Baldur


Baldur - 11.05.1903, Blaðsíða 2

Baldur - 11.05.1903, Blaðsíða 2
2 BALDUR, II. MAÍ 1903. BALDUR ergefinn útáGIMLI, Manitoba. Kemur út einu sinni 1 viku. Kostar $1 um árið. Borgist fyrirfram. Útgefendur: Nokkrik Ný-Íslendingar Ráðsmaður: G. ThORSTEINSSON. Prentari : JóHANNES VlGFÍSSON. Utanáskrift til blaðsins : BALDUR, Gimli, Man. Ver D á amAam aug'ýaingum er 25 centa /yrir jfumluDg dá'Uslengdar. Afaiáttur er geðnn á atrerri auglýaingum, aem birtast i blhöinu yfir lengri tíma. V ðvítjandi alíkum afalætti, og öðrum tjármálum bleði ins, eru menn beðnir að suú» ajer að 1 áði manninum. MÁNUDAGINN, II. MAí I9O3. Borgarinn. Uppfrœðsla hans, skyld- ur og rjettindi. Sjcrhver borgari hjer f landi, sem náð hcfir vissum aldri, hefir rjettindi til þcss, að taka fullkom- inn þátt í ineðhöndlun hinna ýmsu málcfna sinuar þjóðar, ýmist sem embættismaður, þingmaður eða kjósandi. Það Hggur í augum uppi, að hver einasti borgari ætti að kunna glögga grein á aðaleinkcnnum þess stjórnarfars, sem hann er að taka þátt f, hvert hcldur það eru sam- bandsmál, fylkismál, cða hrepps- mál.* I lann þarf, ef vel á að vera, að þekkja stafrof stjórnarfarsvís- indanna, — bera dálítið skyn á hagsmuni þjóðfjelagsheildarinnar, almcnn rjettindi, og almennar skyldur. Nýjir borgarar bœtast stöðugt við úr tveimur áttum. Innflytjcnd- ur streyma hingað úr ýmsum átt- um, og ungir menn vaxa upp í * Svo má nefna allt, scm cnskir menn kalla ,,municipal affairs". Það nær bæði yfir borg og sveit Reykjavfk er hreppur ekkert síður en Seltjarnarnesið. landinu sjálfu. Hvernig málefnum þjóðarinnar er borgið f hiindum þessara manna, er miH?ð undir þvf komið hvert uppeldi þeir hafa fengið f þvf, sem að stjórnmálum lýtur. Menntunarástand uppvax- andi kynslóðarinnar getur þjóðin sjeð um sjálf með sfnu eigin skóla- fyrirkomulagi, en menntunarástand innflytjendanna er henni ekki f sjálfsvald sett að hafa eftir sfnu höfði. Hún getur að eins með lög- skipuðum tálmunum gjört tilraun til þcss, að fyrirbyggja það að þjóðfjdagið bíði tjón af menn- ingarskorti hinna fáfróðustu . inn- flytjcnda.*'"" I Bandarfkjunum er það tekið fram, að til þess að dómstólarnir megi veita innfluttum manni borg- ararjettindi verði að koma fram sannanir fyrir þvf, ,,að (a) hann hafi dvalið í það minnsta fimm ár f Bandarfkjunum, (b) hafi þann tfma hegðað sjer sem siðferðisgóð- ur maður, (c) hallast að grundvall- arkenningum Bandaríkjastjórnar- skrárinnar, og (d) sje ásáttur með þann frið og reglusemi, sem hún fer fram á“. Þetta eru lögin. Hvað segir reynzlan um það, hvernig þessi ákvæði hafa vérið uppfyllt ? Hún segir nú svart. Þessi lög eru dauður bókstafur, eins og hver maður vcit, sem nokkra eftirtekt hefir veitt þvf, scm fram fer í kringum hann. Það er ein af gyll- ingum Vesturheims, sem varpar frægðarljóma yfir landið án nokk- urrar verðskuldunar. Sannleikurinn cr sá, að eins og smíðisgripir eru renndir f smiðju, þannig eru „brezkir borgarar“(I!) telgdir til með hinum margvíslegu „pólitisku maskínum“ þeirra keppinauta, sem um völdin berj- ast. Skömmin, sem þjóðfjelagið verður fyrir, og skaðinn, sem það getur beðið af öllu því athœfi, er hverjum manni bersýnilegur — meinsæri og annað þvf um lfkt. — Þeir, sem mestan hagnaðinn hafa af þessu. atfcrli, cru auðvitað fljót- astir til þess, að stökkva upp á nef ** Tilraun í þessa átt felst í nú- verandi kosningalögum Mani- tobafylkis. Hvaða dóm sú til- raun fær, og hvernig hún kann að gefast, er cftir að vita. sjer, þcgar bent er á svfvirðingarn- ar, og þeim er hugarhaldnast um, að láta almenning fclla sektardóm yfir öllum þcim lögum, sem leitást við að fyrirbyggja þesskonar velði- brellur. Svona gefst nú sú fjölgun borg- aranna, sem fæst með ínnflutningi frá öðrum löndum. Þjóðflokkarnir eru ólíkir, einstaklingar hverrar þjóðar misjafnir, og menning þeirra, þegar öllu síær saman, herfilega ósamstœð. Það eru skól- arnir, sem með tfmanum verða að jafna þær hrukkur, og því er það skylda hvers þjóðflokks að koma þar á framfæri Öllu þvf bezta, sem hann hefir tíl brunns að bera. Eft- ir þvf, sem hver þjóð leggur sinn skerf til, eftir því fara dáðir og dyggðir þess þjóðernis, sem upp rfs f landinu á komandí öldum. Rfkið hefir vissar skyldur að leysa af hendi gagnvart skólunum. Mannfjelagshcildin leggur á sig byrðar til þess, að gjöra hin upp- vaxandi ungmenni sem færust um, að afkasta vel sínum ýmsu störf- um þegar fullorðinsaldrinum er náð. Það er sýnilegt að skólinn hefir aftur á móti skyldur gagnvart rík- inu. I skólunum þarf ungmennun- um að vcra innrœtt alúðleg u m- hyggja fyrir veiferð heildarinnar. Þau þurfa að læra að bera hæfilega v i r ð i n g u fyrir lögum þjóðfjelags- i n s. Þeir þurfa að tcmja sjer nœga ást á fósturjörðu sinni til þess, að vilja með ljúfu geði leggjasinn skerf til ýmsra umbóta, scm þjóðinni mega verða til gagns f það og það skiftið. Það, sem rfkið vill geta tekið út hjá þjóðinni, verður það að leggja inn hjá skólunum. Ef borgararnir eiga að geta haft ást á þvf stjórn- arfarsformi, sem f landinu við- gengst, þá verða þeirað hafafeng- ið glögga þekkingu á því, og hafa fallið það vel í geð. Ekkert annað en skynsamleg íhugun getur vak- ið ást og virðingu fyrir manns eig- in þjóðfjclagi. Ekkert annað getur veitt tryggan grundvöll fyrir sannri þjóðhollustu. Flestir hinir hærri skólar eru farnir að veita meiri og minni til- sögn f stjórnfrœði, en svo eru það fæstir af öllum fjöldanum, sem á þá skó}a ganga. Hinir, sem ekki -fá meira en alþýðuskólafrœðslu, eru sorglega fáfróðir í þeim efnum sem mannfjelagsheildinni mest á ríður. Þeim veítist naumast nokkur til- sögn í hinum einfiöldustu atriðum þess fróðleiks, sem sjcrstaklega heyrir til þess, að get'a orðið upp- byggilegur meðlimur þjóðar sinnar. Það ástand þarf að Iagast, og get- ur lagast f hverju skólahjeraði, sem lætur sjer nokkuð annt um það. Skólalíf ungmcnna er míkið bcinni undirbóningur undir borg- aralega samvinnu, heldur en heinv ilislffið gctur verið. Á heimílinu eru einstaklingarnir á mismunandí aldursskeiði, og bundnír sjerstök- um ættar og ástar böndum. ískól- anum verður það aðalspurningin : Hvernig á jeg að koma fram gagn- vart jafningjum mfnum ? í þjóðfjc- laginú á hver atkvæðisbær maður ! að hafa það hugfast að hann er jafningí allra sinna samborgara f því, sem skyldum og rjettindum við kemur gagnvart rfkisheildinni. Hvemig hvert ungmenni svarar þessari sjerstöku spumingu skóla- lffsins, er mikið kornið undir kcnn- aranum. Það er náttúrlega hann, sem miklu fremur en nokkur ann- ar einstakur, skapar hið andlega loftslag skólans. Kennarinn þarf fyrst og fremst sjálfur að hafa til að bera þá stjómarfarsþekkingu, þá þjóðarást, og þá umbótaþrá, sem ungmennin eiga að drekka í sig undir hans hendi. í þessa átt getur hann miklu til vegar komið mcð aðferð sinni við nám þeírrar sagnfrœði, sem lesin er f skólanum, mcð œfisögum mik- illa manna, og mcð ljóðum og les- köflum. Samt er þetta ails ekki fullnœgjandi fyrir hinn unga náms- mann sem uppvaxandí borgara. Hann þarf að fá t i 1 s ö g n u m tilgang og meðhöndlun 1 ö g g j a f a r o g stjórnfars, og grundvöllun þeirra á samvizkusemi og. sönnum mannrjettindum. Ilonum þarf að skiljast að rjettur og laga- far nær engu sfður yfir þann, sem er mikfls máttar, heldur en yfir þann, scm er lítils máttar. Hon- um á að vcrða það hugfast, að enginn hefirrjetttilþess, að gjöra það, sem honum þóknast, nemaþegarhon- um þóknastað gjöra það, sem er rjett.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.