Baldur


Baldur - 20.04.1903, Síða 3

Baldur - 20.04.1903, Síða 3
BALDTJR, 20. AÍRÍL I9O3. 3 gj'irt að taka það fyrir á næsta fundi að gangast fyrir þvf, en á undan- farandi fundum hefir starfsemi hennar lent við það, að berjast mðti leyfisveitingunni á Gimli, þar eð þvf atriði mátti ekki frcsta. Að endingu vil jeg leyfa mjer að skora á alla kjóséndur Gimlisveit- ar, að taka þetta mál til rœkilegrar yflrvegunar og meðfcrðar. Good- Templarar eru sjálfsagðir að fylgja VfnsÖlubanni, og svo eru heilir hópar af mönnum, sem þótt þeii'; standi ekki f bindindisfjclagsskap, sem cru málinu hlynntir. Þeim 1 trcysti jeg til að láta til sfn taka cf farið verður að vinna að aukalög- um um vfnsfilubann í svcitinni. Seinast, en ckki sfzt, sný jeg mjer að hinum ýmsu safnaðarfje- lögum. Hjer er vcrkefni fyrir þau að vinnaað, gott málefni oggöfugt. Sýni þau nú trú sfna f verkinu eða hljóti óvirðingu göfugra manna. Nú cr tækifæri. G. Thorsteinson. Fyrir skömmu var það f sam- kvæmi nokkru f Parfs, að cin af stúlkunum skaraði svo fram úr hin- um að allir karlmennirnir síifnuðust ufan um hana, til að skoða og dázt að vaxtarfcgurð hennar og hve vel fötin klæddu hana. Einn karlmann- anna dirfðist að gefa hcnni blóm, sem hún vcitti móttöku og þakkaði, en sökum þess að kjóllinn var al- veg sljettur að framan, gjörðist nauðsynlegt að festa blómið mcð tftuprjón, þegar það var búið leiddi hann hana að borðinu til að fá sjer snæðing ásamt öðrum og settist við hlið hennar. Þegar hann var seztur virtist honum hann heyra eitthvert suðuhljóð, Ifkast því sem kvöldgol- an framleiðir í þjettum skógarrunn- um. Honum' varð nú litið til stúlku sinnar og sá strax að hún hafði grennst undarlega mikið, og áður en hálfnað var að borða, hjekk kjóílinn í lausum og óreglulegum fcllingum um hana. Það lftur svo út sem kjólar grannvaxinna kvenna f París sjcu tvöfaldir og búnir til úr loftheldu efni, svo þegar stúlkan er komin í kjólinn sje hann fylltur með vindi uns vöxturinn þykir svara sjer. Eftir þessu hefir stúlkan ekki mun- að, þegar hún nældi blómið i kjól- ‘nn, þvf út með títuprjóninum guf- aði vindurinn. Yoðaleg ásökun. (Framh.) Nú var sent eftir kviðdóms- mönnunum sem komu þcgar, og litu helzt út fyrir að vera nývakn- aðir af svefni. „Herrar mfnir!“ sagði dómarinn, „lögmaður ákærða óskar þess, að þið hlustið á vitni scm nýkomið cr til sögunnar. Hann —“ „Hún, hr. dómari,“ leiðrjctti verjandi minn. „Hún hcfir, cftir hans skoðun, mjíig mikilsverðar upplýsingar fram að færa. En jcg aðvara ykk- ur við því, heiðruðu herrar, að leggja ekki of mikla áherzlu á skýr- ingar sem koma óvænt“. „Látið þið Patrick Murphy koma inn,“ skipaði vcrjandi minn. Þegar Patrick var kominn inn segir lögmaður minn : „Þjer munið víst að þjer hafið eiðfcst að þjer sáuð sakfellda bcrja hinn framliðna?“ „Já, jeg sá hann eins greinilega : °g jeg sje yður núna. Tunglið var I fullt og nóttin var nær þvf eins ! björt og dagur. Jeg er viss um að það var hinn ákærði“. ,,Var enginn annar um borð scm lfktist hinum sakfcllda í út- liti ?“ „Nei, enginn. Auk þess sá jeg andlit hins sakfellda og þekkti hann“. Hitt vitnið, Felin O’Curra, var sóttur. ,,Þjer hafið eiðfcst að þjcr sáuð sakfellda berja Mr. Smith ?“ „Já, hcrra. Jeg sá hann jafn greinilega og jcg sje yður núna“. ,,Hvernig var nóttin ?“ ,,Hrcintloft og fullt tungl, nærri eins bjart og núna“. ,, Var enginn annar um borð sem líktist sakfellda ?“ Nci, enginn. Jcg er eins viss um að það var hann, eins og jeg stend hjerna, því tunglið skein bcint framan í hann og jeg sá hvern einn af andlitsdráttum hans“. „Þjer megið fara. Vill Leon- ora Warrington svo vel gjöra og koma ?“ Unga stúlkan, sem setið hafði á stól verjanda mfns; stóð upp og gekk að vjeböndunum. „Atvinna yðar?“ „Kennari við kvennkennara- skólarin f Brooklyn“. „Þekkið þjer ákærða eða hinn framliðna ?“ ,,Hvorugan“. „Viljið þjer svovel gjöraog láta heyra það, sem þjer ætluðuð að segja?“ „Jeg skildi yfirheyrsluna svo, að það væri mcst árfðandi að sanna, að það hefði verið ákærðisem barði Mr. Smith, mcð öðrum orðum, að sanna, að auðið hefli verið að sjá ákærða þegar morðið var framið. Mjer kom því tll hugar að rann- saka þctta, og þar eð jeg hafði þcssa árs almanak f vasanum, þar sem tímataflan yfir kcnnslugreinar mfnar í skólanum er innfest, tók jeg það upp og rciknaði út á hvaða dögum tunglið var fullt 1854. Jeg komst þá að þvf, eins og sjerhver scm kann tímareikning getur full- vissað sig um, að 1854 var páska- tunglfyllingin 12. aprfl. Frátungl- fyllingu til tunglfyllingar eru sem næst 2g}4 dagur; þar eð tungl- fylling var 12. apríl, hlutu hinar tunglfyllingarnar að vera II. maf, 10. júní, 9. júlí og 8. ágúst. Þar eð nýtt tungl er hjer um bil 15 dögum eftir tunglfyllingu, leiðir af þvf, að 23. ágúst 1854 var nýtt tungl, þann dag sem Smith hvarf, og vitnin gátu því ckki sjcð ákærða við tunglsbirtuna, eins og þau segja, af því hún var engin“. Mcðan hún talaði var dauðaþögn f salnum, en þegar hún hætti, lenti allt í œrslum og ósköpum, svo veggirnir bókstaflega skulfu. Fólk- ið hljóp aftur og fram, faðmandi hvað annað, og gleðiópin gullu við hvaðanæva. Verjandi minn kom til mín og þrýsti hendi mfna. Þegar loksins kyrrð komst á aft- ur, sagði dómarinn við vitnið: „Við getum auðvitað ekki rengt staðhœfingu yðar, en hvaða sönn- un hafið þjer fyrir þvf að hún sje rjett ?“ „Hjer er sjóalmanakið fyrir 1854,“ sagði verjandi minn, um leið og hann lagði bókina fram fyr- ir dómarann sem hann, lögreglu- þjónninn og stúlkan höfðu verið að blaða f, ,,ogþað sannar fyllilega hið rjetta í framburði vitnisins, eins og rjetturinn getur sjálfar full- vissað sig um. Á þefm tfma sem vitnin segja að morðið hafi verið framið, var ckki að eins nýtt tungl, en tunglið var þvf nær beint und- ir kjölnum“. „Þjer megið fara ungfrú,“ sagði dómarinn, „rjetturinn er yður mjög þakklátur fyrir hlutdeild yðar f málinu“. Um leið og hún fór út úr dóm- salnum leit hún hluttckningaraug- um til mfn. Undir eins og húnfór frá vjeböndunum, leiddi ’klóki Bostonarinn' nýtt vitni þangað, sem hann skömmu áður hafði leitt inn í vitnaklefann. „Hjer er eitt vitni’enn, hr. dóm- ari,“ sagði hann. ,,Þetta mál ætlar að verða rfkt af viðburðum,“ mælti dómarinn. „Hvað hafið þjer að segja herra minn?“ „Jeg er gullsmiður og úrsmiður. Þegar jeg sá innsigli það, sem ann- að vitnið, Felin O’Curra, bar í úr- festi sinni, þóttist jeg þekkja það og áleit að jeg hefði sjeð það ásamt úri er jeg, fyrir mörgum árum sfð- an, hreinsaði og gjörði við fyrir hinn framliðna Mr. Smith. Jeg Ijet þetta í ljósi við mann sem stóð nálægt mjer,. og þótt jeg að eins talaði í hálfum hljóðum heyrði lög- regluþjónninn- til mín, og bað mig þegar að koma fram sem vitni“. O’Curra var nú leiddur inn, og undir eins og úrsmiðurinn snerti við innsiglinu er hann bar í úrfest- inni, hrökk hann við sem snortinn af eldingu. (Framh.) R. A.BONNAR. T.L. HARTLEY. Bonnar & Hartley, Barristers, Etc. P.O. Box 223, WINNIPEG, MAN. Mr. Bonnar er hinn lang- snjallasti málafærslumaður, sem nú er f þessu fylki. Hrekkjavit f heimskum manni er hárbeittur hnífur í höndum ó- vita. Fólgið hatur er hœttulegra en ber fjandskapur. Á þá sem hlusta á sjálfa sig vilja ekki aðrir hlusta. Skeyti bakmælginnar falla mátt- laus niður við fœtur dyggðarinnar.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.