu girðingar vorar eru ekki full- nœgjandi til að halda svfnum. Hið bezta sem jcg gct hugsað mjcr cru færikvíarnar. Þær eru gjörðar með þvf að ncgla 6þuml. borð, 3 f hæð- ina á hvern kant. Borðin cru negld á 3 feta háa staura 4x4. Kvfar þessar cru færðar úr stað einu sinni eða tvisvar á dag. Ef þær eru þannig færðar til á landi, sem er vaxið illgresi (sem nóg er til af f Manitoba), hafa svfnin nóg af með- tækilegum jurtum, þó þær sjc hvergi nærri cins góðar og smári. Á þann hátt hefir svfnið tækifæri til að þjóna eðli sfnu f þvf, að grafa og róta til jörðinni. Einnig veitir þetta því hreint heimili, sem svfnum er alveg eins kært og öör- um dýrum. Til að skýla gyltunni fyrir sól og rcgni, þarf ekki annað cn að láta gamla hurð eða eitthvað þess konar yfir citt hornið á kvf- unum. Auðvitað yrði maður að gefa henni meira fóður og nóg vatn. Þegar veturinn nálgast, eru þess- ar færikvíar auðvitað ckki hentug- ar, og þá fyrst byrja erfiðleikarnir með að sjá gyltunni fyrir hentug- um bústað. Plássið þarf að vera þurt, hlýtt og svo stórt, að gyltan geti haft nœga hrcyfingu. Hin alvanalega og skæða veiki í svínum hjer, sem ýmist er kölluð aflleysi (paralysis) eða gigt, eða krampi, er að mfnu áliti afleiðing af vöntun þeirra skil- yrða sem að ofan eru talin. Þessi veiki er aðalhindrunin f svfnarækt í þessu fylki, og eru mjög marg- breyttar skoðanir um það, af hverju hún stafi og hvcrnig hún verði læknuð. Jeg hefi komist að minni niðurstöðu á þann hátt, að jeg hefi tekið eftir þvf að veikirt er vest þar, sem svfnin eru höfð í hlýju en þröngu og röku húsi. En aftur á móti þckkist hún ekki þar sem svfnin eru látin ganga laus, og hafa stráhaug til að skrfða inn f þegar kalt er. Næst cr að athuga fóður svfns- ins. Þar sem ekki cr til. smári og smárarœtur, mundi jeg gefa þvf kurlaða hafra og býgg, hveiti ó- þreskt, að minnsta kosti tvær mál- tfðir f viku • af garðávöxtum, og f staðinn fyrir moldina sem þau hafa á sumrin, mundi jeg gefa þcim við- arcisku og kol. Ilvcitið gef jag ó- þreskt af þvf það gefur svfninu meiri hreifingu. Það er nauðsynlegt að hafa það hugfast að jeg cr að skrifa um und- aneldissvín, en ekki slátrunarsvín, og einn af crfiðleikunum sem á Ieið minni verða er, að koma f veg fyr- ir að gyltan fitni of mikið um lcið og hún verður þó að hafa nóg af nærandi fæðu, til að næra hin ó- bornu afkvæmi sfn. Bezta með- alið f þcssu tilfelli er hreifing, og að gefa óþreskt hveiti kemur gylt- unni til að hreifa sig. Hjer um bil tveim diigum eftir burðipn mundi jeg gefa henni vel af kurluðu fóðri (soðnu), og nóg af | garðávöxtum. Rjctt fyrir burðinn læt jeg gylt-1 una f hlýja, þurra stfu, með lága hyllu með fram þremur veggjun-1 um, svo að grísirnir geti forðað ] sjcr þar undir, og þannig komist ] undan þvf að vcra kœfðir undir gyltunni. Það er ekkert unnið við það að láta gyltuna bcra snemma. Jcg vil láta grfsina, sjerstaklega þá sem ætlaðir eru til undaneldis, hafa nóga hreifingu og nóg sólskin eins snemma á æfinni og hægt er. Jeg tck grfsina frá gyltunni þegar þeir eru sex vikna gamlir, og gcf þeim eins mikið af undanrenning og jeg get. Hvað sem kann að megatelja] þvf til gildis að gefa fullorðnum svínum þurt mjöl, þá held jeg að betra sje að gefa grfsunum upp- bleytt fóður. Ef jeg væri að kaupa undaneld- isgyltu, mundi jeg ganga fram hjá feitu gyltunni sem hefir.verið höfð f haldi, jafnvel þó hún hefði hlotið verðlaun. Það eru afkvæmin scm vjer græðum á, og til að framieiða afkvæmi vil jeg heldur þá gyltu, sem aldrei hefir verið gefið um of og sem hefir haft nœga hreifingu, jafnvel þó hún sje ekki cins breið á bakið og hin, sem verðlaunin hlaut. Maísjurtin. í Bandarfkjunum hefir landbúff- aðardeild stjórnarinnar látið fram fara langvinnar tilraunir f þá átt, að komast að raun um hver sje hcntugust notkun mafsjurtarinnar. ] Tilraunirnar hafa farið fram f Kan- ' kakee, 111., þar scm mikil maís- : rœktun er, og niðurstaðan cr sú, ] að maísinn sje cinkar hcntugur til pappfrsgj'irðar, bæði fyrir prcnt- ] pappfr og skrifpappfr. Úr mcrgn- j um f stönginni má búa til ágætan j olíupappfr, nær því cins gc»ðan og | úr ffnasta ljercfti. Úr stangarberk- ] inum er búin til önnur tcgund og 1 úr belgnum utan af iixunura þriðja tegundin. ] Jafnframt þessu er fundin upp i mjög hentug vjcl, þó hún sje ekki | alveg eins fullkomín og skósmíða- vjelin, sem einusinni var verið að lýsa, cr tók heilann uxa inn í ann- an endann, slátraði honum, fló hann, sútaði skinnið og skilaði þvf svo út um hinn cndann sem skóm og stigvjelum, þá er hún sem næst þvf. Þcssi nýja vjel tekur maís- stöngina mcð axinu á, skilur belg- inn frá og tekur hismið utan af kjarnanum. Almcnnt cr haldið að þeir, scm að þessum störfum vinna, muni í haust byrja pappfrsgjörð úr mafs í stórum stfl. Lánist það cins vel og menn vona, fá mafskaupmennirnir keppinaut við að glíma. Pappírs- gjörðarsambandið fær eins laglcgaii snoppung og nokkur lög hefðu get- að gefið þvf, sem ef til vill ríður þvf að fullu á endanum. Blaðaút- gefendur og prentarar verða cðli- lega bandamenn bændanna í þcssu efni. Það sem mest er f varið er þó það, að nú þarf ekki lcngur að fleygja mafsstönginni. Úrkast úr baðmullarjurtinni, scm frainan af var fleygt, cr nú margra milljóna dollara virði árlega. Máskc það vcrði eins mcð máísinn. H Ú S til sölu. Tvö £óð hús á GIMLI til sölu eðá leigu, með fjósum og flciru tilhcyrandi. Um nákvæmari upplýsingar snúið yður til G. Thorsteinson, GIMLI, MAN.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.